Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2000, Side 30
42
MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2000
Andlát
Sigurður O. Pétursson
Sigurður 0. Pétursson, starfsmað-
ur við útlánaeftirlit Landsbankans,
Kambaseli 27, Reykjavík, lést á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudag-
inn 9.1. sl. Útfor hans fer fram frá
Seljakirkju í dag, mánudaginn 17.1.
kl. 13.30.
Starfsferill
Sigurður fæddist í Reykjavík 2.7.
1949 og ólst þar upp í vesturbænum.
Hann lauk gagnfræðaprófi frá Haga-
skólanum í Reykjavík 1966 og versl-
unarnámskeiði frá VÍ 1967.
Á námsárunum var Sigurður i
sumarvinnu við gatnagerð hjá
Reykjavíkurborg. Hann starfaði við
Landsbankann 1968-73 og við Seðla-
bankann 1973-78. Þá flutti hann og
fjölskylda hans til Svíþjóðar þar
sem hann starfaði viö Höganas-
verksmiðjumar og síðan við Guil-
fiber-verksmiðjumar.
Siguröur og fjölskylda hans fluttu
aftur heim til íslands 1981. Þá hóf
hann aftur störf við Landsbankann
þar sem hann starfaði til dauða-
dags, síðast við útlánaeftirlit bank-
ans frá 1988.
Sigurður æfði og keppti með
meistaraflokki Þróttar í knatt-
spymu og handbolta í mörg ár,
vann að ýmsum félagsmálum fyrir
Þrótt og sat m.a. í Knattspymuráði
Reykjavíkur fyrir hönd félagsins
um árabil. Þá lék hann
síðar með meistaraflokki
Gróttu í handbolta og
knattspymu um skeið.
Fjölskylda
Sigurður kvæntist 18.4.
1971 Önnu Kjartansdótt-
ur, f. 4.11. 1949, fulltrúa í
Þjónustuveri Landsbank-
ans. Hún er dóttir Kjart-
ans Magnússonar, f. 15.7.
1917, d. 3.12. 1998, kaup-
manns í Reykjavík, og
k.h., Guðrúnar H. Vil-
hjálmsdóttur, f. 3.11. 1922,
húsmóður og kennara.
Synir Sigurðar og Önnu eru
Kjartan Hauksson, f. 25.2. 1970,
rekstrarhagfræðingur á Viðskipta-
stofu Landsbankans, búsettur í
Reykjavík og er kona hans Karina
Pedersen, nemi i iðjuþjálfun, en
dóttir hans og Huldu Karenar Auð-
unsdóttur er Sara Rut, f. 18.12. 1996;
Pétur Sigurðsson, f. 23.9. 1971,
íþróttafræðingur, búsettur i Reykja-
vík en kona hans er V. Harpa Sig-
urðardóttir, BS í listmeðferðarfræði
og eiga þau óskírðan son, f. 20.11.
1999; Gunnar Þór Sigurðsson, f. 8.6.
1980, nemi við Fjölbrautarskólann i
Breiðholti.
Foreldrar Sigurðar: Pétur Ottesen
Jósafatsson, f. 22.7.1919, fyrrv. skrif-
stofumaður í Reykjavfk,
og Ágústa Ágústsdóttir, f.
12.8. 1920, d. 23.8. 1997,
skrifstofumaður i
Reykjavik.
Ætt
Pétur er sonur Jósafats,
skrifstofumanns í
Reykjavík Sigurðssonar,
b. í Miðhúsum á Mýrum
Brandssonar, b. í Foma-
seli Sigurðssonar, í
Ferjukoti Guðmundsson-
ar. Móðir Sigurðar var
Steinunn Sigurðardóttir,
b. á ísleifsstöðum í Hraunhreppi
Einarssonar. Móðir Jósafats var
Halldóra Jónsdóttir frá Kirkjubóli í
Hvítársíðu.
Móðir Péturs var Sigríður, systir
Jóns, pósts í Galtarholti, langafa Jó-
hönnu blaðamanns og Þórarins
tannlæknis Sigþórsbama. Sigríður
var dóttir Jóns, b. í Galtarholti
Jónssonar, og Þórunnar Kristófers-
dóttur, bókbindara á Stórafjalli í
Borgarhreppi, bróður Jakobs, pr. í
Steinnesi, langafa Vigdísar Finn-
bogadóttur. Kristófer var var sonur
Finnboga, verslunarmanns í
Reykjavík Bjömssonar, og Arndís-
ar, systur Þuríðar, langömmu Mar-
grétar, móður Þórunnar Elfu Magn-
úsdóttur skáldkonu, móður Megas-
ar. Önnur systir Amdísar var Þór-
unn, langamma Guðríðar, ömmu
Ara Guðmundssonar, fyrrv. starfs-
mannastjóra Landsbankans og
fyrrv. formanns ÍBR. Arndís var
dóttir Teits, vefara við Innrétting-
arnar í Reykjavík og ættfóður Vef-
araættar Sveinssonar.
Meðal systkina Ágústu var Ingólf-
ur, raforkuverkfræðingur og rekstr-
arstjóri Landsvirkjunar. Ágústa var
dóttir Ágústs, fyrsta stöðvarstjóra
Elliðaárstöðvarinnar og yfirvél-
stjóra Rafmagnsveitu Reykjavíkur
og Sogsvirkjunar Guðmundssonar,
söðlasmiðs að Hamarlandi í Reyk-
hólahreppi Bjömssonar, b. Guð-
mundssonar. Móðir Guðmundar var
Rannveig Snorradóttir. Móðir
Ágústs var Ingunn Sigríður, systir
Margrétar Guðrúnar, móður Jóns
Auðuns dómprófasts og Auðar Auð-
uns ráðherra. Ingunn Sigríður var
dóttir Jóns, pr. á Gerðhömrum
Jónssonar, pr. á Barði Jónssonar.
Móðir Jóns á Geröhömrum var
Guðrún Bjömsdóttir Ólsen, um-
boðsmanns á Þingeyrum. Móðir
Ingunnar Sigríðar var Sigríður
Snorradóttir, b. á Klömbrum Jóns-
sonar.
Móðir Ágústu var Sigríður Páls-
dóttir, sjómanns í Garði Sigurðsson-
ar, og Guðfríðar Oddsdóttur.
Sigurður O.
Pétursson.
Fréttir
Ráðherrann misskilur okkur
- förum ekki með rangt mál, segja Náttúruverndarsamtök íslands
„Siv hefur misskilið ályktun
okkar,“ segir Árni Finnsson, tals-
maður Náttúravemdarsamtaka ís-
lands, en Siv Friðleifsdóttir um-
hverfisráðherra hefur gagnrýnt
samtökin fyrir ómálefnalega um-
ræðu og rangfærslur.
„Við sögðum að hún færi gegn
mati skipulagsstjóra en hún túlkar
það sem við höfum sagt að hún fari
gegn úrskurði hans. Það er ekki
rétt og við sögðum það náttúrlega
ekki,“ segir Árni. Hann telur að
með því að staðfesta úrskurð
skipulags-
stjóra, sem
veiti val um
hvort
vegstæðið
verður valið,
hafi hún í
raun fært
áhyrgðina á
Árni Finnsson: „Siv v.alinu ^
veröur einfaldlega aö sam-
sitja undir gagnrýni því gönguráð-
hún hefur unniö til herra.
hennar.“ „Þannig að
hún þvær hendur sínar og i raun
skipulagsstjóri líka,“ segir hann.
„Þeir segja að með því að stað-
festa úrskurð skipulagsstjóra og
heimila val á milli Vatnaheiðar
eða Kerlingarskarðs, og ef vegur
yfir Vatnaheiði verði fyrir valinu,
sé ég að brjóta gegn verndará-
kvæðum í náttúruvemdarlögum.
Það er alrangt og lágmarkskrafa að
ég svari svona augljósum rang-
færslum," segir Siv.
Ámi segir að hins vegar ljóst að
Siv brjóti gegn ákvæðum náttúru-
vemdarlaga þar sem hluti Vatna-
heiöar sé á náttúruminjaskrá.
„Það gegnir nokkurri furðu að
Siv sé að agnúast út í Náttúru-
vemdarsamtök Islands út af svona
máli. Hún verður einfaldlega að
sitja undir gagnrýni því hún hefur
unnið til hennar,“ segir Árni
Finnsson.
-GAR
Sigurjón Björnsson, prófessor í sálarfræði:
Ekki allt fengið með hlutabréfum
„Það er greinilegt að það er mik-
ið að breytast. Ný þjóð er að vaxa úr
grasi og þetta er þjóð sem hugsar
töluvert öðruvísi. Veraldleg gæði og
vellíðan eru áberandi hugtök og
mikil áhersla lögð á þau. í kjölfarið
fylgir ágimdin; löngunin til skjót-
fengins gróða. Þama er auðhyggjan
komin ljóslifandi fyrir sjónum okk-
ar og óvíst hvemig hún á eftir aö
fara með okkur. Vissulega er þetta
visst áhyggjuefni að við gleymum
því sem mestu máli skiptir. En það
er þróttmikil kynslóð að vaxa upp.
Fólk er vel menntað í listum og
fleiri góðum greinum. Það væri
ósköp ánægjulegt að við gætum
stillt okkur.
Verðbréfaþjóðfélag
Þetta er verðbréfaþjóðfélag sem
sýnir sig t.d. að í umræðunni um
gagnagrunninn er meira rætt um
gróða en hvað sjálfur grunnurinn
getur gert fyrir okkur. Ég held að
þessi þróun haldi áfram. Það er
margt gott við verðbréfamarkaðinn.
Hann leiðir af sér meiri sparnað og
það er meira lagt fyrir. Verðbólg-
unni er þannig haldið niðri að ein-
hverju leyti en verðbólgan bitnar yf-
irleitt alltaf á þeim sem slst skyldi
og eykur því ójöfnuðinn í þjóðfélag-
inu.
Framtíð íslendinga ræðst mikið
af því hvemig stefnan verður i hin-
um vestræna heimi. Við forum ekki
einir eitt eða neitt. Við höfum meiri
sjálfsbjargarviðleitni og fólk nýtir
sér þá þjónustu sem i boði er. Við
höfum ekki lengur hið masókíska
viðhorf. Það sem verður að vera,
viljugur skal hver bera. -hól
Bíleigendur, athugið
20%
r
verðlækkun
w á varahlutum
'varahlutir
Hamarshöfða 1, sími 567 6744
Bjartari horfur í skinnaiðnaði
DV, Akureyri:
Nokkurs bjartsýnistóns gætti á
aðalfundi Skinnaiðnaðar hf. á Akur-
eyri þrátt fyrir erfitt gengi að und-
anfömu. Þannig varð 134,4 milljóna
króna tap á rekstrinum á síðasta
rekstrarári og þar af nam tap á
reglulegri starfsemi 125,7 milljónum
króna, auk þess sem birgðir vora
færðar niður um 8,7 milljónir til að
mæta verðlækkun á mörkuðum fyr-
ir fullunnin mokkaskinn.
Gunnar Birgisson, stjórnarfor-
maður fyrirtækisins, sagði að á ár-
unum 1995-1997 hefði velta fyrir-
tækisins verið rúmur milljarður
króna, í fyrra 800 milljónir og núna
tæpar 400 milljónir. í ljósi þess að
tekið hefði verið á móti svipuðu
magni af hráefni öll árin væri því
ljóst að áhrifin vegna lækkandi
verðs á mörkuðum fyrir cifurðir fé-
lagsins væru stórkostleg.
Bjami Jónasson, framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins, sagði að sl.
rekstrarár hafi verið það erfiðasta í
sögu félagsins en hann taldi betri
tíma fram undan. „Markaðurinn
hefur nú komist í jafnvægi á ný
hvað varðar samhengi á milli verðs
á fullunnum afurðum og hráefnis.
Það hefur hins vegar tekið lengri
tima að ná magninu upp í sölu á
flíkum og þar með fullunnum
skinnum," sagði Bjami.
Hann sagði að undanfarið hefði
mátt sjá batamerki á helstu mörk-
uðum fyrirtækisins sem eru að
mestu á Vesturlöndum. Hreyfing
væri að komast á markaði í Asíu og
jákvæð viðbrögð hefðu komið frá
Kina en þar væri um nýjan markað
að ræða.
-gk
DV
Til hamingju
með afmælið
17. janúar
75 ára
Anna M. Danielsen,
Gautlandi 3, Reykjavík.
Guðný Þorsteinsdóttir,
Efstaleiti 14, Reykjavík.
Steingrímur Gíslason,
Lyngheiði 22, Kópavogi.
Theódór Haíldórsson,
Langagerði 3, Reykjavík.
70 ára
Einar J. Egilsson,
Vogatungu 103, Kópavogi. Hann
er að heiman á afmælisdaginn.
Guðrún Jónasdóttir,
Trönuhjalla 13, Kópavogi.
Hilmar Valdimarsson,
Uppsalavegi 13, Húsavík.
Þorbjörg Valdimarsdóttir,
Flóðatanga, Borgamesi.
60 ára
Kjartan
Gunnarsson
penslagerðarmaður
hjá Besta, Kópavogi,
Borgarholtsbraut 70,
Kópavogi.
Eiginkona hans er Anna María
Einarsdóttir. Þau eru að heiman
á afmælisdaginn.
Fjóla Ákadóttir,
Sæbergi 15, Breiðdalsvík.
Oddur Magnússon,
Hlíðarvegi 21, Grundarfirði.
Öm Guðmundsson,
Mosarima 14, Reykjavík.
50 ára
Auðbjörg Pálsdóttir,
Kambastíg 6, Sauðárkróki.
Bjöm Mikaelsson,
Furuhlíð 1, Sauðárkróki.
Chaluai Yuchangkoon,
Hofgerði 8b, Vogum.
Elin Vilhelmsdóttir,
Grenimel 45; Reykjavík.
Ragnar Ingólfsson,
Hóli 2, Akureyri.
Unnar Magnús Andrésson,
Laufbrekku 2, Kópavogi.
Öm Einarsson,
Hæðargötu 6, Njarðvík.
40 ára
Arnheiður Svala
Stefánsdóttir,
Engjaseli 55, Reykjavík.
Ámi Sveinbjömsson,
Hallgilsstöðum, Akureyri.
Bjarni Hauksson,
Laufási 8, Hellissandi.
Dan Jens Brynjarsson,
Ekrusíðu 1, Akureyri.
Eyjólfur Þórir Eyjólfsson,
Heiðarhjalla 21, Kópavogi.
Halldór Egill Guðnason,
Holtsbúð 23, Garðabæ.
Hjörtur Leonard Jónsson,
Ásgarði 53, Reykjavík.
Rebecca S Gan,
Hafnargötu 17, Grindavík.
Þórunn Þ Sigmundsdóttir,
Einbúablá 21, Egilsstöðum.
Þyri Grétarsdóttir,
Rauðalæk 11, Reykjavík.
Itö* HAHOíiV
M
03LYFJA Wk