Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2000, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2000, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000 Fréttir Spánarbanni aflétt af Janet Grant: Grét í þrjá tíma - yndislegt, segir Róbert Árni Hreiðarson sem hitti börnin í gær „Ég er búin aö gráta af gleði í þrjá klukkutíma," segir Janet Grant en spönsk yfirvöld hafa nú aflétt fimm ára komubanni því sem hún hafði verið sett í á Spáni síðastliðið sum- ar. Róbert Ámi Hreiðarson lögmað- ur, sem veitt hefur Janet ókeypis aðstoð í málinu, er nú staddur á Spáni og færði henni fréttirnar það- an í gær. Janet hefur ekki getað hitt bömin sín tvö vegna bannsins í hálft ár og þau hafa ekki getað yfir- gefið Spán þar sem þau eru ríkis- fangslaus. Janet segist ætla að hraða för sinni til Spánar og birtast börnum sínum óvænt í heimabæ þeirra ná- lægt Malaga á Spáni. „Það eina sem ég vil er að knúsa bömin mín og ætla að reyna að komast sem fyrst út. Það eru viss peningavandamál sem þarf að leysa fyrst en einn vin- ur minn getur kannski lánað mér,“ segir Janet bjartsýn. Hún er afar þakklát Róberti fyrir aðstoðina en í gær hitti hann böm Janetar ásamt foður þeirra á McDonalds í Malaga. Söknuöu mömmu „Þetta eru falleg og myndarleg böm, stillt og prúð og yndislegt að Róbert Árni Hreiðarsson lögmaður ákvað að veita Janet ókeypis aöstoð eft- ir að hafa lesiö um mál hennar í DV. geta leitt þetta til lykta með þessum hætti. Börnin söknuðu mömmu sinnar mikið og nú getur hún farið og verið með þeim. Það var stór- kostlegt og ótrúlegt að þetta skyldi ganga svona vel fyrir sig og ég er í sjöunda himni,“ segir Róbert. Hann segir að næsti áfangi í mál- inu sé sá að Janet og barnsfaðir hennar ákveði hvaða ríkisfang þau vilja reyna að ná fyrir börn sín. Þar komi þrír misgreiðir möguleikar til greina; að þau verði spánskir, bandarískir eða íslenskir ríkisborg- arar. „Janet getur hins vegar strax fengið ferðapappira til þess að fara með bömin úr landi," segir hann Róbert vill koma á framfæri þakklæti sínu til José Lois Guerrer- os, starfsmanns útlendingaeftirlits- ins í Malaga, WUliams Moellers í sendiráði Bandaríkjanna í Reykja- vík og Carls Foxs í bandaríska sendiráðinu í Madríd, auk íslenska utanríkisráðuneytisins og sendir- herra Spánar í Ósló. „En þetta er nú allt tilkomið vegna þess að þið hjá DV fjölluðuð um málið og skemmti- legt fyrir blaðið að hafa hjálpað til að leysa málið,“ segir Róbert Árni Hreiðarsson. -GAR Afskrifaðir skattar: 23 milljarðar á fimm árum Frá árinu 1995 hafa tæpir 23 millj- arðar króna verið afskrifaðir í skatta- skuldum á íslandi. Þetta kom fram í svari fjármálaráðherra á Alþingi við fyrirspum Jóhönnu Sigurðardóttur. Árið 1995 voru alls um 5,9 milljarðar króna afskrifaðir, 3,8 árið 1996, 4,5 árið 1997 og 4,7 árið 1998. í fjárlögum fyrir árið 1999 er áætlað að afskriftir verði 3,9 milljarðar. í svari fjármálaráðherra kemur fram að bókfært verðmæti krafna er jafnan leiðrétt í efnahagsreikningi ríkissjóðs og er það gert með því að af- skrifa kröfur sem ekki er talið líklegt að innheimtist. Er það ýmist gert með beinni eða óbeinni afskrift. Kröfur eru afskrifaðar beinni afskrift þegar þær era taldar sannanlega tapaðar. Almennt gildir að við beina afskrift er talið útilokað að innheimta með þeim úrræðum sem innheimtumenn ríkis- sjóðs hafa. Óbein afskrift felur í sér að kröfur eru færðar niður í reiknings- haldinu um þá tjárhæð sem talið er líklegt að tapist af þeim. -hdm Vinir og velunnarar hestamannsins Elíasar Þórhallssonar, sem varð fyrir miklu tjóni þegar hesthús hans í Mosfells- bæ brann, hafa sett af stað fjársöfnun til styrktar honum. í gær sendu þeir út um 4000 gíróseðla til flestallra sem skráðir eru í hestamannafélög á iandinu. Þór Þorsteinsson, einn forsvarsmanna söfnunarinnar, segir Leif Kr. Jó- hannesson vera fjárhaldsmann fyrir söfnunina. Þá veröa reikningar birtir á heimasíðu Harðar þegar henni er lokiö. Myndin er tekin þegar Þór póstlagði gíróseölana i gær. DV-mynd E.ÓI. Fól í Kringlunni: Stálu GSM-síma af fatlaðri stúlku „Ég var svo reið að ég hefði næstum þvi getað hlaupið á eftir þeim,“ segir Ásdís Jenna Ástráðs- dóttir sem varð fyrir þvi að stolið var af henni GSM-síma í Kringl- unni síðdegis síðastliðinn fóstudag. Ásdís Jenna er bundin við hjólastól og GSM-síminn hennar var festur við stólbríkina með þykkri teygju en Ásdís Jenna getur hvorki hreyft hendur né fætur. „Ég tók eftir tveimur strákum sem veittu mér eftirfor þegar ég var á leið út úr Kringlunni og fyrr en varði reif annar þeirra símann minn af hjóla- stólnum og svo hlupu þeir með hann út,“ segir Ásdís Jenna sem var í Kringlunni ásamt aðstoðar- manneskju að kaupa sér fót fyrir brúðkaupsveislu frænku sinnar um helgina. Farsími Ásdisar Jennu var af Nokia-gerð og í honum voru fjölmargar upplýsingar sem nýtast engum nema henni sjálfri. Hún lýsir þjófunum sem 15-16 ára, klæddum í rappstíl. Sá sem reif símann af hjólastólnum var með skollitað hár og gleraugu. „Ásdís Jenna er ákaflega sár eins og gefur að skilja enda óskaplegt til þess að hugsa að menn skuli ræna farsíma af stúlku sem er í hjólastól og getur ekki einu sinni notað hendumar," segir Jenna Jensdótt- ir, amma Ásdísar Jennu. „Síminn skipti hana miklu máli og faðir hennar hafði komið þar fyrir alls kyns upplýsingum sem komu henni að notum.“ Ásdís Jenna vonast til að endur- heimta símann sinn þótt óliklegt sé að fólin í Kringlunni hafi mann- dóm í sér til að skUa því sem þau rændu á svo lúalegan hátt í versl- unarmiðstöðinni á föstudaginn. -EIR Ásdís Jenna Ástráðsdóttir í hjólastólnum. - Þjófarnir veittu henni eftirför í Kringlunni. Stuttar fréttir i>v Andvíg Sellafield Halldór Ásgrimsson utanríkis- ráðherra sagði á Alþingi í gær að íslensk stjórn- völd væru and- víg kjarnorku- endurvinnslu- stöðinni í Sellafield, eins og þegar hefur komið fram, og hann myndi ræða málið, eins og efni stæðu tU, á fundi sínum með utanríkisráð- herra Bretiands í London á fostu- daginn. 1/4 hættir Ríflega fjórðungur þeirra sem skrá sig í nám í HÍ hættir fyrir út- skrift. 26,6 prósent nema sem skrá sig útskrifast ekki og er mest brottfaU úr heimspekideUd, fé- lagsvísindadeild og lagadeild. Minnst brottfaU er úr verkfræði- deUd og tannlæknadeild. Bylgjan greindi frá. Barnainflúensa Inflúensa sem leggst einkum á böm hefur greinst á höfuðborgar- svæðinu. Þessi ílensa hefur ekki komið hingað í tíu ár. RÚV greindi frá. 2 milljarðar Sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu leggja tU aö i vegaáætiun 2000-2004 verði árlega varið tæp- lega 2 mUljörðum króna í stofn- brautir á svæðinu í stað 1400 mUljóna eins og fyrri tiUögur gerðu ráð fyrir. Dagur greindi frá. Fórnaði framtíð Ólafur F. Magnússon, fuUtrúi minnihlutans í borgarstjórn og talsmaður Um- hverfisvina, sagði í samtali við fréttastofu RÚV að félagar sinir i Sjálfstæð- isftokknum hefðu sagt sér að hann hefði fórnað pólitískri framtíð sinni með andstöðu við fyrirhugaða Fljótsdalsvirkjun. Enn frestað Ákveðið hefur verið að fresta opinberri heimsókn forseta ís- lands tU Indlands um nokkra mánuði. Tími til undirbúnings reyndist of skammur. 100.000 á mann Beinar og óbeinar tekjur ríkis- sjóðs af ökutækjum landsmanna og notkun þeirra námu 27,5 miUj- örðum króna á síðasta ári eða um 100.000 krónur á hvert mannsbarn í landinu. Þetta er 3,2 mUljörðum króna meira en árið á undan. RÚV greindi frá. Slitnaði upp úr Á 7. tímanum í gær slitnaði upp úr kjaraviöræðum VMSÍ og Samtaka atvinnulifsins eftir stutt- an viðræöufund hjá ríkissátta- semjara. Sjónvarpið greindi frá. Slasaðist við smygl Háseti á HelgafeUi, skipi Sam- skipa, slasaðist alvarlega um borð í skipinu þegar það var í höfn í Bremerhaven í Þýska- landi sl. miðvikudagskvöld, 16. febrúar. Grunsemdir vöknuðu um að slysið hefði átt sér stað í tengslum við tUraun tU að fela smygl um borð. Tilbúinn að skoða Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra sagði í svari við fyrir- spum Hjálmars Ámasonar I gær að hann væri tUbúinn að skoða tUboð einkaaðUa um fjármögnun framkvæmda við stækkun Reykjanesbrautar, svo framar- lega sem þess væri gætt að farið yrði eftir hefðbundnum leikregl- um. -hdm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.