Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2000, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2000, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000 Margar nýjungar boðaðar á tískuviku í Mílanó: Hnésíð pils, háir hælar og buxnadragtir í miklum metum Tískuhönnuöurinn Alberta Feretti nefnir haustlínu sína aö þessu sinni Heimspeki. Hvaöa þar býr aö baki fylgir ekki sögunni en Ijóst er aö kvenleikinn fær notiö sín hjá Albertu að þessu sinni. ítalski hönnuöurinn Rocco Barocco er ekki þekktur fyrir aö feta troðnar slóöir. Hér slær hann á nýja strengi meö ermalausum samfestingi sem viröist haldiö uppi meö risavöxnu belti. Stígvélin eru óaðskiljanlegur hluti þessa fatnaöar og ná upp á miö læri. Enn og aftur skýtur fjólublái liturinn upp koilinum og hér á glamúrtoppi sem veröur aö teljast allfleginn. Hvítar buxurnar fara vel viö toppinn en þessi föt eru úr haustlínu Versus-tískuhússins. Klassískur hversdagskjóll að hætti Versus-tískuhússins. Óvenjulegt litaval á sokkabuxum og skóm gefur fatnaöinum skemmtilegan heildarsvip. Tískuvikan er nýhafin í Mílanó en þrátt fyrir það er ljóst að ýmsar nýjungar eru boðaðar í kvenfatnaði næsta hausts og vetrar. Buxnadragtir voru afar áberandi og sömu sögu má segja um hnésíðu pilsin sem reyndar hafa einnig ver- ið vinsæl i vetur. Ef marka má spár tískuhönnuða í Mílanó þá er sportlegur klæðnaður og gerviefnanotkun á miklu undan- haldi. Þægilegum götuskóm hefur nú verið skipt út fyrir háhælaða skó og til þess að kóróna glæsileik- ann virðast loðfeldir afar vinsælir sem aukahlutir konunnar. Þar kveður við sama tón og hjá kolleg- unum i London, New York og París þar sem skinnaklæðnaður var ein- kennandi hjá mörgum hönnuðum. Annað sem virðist svipað hjá ítölsku hönnuðunum og kollegum þeirra í New York og London eru rúllukragapeysur með klassísku sniði. Þær virðast dúkka upp aftur og aftur og gjama í ljósum eða bleikum litum. Þá er ermaleysi gegnumgangandi í Milanó þessa dagana rétt eins og í hinum borgunum. Hér á síðunni má sjá nokkur sýn- ishorn frá hönnuðum á borð við Al- bertu Ferretti, Rocco Barocco, Coveri, Gai Mattiolo og marga fleiri. Langt er um liöiö síðan ofurfyrirsætan Carla Bruni tók síöast þátt í tískusýningu. Hér sýnir fyrirsætan stórgiæsilegan bróderaöan kvöldkjól úr tískuhúsi Gai Mattioio. t Breska tískuelítan boðaöi afnám svarta litarins í fyrra en engu aö síöur viröist hann halda velli hjá flestum hönnuöum. Hér notar Alberta Ferretti svart gegnsætt efni að ofan á meöan pilsið er mun efnismeira. Svona vill Feretti sjá nútímakonuna klædda næsta haust. Súdanska fyrirsætan Clara Benjamin vakti gríðarlega athygli þegar hún gekk inn salinn í þessum kjól. Kjóllinn, sem er hannaöur af ítalska hönnuöinum Gattinoni, er ádeila á þátttöku Jörgs Haiders og Frelsisflokksins í nýrri samsteypustjórn i Austurríki. Sítt pils sem hægt er aö lesa ef maöur hefur ekkert betra aö gera. Áprentuö efni hafa mjög veriö aö ryöja sér til rúms að undanförnu en þetta pils er ættaö úr haustlínu Alvieros Martinis. Aö ofan klæöist fyrirsætan klassískri bleikri rúllu- kragapeysu en svipaöar peysur sáust töluvert bæöi á tískuviku í New York og í London. Buxnadragtir hafa verið á uppleiö undanfarin ár og sú þróun virðist fremur aö aukast en hitt. Köflótt tweed-efni, stundum kennd við Karl prins, eru algeng sjón þegar klassískar dragtir eru annars vegar. Heiöurinn af þessum glæsilega klæðnaöi á hönnuöurinn Coveri og tilheyra fötin sérstakri haustlínu hans, ætlaðari ungum konum. Efnisrýr blússan hér telst seint hlýleg en hún er engu aö síöur hluti af haust- og vetrartísku hins virta Roccos Baroccos. Fleginn og ermalaus kjóll úr smiöju Gai Mattiolo. Pilsinu er haldið upp með tveimur hnöppum. Dæmigeröur kjóll úr haustlínu hins ítalska Mattiolos. Fjólubláir og rauöir tónar voru áberandi í haustlínu Alvieros Martinis. Hér er á feröinni glæsilegur tvískiptur samkvæmiskjóll meö flaksandi pilsi. Toppurinn er ermalaus eins og títt er um kvöldkiæðnað flestra hönnuöa nú um stundir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.