Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2000, Qupperneq 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000
Spurningin
Ertu oröin/n þreyttur
á snjónum?
Jónlna Sigtryggsdóttir: Já, sann-
arlega. Maður kemst Vcirla út fyrir
snjónum.
Elínborg Guðmundsdóttir: Ég er
alltaf þreytt á snjónmn.
Heiða Dóra Jónsdóttir nemi: Nei,
alls ekki.
Fjalar Öm Magnússon: Mér er al-
veg 9ama um hann.
Sigursveinn Hauksson húsasmið-
ur: Já, mjög. Það er erfitt að ferðast
um.
Ásgeir Helgi Magnússon nemi: Ó,
já. Það er kalt og mig dreymir um
að komast sem fyrst til sólarlanda.
Lesendur
Gagnagrunnar
Fjöldi gagnagrunna er galopinn og vfst mætti gagnagrunnur fslenskrar erföa-
greiningar vera þaö Ifka en þaö vantar ströng og afdráttarlaus lög sem beitt
yröi gegn misnotkun gagnagrunna. - Afhent leyfi fyrir rekstri gagnagrunns.
Kristiim Snæland skrifar:
í þeirri herferð sem farin er gegn
gagnagrunni heilsufarsskýrslna
virðist mönnum
sjást yfir þann gíf-
urlega íjölda
gagnagrunna sem
fyrir eru víös veg-
ar og meira og
minna galopnir og
oft misnotaðir.
Gagnagrunnur um
bifreiðaeign lands-
manna er þar á
meðal og er misnotaður af trygg-
ingafélögunum, þannig aö leyfilegt
er að leyna hver á tiltekið bílnúmer.
Hinn skiljanlegi tilgangur er að
koma í veg fyrir að misyndismenn
nýti upplýsingarnar til að nálgast í
skjóli nætur bifreið sem vænlegt
væri að ræna. En tryggingafélögin
nýta þessa leyfilegu leynd til þess að
leyna því að tiltekinn bíll sé tjón-
búl. Aðferðin er sú að bíll sem
tryggingafélag leysir til sín vegna
tjóns er skráður eign viðkomandi
tryggingafélags en leynd sett á eig-
andann þann tíma sem tryggingafé-
lagið á bílinn. Með þessu er trygg-
ingafélagið í reynd að leyna hugsan-
legan kaupanda því að bíUinn sé
eða hafi verið tjónbíll. Pítsustaðir,
myndbandaleigur, fasteignasölur og
bilasölur eru með gagnagrunna og
vísir að einum eru hjá lyfjaverslun-
um, væntanlega í tölvum þeirra.
Allir þessir gagnagrunnar og aör-
ir ámóta sem ekki hafa verið nefnd-
ir hér, eru meira og minna galopn-
ir. Misnotkun eins og sú sem nefnd
var um tryggingafélögin kann að
eiga sér stað í ríkari mæli en
nokkurn grunar. Vegna hugsanlegr-
ar misnotkunar á gagnagrunni ís-
lenskrar erfðagreiningar rembast
sérfræðingar við að búa til dulkóð-
un á því efni sem á að fara þar inn.
í raun og veru er það óþarft með
öllu, enda liggur í hlutarins eðli að
sá sem kann að dulkóða efni inn
kann að ná því út.
Mannverndarsamtök segja sögu
af 8 læknum sem vildu kaupa líf-
tryggingu. Trygingafélagið neitaði
einum þeirra um viðskipti (hafði
upplýsingar úr einhverjum gagna-
grunni um aö þessi tiltekni læknir
væri hættulega heilsuveill). Sá
læknir sem neitun fékk mátti þá
vita að rétt væri fyrir hann að
byggja upp eigin sparifjársjóð. Hin-
ir sjö fengu í raun þau skilaboð frá
tryggingafélaginu að þeir þyrftu
ekki að kaupa sér líftryggingu.
Þannig varð þessi misnotaði gagna-
grunnur í raun til þess að svipta
tryggingafélagið viðskiptum við sjö
lækna en góð ábending til eins
þeirra, að fara vel með sig og gæta
heilsunnar og safna auk þess í sjóð.
Fjöldi gagnagrunna er galopinn
og víst mætti gagnagrunnur Is-
lenskrar erfðagreiningar vera það
líka. Það sem vantar eru ströng og
afdráttarlaus lög sem beitt yrði
gegn misnotkun gagnagrunna. Viö-
urlög væru fima háar fjársektir og
fangelsi óskilorðsbundið. Þetta
vantar. En fengjum við þau þyrftu
hvorki læknar né mannvemdarfikl-
ar að gráta.
Kristinn
Snæland.
Fundiö - tapaö hjá borgarstjórn
Benedikt Sigurðsson skrifar:
Hvað gerir borgarstjómin eigin-
lega við alla þessa aukamilljarða
sem streyma í borgarsjóð um leið og
skuldir aukast og aukast? i grein
sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
skrifar nýlega kemur meðal annars
fram að holræsagjaldið sé orðið 3,2
milljarðar króna, sala á leiguibúð-
um gaf 2,4 milljarða, og frá Orku-
veitu komu 4 milljarðar.
Hann segir síðan í grein sinni að
borgarsjóður hafi fengiö nýjar við-
bótartekjur á 6 ámm upp á 15 millj-
arða króna en samt hafa skuldir
borgarsjóðs aukist töluvert á þess-
um árum. Hvemig stendur á þessu?
Vitað er að embættismönnum í ráð-
húsinu hefur fjölgað mikið og eitt-
hvað hefur verið um dýrar utan-
landsferðir, eins og t.d. ferðin sem
farin var til Japan í þeim tilgangi
að skoða ljósleiðara í holræsum,
Kínaferð o.s.frv. E þetta skýrir ekki
nema brot af upphæðinni.
Lítið er um lóðaúthlutanir eða ný
hverfi þannig að ekki fara pening-
amir í það. Rikissjóður grynnkar á
sínum skuldum en borgin eykur
þær. í einfeldni minni dettur mér
helst í hug að of margir séu að
vasast í sama hlutnum. Eða líkja
mætti þessu við frystitogara þar
sem margir gera kall til þess að
vera skipstjóri og vilja veiða hér
eða þar og skipið valsar um miðin
eyðandi olíu en lítið er flskað. -
Kannski skýringin sé einfaldlega
rándýrar kattagildrur og veiðimenn
á næturtaxta að eltast við heimilis-
ketti borgarbúa?
Aumingja þið í Reykjavík
- með kattagildrur um alla borg
Sigríður Bjömsdóttir skrifar:
Þetta kattafár í Reykjavík er orð-
ið að þvílíkum brandara að maður
getur ekki lengur orða bundist. Ég
bý á Seltjamarnesi og á kött. Hann
er skráður og merktur hér á Nes-
inu. Stundum fer hann út og kemur
heim eftir klukkan átta. Ef hann
yrði hrifmn af læðu í Reykjavík og
yrði seinn heim og lenti í gildru
Reykvíkinga þá myndi ég aldrei
borga lausnargjald. Ég færi i stríð.
Auglýsingamar í blöðunum eru
kafli út af fyrir sig. Þar er teiknuð
mynd af ketti sem greinilega er ver-
ið að gefa rafstuð. Allur útglentur
og hárin í allar áttir. Á hvaða ferða-
lagi er þetta fólk? Til þess að undir-
strika þetta „dyreplageri" velja
borgaryfirvöld svo kaldasta tíma
Stundum fer köttur út og stundum kemur hann aftur eftir
átta og yröi hann hrifinn af læöu í Reykjavík, yröi seinn fyr-
ir og lenti í gildru myndi ég aldrei borga lausnargjald, ég
færi í stríö, segir Sigriöur m.a. í bréfinu.
ársins í þessa vitleysu. Hver veit
hve margir kettir hafa hreinlega
drepist úr kulda í búrunum?
Borgarfulltrúum Reykvíkinga
finnst þetta ofsalega fyndið. Fyrst
kom Helgi Pé og sagði viö frétta-
mann að það
yrði bara að
spyrja kett-
ina hve lengi
þeir væru
búnir að
vera úti eða
hvort þeir
væru villi-
kettir. Síðan
kemur mynd
af Hrannari í
borgarstjóm
í DV með
fangið fullt
af köttum og
segir hann,
af öllum
mönnum, að
menn verði
bara að
borga sekt-
ina ef köttur-
inn er tek-
inn.
Eitt er að vera fyndinn í stjóm-
málum, annað að vera hlægilegur.
R-listinn valdi greinilega síðari
kostinn. - Aumingja þið í Reykjavík
með þetta álag yfir ykkur og allt um
í kring.
0JI@GÍ[M]DM\ þjónusta
allan sólarhringinn
aáMDiá
Lesendur geta sent mynd af
sér með bréfum sínum sem
blrt verða á lesendasíðu
Nauöþurftir
í lífsgæða-
kapphlaupi
Alda skrifar:
Mér finnst undarlegt orðalag
Kristjóns Kolbeins viðskiptafræð-
ings í grein hans í DV 16. þ.m. þar
sem hann segir að lítið hafi farið
fyrir þeim sam hafi verið hlunn-
farnir í lífsgæðakapphlaupinu
undanfarin „góðærisár". Ég veit
ekki til að einstæðir foreldrar, ör-
yrkjar og aðrir láglaunahópar sjái
ofsjónum yfir tölvukaupum, far-
símum, jeppakaupum, utanlands-
feröum og slikum lystisemdum
sem aörir geta veitt sér. Dæmið
snýst um nauðþurftir, svo sem
eins og fæði, klæði og húsnæði
sem þetta fólk þarf í alvöru að sjá
ofsjónum yfir. Það er líka auðvelt
að brjóta fólk svo niður að það
getur ekki borið hönd fyrir höfuð
sér, hvað þá að láta mikið fyrir
sér fara.
Nú er lag fyrir
Sjálfstæðis-
flokkinn
Eyþór hringdi:
I umfæðunni um breikkun
Reykjanesbrautar, brotthvarfs
Reykjavíkurflugvallar og upp-
byggingu í Vatnsmýrinni fmnst
mér flestir pólitíkusar fara undan
í flæmingi. Allir vita að því fyrr
sem Reykjavíkurflugvöllur hverf-
ur og allt flug flutt til Keflavíkur
verður betra skipulagi komið á í
miðborginni og um leið verður að
taka á samgöngubótum milli
borgarinnar og Keflavíkurflug-
vallar. Hann á þó að standa, ekki
rétt? Sjálfstæöisflokkurinn þarf
að vinna borgina í næstu borgar-
stjórnarkosninum. Nú er lag fyrir
hann að tala skýrt, styðja tillögur
Samtaka um betri byggð og fá
væntanlegt borgarstjóraefni til aö
leggja spilin á borðið. Utanbæjar-
atkvæði, sem vilja halda Reykvík-
ingum í gíslingu með ónýtan flug-
völl, munu ekki duga sjálfstæðis-
mönnum til að vinna borgina aft-
ur. Tíminn liður hratt í pólitík.
Hækkun úrvals-
vísitölunnar
Jóhannes skrifai”
Margir fylgjast vel með gengi
hlutabréfa á markaðinum hér. Úr-
valsvísitalan fer sihækkandi og er
nú komin yfir 1800%. Brátt verð-
ur hún komin yfir 2000. Þetta er
ekkert eðlilegt í ekki meiri við-
skiptum en eru þó hér á landi.
Hlutabréf hækka hjá hvaða spila-
fyrirtæki sem er. Hvað gera menn
þegar lækkun lætur á sér kræla?
Enginn Islendingur mun nokkru
sinni ná að selja sín hlutabréf
með eins miklum hagnaði og
Samherjamanninum tókst. Eng-
inn myndi kaupa svo stóran hlut
héðan af. Margir munu vilja selja
sína hluti í dag en það gengur
ekki í neinum mæli sem menn
hyggja og sitja því uppi með stór-
ar ímyndaðar upphæðir í gróða.
„Úrvalsvísitalan" er nú farin að
sýna tennurnar en ekki breiða
brosið gagnstætt því sem margir
myndu ætla.
Svarti svanur-
inn á hrós
skilið
Jón Pétur Einarsson skrifar:
Mig langar að koma á framfæri
hve fiskurinn í Svarta svaninum
við Rauðarárstíg er frábær. Ég
var að útrétta í miðbænum fyrir
jólin og rambaði inn á Svarta
svaninn um hádegisbilið til að fá
mér snarl. Þar var steikt ýsa á
boðstólum. Ég prófaði hana og
satt best að segja var hún svo góð
að ég hef verið reglulegur við-
skiptavinur þarna síðan. Svarti
svanurinn á hrós skilið fyrir frá-
bærar hádegismat en ýsan hjá
þeim stendur þó upp úr, er jafnvel
betri en hjá mömmu.