Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2000, Blaðsíða 26
34
ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000
Afmæli
Ókeypis tölvupóstur
funi*
Notaðu vísifinguri
www.visir.is
Askrifendur fá
10%
aukaafslátt af
smáauglýsingum DV
o\\t mil/í hirr>/nv
Smaauglýsingar
550 5000
I texta undir mynd af Stokksnesi, sem birtist í föstudagsblaði DV, kom
fram að myndin væri af stöðinni eins og hún leit út fyrir 15 árum. Það er
ekki rétt. Myndin er ný. Þá er Ijósmyndarinn Júlía Imsland en ekki PK.
Hlutaðeigendur eru beðnir velviröingar á mistökunum.
Sturlaugur G. Filippusson
Sturlaugur Grétar Filippusson
bankastarfsmaður, Urriðakvísl 24,
Reykjavík varð sextugur í gær.
Starfsferill
Sturlaugur fæddist á Reynimel í
vesturbænum og ólst þar upp. Hann
gekk í KR 1947, fór í Landakots-
skólann og síðan í VÍ og lauk þaðan
Verslunarprófi 1960. Þá lauk hann
námskeiðum í skipa- og bílatrygg-
ingum og einkaflugmannsprófi lauk
hann 1974.
Sturlaugur hóf störf hjá Sam-
ábyrgð íslands á fiskiskipum 1960
og starfaði þar i tuttugu og eitt ár og
hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur hf.
(síðar Granda hf.) í þrjú ár.
Frá 1982 starfrækti hann, ásamt
konu sinni, heildverslunina Árval
hf. í níu ár. Hann hóf síðan störf hjá
Búnaðarbanka íslands 1991 og hefur
starfað þar síðan.
Fjölskylda
Sturlaugur kvæntist 1962 Svan-
hildi Gunnarsdóttur, f.
8.2. 1942, kennara við
MK. Foreldrar hennar
voru Gunnar Gunnars-
son, f. 17.1. 1907, d. 23.12.
1990, bifvélavirkjameist-
ari, og Guðlaug Elín Elí-
asdóttir, f. 6.6. 1914, d.
25.9. 1997, húsmóðir.
Dætur Sturlaugs og
Svanhildar eru Hafdís, f.
1.12.1962, verslunarskóla-
stútent og búfræðingur á
Húsavik í Strandasýslu,
gift Matthíasi Lýðssyni, f.
19.7. 1957, og eiga þau þrjú börn;
Guðlaug, f. 15.12. 1965, skólastjóri í
Reykjavik, gift Valdimari Elíssyni,
f. 8.1. 1963, vélstjóra og útgerða-
manni og eiga þau tvö börn; Ásdís,
f. 25.8. 1970, skrifstofumaður hjá
Flugleiðum, gift Bjarka Jónssyni, f.
21.1. 1970, bifvélavirkja og eiga þau
einn son.
Eina systur átti Sturlaugur, Eddu
Filippusdóttur f. 22.3. 1934, d. 18.11.
1994, hún var gift Magn-
úsi Sigurðssyni, f. 14.1.
1931, d. 16.9. 1980 en þau
áttu fjögur böm.
Foreldrar Sturlaugs voru
Filippus Bjarnason, f.
23.11. 1890, d. 27.5. 1978,
brunavörður, og Nanna
Hallgrímsdóttir, f. 24.3.
1913, d. 30.1. 1983, hús-
freyja.
Ætt
Meðal systkina Filippus-
ar er Ágústa, móðir
knattspyrnumannanna fyrrv. Harð-
ar, Bjama og Gunnars Felixsona.
Filippus var sonur Bjama, b. á
Sandhólaferju, síðar á Hellum í Flóa
Filippussonar, b. á Sandhólaferju
Jónssonar, b. á Sandhólaferju
Gunnarssonar, b. og hreppstjóra á
Sandhólaferju Filippussonar, pr. 1
Kálfholti Gunnarssonar. Móðir
Bjama á Hellum var Guðrún
Bjarnadóttir, b. á Sandhólaferju
Sturlaugur Grétar
Fillppusson.
Gunnarssonar, bróður Jóns.
Móðir Filippusar brunavarðar
var Sigríður Sigurðardóttir, b. í Ás-
múla í Holtum Sigurðssonar, b. í
Kálfholtshjáleigu í Holtum Ólafs-
sonar. Móðir Sigurðar var Sesselja
Aradóttir, b. á Eystri-Loftsstöðum
Bergssonar, b. í Brattsholti Stur-
laugssonar, ættföður Bergsættar-
innar. Móðir Sigurðar Sigurðssonar
var Sigriður Brynjólfsdóttir, pr. í
Kálfholti Guðmundssonar. Móðir
Sigríðar Sigurðardóttir var Guðný
Guðmundsdóttir, b. i Efstadal, bróð-
ur Jóns, ritstjóra Þjóðólfs. Guð-
mundur var sonur Guðmundar, pr.
í Reykjadal Guðmundssonar.
Nanna var dóttir Hallgríms, á
Hjálmárströnd í Loðmundarfirði
Metúsalemssonar, Guttormssonar.
Móðir Hallgríms var Guðrún Sigfús-
dóttir.
Móðir Nönnu var Kristjana, dótt-
ir Vigfúsar Eiríkssonar, og Guðrún-
ar Pétursdóttur.
hallur, f. 27.9. 1971, búsettur í
Reykjavík en kona hans er Pia
Viinikka, f. 28.9.1971 og sonur þeirra
Símon, f. 8.1. 1999 en dóttir Þórhalls
og Ólafar Ólafsdóttur er Katrín
Björk, f. 17.6. 1989; Sigríður Kristín,
f. 27.7. 1953, húsmóðir og verkakona
en fyrri maður hennar var Þorvarð-
ur Kristjánsson, f. 7.11. 1950, d. 24.4.
1988 en þau skildu og eru böm
þeirra Kristján Gunnar, f. 10.6. 1973
en unnusta hans er Jóna Björg
Pálmadóttir, f. 8.8. 1978, Arnar, f.
28.10. 1976, og Guðrún Sigríður, f.
11.10.1978, en seinni maður Sigríðar
Kristínar er Jóhannes Sigurjónsson,
f. 16.2. 1954, ritstjóri, og eru böm
þeirra Þórdis Edda, f. 18.1. 1984, og
Sigurjón, f. 18.8. 1987; Höskuldur, f.
12.12. 1954, forritari í Svíþjóð; Geir-
finnur, f. 8.3. 1956, verkamaður í
Reykjavík en sambýliskona hans var
Guðrún Sigurbjörnsdóttir, f. 13.7.
1964 en þau skildu og eru synir
þeirra Sigurbjörn, f. 11.10. 1982, og
Hákon, f. 15.3.1990, en sambýliskona
Geirfmns nú er Ástríður Ólafía
Jónsdóttir, f. 4.9. 1963; Hrólfur, f. 9.2.
1962, stýrimaður á Húsavík en kona
hans var Elín Gunnarsdóttir, f. 10.10.
1963 og eru þau skilin; Arnhildur, f.
23.2. 1964, kennari i Grundarfirði en
maður hennar er Hörður Jónsson, f.
28.11. 1958, sjómaður og útgerðar-
maður og era börn þeirra Nanna Vil-
borg, f. 14.8. 1985, Halla Fanney, f.
7.3. 1990, og Markús, f. 20.10. 1995.
Systkini Sigríðar: Aðalbjörg, f.
21.2. 1935, bóndi og verkakona í
Vallaholti i Reykjadal; Dísa, f. 10.3.
1937, verkakona og húsmóðir í
Reykjavik; Heimir, f. 28.4. 1944, dós-
ent við HÍ; Páll Þorlákur, f. 27.10.
1949, sölustjóri í Reykjavík.
Foreldrar Sigríðar voru Páll H.
Jónsson, f. 5.4. 1908, d. 10.7. 1990, og
Rannveig Kristjánsdóttir, f. 1.8. 1908,
d. 31.3. 1966, húsmóðir.
Sigríður Pálsdóttir,
húsmóðir og fyrrv. verka-
kona, Mararbraut 3,
Húsavik, varð sjötug í
gær.
Staifsferill
Sigríður fæddist á
Fremstafelli í Ljósavatns-
hreppi og ólst þar upp og
að Laugum í Reykjadal.
Hún stundaði nám við
Héraðsskólann á Laugum
og við Húsmæðraskólann á Laugum
1950-51.
Sigriður flutti síðar til Reykjavík-
ur og var þar búsett og í Kópavogi.
Hún flutti síðan norður til Húsavík-
ur 1990 og hefur átt þar heima síð-
an.
Auk heimilisstarfa vann Sigríður
í Glit og hjá Sjóklæðagerðinni. Síð-
ustu starfsárin utan heimilis var
Sigríður matráðskona á
leikskóla.
Fjölskylda
Sigríður giftist 2.6. 1952
Þórhalli Hirti Hermanns-
syni, f. 12.11. 1927, við-
skiptafræðingi, kennara
og fyrrv. deildarstjóra hjá
Tryggingastofnun ríkis-
ins. Hann er sonur Her-
manns Hjartarsonar, f.
21.3. 1887, d. 12.9. 1950,
sóknarprests á Skútustöðum í
Mývatnssveit, og síðar skólastjóra
við Héraðsskólann á Laugum, og
Kristínar Sigurðardóttur, f. 16.6.
1889, d. 10.11. 1973, húsfreyju.
Börn Sigriðar og Þórhalls eru
Rannveig, f. 2.3. 1952, leikskólakenn-
ari á Akureyri en maður hennar er
Már V. Magnússon, f. 30.10.1949, sál-
fræðingur og er sonur þeirra Þór-
Sigríður Pálsdóttir.
Til hamingju með afmælið 22. febrúar
85 ára
Bjarni Stefánsson, Sólbergi, Vopnafirði. Ingólfur Gunnarsson, Eyrarlandsvegi 12, Akureyri. Þuríður Sveinsdóttir, Skúlagötu 70, Reykjavík.
80 ára
Margrét Sigurðardóttir, Brekkulandi 6, Mosfellsbæ.
75 ára
Björn Þ. Þórðarson, Sörlaskjóli 78, Reykjavík. Halldór Aðalsteinsson, Depluhólum 3, Reykjavík. Þórlaug Finnbogadóttir, Hvassaleiti 58, Reykjavík.
70 ára
Helgi Þ. Bachmann, Huldulandi 14, Reykjavík. Sjöfn Guðjónsdóttir, Árnagerði, Hvolsvelli. Yngvi Jónsson, Miðgarði 12, Keflavík.
60 ára
Gunnar Bjartmarsson, Þiljuvöllum 29, Neskaupsstað. Gxmndór Sigurðsson, Amarsmára 20, Kópavogi. Kristín Ólöf Hermannsdóttir, Langholti 23, Keflavík. Sigurður I. Ólafsson, Ljósabergi 30, Hafnarfirði. Úlfar Jón Andrésson, Borgarheiði 8v, Hveragerði. Þórður Garðarsson, Hveramörk 19a, Hveragerði.
50 ára
Agnes Eggertsdóttir, Skildinganesi 21, Reykjavík. Ágúst Ingi Andrésson, Þrastarhólum 8, Reykjavík. Einar Bragi Bergsson, Mosarima 8, Reykjavík. Elias Pálsson, Saurbæ, Holtahr. Rang.
40 ára
Elísabet S. Kristjánsdóttir, Háholti 21, Akranesi. Guðmundur Baldursson, Duggugerði 5, Kópaskeri. Húnbogi Valssoh, Vanabyggð 2a, Akureyri. Óðinn Logi Benediktsson, Lágholti 1, Stykkishólmi. Ólafur Gunnarsson, Löngumýri 28, Garðabæ. Stefán Erlendsson, Laugalandi, Holtahr. Rang. Svavar Helgason, Freyjugötu 11, Sauðárkróki.
Sigríður Pálsdóttir