Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2000, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2000, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLON HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjöri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vfsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifmg: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Flokkur gegn borg Mann fram af manni hafa samgönguráðherrar Sjálf- stæðisflokksins lagt sig fram um að reyna að draga úr eða fresta gerð samgöngumannvirkja í Reykjavík, eink- um mislægra gatnamóta, og standa í ýmiss konar þvargi þessu tengdu við borgarstjórann í Reykjavík. Á næstsíðasta kjörtímabili mátti telja, að þetta væri bara eitt ruglið enn úr Halldóri Blöndal, sem síðan var settur af sem ráðherra. Því miður hefur komið í ljós, að arftakinn er öllu verri. Sturla Böðvarsson er þegar kom- inn á fulla ferð í stríð gegn Reykvíkingum. Ekki er fótur fyrir þeirri fullyrðingu ráðherrans, að borgin sé vanbúin að hefja framkvæmdir með Vegagerð- inni á þjóðbrautum í borginni. Þvælan virðist enda hafa þann eina tilgang að hlýja um hjartarætur róttækum andstæðingum Reykjavíkur í kjördæmi ráðherrans. Smákóngar Sjálfstæðisflokksins í kjördæmum lands- byggðarinnar telja sér margir hverjir hag í að tala illa um Reykjavík og reyna að bregða fæti fyrir hagsmuni borgarinnar. Kjósendur í þessum kjördæmum kunni vel að meta auðsýnda óbeit á höfuðborgarsvæðinu. Ekki sést, að þingmenn flokksins í Reykjavík reyni að hafa hemil á róttæklingum á borð við Haildór og Sturlu. Ráðherrarnir Davíð Oddsson, Geir Haarde og Björn Bjamason láta sér fátt um finnast, enda telja þeir, að kjósendur í Reykjavík muni ekki refsa sér fyrir það. Vanhugsað væri að telja þetta réttu leiðina að hjarta borgarbúa. Kjósendur eru að vísu lítilsigldir, en áhættu- samt hlýtur þó að vera að reyna að kúga Reykvíkinga til fýlgilags við flokk, sem hvað eftir annað er staðinn að róttækri andstöðu við hagsmuni borgarinnar. Töluvert er um það utan höfuðborgarsvæðisins, jafn- vel á Suðumesjum, þar sem menn ættu að vita betur, að öfundazt sé í garð borgarinnar og borgarbúa. Til dæmis hefur Hjálmar Árnason þingmaður varið Fljótsdalsvirkj- un með skítkasti í fólk á höfuðborgarsvæðinu. Við því er að búast, að skillitlir stjórnmálamenn á at- kvæðaveiðum gæli við róttæklinga í röðum óbeitar- manna höfuðborgarsvæðisins. Hins vegar em það hags- munir stórra stjómmálaflokka, að slíkar sálnaveiðar í gmggugu vatni valdi flokknum ekki beinum skaða. Ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar í fúlustu alvöru að láta menn á borð við umrædda samgönguráðherra taka flokk- inn í gíslingu sem baráttutæki gegn hagsmunum höfuð- borgarsvæðisins, er hugsanlegt, að kjósendur manni sig upp í að taka afstöðu gegn óvildarflokki sínum. Kjósendur kunna fyrr eða síðar að átta sig á, að at- kvæði greitt Davíð, Geir og Bimi í Reykjavík nýtast til að koma róttæklingum á borð við Halldór og Sturlu fýrst á þing og síðan í ráðherrastóla, er þeir nota til að nudda sér utan í þá, sem öfunda suðvesturhomið. Stórir stjórnmálaflokkar em dæmdir til að reyna að sigla milli skers og báru í viðkvæmum málum eins og þeirri tilfinningu sumra íbúa landsbyggðarinnar, að íbú- ar höfuðborgarsvæðisins hafi ylinn af kjötkötlunum, og taka af festu á öfundinni, sem oft fylgir þessu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur vikizt undan að hemja rót- tæklingana og fyrir bragðið lent í þeirri gíslingu, sem hér hefur verið rakin og sem ætti að öllu eðlilegu að leiða til þess, að kjósendur í væntanlegum þremur höfuð- borgarkjördæmum hafni forsjá flokksins. Það getur ekki endalaust verið ókeypis, að óvandaðir samgönguráðherrar Sjálfstæðisflokksins hagi sér eins og íbúar höfuðborgarsvæðisins séu óvinaþjóð. Jónas Kristjánsson í umræðunni um Eyja- bakka, virkjanir og fleira því skylt kemur iðulega fram hugtakið ósnortin víð- erni. Einnig hafa þátttak- endur í umræðunni áhuga á því að leika sér með flatar- málstölur og hlutfalls- (pró- sentu-) tölur í framhaldi af því. Augljóslega er ekki allt sem sýnist í þessum efnum. Bara 5x5 km? Hugtakið ósnortin víð- erni er teygjanlegt. Til dæmis komst nefnd sem skipuð var í tengslum við skipulagsmál hálendisins að því að hvað stærð varðar þá nægði að landsvæði, án um- talsverðrar manngerðar- röskunar, væri 5 km á hlið, eða þar um bil, til að geta komist í þennan hugtaka- flokk. Svona skynrænt mat „Sumir afréttir eru með svo þétt slóöa- og veganet að undrum sætir og, vel aö má deila um og menn munu merkja, mikið af þeim er ekki til á neinum uppdráttum eöa kortum." Hvenær eru öræfin snortin? og rofs sem má rekja beint til vegalagningar og aksturs utan helstu vega. Auðvitað kemur þar til stærð landsins miðað við ísland. Mig grunar þó áð hlut- fallið (40% hér að ofan) sé ekki endilega fjarri lagi þegar svipast er um hér heima. Þar með held ég að stærð ósnortinna víð- ema, bæði til viðmiðunar sem lágmark og stærð þeirra í heild, sé ekki endilega rétt metin hér á landi. Ferkílómetrar og Eyjabakkar í málefhum flæðilands- ins á Eyjabökkum hafa „Fyrírhyggja og framsýni er ekki aöal íslendinga þegar kemur út fyrir næsta umhverfi hvers og eins - nema sem undantekning. íslensk öræfi eru, hvernig sem þau hafa nú veriö snortin, ein mikilvægasta auðlind íslend- inga.u Kjallarinn Ari Trausti Guðmundsson jaröeðlisfræöingur og ráðgjafi seint komast að niðurstöðu um hvert lágmarkiö skuli vera og hvað skuli teljast röskun sem geti valdið því að ekki megi kalla svæðið ósnortið (eða lítt snortið). Að frátöldum byggingum og reisulegum mann- virkjum, svo sem rafmöstrum, eru það einkum brýr, stíflur og vegir, allt frá einfóld- ustu jeppaslóðum (sumum nánast einnota) til upp- hækkaðra þjóð- brauta er raska yflrbragði is- lenskra öræfa. Alla þá röskun vega menn og meta og um þá röskun er deilt. Ég tel að vega- og slóðaæðiö sé löngu komið út fyrir skynsamleg mörk. Offjölgun vega og slóöa Vegir á íslandi (í víðustu merk- ingu) eru mjög margir og afar langir í heild, trúlega nær 20.000 km en 10.000 km. Sumir afréttir eru með svo þétt slóða- og veganet að undrum sætir og, vel að merkja, mikið af þeim er ekki til á neinum uppdráttum eöa kortum. Mongólía er stórt land en um sumt ekki ólíkt íslandi. Þar er talið að veganetið sé a.m.k. 40% of þétt og að milljónir ekra lands verði fyrir beinum áfollum vegna veðrunar umræður leitt fram tölur á borð við þær að þarna séu um eða innan við 100 ferkílómetrar lands sem hverfi undir vatn eða mannvirki. Það sé hreint ekki mikið þegar þess sé gætt að flatarmál íslenska hálendis- ins megi reikna sem 40.000 ferkíló- metra. Einnig hafa menn sett á blað tölur eins og þær að viðamestu vatnsvirkjunaráætlanir raski að- eins 3-4% alls landsins. Þessi talna- leikur er óraunhæfur af nokkrum ástæðum. Stærð lands sem fer undir vatn eða áhrif mannvirkja er í litlu samræmi viö sjónræn áhrif breyt- inganna. Þær hafa áhrif á það hvað kalla má „óbyggðir" eða „lítt snortin eða ósnortin víðerni" langt umfram ýtrustu stærðartöl- ur. Loks er með öllu óraunhæft að telja t.d. 11.000 ferkílómetra jökla með þegar verið er að búa til hlut- fallstölur um rask. Þangað fara á að giska 5% ferðfólks og jöklar eru utan þess svæðis sem kemur til álita sem virkjanasvæði. Þar með eru 30.000 ferkílómetrar miklu raunhæfari samanburðar- tala en 40.000. Gleymum ekki held- ur að hlutar hálendisins eru á útskögum landsins. Miðhálendið er mikilvægasti hluti íslensku öræfanna. Það er nær því að vera 25.000 ferkíló- metrar utan jökla en 40.000. Loks skal bent á að svæðið sem reitast upp (stundum í minna en 5x5 km reiti; stundum í stærri reiti) við virkjanaframkvæmdir vegna Fljótdalsvirkjana er milli 1.200 og 1.500 ferkílómetrar að lágmarki. Vegir, slóðar, byggingar, stíflur, lón, skurðir, efiiistökusvæði, efn- ishlaðar o.fl. koma þar við sögu. Sem sé: Skoðum tölur af sann- girni. Umræðan nú og tillögugerð sýn- ir að, eins og ótal oft áður, erum við að skoða mál og grípa til skipulagningar eftir að langur tími óheftra aðgerða, misnauðsyn- legra framkvæmda og óþarfra uppátækja hefur raskað auðlind (i þessu tilviki ferðamennskuauð- lind). Fyrirhyggja og framsýni er ekki aðal íslendinga þegar kemur út fyrir næsta umhverfi hvers og eins - nema sem undantekning. íslensk öræfi eru, hvemig sem þau hafa nú verið snortin, ein mikilvægasta auðlind íslendinga. Ari Trausti Guðmxmdsson Skoðanir annarra Spilakassarnir og samfélagiö „Það er óneitanlega dálítið sérkennUegt að svo merk samtök sem Rauði kross íslands, SÁÁ og Slysavamafélagið Landsbjörg skuli leita til sér- fræðings frá Nevadaríki í Bandaríkjunum tU þess að réttlæta rekstur spUakassa tU fjármögnunar á starfi samtakanna ... Er starfsemi sem þessir aðUar hafa nú sjálfir skUgreint sem fjárhættuspil eina leiðin tU þess að fjármagna þessa starfsemi? Það er tímabært að skoða þetta upp á nýtt og endurmeta það sem hér er að gerast. FjárhættuspU er ekki haldbær siðferðUegur grundvöUur fyrir starfsemi þessara samtaka." Úr forystugreinum Mbl. 20. febrúar. Fátækt á íslandi? „Fátækt er vissulega tU staðar á íslandi og auön- um er misskipt. Stjómvöld gætu gert margt tU þess að jafna lífskjörin í landinu, en þau eiga ekki að vinna í hina áttina. Sú þróun hófst fyrir alvöru þeg- ar örfáum einstaklingum var gefinn Útvegsbankinn fyrir rúmum áratug og síðan hefur verið haldið áfram á sömu braut. Og ekki er heldur eðlUegt að fáeinir menn geti gengið út með fleiri mUljarða eft- ir kannski 17 tU 18 ára starf.“ Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfulltr. á Akureyri, í Degi 19. febrúar. Rövlið á skjánum „Rövlþættir eins og á Sýn eru næsta algengir í sjónvarpsstöðvum erlendis og hafa ekki tekist nema í sárafáum tilfeUum. Hér er vaðið út í þetta af því einhverjir halda að þeir geti þetta og séu drepfyndnir, sem þeir eru ekki, geta þess vegna hafa verið drepleiðinlegir frá fæðingu án þess að fólk hafi beinlínis tekið eftir þeim sjúkdómi fyrr en þeir vaða fram i sjónvarpi með ekki neitt... Annað sjónvarpsefni er að ryðja sér tU rúms þessar vik- urnar, komið úr dagblöðum og vikublöðum, en það eru heUir þættir af fólki, sem rembist við að sækja skemmtistaði og frumsýningar, jafnvel í stórhríð- um, í fullvissu þess að það sé í íslenska „þotulið- inu“ og ljósmyndarar bíða eftir að það birtist." Indriði G. Þorsteinsson rithöf. í Mbl. 19. febrúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.