Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2000, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2000, Qupperneq 7
ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000 7 Viðskipti Þetta helst: Viðskipti á VÞÍ 1.186 m.kr. ... Mest með spariskírteini, 491 m.kr. ... Hlutabréf 280 m.kr. ... Mest viðskipti með bréf Össurar, 42 m.kr ... .KEA hækkaði mest, eða 4,55% ... Eignarhaldsfél. Alþýðubankinn um 4,48% eftir glæsilegt uppgjör ... Skýrr hf. lækkaði mest, eða 9,47%, en uppgjör var birt í í síðustu viku ... Mikið tap af reglulegri starfsemi Tæknivals - söluhagnaður eigna ber uppi lítinn hagnað Afkoma Tæknivals var léleg á síð- asta ári og ekki í samræmi við vænt- ingar sem gerðar voru til félagsins. Nýr framkvæmdastjóri, Ámi Sigfús- son, tók við á síðasta ári og miðað við afkomuna í fyrra virðast viðamiklar breytingar á rekstrinum ekki hafa skilað árangri. Tæknival hf. skilaði 29,4 milljóna króna hagnaði eftir skatta í fyrra en taprekstur varð á félaginu árið áður og nam hann 13,4 milljónum. Hins vegar var tap af reglulegri starfsemi 134 milljónir en í fyrra var það 104 milljón- ir. Veltufé frá rekstri var neikvætt um 84 milljónir króna, samanborið við 41,5 milljónir i fyrra og því er ljóst að þess- ar lykiltölur hafa versnað milli ára. 29,4 milljóna króna hagnaður er feng- inn með söluhagnaði eigna sem nemur 121,5 milljónum króna. Þegar félagið birti milli- uppgjör i haust hækkaði gengi bréfanna og nokkur bjartsýni var á markaðnum varðandi þær breytingar sem verið var að ráðast í. Þessi af- koma virðist hins vegar sýna að þær væntingar voru ekki á rökum reistar, hvað svo sem gerist á þessu ári, en stjómendur félagsins em bjartsýnir. I frétt frá félaginu segir að gert sé ráð fyrir að hagnaður félagsins á þessu ári verði nálægt 100 milljónum króna. Miðað við afkomuna nú er líklegt að gengi bréfanna lækki í dag á VÞÍ því spár fjármálaíyrirtækja gerðu ráð fyrir töluvert betri af- komu. Breytingar taka tíma í frétt félagsins segir að þótt nýir stjómendur hafi á árinu 1999 hrundið í framkvæmd ýmsum veigamiklum aðgerð- irni í rekstri félagsins sé óhjá- kvæmilegt að það taki nokkum tíma að sjá árangur af aðgerðunum skila sér í rekstrarreikningi félagsins. í þessu sambandi má t.d. benda á að sala á hugbúnaðarsviði félagsins var í eðli sinu flókin aðgerð þar sem skilja þurfti að ýmis vinnuferli og verkefna sem í gangi vora. Þessar aðgerðir hafa í heildina gengið mjög vel og árangur af þeim er byrjaður að skila sér og hefúr reyndar komið fyrr í ljós en vænta mátti. Það er fyrst og fremst að þakka góðu starfsfólki sem hefur tekið á mál- um með stjómendum félagsins en ekki síður fjölmennum hópi tryggra við- skiptavina. t rekstrarreikningi ársins 1999 má greina nokkum bata í reglu- legri starfsemi félagsins, miðað við niðurstöður í rekstri á fyrri árshelm- ingi. Enn er þó afkoma af reglulegri starfsemi á árinu 1999 neikvæð þótt á síðari árshelmingi hafi tekist að snúa hlutunum nokkuð við en samkvæmt rekstrarreikningi hefur reksturinn á síðari árshelmingi skilað um 76,2 millj- ónum króna upp i það tap sem varð fyrri hluta ársins. Arni Sigfússon, framkvæmda- stjóri Tæknivals Hagnaður Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankinn 828 milljónir - opnar á þann möguleika að starfa sem fjárfestingarbanki Heildarhagnaður Eignarhaldsfélags- ins Alþýðubankinn hf. (EFA) og dóttur- fyrirtækja var 828,3 miiljónir króna fyr- ir skatta á síðasta ári. Að teknu tilliti til skatta nam hagnaður til hækkunar á eigin fé 617 milijónum króna. Er þetta besta afkoma félagsins frá upphafi og hafa öll tekjusvið félagsins skilað góð- um árangri. Þessi hagnaður skiptist í 425,2 miiljóna króna innleystan hagnað á árinu og 191,7 milljón króna óinnleyst- an hagnað vegna hækkunar á mark- aðsvirði hlutabréfaeignar. Hreinar fiármunatekjur á árinu vora 594,2 milljónir króna í stað 193,8 milljóna króna árið áður. Meginskýr- ingin á þessari hækkun er að innleyst- ur söluhagnaður hlutabréfa er mun meiri en á fyrra ári. Hreinar tekjur af skuldabréfaeign námu 146,3 miiljónum króna og hreinar tekjur af hlutabréfa- eign námu 447,9 milljónum króna. Á árinu hóf félagið rekstur á tveimur nýjum sviðum, ráðgjafarsviði og áhættusjóðasviði, og vora rekstrartekj- ur þessara sviða 21,6 milljónir króna. Rekstrarkostnaður nam 52,2 milljón- um króna á árinu í stað 31,1 milljón króna árið áður. Enginn aröur Stjóm félagsins leggur til við aðal- fund að ekki verði greiddur arður til hluthafa félagsins. Ástæðan fyrir þess- ari tillögu er margþætt. í fyrsta lagi tel- ur stjómin mikilvægt að arðstefna skráðra hlutafélaga sé fyrirsjáanleg og þekkt og leiði ekki til óvissu við verð- lagningu hlutabréfanna á markaði. í öðru lagi er verið að færa ákvörðunina um að minnka markaðsvirði hvers eignarhluta í félaginu til einstakra hlut- hafa, sem í stað þess að fá greiddan arð geta selt hluta bréfa sinna á markaði. Félagið mun vegna þess setja á fót, í samstarfi við aðra fiármálastofnun, virka viðskiptavakt með hlutabréf fé- lagsins. í þriðja lagi era flestir hluthaf- ar félagsins aðilar sem fiárfesta mun meira en þeir innleysa á ári hverju. Ákvörðun um minnkun eða stækkun á markaðsvirði eigna i félaginu ræðst þvi ekki af greiðslu arðs heldur heildarsam- setningu eignasafna þeirra. Ný stefna á nýrri þúsöld Á undanfömum vikum hafa sfióm og starfsmenn unnið að endurskoðun á stefnu og starfsháttum í ljósi breyttra aðstæðna og nýrra tíma. Framtíðarsýn EFA er að verða leið- andi fiármálafyrirtæki á sviði áhættu- fiárfestinga sem leitast við að hámarka eignir og langtímaávöxtun hluthafa sinna með víðtækri þekkingu og reynslu starfsmanna, faglegum og heiðarlegum vinnubrögðum og upp- byggilegu samstarfi við stjómendur þehra samstarfsfyrirtækja sem það fiárfestir i. Aðalsmerki félagsins og sérstaða mun áfram vera bein og virk þekkingarleg og stjómunarleg þátt- taka í markvissri verðmætaaukningu þeirra félaga sem það fiárfestir í. Til að ná þessu markmiði hefur sfióm EFA samþykkt þrjár meginbreytingar á stefnu og starfsháttum. í fyrsta lagi er um að ræða nýja fiárfestingarstefhu. í öðra lagi nýtt skipurit sem m.a. kveð- ur á um skýrari afmörkun fiárfesting- arsviðs, áhættusjóðasviðs og fiármála- sviðs. í þriðja lagi mun sfióm félagsins leggja það til við aðalfund að sam- þykktum félagsins verði breytt og starfssvið þess útvíkkað þannig að það geti starfað sem fiárfestingarbanki, með sérstaka áherslu á áhættufiárfest- ingar. Krossanes með 70 milljóna króna tap Krossanes hf. var gert upp með 69,7 milljóna króna tapi á síðasta ári sem er talsvert lakari afkoma en árið á undan þegar hagnaðurinn nam 36,7 milljónum króna. Rekstrartekjur fyrirtækisins árið 1999 námu 342,8 milfiónum króna, samanborið við 746,3 milljónir króna árið áður, en rekstrargjöld 330 millj- ónum króna. Hagnaður fyrir afskrift- ir og fiármagnsgjöld nam þvi 12,8 milljónum króna. Afskriftir lækkuðu aðeins á milli ára, námu nú 64,6 millj- ónum króna, og fiármagnsgjöld lækk- uðu einnig, era nú aðeins 2 milljónir króna. Að teknu tilliti til áætlaðra skattgreiðslna nam tap af reglulegri starfsemi 44,2 milljónum króna og að viðbættum öðrum gjöldum upp á 25,5 milljónir króna nam tapið á árinu 69,7 milljónum króna. Hagnaöur Skýrr 103,2 millj- ónir á síöasta ári Hagnaður Skýrr á árinu 1999 nam 103,2 milljónum en var 55,8 milljónir á árinu 1998. Afkoman batnaði um 86% milli ára. Hlutabréfasjóöur Vestur- lands skráöur á Vaxtarlista Hlutabréf Hlutabréfasjóðs Vest- urlands hf. hafa verið skráð á Vaxtarlista Verðbréfaþings ís- lands. Hlutabréfasjóður Vestur- lands hf. er 74. félagið sem skráð er á Verðbréfaþingi og það fyrsta sem skráð er á árinu. Skráð hluta- fé Hlutabréfasjóðs Vesturlands hf. er kr. 79.429.302 að nafnverði og eru hluthafar 136. Hlutabréfasjóð- ur Vesturlands hf. lauk nýlega hlutafiárútboði að fiárhæð kr. 19.429.302. Olíuféiögin stofna O.W. út- hafsolíu ehf. Olíufélögin þrjú hafa í sam- starfi við O.W. Bunker Ltd. í Dan- mörku stofnað nýtt félag til að sjá um sölu og afgreiðslu á eldsneyti til fiskiskipa á alþjóðlegum haf- svæðum frá Flæmingjagrunni til Barentshafs. Nafn nýja félagsins verður O.W. Úthafsolía ehf. Félag- ið telst vera hlutdeUdarfélag hjá eigendum þess á íslandi. Össur selur í Össuri Össur Krist- insson hefur selt hlut að nafn- virði 10.000.000 i Össuri hf. Miðað við lokagengi hlutabréfa í Öss- uri á föstudag, sem var 47,0, er söluverðmæti hlutabréfanna 470 milljónir króna. Kaupandi að fiórðungi þessa hlutafiár er Jón Sigurðsson, forstjóri félagsins. Kaupþing eykur hlut sinn í Vinnslustööinni Kaupþing hefur aukið eignar- hlut sinn í Vinnslustöðinni hf. úr 9,1% upp í 13,7%, að því er fram kemur í tilkynningu frá Kaup- þingi til Verðbréfaþings íslands. Launavísitala hækkar um 1,6% Hagstofan hefur reiknað út launavísitölu miðað við meðal- laun í janúar 2000. Vísitalan er 186,9 stig og hækkar um 1,6% frá fyrra mánuði. Hækkunin er fyrst og fremst vegna launahækkana á almennum vinnumarkaði sam- kvæmt kjarasamningum. Vísitala byggingarkostnaðar eftir verðlagi um miðjan febrúar 2000 hækkaði um 0,1% frá fyrra mánuði. Hækk- un vísitölunnar síðastliðna þrjá mánuði samsvarar 3,9% hækkun á ári. Síðastliðna tólf mánuði hækkaði byggingarvísitalan um 1,6%. Lækkað verð á... ... þvottavélum, þurrkurum og uppþvottavélum imm tóamúla B R Æ Ð U R m I R Lógmúla 8 • Sími 530 2800 www.orm&sonUBj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.