Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2000, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000
wnmng
11
Ungfrúin góöa og Húsiö.
Englar alheimsins.
Tilnefningar til Menningarverðlauna DV í kvikmyndum:
Með merkilegri árum
Kvikmyndanefnd DV hefur komið sér saman hildur Gunnarsdóttir um fólk sem tekur ijós- kvikmyndanna í hinum ýmsu þjóðlöndum og
um fimm tilnefningar í kvikmyndum fyrir árið
1998. „Segja má með vissu að síðasta ár hafi ver-
ið með merkilegri árum í kvikmyndagerð hér á
landi,“ segir Hilmar Karlsson, kvikmyndagagn-
rýnandi DV. „Auk þess sem frumsýndar voru
þrjár metnaðarfullar leiknar kvikmyndir i fullri
lengd, ólíkar kvikmyndir sem allar fengu mikla
umfjöllun í fjölmiðlum og mikið umtal, var
einnig lífleg stuttmyndagerð á árinu og nokkrar
athyglisverðar heimildamyndir voru sýndar. Þá
má geta þess að á síðasta ári var í fyrsta sinn
efnt til Edduverðlaunanna, þar sem það besta í
kvikmyndum og sjónvarpi er valið, og fyrsta
stóra íslenska kvikmyndabókin var gefrn út.
Það var því í mörg hom að líta hjá okkur í kvik-
myndanefndinni. Þegar við höfðum farið vel
yflr allt sem stóð til boða var nefndin sammála
um að tilnefna fimm eftirtalin verk til Menning-
arverðlauna DV.“
í kvikmyndanefnd DV sátu Hilmar Karlsson,
blaðamaður og kvikmyndagagnrýnandi, Ás-
grímur Sverrisson, kvikmyndagerðarmaður og
kvikmyndagagnrýnandi, og Baldur Hjaltason
forstjóri. Tilnefningar til Menningarverðlauna
DV í kvikmyndum hljóta:
Corpus Camera
í þessari athyglisverðu heimildamynd fjalla
Sigurjón
Baldur
Haf-
steins-
son og
Hrafn-
« i t «li» r I tlili ..
myndir af látnum ástvinum sínum. Þetta er
vandmeðfarið efni en höfundamir ná að gefa
okkur einstaka innsýn í þankagang þessa fólks
þannig að úr verður heillandi og hjartnæm frá-
sögn um mátt lífsins gagnvart dauðanum.
Englar alheimsins
Englar alheimsins er þrettánda kvikmynd
Friðriks Þórs og er byggð á samnefndri sögu
Einars Más Guðmundssonar sem hlaut Menn-
ingarverðlaun DV í bókmenntum árið 1994.
Myndin fjallar um Pál Ólafsson, sem á við geð-
sjúkdóm að stríða, og samskipti hans við fjöl-
skyldu sína og vini. Þetta er erfítt viðfangsefni
sem Friðriki Þór hefur tekist ásamt handritshöf-
undi að gera úr heilsteypta og sterka kvikmynd.
Friðriki tekst yfirleitt best upp þegar hann fjall-
ar um einstaklinga sem eru að einhverju leyti
frábrugðnir okkur hinum. Hann er laginn við
að draga það besta fram hjá leikurunum og
skapa sterkar persónur á tjaldinu eins og endur-
speglast vel í Englum alheimsins.
Heimur kvikmyndanna
Heimur kvikmyndanna er fyrsta fræðiritið
um kvikmyndir á íslensku. Bókin er yflr 1000
bls. og hafa yfir 80 höfundar veitt ritstjóra bók-
arinnar, Guðna Elíssyni,
liðsinni til að láta þetta
mikla verk verða að
veruleika. Bókin skiptist
í fjóra meginkafla þar
sem fjallað er um sögu
.
Heimur kvikmyndanna.
Corpus camera.
SÍS. Ris, veldi og fall.
ýmsar greinar kvikmyndarinnar. Þar er einnig
fræðileg umfjöllun um afmörkuð efni og síðast
en ekki síst fjallað um íslenskar kvikmyndir.
Margir höfundar bókarinnar eru ungir og upp-
rennandi fræðimenn sem án efa eiga eftir að
láta til sín taka á þessu sviði í framtíðinni.
Heimur kvikmyndanna er bók sem allir kvik-
myndaáhugamenn ættu að eiga, ekki síst þeir
sem vilja kynna sér í heilsteyptu verki íslenska
kvikmyndagerð og tengsl hennar við umheim-
inn.
SÍS, Ris, veldi og fall
í þremur afburðavel unnum þáttum rekur
Viðar Víkingsson sögu Sambandsins frá fæð-
ingu til andláts. Hér er blandað saman safnefni
úr ýmsum áttum (sem sumt hefur ekki áður
komið fyrir sjónir almennings) og viðtölum við
þá sem komu við sögu þessa risastóra afls í sögu
þjóðarinnar á tuttugustu öldinni. Hugvitssam-
legar klippingar og skemmtileg notkun sögu-
manns gera þetta ekki aðeins að sérlega áhuga-
verðu sjónvarpsefni heldur einnig dæmi um
mögifleika miðilsins til að koma sögu okkar til
skila á lifandi máta.
Ungfrúin góða og Húsið
Ungfrúin góða og Húsið, sem
gerð er eftir skáldsögu Halldórs
Laxness, er heilsteypt kvik-
mynd, leikstýrt af Guðnýju Hall-
dórsdóttur. Góð stígandi er í
myndinni sem er drama um
tvær systur snemma á síðustu
öld, baráttu þeirra í millum og
oft erfið samskipti við fjölskyld-
una. Hefðimar eru sterkar en
undir niðri krauma sterkar til-
fmningar sem oft eru i andstöðu
við hefðirnar. Tinna Gunnlaugs-
dóttir og Ragnhildur Gisladóttir
ná góðu sambandi við systurnar,
öfl tæknivinna er með ágætiun,
leikstjóm styrk og tónlist Hflm-
ars Arnar Hilmarssonar —
mjög góð. 1
Persónulegt og hrífandi tónmál
Þriðju tónleikar Kammersveitar Reykjavíkur í
Langholtskirkju á sunnudagskvöldið vom helgaðir
tónlist pólska tónskáldsins Henryks Góreckis og
einnig minningu Lámsar Sveinssonar trompetleik-
ara sem var meðal stofnenda Kammersveitarinnar
og lést í janúar sl. Górecki er eitt af virtustu tón-
skáldum samtímans og hafa verk
hans nú á síðustu árum farið
hvert af öðra sigurfór um heims-
byggðina. Músík hans er með ein-
dæmum áheyrileg og grípandi og
hefur hann einstakt iag á að
hreyfa við manni með sínu per-
sónulega tónmáli.
I þau 40 ár sem Górecki hef-
ur verið starfandi tónskáld hafa um 70
verk birst eftir hann, þekktast þeirra
er án efa Sorgarsinfónía hans ópus 36
sem fór efst á vinsældalista í Bretlandi
fyrir nokkrum ámm. Fjögur verk
höfðu verið valin af kostgæfni til flutnings
á sunnudagskvöldið. Þrjú lög í gömlum stil fyrir
strengjasveit frá 1963 hljómuðu í upphafi tónleika.
Það fyrsta er rólegt í byijun eins og ljúf vögguvísa
þar sem sífelldar endurtekningar á einfaldri hend-
ingu stigmagnast smátt og smátt; í öðm laginu er
aflt annað upp á teningnum, glaður dans með hröð-
um púls þar sem maður átti erfitt með að hemja
hægri fótinn, og það þriðja, sem hann byggir á
pólskum brúðkaupssöng frá 16 öld, hátiðlegt með
magnaðri hljómsetningu svo ekki sé meira sagt.
Flutningur sveitarinnar var í stuttu máli pottþétt-
ur undir stjóm Bemharðs Wilkinssonar, jafhvæg-
ið gott, hljómurinn faflegm- og einbeitingin skein
út úr hverri nótu.
Þóra Kristín Johansen semballeikari, sem
búsett hefur verið í Hollandi og því ekki ver-
ið áberandi í islensku tónlistarlífi, lék einleik
í Konsert ópus 40 fyrir sembal og strengjasveit
frá árinu 1980. Það er sannkallaður konsert á
útopnu í tveimur hröðum köflum og ein-
kenndist flutningurinn af öryggi
og krafti þannig að maður datt á
kaf í endalausa rythmíska hringiðu
og langaði helst að hoppa um jafnfætis.
Af aflt öðm sauðahúsi var næsta verk, Good
Night ópus 63 fyrir sópran, altflautu, tam-tam og
píanó frá 1990. Flytjendur voru Marta Halldórsdótt-
ir sópran, Anna Guðný Guðmundsdóttir pianó,
Martial Nardeau flauta og Eggert Pálsson slag-
verksleikari. Verkið er í þremur hægum köflum og
sjá flautan og píanóið um þá tvo fyrstu þar sem
þau leiðast í hægfara ferli, í þriðja þætti bætist
sópranröddin við og syngur texta úr Hamlet „Góða
nótt ... englasveimar syngi þig til hvíldar". Tam-
tamið kemur svo inn i bláendann á áhrifamikinn
hátt. Viðkvæmara samspil er vart hægt að
ímynda sér og til að halda athygli áheyrenda allan
tímann með þessum einfoldu línum verður flutn-
ingurinn að vera fyrsta flokks. Og það var hann,
þannig að á köflum hélt maður hreinlega niðri í
sér andanum, þótt einhverjum millisekúndum
skeikaði á stundum.
Lokaverkið var Kleines Requiem fúr eine Polka
ópus 66 fyrir píanó og 13 hljóðfæri, skrifað fyrir
Schönberg Ensemble árið 1993. Skemmst er frá því
að segja að leikur sveitarinnar var stórgóður; enn
á ný tókst sveitinni undir stjóm Bernharðs að
Tónlist
Amdís Bjðtk Ásgeirsdóttir
halda athygli manns óskiptri allan tímann með
djúpri íhugulli túlkun og kraftmiklum leik þegar
því var að skipta, eins og í darraðardansi þriðja
þáttar sem kemur manni algerlega í opna skjöldu
og hættir eins skyndilega og hann hófst.
Þessir tónleikar vom með þeim betri og áhuga-
verðari sem undirrituð hefur sótt í langan tíma og
á Kammersveitin aflar þakkir skildar fyrir þetta
framtak sitt.
Galin hylltur
Alexander Galin sá á laugardags-
kvöldið leikrit sitt Stjömur á morg-
unhimni á fjölunum i Iðnó og var
hylltur í sýningarlok. Hann var vem-
lega ánægður með uppsetninguna og
dáðist að frammistöðu íslensku lista-
mannanna sem unnu að sýningunni.
Munu forráðamenn Leikfélags ís-
lands í Iðnó hafa gripið tækifærið og
samið við Galin um að fá að setja upp
annað leikrit eftir hann á næstunni.
Alexander Galin er einn allra vin-
sælasti leikritahöfundur Rússlands
og hafa verk hans verið sviðsett oftar
þar síðustu tuttugu ár en leikrit
nokkurs annars leikskálds - auk þess
sem verk hans hafa gert víðreist um
heiminn. Stjömur á morgunhimni er
vinsælasta leikrit hans, en meðal
annarra verka hans má nefna Á ég
hvergi heima? sem María Kristjáns-
dóttir setti upp hjá Leikfélagi Reykja-
víkur 1990. Það verk fjallaði um kjör
gamla fólksins sem hefur misst hlut-
verk sitt í lífinu
og er enn í
minnum hafður
frábær leikur
Bessa Bjarna-
sonar og einnig
Sigriðar Haga-
lin sem lék þar
eitt sitt síðasta
hlutverk. Stjörn-
ur á morgun-
himni fjallar um
mellur og geð-
sjúklinga
þannig að Galin ________
kýs greinilega að íjalla um fólk á
ystu nöf samfélagsins, en verk hans
einkennast af mikifli hlýju þótt um-
hverfi þeirra sé oft napurt og
grimmt.
Alexander Galin er fjölhæfur leik-
húsmaður og hefur starfað bæði sem
leikari, leikstjóri og leikskáld. Und-
anfarið hefur hann fært sig æ meir
yfir í kvikmyndagerð, bæði sem
handritshöfundur og leikstjóri.
Stjömur á morgunhimni hefur
hlotið geysilega góðar viðtökur gagn-
rýnenda og annarra leikhúsgesta
enda sprúðlandi sýning þrátt fyrir
nöturlegt efni. Leikur er sérstaklega
góður en skærust skin þó stjarna Sig-
rúnar Eddu Bjömsdóttur sem til-
nefnd er til Menningarverðlauna DV
fyrir leik sinn. Leikstjóri er Magnús
Geir Þórðarson, leikhússtjóri í Iönó,
<?g er sýningin sett upp af Leikfélagi
íslands í samstarfi við Leikfélag Ak-
ureyrar.
Ræður Hjálmars á
Bjargi
Magnús Stephensen dómstjóri var
einhver áhrifamesti maður landsins
á fyrri hluta 19. aldar, upplýsingar-
maður af ástríðu og lét sér fátt mann-
legt óviðkomandi. Meðal rita hans er
Ræður Hjálmars á Bjargi sem kom út
fyrst 1820 og er byggð upp eins og
n samræður milli bóndans
\ Hjálmars og fimm barna
:if\ hans, þriggja sona og
\ tveggja dætra. Það rit hef-
fví ur nú verið endurútgefið
y \ af Erni Hrafnkelssyni sem
iJfJl fyrsta bindi í nýrri ritröð
© Heimildasafns Sagn-
-----\ fræðistofnunar með ít-
f\ arlegum formála útgef-
anda. Þar rekur Örn
—^^^helstu æviatriði Magnúsar og
fjallar um áhrif ritsins á landsmenn.
Að meginefni er ritið lýsing á
þeirri samfélagsgerð sem Magnús
taldi til fyrirmyndar. Þar er lögð
áhersla á mikilvægi bænda fyrir ís-
lenskt efnahagslíf og hlutverk stétt-
anna þriggja á öndverðri 19. öld.
Einnig koma skýrt fram viðhorf
Magnúsar til stöðu kvenna og emb-
ættismanna og hverjar skyldur
þeirra eru gagnvart almúganum.
Hjálmar bóndi er málpípa Magnúsar
og hann kveður snyrtflega í kútinn -
oft í mjög löngu máli allar tilraunir
sonanna og dætranna til andmæla.
Háskólaútgáfan sér um dreifingu á
bókinni.
Umsjón
Silja AJalsteinsdóttir