Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2000, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000
5
r>v
Orkuveitan gefst upp að nýju á 15 milljóna króna innheimtukerfi frá Tæknivali:
Bætur fýrir tafir
og svikin loforö
- segir forstjórinn en töf á útsendingu reikninga veldur erfiðri lausaíjárstöðu
„You name it, you’ve got it,“ seg-
ir Guðmundur Þóroddsson, forstjóri
Orkuveitunnar, aðspurður hverjir
væru gallar nýs, en misheppnaðs,
tölvukerfis fyrirtækisins fyrir út-
skrift rafmagnsreikninga. Kerfið,
sem heitir K-plús, er sænskt og
keypt hjá Tæknivali sem aðlagaði
það fyrir hinn nýja kaupanda. Nú
hefur verið ákveðið að henda kerf-
inu og taka þess i stað upp nýtt ís-
lenskt kerfi sem Hitaveitan hafði
keypt.
Fyrir þremur árum var að sögn
Guðmundar ákveðið að taka upp ný
tölvukerfi fyrir Rafveituna, Hita-
veituna og Vatnsveituna í ljósi þess
að ekkert þáverandi kerfa var 2000-
hæft. Eftir vandað útboð var ákveð-
ið að kaupa sænska kerfið fyrir Raf-
veituna en fyrir Hitaveituna is-
lenska kerfið Orku frá Tölvumynd-
um hf. Áður en kom að því að setja
kerfin upp í fyrra voru fyrirtækin
sameinuð í Orkuveitunni en bæði
kerfin þó sett upp slðasta haust í
því skyni að bera þau saman.
„Það hefur verið bölvað basl og
allt gengið á afturfótunum," segir
Guðmundur. „Við höfum til dæmis
misst út þrjú þúsund vitlausa raf-
magnsreikninga en það var ein
keyrsla af almennum
reikningum og stór
bunki af vitlausum fyr-
irtækjareikningum,“
segir Guðmundur og
telur síðan upp marg-
víslega annmarka á K-
plús kerfinu, meðal
annars samskiptaerfið-
leika þess við kerfi
bankanna og það að
kerfið hefur brugðið
fyrir sig sænsku í tima
og ótíma. „Þetta er
mikil og skelfileg
hörmungasaga," segir
Guðmundur.
Yfirdráttur en
engin krísa
Þrátt fyrir erfiðleikana hefur ekki
þurft að stöðva algerlega útsend-
ingu rafmagnsreikninga þótt sumir
hafl jafnvel verið einum til tveimur
mánuðum á eftir áætlun að sögn
Guðmundar. Hann játar að ástandið
hafi reynst Orkuveitunni erfitt með
tilliti til lausafjárstöðu. „Ég játa að
við höfum lent í mjög erfiðri lausa-
fjárstöðu út af þessu en höfum ekki
verið beinlínis i krísu. Það er nú
ekki merkilegt þó að við höfum tek-
ið smáyfirdrátt til þess
að komast yfir ein-
hvern tíma,“ segir for-
stjórinn.
Að sögn Guðmund-
ar eru vandamálin nú
óðum að verða úr sög-
unni og réttir reikn-
ingar fyrir næstu
mánaðamót á leið til
viðskiptavina. Hann
treystir sér ekki til að
meta hversu mikið
ævintýrið hefur kost-
að Orkuveituna í glat-
aðri vinnu og öðru en
kerfið sjálft mun hins
vegar hafa kostað um
15 milljónir króna.
„Það var farið í
vandað útboð þótt tölvufyrirtækið
hafi síðan ekki staðið undir því þeg-
ar á hólminn var komið. Við mun-
um því skila kerfinu og fáum ein-
hverjar bætur fyrir tafir og svikin
loforð," segir Guðmundur Þórodds-
son.
Þess má geta að sænska kerfið
var sett upp hjá Hitaveitu Suður-
nesja um nýliðin áramót og verður
sett upp hjá Rafmagnsveitum ríkis-
ins á næstunni. -GAR
Göumundur Þóroddsson:
„Það hefur allt gengiö á
afturfótunum."
Fréttir
Framkvæmdastjóri Ax hugbúnaöarhúss um K-plús:
Sinnir þörfum Orkuveit-
unnar algerlega
- en þeir völdu bara annað kerfi
„Þeir geta alveg notað kerfið en
velja annað kerfi sem framtíðar-
upplýsingakerfi og það er bara
þeirra val,“ segir Jóhann Jónsson,
framkvæmdastjóri Ax hugbúnað-
arhúss, en fyrirtækið er stofnað
upp úr hugbúnaðardeild Tækni-
vals, sem seldi Orkuveitunni
sænska K-plús tölvukerfið sem á
að henda.
Jóhann kannast alls ekki við
Orkuveitan vilji bætur vegna K-
plús. „Þú ert að segja mér fréttir,"
segir hann aðspurður um það at-
riði og telur ekki að endurgreiöa
þurfi Orkuveitunni vegna
samningsins en andvirði hans
segir Jóhann vera trúnaðarmál.
„Við erum að uppfylla samning-
inn og margt annað líka. K-plús er
ekki gallað kerfi og sinnir þeirra
þörfum algerlega. En það er hægt
að fara fjölmargar leiðir í öllum
upplýsingamálum sem koma fyrir
í hverju fyrirtæki," segir Jóhann.
-GAR
Karlmannsleysi í
Kennaraháskólanum
- rektor áhyggjufullur
„Þetta er búið að vera svona í
mörg ár og ég hef af þessu miklar
áhyggjur," sagði Ólafur Proppé,
rektor Kennaraháskólans, en nú er
svo komið að sjö af hverjum tíu
nemendum við skólann eru konur.
„Það er ekki gott ef böm kynnast
ekki nema konum í gegnum alla
skólagönguna en þetta er ekkert sér-
íslenskt fyrirbæri. Sama þróunin er
að verða í öllum nágrannalöndum
okkar," sagði Ólafur.
Það er aðeins í íþróttakennara-
námi sem hlutföll kynjanna eru svo
til jöfh í Kennaraháskólanum en í
öllum öðrum greinum eru konur í
yfirgnæfandi meirihluta nemenda.
„Við þurfum fleiri karlmenn og
reynum ýmislegt til að draga þá til
Ólafur Proppé.
okkar en árangurinn er ekki mik-
ill,“ sagði Ólafur Proppé. -EIR
siíftllíllftfta
.
Iðnaður ú§ uppíýsmgQtæknf
við upphaf nýrrar aldar
9:20 Mæting - afhending fundargagna
9:30 Iðnþing sett
Haraldur Sumarliðason, formaður
Upplýsingatækni og þekkingariðnaður á íslandi
Möguleikar við upphaf nýrrar aldar?
Hreinn Jakobsson, forstjóri, Skýrr hf.
Guðmundur Óskarsson, verkfr., Hugvit hf.
Friðrik Sigurðsson, forstjóri, Tölvumyndir hf.
Gunnar Ingimundarson, framkv.stj., Hugur forritaþróun/EJS hf.
12:00 Gestir Iðnþings boðnir velkomnir
Haraldur Sumarliðason, formaður
Hádegisverður í boði Samtaka iðnaðarins
Margmiðlunarkynning á nokkrum verkefnum á vegum SI
Raeða formanns SI, Haraldar Sumarliðasonar
Ræða iðnaðarráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur
Opnun vefs um iðnað fýrir ungt fólk - iánadur.is
Iðnaðarráðherra opnar vefinn formlega
Notendur upplýsingatækninnar
Hvernig nota iðnfyrirtækin upplýsingatæknina í sínu starfi?
Ari Arnatds, forstj., Verk- og kerfisfræðistofan hf.
Eysteinn Haraldsson, verkfr., íslenskir aðalverktakar hf.
Magnús Ingi Stefansson, forstm. upplýsingasviðs, Mjólkursamsalan
Ásgeir Ásgeirsson, forst.m. upplýsingatæknideildar, Maret hf.
Guðbrandur Magnússon, framt.stj., Morgunblaðið
16:00 Aðalfundarstörf
17:00 Þingslit
<3>
SAMTOK
IÐNAÐARINS