Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2000, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2000, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000 Fréttir Jón Guölaugsson afhenti þeim Eyrúnu Ósk Magnúsdóttur og Viktoríu Hrund Kjartansdóttur viöurkenningarskjöl. DV-mynd Arnheiöur Suðurnes: Eldvarnaget- raun DV, Suöurnesjum: Landssamband slökkviliös- og sjúkraflutningamanna lagði i vet- ur fræðsluefni fyrir alla nemendur 3. bekkja í grunnskólum á landinu varðandi fyrirbyggjandi aðgerðir í brunavörnum. Verkefnið var unn- ið í samstarfí við skóla- og slökkvi- lið um allt land. Endað var með því að leggja fyr- ir spumingar úr efninu sem böm- in fóru meö heim og unnu og skil- uðu síðan. Dregið var úr réttum svömm úr skólum Reykjanesbæj- ar, Voga og Garði og voru það tvær stúlkur, þær Eyrún Ösk Magnúsdóttir úr Myllubakkaskóla og Viktoría Hrund Kjartansdóttir Njarðvíkurskóla, sem hlutu verð- laun að þessu sinni sem voru m.a. sambyggt útvarp og geislaspilari og reykskynjari. -AG Thomasine Maratse afgreiöslumaö- ur alsæl meö ávexti sem komiö var meö sjóleiöina frá Kulusuk. DV-mynd Reynir Haukur Vernharösson vélstjóri hefur búiö í Kuummiit á annaö ár. Hér er hann ásamt Palusine konu sinni og syninum Jen Samuel, 8 mánaöa. DV-mynd Reynir íslenskur vélstjóri í Kuummiit: Bátur ísmannsins er brothættur - og á stundum fullt starf að halda honum gangandi Veisla í Kuummiit: Eplalykt i kaupfélagið DV, Kuummiit: „Það er mikil ánægja með þetta hjá viðskiptavinunum. Við fengum nokkra kassa af eplum, appelsínum og banönum og þetta rýkur út,“ segir Thomasine Maratse, afgreiðslustúlka í kaupfélaginu í Kuummiit, í samtali við DV. Eins og DV greindi frá í gær var eplalaust í kaupfélaginu vikum sam- an. Þorpsbúa hungraði mjög í hina suðrænu ávexti og var nokkuð kvart- að vegna eplaskortsins. Það bar þann árangur að um miðja vikuna var sendur bátur til Kulusuk eftir eplum og öðrum ávöxtum sem heimamenn þar fá frá íslandi. Sjóleiðin til Kulusuk er venjulega ófær vegna íss en þau undur og stórmerki gerðust að ísinn brotnaði upp í stórviðri og hefur verið fært að undanfömu. Sjá mátti himinlifandi þorpsbúa á leið út úr kaupfélaginu með epli. Eplin seldust upp á augabragði en nægur bjór er til á staðnum og er ekki búist við að hann seljist upp fyrr en um þaö bil sem vorskipið kemur. Síðasta vetur seldist bjórinn upp í mars og var því sérstaklega passað upp á að fá nægan bjór með haustskipinu. Thomasine verslunarmaður vonast eftir annarri sendingu fljótlega. „Ég vona að við fáum epli fljótlega aftur. En það er ómögulegt að segja hvort sú von rætist,“ segir Thom- asine. -rt DV, Kuummiit: „Mér líður vel héma og það plagar mig ekki fámennið og einangmnin. Það er kannski vegna þess að ég var alinn upp í sveit," segir Borgfirðing- urinn, Haukur Vernharðsson, vél- stjóri í frystihúsinu í Kuummiit. Haukur hefur búið í þessu 400 manna þorpi á austurströnd Grænlands siðan i ágúst 1998. Hann kom upphaflega sem sérfræðingur í kælitækni á veg- um kæliverkstæðisins Celsíusar ehf. í Reykjavík. Áður haföi hann starfað sem lögreglumaður og umboðsmaður erlendra dansmeyja. Haukur kynntist grænlenskri konu, Palusine Quppersi- aq, í ferð sinni á vegum Celsíusar og ílengdist þegar honum bauðst starf við frystihús Nuka A/S þar sem hann sinnir almennu viðhaldi og vélgæslu. Nú býr hann ásamt Palusine og átta mánaða fóstursyni í Kuummiit en heima á íslandi á hann þrjú börn. „Ég kom hér upphaflega til að setja upp plötufrystitæki og hef verið hér síðan. Það eru engin teikn um að ég sé á förum héðan," segir hann. Hann segir að oft geti verið erfitt að fá varahluti til þorpsins þangað Fjárfesti í sjálfum sér - peningarnir fóru áður í tóbakskaup „Ég er fíkfll af verstu gerð og reykti bæði sígarettur og pípu. Ég haföi margsinnis reynt að hætta að reykja en það hefur aldrei gengið,“ segir Agnar Guðjónsson, rekstrar- stjóri hjá Sorpu. Það var ekki fyrr en Agnar fór í vikudvöl á Heflsustofnunina í Hvera- gerði síðastliðið haust að hann lagði tóbakið á hilluna. Aðspurður sagði hann kostina vera ótvíræða. „Maður er í vernduðu umhverfí og áreitin sem maður er vanur eru ekki til stað- ar. Þannig komst ég yfir fyrstu frá- hvarfseinkennin. Eftir dvölina höf- um við haldið hópinn og hist viku- lega og förum þá oft í gönguferðir saman," segir Agnar. En er mikil breyting á lífinu i kjöl- far reykleysisins? „Ég hósta ekki eins mikið og í stað þess að sólunda peningunum i tóbak fjárfesti ég í sjálfum mér með því að setjast á skólabekk í Endurmenntun Háskóla íslands," segir Agnar. -hól sem aðeins er þyrluflug frá Ammassalik þrisvar í viku. Venjulega er sjóleiðin frá Kuummiit lokuð að vetrinum en þess á milli eru bátsferð- ir. Þar hefur hinn íslendingurinn í þorpinu, ísmaðurinn Sigurður Péturs- son, verið duglegur við að sigla á báti sínum, Leifi Eiríkssyni, til að sækja varahluti og annað tilfallandi. Haukur segir þó bát Sigurðar gjaman hafa orðið fyrir hnjaski í ísnum enda gerð- an úr plasti. Þegar óhöpp hafa hent Leif heppna hefur Haukur verið ólat- ur við að gera við og koma bátnum aftur í drift. Hann segir það vera á köflum drjúgt starf. „Það er á stundum fullt starf að halda bátnum gangandi," segir Hauk- ur og hlær. I Kuummiit er enginn bíll enda að- eins vegaslóðar sem samtals em um einn kílómetri. Vélknúin farartæki þorpsbúa em ein traktorsgrafa og eitt fjórhjól auk nokkurra snjósleða. „Það er draumur minn að komast yfir bát til að geta skotist á í „sunnu- dagsbíltúra". Hér hefur maður ekkert við bíl að gera en báturinn er nauð- synlegur til að komast á veiðar og milli þorpa,“ segir Haukur. -rt Agnar Guölaugsson skellti sér til Hverageröis til aö segja skiliö við nikótfn- ið. í dag er hann reyklaus og segir hann þaö miklu skipta aö hitta aöra þátt- takendur á námskeiöinu til aö styöja viö bakiö hver á öörum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.