Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2000, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2000, Page 32
Opel Zafira FRETTASKOTIÐ sIminn sem aldrei sefur Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Mikið af hassi fannst hjá slösuðum manni á Helgafelli: 16 kíló í tösku í skorsteinshúsi 32 ára háseti á Helgafelli, skipi Samskipa, liggur þungt haldinn og er haldið sofandi á sjúkrahúsi í Bremerhaven í Þýskalandi eftir að hann féll um 10 metra inni í skor- steinshúsi skipsins þegar það var statt í höfninni ytra á miðvikudag í síðustu viku. Þegar skipsfélagar komu á slysstað fannst taska. í henni voru 16 kíló af hassi sem grunur leikur á að viðkomandi hafi ætlað að fela og koma til íslands. Skipafélagið segir að grunsemdir hafi vaknað um að slysið hafi átt sér stað í tengslum við að fela fíkniefn- in um borð. Málið var því kært til lögreglu. Samkvæmt upplýsingum frá Sam- skipum í morgun er ekki talið að maðurinn sé beinlínis í lífshættu. Hann hafði starfað í um tvö ár hjá skipafélaginu. Umræddur maður hefur ekki feril hjá fíkniefnalög- reglu. Rannsóknarlögreglan í Bremer- haven sagði í samtali við DV í morgun að hún tjái sig ekkert um málið. Hún benti á að íslenska lög- reglan hefði þegar fengið þær upp- lýsingar sem liggi fyrir. Hvað varð- ar hugsanlegt sakamál þykir ljóst að ef af slíku verður muni það koma í hlut þýskra yfirvalda að kæra eða ákæra enda fundust fíkniefnin í Þýskalandi. -Ótt/SS Gísli ánægður með Davíð „Ég get ekki neitað því að ég var ánægður með svar Daviðs og ákvað að fylgja spurningunni ekki frekar eftir. Hins vegar spurði Ögmundur Jónasson síðan nánast sömu spurn- ingar á eftir,“ segir Gísli S. Einars- son, alþingismaður Samfylkingar- innar, en hann spurði Davíð Odds- son forsætisráðherra á Alþingi í (jfmrsær hvort fyrir dyrum stæði að rannsaka sérstaklega kjör þeirra lægst launuðu með skipulögðum hætti. Svar Daviðs var mjög jákvætt en þar kom fram að ríkisstjórnin væri með þetta mál til sérstakrar skoðun- ar i anda þess sem Hjálmar Jóns- son, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, lagði til á dögunum. „Við eigum hins vegar eftir að sjá framhaldið og framkvæmdirnar," sagði Gísli S. Einarsson. -gk Flateyri: Engin stríðsyfirlýsing Heimavarnarliðið svokallaða á Flateyri hélt fund um framtíð grunnskólans í plássinu í gærkvöld. Að sögn Sigurðar Hafberg, eins af forsvarsmönnum Heimavamarliðs- ins, var fundurinn mjög vel heppn- aður. Um 40 manns mættu á fund- inn í Vagninum og yfir 20 manns komu í pontu. - Var gefín út stríðsyfirlýsing gegn bæjaryfirvöldum? „Nei, það lýsir enginn yfir stríði við neinn. Fundurinn var mjög mál- efnalegur og yfirvegaður. Niður- staðan varð sú að menn vilja að all- ar leiðir verði kannaðar áður en tveir efstu bekkir grunnskólans verða lagðir niður. Að öðrum kosti A*» hafa menn áhyggjur af að slíkt gæti leitt til fólksfækkunar." -HKr. Ráöherra um Þjóðminjasafniö: Kemur til kasta ráðuneytis „Það kemur til okkar kasta ým- islegt varðandi þetta. Við erum að fjalla um stjórn- sýslukæru vegna uppsagn- ar Hrafns Sig- urðssonar. Greinargerð um íjármálin hefur einnig verið beint hingað,“ sagði Björn Bjarnason menntamáiaráð- herra, aðspurður um afskipti menntamálaráðuneytisins af Þjóð- minjasafninu. Björn sagði að ef fólk hætti störfum hjá safninu þá væri það ákvörðun þess en ekki beinlínis á verksviði ráðuneytisins. „Við höfum undanfarna mánuði verið að undirbúa breytingar á lögunum sem varða þjóðminja- vörsluna og Þjóðminjasafnið. Ég tel að í ýmsu tiiliti séu þessi lög, eins og þau eru núna, þess eðlis að það eigi að breyta þeim og skipta þessu meira upp, hafa sérstaka stjórn yfir Þjóðminjasafninu og síðan ráð sem fjaili almennt um þessi málefni. Það hefur einnig komið i ljós í þessu að nauðsynlegt er að endurskoða ýmsa þætti varð- andi yfirstjórn þama, þannig að það hefur verið lengi á döfinni án tillits til þessa. En þessi aðstaða sem er þama núna knýr á um þetta og við munum koma fram með tillögur um það sem fyrst hvemig við sjáum þetta í framtíð- inni.“ -JSS Þjóðminjasafnið: Þór kominn á aldur „Ég bíð eftir að heyra af niður- stöðu ráðuneytis- ins vegna máls- ins. Ætli hún komi ekki í vik- unni,“ sagði Þór Magnússon þjóð- minjavörður í morgun og neit- aði því aðspurð- ur að hann hygð- ist segja starfi sínu lausu. Þór verð- ur 63 ára síðar á árinu og eftir nær Þór Magnússon. 40 ára starf í Þjóðminjasafninu hef- ur hann náð 95 ára reglunni, sem er samanlagður starfsaldur og lífaldur og getur því hæglega farið á eftir- laun. Tveir af nánustu samstarfsmönn- um þjóðminjavarðar, Hjörleifur Stefánsson og Guðný Gerður Gunn- arsdóttir, sögðu upp störfum á safn- inu í gærmorgun vegna ástandsins sem þar hefur skapast og situr Þór Magnússon því einn eftir í fram- kvæmdaráði Þjóðminjasafnsins. -EIR ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000 Þessi myndarlegi smyrill kom sér makindalega fyrir á tréplanka sem stóð upp í loftið við nýbyggingar á Háskólalóðinni í Reykjavík í gær. Lét hann sér fátt um tilburði Ijósmyndarans finna. DV-mynd E.ÓI. Veðrið á morgun: Bjart norð- austan til Á morgun verður suðvestanátt, 5-10 m/s og él sunnan- og vestan- lands en bjart veður norðaustan til. Vaxandi suðaustanátt og fer að snjóa sunnanlands síðar um da^- inn. Frost verður á bilinu 1 til 6 stig. Veðrið í dag er á bls. 37. Girnilegur 115 g Áningarborgari, franskar, súperdós, Piramidelle-súkkul., kr. 590. Bæjarlind 18 - 200 Kópavogi sími 564 2100 Netfang: midjan@mmedia.is SYLVANIA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.