Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2000, Síða 15
- á sama vinnustað
Það gengur vel hjá sumum hjónum að vera félagar t atvinnu-
rekstri og ekki að sjá að það hafi slæm áhrif á fjölskyldulífið -
heldur þvert á móti, eins og Tilveran komst að þegar hún heim-
sótti þrenn hjón, öll búsett suður með sjó, sem hafa um árabil
unnið á sama vinnustað.
15
! i
11 ••• ■ i ke
. 1 ■ ú II® Ifit ilr 181
ii Hm
Gunnar Þórarinsson og Steinunn Sighvatsdóttir eiga mörg sameiginleg
áhugamál utan starfsins. DV-mynd Arnheiöur
Steinunn og Gunnar reka bókhaldsskrifstofu:
Logi og Bjargey hafa rekið fyrirtæki í rúma tvo áratugi:
Þýðir ekkert að tryllast út af smámunum
| - g held að gallarnir séu eigin-
'— lega engir nema þá helst að
erfltt getur verið að komast
saman í frí,“ segir Bjargey Einars-
dóttir, en hún og maður hennar
Logi Þormóðsson reka saman fyr-
irtækið Tros ehf. í Sandgerði sem
sérhæfir sig í fiskvinnslu og út-
flutningi á ferskum fiski með
flugi.
Þau hafa starfað saman í rúm 20
ár og segja að samstarf hjóna
byggist á samheldni og tillitssemi.
„Auk þess höfum við mjög líkar
skoðanir á lífinu sem er mikils
virði. Þegar fólk vinnur saman
alla daga og býr auk þess saman
þarf maður að vanda sig meira og
það þýðir ekkert að tryllast út af
smámunum," segir Logi.
Þau voru í mörg ár með skrif-
stofu fyrirtækisins heima hjá sér í
Keflavík en fluttu hana fyrir um
íjórum árum til Sandgerðis. „Við
eigum fjögur böm á öllum aldri
þannig að það hentaði vel að geta
unnið heima og verið til taks þeg-
ar þau komu heim úr skólunum,"
segir Bjargey.
Þau Bjargey og Logi segjast líka
nota frítímann mikið saman. „Við
spilum bæði golf og förum í stutt-
ar ferðir í tengslum við það bæði
innanlands og utan. Þá höfum við
kynnst mörgu fólki í gegnum golf-
ið út um landið.“
í nokkur ár hefur Bjargey setið
í dómnefnd Fegurðarsamkeppni
Suðumesja og haft gaman af, en
Logi Þormóösson og Bjargey Einarsdóttir reka fiskvinnslufyrirtæki.
DV-mynd Arnheiöur
þau nota ekki allar frístundir
saman. „Til þess að hvíla mig á
henni fer ég i laxveiði á sumrin,
auk þess sem ég spilaði mikið
bridge á ámm áður,“ segir Logi.
-AG
Alltaf hægt að leysa vandamálin
ar Þórarinsson viðskiptafræðing-
ur en þau hafa síðastliðin tíu ár
rekið saman bókhaldsskrifstofu í
Njarðvík.
„Auðvitað verða stundum
árekstrar en það eru engin vanda-
mál svo óyfírstíganleg að ekki sé
hægt að leysa þau. Ef fólk er sam-
stillt þá gengur jafn vel aö vinna
saman og í lífinu yfirleitt," segir
Steinunn.
Þegar vinnunni sleppir eiga þau
mörg sameiginleg áhugamál.
„Steinunn dró mig inn í menning-
una,“ segir Gunnar en þau hjónin
hafa farið mikið á tónleika og í
leikhús. „Við erum með fasta miða
í Þjóðleikhúsinu og fórum einnig
oft á tónleika Sinfóníuhljómsveit-
ar íslands. Eins ef það var eitthvað
um að vera hérna á svæðinu. Við
erum algjörir neytendur á því
sviði því við spilum ekki sjálf. Þá
stunduðum við mikið útiveru og
göngur en höfum þurft að minnka
það eftir alvarlegt bilslys sem við
lentum í fyrir tæpum tveimur
árum.
Þau segjast líka stunda áhuga-
mál sitt í hvoru lagi. Gunnar
stundar golf og er í Lionsklúbbi
Njarðvíkur og Steinunn starfaði
með Lionessum. Þá spilaði Gunn-
ar knattspymu með Breiðabliki og
Fram meðan hann bjó í Reykjavík
en spilaði með Njarðvík eftir að
hann flutti á Suðumesin fyrir
rúmum tuttugu árrnn. „Við
höfum starfað mikið með
Ungmennafélagi Njarð-
víkur, bæði nú og með-
an bömin okkar þrjú
voru yngri."
-AG
V„Við erum góðir vinir og
eigum mörg sameiginleg
áhugamál svo samstarfið
Tiefur gengið mjög vel,“ segja þau
Steinunn Sighvatsdóttir og Gunn-
Ragnar og Ásdís hafa unnið saman í tólf ár:
Börnin heimsækja okkur i vinnuna
Við erum svo sem ekki alltaf
sammála en þá eru hlutimir
bara ræddir," sögðu þau
Ragnar Eðvaldsson bakara-
meistari og kona hans Ásdís Þor-
steinsdóttir en þau hafa starfað
saman síðastliðin tólf ár með fyrir-
tækið Ragnars sælgætisbotna hf. en
Ragnar hefur verið bakarameistari
í 40 ár.
„Það er eiginlega allt jákvætt við
það að vinna svona saman. Tillits-
semi við hvort annað er nauðsynleg
þegar unnið er svona náið saman,
en það er þannig í lífmu öllu, það
gengur ekki öðruvísi. Það er eins
með svona samstarf og hamingjuna,
það þarf að rækta það.“
Þau Ásdís og Ragnar segjast
skipta með sér verkum. „Við sjáum
um ákveðna hluti og sumt vinnum
við líka saman. Við aðskiljum vinn-
una og fjölskylduna. Þó erum við
það mikið í vinnunni að kunningjar
okkar koma oft hingað í kaffl og
bömin heimsækja okkar hingað.
Það er heldur ekkert mál að koma
með eitt og eitt barn í gæslu ef
með þarf,“ segir Ásdís.
„Það er líka margt jákvætt við
að vera sjálfs sin herra og ein-
göngu tvö. Ef okkur sýnist svo
þá lokum við bara og skrepp-
um í frí,“ segir Ragnar.
Þau segjast vinna það
mikið að timi fyrir
áhugamál sé lítill en
Ragnar segist vera
„í]allakall“ . „Ég hef
alltaf haft áhuga á
fjallaferðum og við
förum mikið á fjöll
og ferðumst, bæði innan
lands og utan.“
-AG
Ásdís Þorsteinsdóttir og
Ragnar Eövaidsson hafa
unniö saman í tólf ár.
DV-mynd Arnheiöur