Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2000, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2000, Qupperneq 24
32 ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000 Sviðsljós DV Blaðbera vantar í eftirtaldar götur: Austurbrún Fálkagata Kópavogur: Norðurbrún Grímshagi Hrauntunga Njálsgata Kleppsvegur 60-100 Hlíðarvegur Grettisgata Hjallarvegur 1 -15 Hverfisgata 66-100 Kambsvegur 1-15 ► i Áhugasamir hafi samband við afgreiðslu blaðsins í síma 550 5777. Liz er nú loksins orðin að dúkku Þeir sem hafa fylgst grannt með partífiðrildinu Liz Hurley urðu ekki hissa um helgina þegar út spurðist að stúlkan hefði breyst í fimmtán sentímetra háa dúkku. Það var alltaf eitthvað svo dúkku- legt, það er gervilegt, við leikkon- una, kærustu hins fallna engils Hughs Grants. Annars er þessu máli nú þannig háttað að framleiðendur Austin Powers myndanna hafa gefið leyfi fyrir framleiðslu á dúkku sem sýnir hina æsilegu Vanessu Kensington, sem svo vill til að Liz Hurley leikur með glæsibrag. Dúkkan er með kjöltu- tölvu og kann að tala. Cruise býður í flug og dinner Tom Cruise var ekki af baki dottinn um daginn þegar hann langaði allt í einu svo óskaplega mikið í mat frá uppáhalds kín- verska veitingastaðnum sínum. Tom var þá stundina í Sydney í Ástralíu en veitingastaðurinn er hins vegar í Melboume, í sama landi, sem betur fer. Hann skellti sér bara milli borga á einkaþotu sinni. í for með Tom og spúsu hans, leikkonunni áströlsku Nicole Kidman, vom 40 manns sem höfðu verið í smákokkteil- boði hjá þeim hjónum. Ekki fylgir sögunni hvemig maturinn bragð- aðist, enda má það einu gilda. Að- alfúttið var að sjálfsögðu ferðalag- ið til og frá veitingastaðnum. Itaiskir tískuhönnuðir sýndu nýjasta nýtt úr smiðju sinni í hátískuborginni Mílanó um helgina. Þar gat meðal annars að líta þennan glæsilega fatnað frá Gaio Mattiolo og ekki er fyrirsætan sjálf síður tignarleg. Gaio gerir sér vonir um að efnaðar konur klæðist þessum herlegheitum á komandi hausti og vetri. Fergie hélt afmælisveislu á fertugsafmæli Andrésar: Bauð fyrrverandi kærustum prinsins Þegar Sarah Ferguson, sem köll- uð er Fergie, hélt veislu fyrir fyrr- verandi eiginmann sinn, Andrés prins, er hann varð fertugur á laug- ardaginn bauð hún nokkrum göml- um vinkonum hans. Fyrirsætan He- ather Mann, 29 ára, sem prinsinn var með fyrir tveimur árum eftir að Fergie kynnti þau i veislu, kom fyrst vinkvennanna. Síðan kom ljós- myndarinn og fyrrverandi leikkon- an Koo Stark. Almannatengslakon- ann Aurelia Stark, sem var með Andrési um 9 mánaða skeið fyrir 2 árum, mætti einnig. Prinsinn var í gríðarlegu stuði og gestirnir 70 skemmtu sér konunglega, að sögn breskra blaða. Móðir prinsins, Elísabet drottn- ing, hafði snætt með honum fyrr um daginn en tók ekki þátt í veislu Fergie. Játvarði prins og eiginkonu hans Sophie var boðið i veisluna þrátt fyrir að þau hefðu ekki boðið Fergie í brúðkaup sitt. Andrés og Fergie brugðu sér í nýja parísarhjóliö, Londonaugað, á fertugsafmæli Andrésar. Síðar um daginn hélt Fergie 70 manna veislu fyrir fyrrverandi eiginmann sinn. Símamynd Reuter César fyrir leik hjá Sólveigu Franska leikkonan Karin Viard fékk hin svokölluðu César-verð- laun fyrir frammistöðu sína í kvikmynd íslensk-frönsku Sól- veigar Anspach, Hertu upp hug- ann, sem sýnd hefur verið á kvik- myndahátíð í Reykjavík. Cés- arinn er í Frakklandi það sem óskarinn ér í Ameríku. Besta franska kvikmyndin á síðasta ári var valin Vénus Beauté eftir Tonie Marshall og besta erlenda kvikmyndin var Allt um móður mína eftir Spanjól- ann Pedro Almodovar. Besti leik- arinn, karlkyns, var talinn Daniel Auteuil, einn fremsti kvikmynda- leikari Frakka um langt árabil. Þrífur hundaskít Hinn óskarstilnefndi Kevin Spacey er orðinn baráttumaður fyrir hundakúkslausar gangstétt- ar vestur í Hollywood. Til aö sýna gott fordæmi lét leikarinn mynda sig fyrir vinsælan sjónvarpsþátt þar sem hann þrifur eftir hundana sína tvo sem hann hafði farið með i göngutúr. Strandverðirnir eru í stórhættu Heldur dapurleg framtíð bíður nú strandvarðanna rauðklæddu og ít- urvöxnu úr samnefndri sjónvarps- syrpu ef yfirvöld á Hawaii leggja ekki til peningastyrk. Hvort syrpan lifir efnahagsþrengingarnar af kem- ur í ljós í næstu viku. En hætti framleiðslan hlýtur það að teljast áfall fyrir paradísareyjarnar. Madonna lætur lítið fara fyrir sér Poppstjarnan og kynbomban Madonna er flutt til London þar sem hún lætur lítið fara fyrir sér. Ja, öðruyísi mér áður brá. í stað þess að stunda skemmt- analífið grimmt fer hún í kirkju á sunnudagsmorgn- um með dóttur sinni Lourdes, þriggja ára, og nýja kærastanum, breska kvikmyndaleikstjóranum Guy Ritchie. Madonna er að mestu eða öllu leyti búin að losa sig við lífverðina sem umkringdu hana hér á árum áður. Nú getur hún farið út að skokka án þess að uppi verði fótur og fit og stúlkan er meira að segja farin að venja komur sínar á enska pöbba, að minnsta kosti einn slíkan i Notting Hill hverfinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.