Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2000, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2000, Side 9
ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000 9 i>v Stuttar fréttir Herforingjar heiðraðir Vlaidimir Pútín, starfandi for- seti Rússlands, hengdi í gær orð- ur á herforingja í Moskvu á með- an árásum á uppreisnarmenn í Tsjetsjeníu var haldið áfram i suðurhluta landsins. Barak bjartsýnn Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, sagði í gær eftir viðræður við Dennis Ross, sáttasemj- ara Bandaríkj- anna, að hann væri viss um að Israelar og Palestínumenn fyndu leiðir til að jafna ágrein- ing sinn. Kvaðst hann ætla að kynna nýjar tillögur á næstu dögum til að blása nýju lífi í friðarviðræðumar. Fellibylur ofan í flóð Mósambikbúar, sem eiga við erfiðleika að stríða vegna gifur- legra flóða að undanfornu, bjuggu sig í morgun undir fellibylinn Eline sem skall á ströndinni í morgun. Samdi um heimatölvur Rétt áður en John Deutch, fyrr- verandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, lét af störfum 1996 samdi hann um að fá að hafa heima hjá sér þrjár tölvur stofnunarinnar sem hann hafði geymt leynilegar upplýsingar í. Læknishneyksli Um 300 þýskar konur kunna að hafa misst heilbrigð brjóst vegna rangrar sjúkdómsgreiningar, að því er kemur fram í þýska blað- inu Súddeutsche Zeitung. Einn hinna grunuðu lækna kveikti í rannsóknarstofu sinni og framdi sjálfsmorð 1997 eftir rangar krabbameinsgreiningar. Siðlausasti forsetinn Bill Clinton er siðlausasti for- seti Bandaríkjanna, að mati 58 bandarískra sagn- fræðinga. Sagn- fræðingarnir hafa gefið öllum Bandaríkjaforset- um einkunnir fyr- ir 10 mismunandi svið. Samanlagt er Clinton í 21. sæti af 41. Á sviði siðferðis er Clinton í neðsa sæti, strax á eftir Richard Nixon. Á sviði efnahagsmála og dómsmála er Clinton hins vegar í 5. sæti. Besti forsetinn er Abraham Lincoln, FD Roosevelt er i öðru sæti og George Washington í því þriðja. Hundertwasser látinn Austurríski listmálarinn og arkitektinn Friedensreich Hund- ertweisser er látinn. Hann lést um borö i skemmtiferðaskipi á leið heim frá Nýja-Sjálandi. Konur þéna minna Breskar konur þéna allt að 66 prósentum minna á heilli ævi en starfsbræður þeirra af karlkyni, að því er fram kemur í nýrri rannsókn sem kynnt var í gær. Morð tengt Saddam Móðir tengdasonar Saddams Husseins íraksforseta fannst myrt í íbúð sinni í Bagdad fyrr í þessum mánuði. Hún var harður gagnrýnandi for- setans. Sonur hennar og tengdasonur Saddams var myrtur 1996 þeg- ar hann sneri heim tU Bagdad eft- ir búsetu í Jórdaníu ásamt bróður sínum og þremur öðrum fjöl- skyldumeðlimum. Vörður í gíslingu Tveir dauðadæmdir fangar í Texas, vopnaðir hnífi, yfirbuguðu konu sem gætti þeirra í gær og héldu henni í gíslingu. Útlönd Nú er að duga eða drepast fyrir John McCain: Líkir sér við hetju úr Stjörnustríðum John McCain greip tU líkinga- máls frá HoUywood í gær þegar hann lýsti kosningabaráttu sinni við baráttu Láka geimgengUs í Stjörnustríðsmyndunum um að komast burt.frá Dauðastjömunni. „Það er skotið á mig úr öUum átt- um. AUir eru á móti mér. En við drepum þá, ekki satt? Við neglum þá,“ sagði öldungadeUdarþingmaður- inn sem keppir við George W. Bush, ríkisstjóra í Texas, um að verða for- setaefni Repúblikanaflokksins i kosningunum í haust. Áheyrendur McCains voru flestir táningar. Mikilvægar forkosningar eru í Michigan-ríki í dag. Úrslit þeirra gætu ráðið úrslitum um framhaldið. Samkvæmt nýjustu skoðanakönn- unum hefur öldungadeildarþing- maðurinn frá Arizona örlítið for- skot á ríkisstjórann en munurinn er ekki marktækur. Fjörutíu og fjögur prósent að- Hinn nýi Láki geimgengill, öldunga- deiidarþingmaðurinn John McCain, berst einn gegn ölium. spurðra sögðust myndu greiða McCain atkvæði sitt en 41 prósent ætluðu að styðja Bush. Sex prósent ætluðu að styðja þriðja frambjóð- andann, blökkumanninn Alan Keyes, en aðrir voru óákveðnir. McCain þarf nauðsynlega á sigri að halda í dag til að eiga einhverja möguleika á að halda áfram. Bush sigraði hann örugglega í forkosning- um í Suður-Karóllnu um liðna helgi. McCain sakaði andstæðing sinn í gær um „mannorðsmorð" með nei- kvæðum auglýsingum sínum og hann hvatti kjósendur til að hafna þeim. „Þið eigið miklu betra skilið en ruslið sem er í sjónvarpinu og út- varpinu," sagði McCain. Bush var aftur á móti bjartsýnn á sigur. „Ég get fundið sætan ilm sig- ursins í Michigan," sagði Bush á fundi með ungu fólki í gærkvöld í borginni Grand Rapids. Trimble bjart- sýnn á að IRA afhendi vopnin David Trimble, leiðtogi mót- mælenda og Sambandsflokks Ul- sters á Norður- írlandi, sagði í gær að hann ætti ekki von á öðru en að írski lýðveldisherinn (IRA) myndi láta vopn sín af hendi áður en yfir lyki. Mikil óvissa ríkir nú í friðar- málum í héraðinu, tíu dögum eft- ir að bresk stjórnvöld leystu upp þing og heimastjórn kaþólskra og mótmælenda vegna þess að skæruliðar lýðveldissinna gáfu ekki nógu skýr fyrirheit um af- vopnun. IRA hefur siðan dregið sig út úr viðræðum við óháða afvopnun- arnefnd héraðsins og afturkallað tillögur sínar um að taka vopn sín úr notkun. Sinn Fein, pólitískur armur IRA, lét að því liggja í gær að skæruliðar kynnu enn að vera reiðubúnir að íhuga að afhenda vopn sín ef bresk stjórnvöld féllust á að kalla heim hermenn sína frá herstöðvum á Norður-Ir- landi. Hinn sex ára gamli Blake Mitchell var meöal fjölmargra sem sóttu minning- arathöfn um Charles Schulz, höfund teiknimyndanna um Smáfólkið, vestur í Kaliforníu í gær. Aö sjálfsögðu var Blake meö Snoopy-dúkku. Sex létust í snjóflóðum Björgunarmenn aö störfum viö Davos í Sviss. Símamynd Reuter Að minnsta kosti sex manns létu lífið í snjóflóðum á Ítalíu og í Sviss í gær. Tvær þýskar konur og ítalskur karl fundust látin eftir að snjóflóð hreif þau með sér í Venostadalnum í ítölsku Ölpunum í gær. Einum var bjargað úr snjófóðinu alvarlega slösuðum. Við Davos i Sviss fundust þýskur skiðamaður og tveir Sviss- lendingar látnir eftir að hafa orðið fyrir snjóflóði í merktri skíðabrekku utan við bæinn. Björgunarmenn fundu einn á lífi. Það hefur snjóað mikið undan- fama daga á þessum skíðasvæðum. Þegar sólin fór að skína í gær og hitastig jókst vöruðu veðurfræðing- ar við mikilli snjóflóðahættu. Nú er vetrarfrí í mörgum Evrópulöndum og í hverri viku koma um 15 þúsund manns til Davos til að renna sér á skíðum. Júgóslavi yfir- heyrður vegna Palmemorðsins Sænskir lögreglumenn, sem rann- saka morðið á Olof Palme, fyrrver- andi forsætisráðherra Sviþjóðar, hyggjast fara til Svartfjallalands til að yfirheyra Júgóslava. „Ég hef ekki myrt Palme og ég hef ekkert á móti því að verða yfirheyrður," sagði maðurinn í viðtali við sænska blaðið Aftonbladet. Lögreglan var gagnrýnd síðastlið- ið sumar fyrir að hafa ekki sýnt Júgóslavanum áhuga. Maður, sem sat með honum í fangelsi 1984, greindi lögreglunni frá því að hann hefði sagt að hann gæti fullvissað viðkomandi um að hann ætlaði að skjóta Palme. Júgóslavinn kvaðst hafa verið dæmdur saklaus en verið hafnað af Palme. Hann flutti frá Sví- þjóð 1988. Júgóslavinn hefur tvisvar verið yfirheyrður af dómara í Svartfjallalandi. Hætt við húsleit hjá Helmut Kohl Þýskir saksóknarar sögðu í gær að þeir væru hættir við að gera húsleit á heimili og skrifstofu Helmuts Kohls, fyrrum kanslara Þýskalands, i leit að gögnum um leynireikningahneykslið í kristi- lega demókrataflokkinum. Tima- ritið Spiegel fletti ofan af fyrirætl- unum. Talsmaður saksóknara í Bonn staðfesti frásögn Spiegels en sagði jafnframt að leitin yrði ekki gerð þar sem hún gerði ekkert gagn ef vitað væri um hana fyrir fram. Ken vinsælli Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, bar í gær lof á flokks- vél Verkamannaflokksins fyrir að styðja frambjóðanda hans til borgarstjóra Lundúna, Frank Dobson. Lundúnabúar vilja hins vegar flestir annan mann, „Rauða-Ken“ Livingstone. HJ0LAB0RÐ pocom MEB SKUFFUM F/icoM-Plastbakkar fyrir öll verkfæri Oruggur staður fyrir FAC0M verkfærin, og allt á sínum stað! ..það sem fagmaðurinn nntar!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.