Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2000, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2000, Side 19
ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2000 27 * Fréttir Byggðasafnið i Gömlubúð er kolsprungið: Pakkhúsið þjónar sem listasafn DV. Hornafirði: Undanfarin ár hefur byggða- safnið á Höfn aðeins verið opið yfir ferðamannatímann á sumrin þar til í vetur að opið hefur verið á laugardögum eftir hádegi. Sér- kynning er á einhverjum ákveðn- um þætti safnsins hvern laugar- dag. Þá er lögð áhersla á að kynna og sýna það sem safnið á og þá tek- in fyrir ýmis þemu, til dæmis allt sem tengist virkjunarmálum í sýslunni og þróun þeirra og síðast var rafmagnið á dagskrá. Byggðasafnið er orðið mjög um- fangsmikið og safnahúsið Gamla- búð löngu orðið alltof lítið fyrir alla þá muni sem safnið á. Þarf það að geyma muni annars staðar og ekki síst þess vegna er þetta sýningarfyrirkomulag vel til fund- ið. Pakkhúsið, sem i vetur hefur gegnt hlutverki listasafns, hefur verið opið á fimmtudagskvöldum. Þar hefur listafólk og fleiri, bæði heimamenn og aðkomnir, glatt og frætt bæjarbúa. Alls vinna sex manns hjá Sýslusafninu en deildir þess eru bóka-, skjala-, byggða-, náttúrugripa- og listasafn. For- stöðumaöur safnsins er Gisli Sverrir Árnason. Júlía Imsland Sérsýningar byggöasafnsins hafa verið vel sóttar. Hér er Gunnar Baldvins- son að skoða eitt fyrsta sjónvarpið sem kom á Höfn og þótti spennandi þótt lítiö sæist í því annað en snjókoma. DV-mynd Júlía. Selfoss: Löggan í hrossasmölun Lögreglan á Selfossi hefur verið í önnum undanfamar vikur við að smala hrossum frá þjóðvegum til að koma í veg fyrir slys. „Við vorum í hrossasmölun á hverri einustu vakt í síðustu viku,“ sagði Elís Kjartansson lögregluþjónn við DV. „Vegfarendur em duglegir að láta okkur vita með aðstoð GSM-síma. Oft hefur legið við slysum af völdum lausagönguhross- anna en það hefur þó sloppið fyrir horn sl. tíu daga a.m.k." Elís sagði að allir skurðir væru nú fullir af snjó og girðingar í kafi. Því ættu hross auðvelt með að komast yfir þær. Hann beinir þeim tilmælum til eigenda útigönguhrossa að huga vel að þeim af þessum sökum. -JSS Lausagönguhross við þjóðbrautir eru alltof algeng sjón. Þau hafa valdið stórslysum. Selfosslögreglan hefur verið á þönum að undanförnu við að reyna að halda þeim innan girðinga. r VINKUR ÞÚ 50.000 KR. Á FÖSTUDAGINN FRÁ ÆSKULÍNU BÚNADARBANKANS? Taktu þátt í leiknum áVísir.is núna og hlustaðu á FM957 á föstudaginn til að komast því. ■ PIXAR Æ KU L-i-n-a-n kRa>lk^vefurÍNn @ BÚNAÐARBANKINN Traustur banki Þú átt einnig möguleika á glæsilegum aukavinningum: Tónlistina úr myndinni frá Japis • Myndasögu SYRPUR frá Vöku-Helgafelli • Oliver og félaga frá Sammyndböndum • Tölvuleikinn úr myndinni (m/ísl. leiðarvísi) frá japis • Kit Kat súkkulaði Barnagamanöskjur frá McDonald’s *Toy Story 2 bakpoka, derhúfur, bolla, boli, úr, ermahnappa, jakka, úlpur eða miða á myndina frá Sambíóunum. MM HYMPBO JAPIS3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.