Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2000, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 9 Fréttir Ofboðslegar eldingar Viö sólarupprás á sunnudagsmorguninn var tignarlegt að horfa til gosstöðvanna í Heklu. Þessi mynd var tekin í Dómadal. DV-mynd JAK Hekla raskar ekki ró nafnanna í Næfurholti: Gosið bara sýnishorn - miðað við gosið 1947 Magnús Valdimarsson og Pia, eiginkona hans, hleypa úr dekkjunum til að komast greiðar um snjóinn. DV-mynd Njörður DV, gosstöðvum Heklu: „Ég fór hingað á laugardagskvöld og var kom- inn hingað um klukkan níu. Þá var svo ofboðslegt öskufall hérna að við snerum bara strax við,“ sagði Magnús Valdimarsson úr Mosfellsbæ sem var ásamt eiginkonu sinni að gera bílinn sinn klár- an fyrir að leggja af stað inn á Dómadalsleið, áleiðis að Skjólkvíum til að reyna að sjá Heklugosið betur og komast að hraunbrúninni. Þegar DV ræddi við Magn- ús í fyrradag sagðist hann hafa drifið sig af stað strax og hann heyrði um gosið í tjölmiðlum. „Við sáum aðeins eld og otboðslegar eld- ingar yfir allan himininn. Og þegar við stóðum hérvoru alveg gríðarlegar drunur,“ sagði Magnús. Þau lögðu af stað í bítið á sunnudagsmorgun og ætluðu að reyna að komast nær eld- stöðvunum til að sjá hamfarirnar í ná- vígi. -NH svo lengi sem sögur herma. Hér hefur ekki fallið vikur yfir, aðeins aska. Aftur var 1845 mikið gos, þá lagðist t eyði Næfurholt sem var héf fyrir inn- an, þá rann hraunið yfir tún og bæj- arlæk. Þá var bærinn fluttur hingað niður og hér á þessum stað hefur hann staðið frá 1912,“ sagði Geir Ófeigsson eldri. „Mér líður bara vel og er ekkert hræddur, það er bara notalegt að hafa fjallið hér fyrir ofan, ég hef bara heyrt í gosinu en ekki fundið neinar hreyfingar. Ég hef reyndar aldrei fundið jarðskjálfta," sagði Geir Ófeigsson yngri í Næfur- holti í gær. -NH DV, gosstöðvum Heklu: „Við sáum bjarma af gosinu hér yfir hálsinn, heyrðum drunur frá því og það voru miklar eldglæringar sem fylgdu þessu, við fundum engar hreyf- ingar á undan þessu og hefðum einskis orðið vör ef við hefðum ekki heyrt um þetta t útvarpinu," sagði Geir Ófeigsson í Næfurholti sem er undir rótum Heklu. I kringum Næfur- holt er snjórinn orðinn grár af ösku- falli og í fyrradag mátti öðru hvoru heyra miklar drunur frá gosstöðvun- um. Geir er ekki að upplifa sitt fyrsta Heklugos. „Þetta er sjötta gosið, fyrsta gosið var 1947. Það gos er manni minnisstæðast, það var mikið gos með öskufalli og hraun frá því rann nálægt bænum hér rétt fyrir ofan. Þessi gos sem nú koma á tíu ára fresti eru bara sýnishorn miðað við það sem gekk á í gosinu 1947. Þá skalf hér allur bær af loftþrýstingi þegar sprengingarnar komu, rúður titruðu i gluggum. Við höfum ekki orðið vör við neitt slíkt núna,“ sagði Geir. Ná- grennið við Heklu veldur þeim nöfn- um engri hugaróró. „Mér líður vel hérna, þetta veldur okkur hér engum áhyggjum. Við höfum sloppið ótrú- lega vel við þessi Heklugos. Segja má Nafnarnir Geir Ófeigsson eldri og sá yngri, 9 ára, á hlaðinu í Næfurholti með Bjólfell litað af ösku í baksýn. DV mynd Njörður Svanavatnið FORSALA 1. - 7. MARS Miðasala í Upplýsingamiðstöð ferðamála Bankastræti 2 Sími: 552 8588 Fax: 562 3057 Númeruð sæti Miðasala á önnur atriði hefst 25. apríl cNánari upplýsingar á heimasíðu Listahátíðar www.artfest.is hstaliátíí) í RejLjai/ík REYKJAVÍK % Ame zooo Landsbanki Islands ' Myndiampi Black Matríx • Nicam Stcreo > 100 stöðva mlnni* Allar aðgerðlr á skjá • Skart tengl • FJarstýring > Aukatengl fyrir hátaíara • íslenskt textavarp Ui m ' Myndlampi Black Matrix • Nicam! • 100 stöðva minnl* Allar aðgerðlr á skjá • Skart tengi • Fjarstýrlng • Aukatengi fyrir hátalara > islenskt textavarp • 29” 100 Hz black invar skjár » Nicam 2x20 W magnari Af -*—! • Textavarp • 2 Scart tengi • íslenskur leiðarvislr. . * t 100 Hy ■ ** PS w*, • Myndlampi S. Black Invr • Nlcam > Allar aðgerðlr á skjá • 3 Skart tem > Super VHS tengi* Fjarstýrlng > Fast text Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is i'ii'imi-ii'iHiiii Vesturiand^Íjómsýn^kranesn<f^orgfiröinga, Borgarnesi. Vestfirðin Geirseyrarbúöin, Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, ísafirði. Norðuriand: Radionaust, Akureyri. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Austurland: Kf. Vopnafiröinga, Vopnafirði. Kf. Stöðfirðinga. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði. Vélsmiðja hornafjarðar. Suðurland: Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Geisli, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósbogin Keflavík. Rafborg, Grindavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.