Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2000, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 Fréttir Stuttar fréttir i>v Börn grafin í tvo tíma undir snjóhengju í Biskupstungum: Björgunarsveitarmenn á heimleið til hjálpar - björgunarsveitarmenn voru 10 mínútur á staöinn DV, Biskupstungum: „Börnin voru búin að vera aö leik uppi á fjárhúsþaki og stukku ofan af því í snjóskafl, þá hrundi hengja yfir þau og gróf þau undir metraþykkum snjó. Þau voru þama fjórir krakkar, tvö þeirra voru komin inn i bæ. Þegar hin tvö skiluöu sér ekki inn var strax farið að svipast um eftir þeim og fljótlega uppgötvaðist hvað gerst hafði,“ sagði Ingvi Þor- finnsson, formaður björgunarsveit- ar Biskupstungna við DV. Björgun- arsveitir af Suðurlandi voru kall- aðar út í gærkvöld til að leita aö tveim börnum á bænum Austur- hlíð í Biskupstungum sem grófust undir stórri snjóhengju sem féll yfir þau. Vel gekk að ná börnunum upp úr snjónum eftir að björgunar- sveitarmenn fundu þau í skaflin- um með snjóflóðastöngum. Þá höfðu börnin verið undir farginu á þriðja tíma. „Það sem skipti sköpum í þessu útkalli var það að við björgunar- sveitarmenn vorum staddir uppi á Börnin úr Biskupstungum voru hress viö komuna á Sjúkrahús Reykjavíkur. Þau lágu grafin undir snjófargi í tvo tfma áöur en komiö var til bjargar. Hér eru mæögurnar Melkorka Rut Bjarnadóttir, 11 ára, og Kristín Heiöa Kristinsdóttir og mæöginin Níels Magnús Magnússon, 14 ára, og Guörún Poulsen eftir komuna á sjúkrahúsiö. DV-mynd S Hilmar klár meö tertuna. ..Tertur eru þaö besta sem eg fæ." DV-mynd gk Akureyri: Bæjarverkstjórinn orðinn „16 ára“ DV, Akureyri: Hilmar „Marri“ Gislason, bæjar- verkstjóri á Akureyri, á afmæli i dag í 16. sinn. Já, hann er hlaupársdags- bam, fæddur 29. febrúar árið 1936. Hann er því í rauninni 64 ára, en af- mælisdagamir til dagsins í dag hafa engu að síður ekki verið nema 16 tals- ins. „Þetta var voðalegt i æsku, mér var endalaust strítt á því að ég ætti ekki af- mælisdag og mér fannst það hábölvað að eiga ekki afmælisdag eins og aðrir nema á 4 ára fresti,“ sagði Hilmar þeg- ar við hittum hann að máli hjá Bakar- anum við brúna á Akureyri í gær. Til stóð að Andrés Magnússon bakari þar hefði tilbúna afmælistertu handa bæj- arverkstjóranum en bakarinn var veð- urtepptur í Reykjavík svo við létum minni tertu nægja. Hilmar segir að það hafi alltaf verið haldið upp á afmæli hans þegar hann var ungur, þótt hann ætti ekki fastan afmælisdag. „Síðan ég varð eldri er haft aðeins meira við á fjögurra ára fresti þegar 29. febrúar kemur, fjöl- skyldan kemur saman en yfirleitt er ég lítiö fyrir afmælistilstand," segir Hilm- ar og við óskum honum til hamingju með daginn. -gk Geysi á heimleið úr útkalli þar sem við vorum að leita að vélsleða- mönnum úr Hveragerði, það liðu því aðeins tíu mínútur frá útkall- inu þar til að við vorum komnir á staðinn," sagði Ingvi Þorfinnsson. Hann sagði að snjórinn sem böm- in voru grafm undir hafi verið orð- inn mjög þéttur þegar þau náöust undan farginu en tíminn hafi skipt öllu máli í björgunaraðgerðinni. Ingvi sagði að mikið væri búið að snjóa í Biskupstungum og mik- ill skafrenningur sé þar. Það séu því víða hættulegar hengjur og vissara að fara gætilega við þær til að komast hjá óhöppum. „Það var ákveðið að senda böm- in með sjúkrabíl til Reykjavíkur til aðhlynningar. Hvað ég best gat vitað vom þau óbrotin, en þau vom náttúrlega köld og hrakin þegar þau björguð- ust úr skaflinum. Það var ekki nein meiðsl að sjá á þeim að öðra leyti en að þau vora sjokkeruð og köld og ég vonast til að þau nái fullri heilsu mjög fljótlega. En það er ljóst að þama fór betur en á horfðist, því börnin voru orðin mjög föst í snjónum," sagði Pétur Skarphéðinsson, læknir i Laugar- ási, við DV í gærkvöld. DV ræddi við bömin og aðstand- endur þeirra við komuna á Sjúkra- hús Reykjavíkur í gærkvöld. Þau sögðust þá vera hress að því und- anskildu að eymsli væru hér og þar. „Mér líður bærilega og held að vi’ höfum sloppiö vel. Ég finn bara til í öxlinni,“ sagði Níels Magnús í samtali við DV í gærkvöld. NH/-S Súðavík: Vélsleðamað- ur fórst DVj Vestfjörðum: Karlmaður á sextugsaldri lést í vélsleðaslysi í Súðavík í gær. Lög- reglunni á ísafirði barst tilkynning um slysið kl. 17.38. Tildrög voru þau að maðurinn fór á vélsleðanum fram af hengju og féll við það um þrjá metra niður. Slysið varð skammt ofan við gömlu byggðina í Súðavík. Þegar að var komið reynd- ist ökumaður vélsleðans látinn og lifgunartilraunir báru ekki árang- ur. Vegurinn frá ísafirði til Súðavík- ur hefur verið lokaður síöan á sunnudag vegna snjóflóðahættu, og þurfti lögreglan á ísafirði að fara sjóleiðina með björgunarbátnum Gunnari Friðrikssyni til að sinna störfum sínum á slysstað. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. -KS Bolungarvík. Enn snjóflóðahætta DV, Vestfjöröum: Á sunnudag voru níu hús rýmd vegna snjóflóðahættu í Bolungar- vík, af þessum sökum þurftu um tuttugu og fimm manns að yfirgefa heimili sín og halda til annars stað- ar í bænum og var þetta ástand enn viðvarandi á mánudagskvöld. Að sögn lögreglunnar í Bolungarvík átti að meta aðstæður fyrir nóttina hvort fólkinu yrði leyft að snúa til síns heima. Mjög slæmt veður hefur verið hér fyrir vestan um helgina, og vegna snjóflóðahættu lokuöust vegimir til Bolungarvíkur og Súðavíkur frá ísafirði á sunnudag. Óshlíð var opn- uð síðdegis í gær en vegurinn til Súðavíkur var enn lokaður. -KS Samkeppni út: íslandsflug mun draga veru- lega saman rekstur sinn og leigja sínum helsta keppi- naut, Flugfélagi íslands, báðar ATR-vélar fé- __________ lagsins. 30 starfsmönnum við rekst- ur vélanna og viðhald hefur verið sagt upp og þjónusta félagsins mun dragast saman. Forsvarsmenn ís landsflugs segjast ætla að leggja meiri áherslu á þjónstu og við skipti á erlendum vettvangi í von um að ná fram hagnaði. Enginn í skóla Öllu skólahaldi i grunnskólum Ak- ureyrar var aflýst í gær vegna ófærðar og óveðurs. Meiri íbúðaveita Velta í viðskiptum með íbúðarhús- næði hefur aukist 54% síðustu tvö árin. það jafngildir 1,2 milljóna hækkun á hverja ftögurra manna fjölskyldu. Vísir.is greindi frá. Framleiða sushi Fyrirtækið Sindraberg hf. á ísafirði er nú farið að framleiða ferska sushirétti fyrir heimamarkað og fljótlega verða réttirnir fluttir út til Bretlands. Örsögum fagnað Dansstuttmyndin „Örsögur úr Reykjavík" hlaut frábærar viðtök- ur á Hivernales-danshátíðinni í Avignon í Frakklandi í síðustu viku. Myndin var sýnd tvisvar sinnum fyrir fullu húsi og danshöf- undar sátu fyrir svörum um gerð myndarinnar. Maður fannst Maður á fimmtugsaldri fannst í Grasagarðinum í Laugardal í gær- morgun ofkældur og meðvitundar- laus. Hann var fluttur í skyndi á sjúkrahús. Ekki er vitað um tildrög þess að maðurinn fannst svona á sig kominn. Vísir.is greindi frá. Félagsfundur Félagsfundur hefur verið boð- aður hjá aðildar- félögum Flóa- bandalagsins næstkomandi fimmtudag þar sem ætlunin er að skýra frá stöðu mála í samningaviðræðum við Samtök atvinnurekenda en næsti samningafundur viðsemj- enda hefur verið boðaður hjá sátta- semjara á miðvikudag. Nafnbreyting Frá og með 1. mars næstkomandi verður nafni Navís-Landsteina hf. breytt í Landsteinar Island hf. Kennitala verður sú sama og áður. Vbl. greindi frá Hagnaður MP Hagnaður MP Verðbréfa hf. á árinu 1999 var 29,9 milljónir króna. Hefur þá verið tekið tillit til 14,4 milljóna króna tekjuskatts. Mbl. greindi frá. Bíðu og biðu Milli 500 og 700 manns létu sig hafa það að bíða við verslun ELKO í Kópavogi í gærmorgun, sumir í nokkrar klukkustundir, til að geta nýtt sér afmælistilboð fyrirtækis- ins. Hreindýr í byggð Undanfama daga hafa hreindýr i hópum farið alveg niður í byggð á Eskifirði. Mbl. greindi frá. Ný staða Umhverfisvinir hafa sent frá sér fréttatilkynn- ingu þar sem þeir skora á rík- isstjórnina að endurskoða af- stöðu sína til Fljótsdalsvirkj- unar. Ný staða sé komin upp í mál- efnum Fljótsdalsvirkjunar eftir ákvörðum Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráðherra um að fella úr gildi úrskurð skipulagsstjóra um álver í Reyðarfirði. Nægur tími sé til lögformlegs umhverfismats. Mbl. greindi frá. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.