Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2000, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2000, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 37 Sigur&ur Örlygsson sýnir fjögur stór málverk í Hallgrímskirkju. Píslarsaga Krists Síðastliðinn sunnudag, sem var Biblíudagurinn, var opnuð sýning i forkirkju Hallgrímskirkju á fjór- um stórum olíumálverkum eftir Sigurð Örlygsson. Myndefnið byggir Sigurður á hugleiðingum sínum um píslarsögu Krists, eink- um siðustu kvöldmáltíðina, kross- festinguna og upprisuna, en það efni hefur verið honum hugleikið síðan hann tók þátt í myndlistar- sýningu á Kirkjulistahátíð 1997 í Hallgrímskirkju. Sýningin verður í kirkjunni frá fostubyrjun til uppstigningardags. Sýningar Sigurður Örlygsson er fæddur 1946. Hann lauk námi við Mynd- lista- og handíðaskólann 1971 og stundaði síðan nám í Kaupmanna- höfn og New York. Hann er vel þekktur í íslensku listalífi og hef- ur haldið fjölmargar sýningar bæði einn og með öðrum, hérlend- is og erlendis, og á verk á öllum helstu söfnum á íslandi. Björk Jónsdóttir og Svana Víkings- dóttir halda tónleika í Norræna hús- inu á morgun. Hversdagslegir söngvar um tímann Háskólatónleikar verða í Nor- ræna húsinu á morgun kl. 12.30. Björk Jónsdóttir og Svana Víkings- dóttir munu frumflytja tvö af fjór- um lögum úr nýjum lagaflokki sem ber heitið Hversdagslegir söngvar um tímann eftir Ólaf Axelsson. Auk þess verða flutt sönglög eftir Hjálm- ar Ragnarsson, Jórunni Viðar og Amold Schönberg. Sönglögin eiga það öll sameiginlegt að upphefja hversdagsleikann og ímynd kon- unnar á grátbroslegan hátt. Tónleikar Björk Jónsdóttir lauk tónmennta- kennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1982 og söngnámi frá Söngskólanum í Reykjavík 1990. Hún héfur komið fram með Sinfón- íuhljómsveit íslands og sem ein- söngvari með kórum og haldið fjölda einsöngs- og dúettatónleika hér heima og erlendis. Björk hefur tekið þátt í uppfærslu hjá íslensku óperunni og Hvunndagsleikhúsinu. Hún er meðlimur í sönghópnum 4 klassískar og Hljómkómum. Svana Víkingsdóttir stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykja- vík. Hún lauk píanókennaraprófi 1976 og einleikaraprófi ári síðar. Árin 1978 til 1983 stundaði hún framhaldsnám í Berlín og lauk það- an diplomaprófi í píanóleik. Hlaupárshlaup Hreyfingar Hlaupárshlaup Hreyfingar verður haldið í kvöld kl. 18.30 við húsnæði Hreyfíngar í Faxafeni 14. Hlaup þetta er nú haldið í þriðja sinn og var fyrsta hlaupið haldið sama dag 1992 og það næsta fjórum árum síð- ar og voru þau hlaup haldin að til- stuðlan Máttar. Nú hefur eins og kunnugt er Hreyfing tekið yfir hús- næði Máttar og áfram skal hefðinni haldið að halda hlaup á fjögurra ára fresti þegar 29. febrúar er á dagatal- inu. Hægt er að velja rnn tvær vegalengdir sem báðar liggja inn í Elliða- árdal. Annars vegar er farinn ca sex kílómetra hringur upp að stíflu og hins vegar níu kíló- metra hringur upp að Árbæjarlaug með timatöku. Báðar þessar leiðir eru vinsælar hjá hlaupahópum í Hreyfingu sem starfræktir hafa ver- ið i tíu ár. Allir sem ljúka hlaupinu fá verð- launapening og verðlaun eru fyrir 1. sæti karla og kvenna í báðum vega- lengdum sem og útdráttarverðlaun. Hægt er að skrá sig í Hreyfingu og mæta tímanlega i kvöld. Búningsað- staða er í Hreyfingu og eru allir vetrarhlauparar velkomnir í þetta fyrsta hlaup ársins. Útivera Prátt fyrir slæma tiö hafa skokkarar sést daglega á stígum og götum borgarinnar, anna&hvort í hópum e&a einir á ferö. Vaxandi suðaustanátt Milli íslands og Noregs er 964 mb lægð sem hreyfist hægt austnorð- austur. 1018 mb hæð er yfir Norð- Veðrið í dag austur-Grænlandi. Yfir vestanverðu Grænlandshafi er lægðardrag sem fer að dýpka i nótt. í dag fer norðanáttin minnkandi, 10-15 m/s austanlands en 5-8 sunn- an- og vestan til. É1 norðaustan- lands en viða léttskýjað í öðrum landshlutum. Breytileg átt, 5-8 m/s og léttskýjað í nótt, en vaxandi suð- austanátt og þykknar upp á Vestur- landi í fyrramálið. Á höfuðborgarsvæðinu verður 5-8 m/s og frost 0 til 3 stig í dag en hægt austlæg átt og tveggja til sjö stiga frost í nótt. Léttskýjað. Sólarlag í Reykjavík: 18.44 Sólarupprás á morgun: 08.34 Síðdegisflóð f Reykjavík: 14.35 Árdegisflóð á morgun: 03.30 Veðrið kl. 6 í rnorgun: Akureyri snókoma -1 Bergstaðir skýjaö -2 Bolungarvík snjókoma -1 Egilsstaöir -0 Kirkjubœjarkl. skýaó -1 Keflavíkurflv. hálfskýaö 0 Raufarhöfn alskýaö 0 Reykjavík létskýaö 1 Stórhöföi skýjaö 2 Bergen skúr á síöustu klst 5 Helsinki skýjað 2 Kaupmhöfn hálfskýjaö 3 Ósló skújaö 2 Stokkhólmur 3 Þórshöfn rigning 3 Þrándheimur skújaö 5 Algarve þokumóða 13 Amsterdam skýjað 5 Barcelona þokumóöa 11 Berlín skýjað 4 Chicago skýjaö 8 Dublin skýjað 3 Halifax alskýjaö 7 Frankfurt alskýjað 5 Hamborg skýjöa 5 Jan Mayen snjóél -4 London rigning 8 Lúxemborg skýjað 4 Mallorca skýjaö 12 Montreal alskýjaö 0 Narssarssuaq -7 New York skýjaö 4 Orlando París skýjaó 5 Vín léttskýjað 0 Washington heiðskýrt 6 Winnipeg léttskýjaö 3 Adam eignast bróður Á myndinni eru bræð- umir Adam og Andri. Andri, sá minni, fæddist Barn dagsins 27. október síðastliðinn kl. 16.30. Hann var við fæðingu 18 merkur að þyngd og mældist 52 sentímetrar að lengd. For- eldrar bræðranna eru Edda Rósa og David. Ófært um Þrengsli og MosfeHsheiði í morgun var ófært um Þrengsli og Mosfellsheiði, en annars fært á öllum aðalleiðum í nágrenni Reykjavíkur. Greiöfært er um Reykjanesbraut, hvassviðri og skafrenningur er á Vesturlandsvegi, Færð á vegum á Kjalamesi og undir Hafnarfjalli og hálka á veg- um. Hálka og skafrenningur er á Suðurlandsvegi um Hellisheiði. Skafrenningur E3 Steinkast 0 Hálka Ófært 0 Vegauinna-aftgát □ Þungfært 0 Öxulþungatakmarkanir (£) Fært fjallabílum Matt Damon leikur hinn varasama Ripley. Hinn hæfileika- ríki Ripley The Talented Mr. Ripley, sem Regnboginn sýnir er gerð eftir tveimur bóka Patriciu Highsmith um Ripley. Fyrir misskilning tel- ur ríkur skipakóngur að Ripley (Matt Damon) hafi verið með syni hans í Princeton og biður hann að skreppa til Ítalíu sem snöggvast og fá soninn til að hætta ólifnaði og koma heim. Sonurinn er Dickie Greenleaf (Jude Law) sem ásamt unnustu sinni Marge Sherwood (Gwyneth Paltrow) liflr lífinu í heimi hinna ríku. Ripley ákveður að gera lífsstíl þeirra að '///////// Kvikmvndir 'jgjgjf sinum eigin og fer V/ " ' hann í samfylgd þeirra til Bandaríkjanna þangað sem fað- ir Dickies hefur gert boð eftir syni sínum. Þegar Ripley tekur þessa ákvörðun eru örlög hinna ráðinn því Ripley finnst fljótt betra að þykjast vera einhver heldur en að vera ekki neitt og hann hefur vilja til að fara eftir hugdettum sínum. Nýjar myndir í kvikmynda- húsum: •If « Bíóhöllin: Three Kings Saga-bíó: Bringing out the Dead Bíóborgin: Breakfast of Champions Háskólabíó: Drop Dead Gorgeous Háskólabíó: Anna and the King Kringlubíó: Toy Story 2 Laugarásbíó: Magnolia Regnboginn: The Talented Mr. Ripley Stjörnubíó: Bicenntenial Man Notaðu vfslflngurinnl * visir.is Notaðu vísifingurinn! Gengið Almennt gengi Ll 29. 02. 2000 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 73,040 73,420 73,520 Pund 116,570 117,170 119,580 Kan. dollar 50,220 50,530 51,200 Dönsk kr. 9,5600 9,6120 9,7310 Norsk kr 8,8030 8,8520 8,9900 Sænsk kr. 8,4220 8,4690 8,5020 Fi. mark 11,9646 12,0365 12,1826 Fra. franki 10,8450 10,9101 11,0425 Belg. franki 1,7635 1,7741 1,7956 Sviss. franki 44,2800 44,5200 44,8900 Holl. gyllini 32,2811 32,4751 32,8692 Þýskt mark 36,3724 36,5910 37,0350 ÍL líra 0,036740 0,03696 0,037410 Aust. sch. 5,1698 5,2009 5,2640 Port. escudo 0,3548 0,3570 0,3613 Spá. peseti 0,4275 0,4301 0,4353 Jap. yen 0,664600 0,66850 0,702000 írskt pund 90,326 90,869 91,972 SDR 97,840000 98,43000 99,940000 ECU 71,1382 71,5657 72,4300 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.