Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2000, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 11 / w w w. i s búi Yangon, höfuðborgar Burma, hjólar á leiö til vinnu sinnar fram hjá hinu forna hofi Shwedagon, stærsta búdda- hofi landsins. Taílendingar, nágrannar Burmamanna, afhentu þeim í morgun lyf og lækningatæki að andvirði rúm- lega níu milljóna króna til að berjast gegn alnæmi og malaríu. James Rubin: Albright verður ekki forseti Tékklands Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, ætlar ekki að reyna að verða forseti Tékklands. Þetta fullyrti talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, James Rubin, í gær. Tímaritið Time greinir frá því í nýjasta tölublaði sínu að Albright hafi verið upp með sér yfir því að Vaclav Havel, forseti Tékklands, hafi fyrir einu og hálfu ári sagt að hann vildi fá Albright sem eftir- mann sinn. Fullyrðir Time að Albright sé al- varlega að íhuga málið. Albright, sem fæddist í Tékkóslóvakíu en flýði þaðan á bamsaldri með foreldrum sínum, fer í opinbera heimsókn til Prag í næstu viku. Mun hún þá hitta Havel og fleiri tékkneska ráðamenn að máli. Albright var upp meö sér er Havel tilkynnti að hann vildi hana sem eftirmann sinn. Símamynd Reuter John McCain er hvergi smeykur: kristna öfgamenn áscáöa Armúli 17, lOB Reykjavík Slml: 533 1334 fax: 5EB 0499 FRÆSARI FESTO .fyrir öll verkfæri og þú getur andað léttar! Hægt er að tengja FESTO-ryksuguna við öll verkfærin frá FESTO ..það sem fagmaðurinn notar! Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain sagði í gær að George W. Bush, keppinautur hans um for- setaútnefningu repúblikana, hefði bundið trúss sitt við leiðtoga hreyf- ingar íhaldssamra kristinna manna, sem hefðu ekki annað að bjóða en skort á umburðarlyndi, klofning og rógburð. Hann hvatti bandaríska kjósendur til að hafna stjómmálum hatursins, eins og hann kallaði það. John McCain hefur með yfirlýs- ingum sínum gert það sem fáir flokksbræður hans hafa haft kjark til á undanfórnum árum, hann hef- ur sagt stríð á hendur leiðtogum Kristilegu samfylkingarinnar, ein- hverri valdamestu blokkinni í Repúblikanaflokkinum. Og þetta gerði hann daginn fyrir forkosning- John McCain á framboðsfundi með námsmönnum í Virginíu í gær. ar í Virginíu, þar sem kristnir íhaldsmenn eru fjölmennir, og Was- hingtonríki. Þá koma kjömefndir saman í Norður-Dakóta. í harðorðri ræðu í Virginíu sagði McCain að Repúblikanaflokkurinn hefði villst af leið og líkti tveimur helstu foringjum kristinna öfga- manna, þeim Jerry Falwell og Pat Robertson, við tvo umdeilda leið- toga blökkumanna, Louis Farrakh- an og A1 Sharpton. McCain kallaði Bush meðal annars Robertsons- repúblikana. Ræðuna hélt McCain ekki langt frá höfuðstöðvum hreyf- inga þeirra Falwells og Robertsons. Bush var á kosningaferðalagi í Washingtonríki í gær og sakaði McCain um að gera út á trúmálin í baráttu sinni. Jospin skammað- ur úr öllum átt- um fyrir ummæli Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakklands, fékk það óþvegið í gær frá frönsku stjómarandstöðuflokk- unum, líbönskum námsmönnum og palestínskum mótmælendum fyrir ummæli sem hann viðhafði í heim- sókn til landanna fyrir botni Mið- jarðarhafs um helgina. Þar sagði hann að Hizbollah-skæruliðar í Lí- banon væru hryðjuverkamenn. Frakkar hafa alla jafna tekið mál- stað araba í deilum þeirra við ísra- ela og þvi urðu margir reiðir þess- um orðum Jospins. Hvorki fleiri né færri en fjórir ráðherrar í stjórn Jospins risu upp til vamar foringjanum. Jospin mun væntanlega gefa skýringu á orðum sínum i fyrir- spumatíma í franska þinginu í dag. Hann hittir síðan Chirac forseta á morgun. Chirac ku ekki skemmt. Breska leyni- þjónustan hleraði páfann og Díönu prinsessu Breska leyniþjónustan hler- aði Díönu prinsessu, móður Ter- esu og Jóhannes Pál páfa. Þetta fullyrti breska blaðið Sunday Times og vitnaði í nokkra fyrr- verandi starfsmenn leyniþjón- ustunnar. Tilgangurinn með hlerunun- um var ekki að fylgjast með einkalifi þremenninganna held- ur tU að reyna að komast að upplýsingum um önnur ríki sem þremenningarnir kynnu að hafa komist að vegna starfa sinna að mannúðarmálum. Hlerunarkerfið sem var notað er Echelon-kerfið, hið sama sem Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, á að hafa notað tU að hlera ráðherra sína með. Samtökin Amnesty Intemational og Grænfriðungar voru einnig hleruð til að fá upp- lýsingar um umdeUdar ríkis- stjómir í löndum þar sem sam- tökin starfa. Bandaríkin, Bretland, Kanada, Ástralía og Nýja-Sjá- land reka Echelon-njósnakerfíð sem sett var á laggimar í upp- hafi kalda stríðsins. Með þessu njósnakerfi er hægt að fylgjast með símtölum, símbréfum og tölvupósti um aUan heim. Sellafield varð forstjóra að falli Framkvæmdastjóri bresku rík- isstofnunarinnar sem rekur kjarnorkuendurvinnslustöðina í SeUafield lét undan þrýstingi í gær og sagði af sér í kjölfar hneykslis þar sem upplýst var að öryggisskýrslur hefðu verið fals- aðar i stórum stU. Stephen Byers, viðskipta- og iönaðarráðherra Bretlands, lýsti yfir ánægju sinni með afsögn Johns Taylors. Hann sagði að það hefði verið hið eina rétta í stöð- unni. Umhverfisvemdarsinnar voru ekki jafnuppveðraðir. „Það er ekkert gagn í því að raða upp stólunum að nýju á þil- fari sökkvandi skips,“ sagði Pat- rick Green, félagi í samtökunum Vinum jarðarinnar. Búist er við að aðrir stjórnend- ur í kjarnorkuiðnaðinum taki pokann sinn líka. Starfsmenn SeUafield fölsuðu kerfisbundið öryggisskýrslur um kjamorkueldsneyti sem búið var aö selja tU Japans. Kominn í stríð við

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.