Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2000, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2000, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 Fréttir DV scmdkorn 5 ára barn lést úr heilahimnubólgu á laugardag: Þriðja dauðsfallið á þremur mánuðum - leikskólafélagarnir og Qölskyldan í sýklalyfjameöferð Fimm ára drengur lést úr heila- himnubólgu aðfaranótt laugardags á Landspítalanum eftir að hafa veikst fyrr um kvöldið og verið fluttur í ofboði með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum. Allir úr nánasta umhverfi drengsins, fjölskyldan og félagar hans úr leikskólanum, voru umsvifalaust settir í sýklalyfja- meðferð. Haraldur Briem farsóttalæknir segir enga ástæðu til að óttast far- aldur heilahimnubólgu en að mikil- vægt sé að fólk hafi á sér vara gagn- vart einkennum þessa hættulega sjúkdóms sem algengast er að legg- ist á börn. Haraldur segir algerlega tilviljanakennt hvar sjúkdómurinn ber niður, en um er að ræða svo- kallaða meningókokka-bakteríur. 10 til 15 af hverjum hundrað íslending- um hafi sjúkdóminn í sér á hveijum tíma og aldrei að vita hvar slík hastarleg veikindi stingi sér niður næst. Klukkutímarnir skipta máli „Sjúkdómurinn byrjar oft eins og hve önnur kvef- eða flensupest. Það sem fólk á að hafa í huga er breytt meðvitund- arástand en það bendir til sýkingar í miðtaugakerfmu. Yngstu bömin geta fariö að hegða sér undarlega, verða skrækari og borða ekki. Eldri bömin eru með höfuðverk og hugs- anlega sljó þótt þau geti líka verið býsna vakandi. Þessu fylgir oft ógleði og stífleiki í hnakka, sem er líka einkenni um miðtauga- kerfissýkingu, en yngstu bömin era hins vegar ekki endilega með hnakka- stífleika þannig að það er ekki alveg öruggt merki. En það sem er alveg sérstak- lega einkennandi fyrir sjúk- dóminn eru svokallaðar húðblæðingar. Þær era rauðir dilar á stærð við títuprjónshaus sem láta ekki undan þrýstingi og þær geta líka verið eins og marblettir," segir Haraldur Briem. Haraldur segir sjúkdóminn til- tölulega fljótgreindan en ef öll ein- kenni séu til staðar sé ekki beðið boðanna og sýklalyfjagjöf hafin strax. „Ef menn hafa minnsta grun er mikilvægt að draga það ekki því klukktímamir skipta máli. Gangur- inn á þessu getur veriö mjög hraður þannig að engum vörnum verður komið við,“ segir hann. Að sögn Haralds er heilahimnu- bólga landlæg á íslandi og gekk hér í stórum faraldri fyrir 25 árum. „Síðan hefur þetta verið nokkuð mikið á hveiju ári en algerlega til- viljanakennt hvar sjúkdómurinn hefur borið niður og ekki beint hægt að tala um faraldur," segir hann en undanfarin ár hafa um 20 manns veikst af sjúkdómnum á ári hverju og einn af hverjum tíu hefur dáið. Litli drengurinn er þriðja fómarlamb heilahimnubólgunnar í vetur en í desember létust tveir úr þessum illvíga sjúkdómi. -GAR Haraldur Briem. Snjóbfll ferðalanga viö Heklu. í fjarska sést gosmökkurinn. DV-mynd Teitur Horfst í augu við kölska Mjög hefúr dregið úr krafti eldgoss- ins í Heklu frá því á sunnudag. Að sögn jarðeðlisfræðinga á Veðurstofu • íslands er framvinda gossins með ósköp eðlilegum hætti. I síðasta gosi mallaði í einar sjö vikur í einum gig, en áður era dæmi um að gosi hafi lok- ið á nokkrum dögum. Mikill fjöldi fólks fór um helgina að Heklu eins og frægt er orðið til að líta eigin augum hrikalegt sjónarspil nátt- úrunnar. Ekki höfðu þó allir erindi sem erfiði þar sem skyggni var mjög takmarkað við Heklu lengst af á sunnudag. Teitur Jónasson, ljósmyndari DV, fór fast að hraunjaðrinum við suöaust- urhlíðar Heklu í snjóbíl ásamt jarð- fræðingum og fleira samferðafólki. Þar var ekki mikið um mannaferðir fyrir utan nokkra vélsleðamenn. Annar ljós- myndari DV, Þorvaidur ö. Krist- mundsson, fór að hraunjaðrinum við norðausturhom Heklu. Þar var búinn að vera nokkur fjöldi fólks sem þangað hafði ekið á um 60 jeppum. Ef marka má sagnir um að þetta fræga eldfjall sé dyr vítis, þá hefur fólk væntanlega komist þar næst því að horfast i augu við kölska sjálfan. Seig- fljótandi hraunið vall þama fram um 10 til 20 metra á klukkustund og því fylgdi töluverður hávaði. -HKr. Horft í eldhafiö. Þaö var mikil umferö viö hraunjaöarinn og sumir lentu í erfiöleikum. Hér er veriö aö ýta Hummer sem réö ekki viö aöstæöurnar. Meö samstilltu átaki tókst aö losa bifreiöina. DV-mynd Teitur Anna Engstrám, sænskur skiptinemi í jaröfræði viö HÍ, hugfangin meö glæ- nýjan fslenskan hraunmola í höndum. DV-mynd Teitur Draumur fréttastjórans Gosið í Heklu yfirgnæföi allt annað í fréttatímum helgarinnar og kepptust stöðvarnar, sérstak- lega sjónvarpsstöðvarnar tvær, við að flytja fyrstu fréttir og fyrstu myndir frá þessum viðburði. Gekk svo mikið á að gosið sjálft hvarf um tíma í bakgrunn fyrstu- myndakeppninnar. En þá hafði gamla gufan þegar sigrað í þeirri lotu því í fréttatíma hennar klukkan átján á laugardag var tilkynnt um að gos væri væntanlegt á næstu mínútum og hófst gosið áður en fréttatíminn var úti. Ásgeiri Tómassyni og Brodda Broddasyni, sem sátu gosvaktina í útvarpshúsinu á fóstudagskvöld, rataðist rétt orð á munn þegar þeir lýstu atburða- rásinni sem „draumi hvers frétta- stjóra"... Á skíðum Margir muna deilumar um veg- arlagningu hjá Stóra-Kroppi í Borgarfirði. Ándstæöingar vegar- ins í sveitinni hlæja nú dátt að ástandinu og þykja lyktir mála ein- kennast af vitieysis- gangi einum saman. Enda hefur komið á daginn að nýi veg- urinn, sem lagður var samkvæmt vilja Jóns Kjart- anssonar á nefnd- um bæ, er alltaf ófær og til mestu vandræða þar sem hann tefur skólahald í sveit- inni. Og ekki hljóðnaði hláturinn þegar fréttist um sveitina að Jón, sem var mjög atkvæðamikill í mál- inu, hefði brugðið búi og væri kominn tti Sviss þar sem hann rennir sér á skíðum... Frétt í frétt Og nú af blindbyl og ófærð. Egg- ert Skúlason, sem hefur ágætt lag á að láta frásagnargleðina smita fréttimar sem hann flytur og vekja þá sem eru að lognast út af í leti- stólunum framan við imbakassann, var í aðalhlutverki í há- degisfréttatima Bylgjunnar í gær. Var hann staddur í Þrengslunum og lýsti því hvernig hann þurfti að „tala niður“ til manna þar sem þeir sátu grafnir í bílum sínum. I lok fréttarinnar klykkti Eggert út með frétt í fréttinni, nefnilega þeirri að Stöð 2 væri föst í Þrengslunum. Við þau orð rifjaðist upp frétta- flutningur af fjölmiðlaveðri á Hell- isheiði í fyrra eða hittifyrra. Þar festist Stöð 2 einnig í skafli og flutti af því fréttir. Þannig virðist nær tryggt að það kemur alltaf frétt úr vetrarferðum Stöðvar 2... Góð ræða Biblíudagurinn var í gær, sunnudag, og venju fremur er margt gert til þess að vekja athygli á boðskap Biblíunnar. í Árbæjar- kirkju var svokallaður maraþon- lestur á hinni helgu bók þar sem hver maður las í 15 mín- útur. Meðal lesara vora Valgerður Sverrisdóttir við- skipta- og iðnaðar- ráðherra og sr. Hjálmar Jóns- son alþingismað- ur. Meðan Valgerður las úr Mattheusarguðspjalli orti Hjálmar: Ekki slitnar andans þráður innihaldið rökum stutt. Valgerður hefur ekki áður öllu betri ræðu flutt. Umsjón Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.