Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2000, Blaðsíða 14
14 + Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjérnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Vara og jtkniefni í senn Frá sjónarhóli viðskipta og hagfræði er verzlun með áfenga drykki eins og hver önnur verzlun, sem eigi að fylgja lögmálum markaðarins, svo sem afnámi einkasölu. Dreifing áfengis megi vera á vegum allra, sem hafa leyfi til að reka verzlun með aðrar vörur fyrir neytendur. Frá sjónarhóli læknisfræða nútímans er áfengi hættu- legt fikniefni, sem reynist mörgum um megn, einkum vegna erfðafræðilegra orsaka og vegna illviðráðanlegra umhverfisáhrifa. Samkvæmt skilgreiningu fræðanna líkist áfengissýki hverjum öðmm sjúkdómi. Viðskiptasjónarmið ráða ferð Evrópusambandsins í verzlunarmálum áfengis. Litið er á hindranir gegn slíkri verzlun sem hverjar aðrar viðskiptahindranir, sem beri að ryðja úr vegi innan evrópska markaðarins. Sambandið hefur beitt Norðurlönd þrýstingi í þessa átt. Svíar, sem hafa einkasölu eins og við, hafa farið undan í flæmingi og beitt fyrir sig læknisfræðilegum sjónarmið- um og þá ekki síður hinum félagslegu, því að ofneyzla áfengis hefur feiknarleg áhrif í þjóðfélaginu og stýrir með- al annars flestum glæpum og slysum. Ótal rannsóknir hafa sýnt, að áfengisneyzla fylgir að- gangi að áfengi. Því greiðari og ódýrari sem aðgangurinn er, þeim mun meiri er neyzlan, þeim mun líklegra er, að fólk ánetjist fíkniefninu og þeim mun fleiri verða glæpim- ir og slysin. Sænska stefnan vill hafa vit fyrir fólki. Vegna mikilla áfengisvandamála kusu íslenzk stjórn- völd á sínum tíma að fara sænsku leiðina og reyna að hafa vit fyrir fólki. Aðferðimar hafa mildazt með áratugunum og felast nú einkum í, að smásala áfengis er í sérverzlun- um ríkisfyrirtækis, sem tollar vöruna óspart. Forsjárhyggjan á íslandi byggist aðeins á þjóðfélagsleg- um sjónarmiðum, en alls ekki hinum læknisfræðilegu. Hvorki Hæstiréttur né Stjómarráðið viðurkenna áfengis- sýki sem sjúkdóm, þótt það sé gert hjá Alþjóða heilbrigð- isstofnuninni og styðjist við ótal rannsóknir. Áratugum saman hafa vísindamenn erlendis vitað, að áfengissýki er sumpart arfgengur sjúkdómur, sumpart tengdur illviðráðanlegum umhverfisáhrifum og sumpart nokkurs konar sjálfskaparvíti. Að öllu þessu leyti er áfengissýki alveg eins og hjartamein og krabbamein. Áfengissýki lýsir sér líkamlega eins og aðrir sjúkdóm- ar, breytir starfi boðefna og ruglar starfsemi heilans. Erfitt er að snúa við, ef vandinn hefur fengið að þróast. Rétt eins og úrræði gegn hjartameini og krabbameini gagnast úrræði gegn áfengismeini ekki öllum. Ef læknisfræðilegu sjónarmiðin næðu fram að ganga hér á landi, mundi aukast fyrirstaða gegn auknum að- gangi að áfengi. Auðvelt er að framreikna kostnaðinn af sjúkdómi, sem ánetjar 15-20% þjóðarinnar svo hastarlega, að batalíkur eru töluvert innan við helming tilvika. Kostnaður við meðferð áfengissýki er bamaleikur í samanburði við kostnað af glæpum og slysum af völdum áfengis. Allur þorri glæpa og flest slys, að sjálfskaparvíti íþróttaslysa frátöldu, byggjast á neyzlu áfengis, stundum í bland við hættuleg læknislyf eða ólögleg fíkniefni. Eðlilegt væri að merkja áfengi aðvörunarmiðum eins og tóbak. Möguleikar forsjárhyggju takmarkast að öðm leyti af möguleikum fólks til að bmgga sjálft og smygla og af hagsmunum, sem við höfum af móttöku erlendra ferða- manna, sem margir vilja óheftan aðgang að áfengi. Núverandi skipan verðlags og sölu áfengis er dæmigerð millileið milli forsjárhyggju og markaðshyggju. Hún er heiðarleg tilraim til að sætta ósættanleg sjónarmið. Jónas Kristjánsson ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 ______27 < Skoðun Sjúkrahúsfárið einfaldað Læknir heldur eða læt- ur halda sjúkraskrá. Það er gert I þeim tilgangi að læra af, álykta af og koma upp þekkingargrunni í rekstri læknisþjónustu, eins og gerist í fyrirtækj- um. Sjúkraskrá er hags- munaatriði fyrir þá sem hag hafa af vitneskju um heilsufar sjúklings. Sakir þessa verður læknir að sýna trúnað við varðveislu sjúkraskráa. Sjúkraskrá er ekki eign sjúklingsins. Hann sækir þjónustu læknis, en hann eignast ekki verk- færi læknisins, frekar en húsbyggj- andi eignast verkfæri eða þekkingu smiðanna. Að sjúklingi snýr heilsa sjúklingsins sjálfs, og einungis þeg- ar hún er á einn eða annan hátt í veði á sjúklingurinn rétt til sjúkra- skrárinnar. Þetta er eins og með smiðinn, húsið á að vera rétt smíð- að eða viðgert, ef það er það ekki á sá sem kaupir þjónustu af smiðnum rétt vegna húss síns, um aðferðir og skýringar á mistökum, en ekki rétt umfram það. Þorsteinn Hákonarson framkvæmdastjóri Sjúkraskrár stofnana Þegar rekin er margþætt læknisþjónusta verða til sjúkraskrár sem eru eign rekstursins. Sjúkraskrár verða sameiginlega að- gengilegar fyrir lækna. Þær eru og færanlegar milli stofnana, á forsendum þess að heilsa sjúklingsins geng- ur fyrir um aðgengi að slík- um skrám. Aðgangur lækna að sjúkraskrám, þar sem heilsa sjúklingsins er ekki beint í veði, er takmarkað- ur við rétt þeirra að bæta sig og getu sína. Þá er og réttur samfélagsins að nota slíkar skrár til þess að bæta heilbrigðisþjónustu og með betri þekkingu. En einungis til að verjast hættu vegna heilsu annarra getur samfélagið snúið sér að einstökum sjúklingum. Gagnagrunnur Einstakir læknar hafa mátt nota sjúkraskrár til ályktana og hafa vegna þeirrar þekkingar eignast hana sjálfir og getað samið við hags- munaðila, tækja- og lyfjagerðar- „Sjúkraskrá er ekki eign sjúklingsins. Hann scekir þjónustu lœknis, en hann eignast ekki verkfœri lceknisins, frekar en húsbyggjandi eignast verkfceri eða þekkingu smiðanna. “ menn. Þó einungis að það sé innan jákvæðs ferlis að bæta um í faginu. Þegar tölvur og forrit geta ályktað miklu meira en einstakir menn ráða við kemur eðlilega upp nýtt atriði varðandi sjúkraskrár. Það er spum- Um Heinesen og Heraklítos Ég hitti um daginn unga stúlku sem sagðist ekki vita hvað hún vildi verða þegar hún yrði stór. Stúlkan brosti afsakandi vegna þess að hún vissi að hún yrði ekkert stærri úr þessu. Hún sagðist reyndar vita að sig langaði í fjölmiðlun en vissi ekki hvort hún þyrði. Þegar heim kom fór ég að róta í gömlu dóti. Fyrir mér varð gulnað Alþýðublað frá 30. september árið 1962 með sjöttu ferðagrein minni frá Færeyjum. Ég hafði farið sem blaða- maður með vinkonu minni í viku- ferð til Færeyja. Lögmaður Færey- inga, Peter Dam, tók okkur með kostum og kynjum og ferðin varð ævintýri sem aldrei gleymist. Við sigldum til Mykines, fórum í veislu sem var haldin í Kirkjubæ, fengum áritaða sálmabók hjá biskupnum, dönsuðum færeyskan dans þar til dagur reis og heimsóttum William Heinesen og konu hans. Tala við hann eins og fullorðin Skáldið bjó í litlu rauðu húsi með grænum gluggum og grænni tröppu. í garðinum var dálítill kofi þar sem hann sagðist skrifa bækur sínar. Þeg- ar ég les viðtal mitt við Heinesen eftir öll þessi ár undrast ég flfldirfsku æsku minnar og umburðarlyndi hans. „Hann er svo blátt áfram, svo gjör- samlega laus við alla tilgerð og sýnd- armennsku, að jaðrar við feimni ... Hann talar hægt og brosir oft en hugsar sig svo vel um áður en hann talar, að stundum leikur vafi á, hvort hann ætli að taka til máls. Heimili hans er prýtt listaverkum, hver ein- asti hlutur í híbýlunum virðist val- inn af nákvæmni og ást á öllu sem færeyskt er.“ „Ég fletti gömlum blöðum og hugsa til ungu stúlkunnar sem er smeyk við að gera það sem hana langar til. Hún ætti að láta drauma sína rætast eða eins og sagði í fyrirsögn á ritgerð íHáskóla íslands: „Vaddu út í, Heráklítos“!“ á mótí Viðskiptin eiga að vera sýnileg Ég tala við hann eins og fullorðin, reynd manneskja þótt ég sé bara rúmlega tví- tug, þéra hann að sjálfsögðu og segi: „Nú er komin kvæðabók eftir langt hlé. Hafið þér fengið nóg af sög- unni eins og Kiljan? - Nei, ég er með skáldsögu í smíðum. Hún á að heita Det gode haab. - Hvenær kemur hún út? - Næsta ár. - Er of nærgöngult að spyrja um hvað bókin fjallar? - Nei. Þetta er skáldsaga, en byggð á raunhæfum atburðum." Siðan lýsir Heinesen skáldsögurmi, bæði efni hennar og tilvísun efnisins í samtímann í Færeyjum. Aðspurður segist hann ekki ennþá vera farinn að skrifa leikrit en sé alltaf að hugsa um það, þótt ekki hafi orðið af því ennþá. Hann viti ekki hvort sér sé lagið að skrifa samtöl og því um líkt. „En ég hef tímann fyrir mér - ekki nema 62 ára.“ Um Einar Benediktsson Við tölum um það af hverju hann skrifi á dönsku en ekki færeysku, menningarlífið í Færeyjum, Jóannes Patursson og íslenska bókmennta- hefð. Heinesen segir að íslendingar kunni að skrifa bækur..: Heinesen hafði komið til íslands árið 1954 til að sækja tónlistarhátið en aðspurður hvort hann þekki bók- menntamenn á íslandi segir hann: „Ég þekkti Einar Benediktsson. Hann v£ir ósvikinn íslendingur. Töfr- andi maöur. Mér fannst það táknrænt Hólmfríður Gunnarsdóttir skrifar fyrir Einar Benediktsson að hann skyldi búa í Herdísar- vík á þessum hrjóstruga stað milli heitu gufuhver- anna í Krýsuvík og úfrns hraunsins hinum megin. Og það var eins og framhald ævi hans að sú sem hann unni skyldi halda áfram að búa þama úti á auðninni við opinn sjóinn. -'Sagt er að Einar Bene- diktsson hafi stundum grát- ið yfir því hve erfiðlega hon- um gekk að rima. Er yður aldrei erfitt um að skrifa? - Jú, það er erfitt að skrifa. Fyrst er það svo erfitt að það er eins og að eta sig í gegnum fjail, en næsta yfír- ferð fer í að fínpússa og það er ekkert nema ánægjan." Hann sem skrifaði Njálu Við tölum um Halldór Laxness. Halldór hafði einu sinni komið til Þórshafnar og hringdi þá i skáldbróð- ur sinn, en Heinesen var rúmfastur og ekkert varð af því að þeir hittust í það skiptið. En ég spyr: - Hver er að yðar áliti bezti rithöf- undur á fslandi? - Hann sem skrifaði Njálu." Ég fletti gömlum blöðum og hugsa til ungu stúlkunnar sem er smeyk við að gera það sem hana langar til. Hún ætti að láta drauma sína rætast eða eins og sagði í fyrirsögn á ritgerð í Háskóla íslands: „Vaddu út í, Heraklítos“! Gallinn á þeirri djarflegu hvatningu var, að hún kom 2500 árum of seint. Hólmfríður Gunnarsdóttir j Kvótaþing var aldrei ofarlega á í óskalista skip- iBBlitf stjómarmanna, hvorki 1994 né þegar það kom fyrst fram í kjaradeilunni 1998. Hins veg- ar voru það önnur samtök sjómanna sem höfðu á því anna, peningaverðmætið sem hægt er að greiða fyrir heim- ildamar og kannski það sem fer gegnum þingið, uppi á borðinu og það væri æskilegt ef slík viðskipti, ef þau eiga að halda áfram, séu sjáanlegt en ekki falin. Það má breyta þessum lögum en það er eðli- . . „ Helgi Laxdal, ._ _ , . mein ahuga en Farmanna- formaöur véistjóra- legt sjonarmið að þeim sem sambandið og ætli það sé þá féiags Isiands. starfað hafa eftir sölukerfinu ekki helst að Vélstjórafélagiö hafi verið hrifið af hugmyndinni um Kvótaþing, önnur samtök vora mis- hrifin og ef ég man rétt um kröfur Farmannasambandsins á þeim tima þá var kvótaþing hvergi þar inni. Það góða sem hefur náðst með Kvóta- þinginu er að sjá magn verðmæt- á kvótanum sé gefínn aðlög- unartími þótt ég sé á því að það verði enginn árafjöldi. Öll viðskipti í kvótakerfinu eiga að vera uppi á borðinu, það bætir ekki að þetta sé gert í einhverri undirborðsmennsku og svartamarkaðsbraski. kaþing hlutverki sínu? Kvótaþing lagt niður í núverandi mynd lögum um verðlagsstofu skiptaverðs og hins vegar lög- um um úrskurðamefnd sjó- manna. Hvað varðar úr- skurðamefhdina þá þurfa að fara að koma inn skýrari ákvæði varðandi þau viðmið sem úrskurðamefndin þarf að hafa þegar hún ákveður fiskverð. Að þessu fengnu má að mínu mati leggja þetta appart niður. Áfram þarf rÞað kemur fram í skýrslu Birgis Þórs Runólfssonar til sjávarútvegs- ráðherra að Kvótaþingið hefur ekki náð þeim markmiðum sem menn ætluðust til í upphafi. Þau markmið voru að tryggja að sjómenn tækju ekki þátt í kaupum á kvóta og niður- staða hans er aö þau hafa ekki náðst og þá hljótum við að skoða með hvaða hætti við getum breytt svo þessi markmið nái fram að ganga. Það er mín skoðun að það má leggja Kvótaþingið niður i núver- andi mynd, en jafnframt þarf að breyta tvennum lögum, annars vegar Guðjón A. Kristjánsson alþingismaöur. engu að síður að fylgjast með og skrá þessar hreyfmgar og sömuleiðis að skrá ákvæði er veiðiréttur er seldur. Það er líka mín skoðun að ráðstöfun á veiðirétti eigi að vera sem allra frjálsust, það reynist greininni best þegar upp er staðið. Kvótaþing hefur ekki skliað hlutverki sínu, að mati Birgis Þórs Runólfssonar dósents sem skilað hefur skýrslu til sjávarútvegsráðherra um Kvótaþing, Verðlagsstofu skiptaverðs og takmörkun á flutningi aflamarks. ingin um almennt aðgengi þeirra sem vinna að verkefnum, þar sem slíkar ályktanir nýtast. Þá fellur nið- ur réttur einstakra lækna að beita slíkum forritum og einoka þekkingu til hagnaðar. Þetta er augljóst, vegna þess að frelsi til framlegðar á heil- brigðissviði er forsenda framfara og betra verðs fyrir þær framfarir. Þetta verður stórt og viðamikið safn sjúkraskráa, verðmætt fyrir hagsmunaaðila. Einstökum læknum finnst sumum að þeir séu að missa rétt sem þeir höfðu, og um sumt er það rétt. í stað beins aðgengis með fuUum persónuupplýsingum þarf nú að verja einstaka sjúklinga, ættir og sjúklingahópa þannig að þeir skaðist ekki, þrátt fyrir að gögn séu notuð til framfara. Því verður að beita dulkóð- un, til þess að gögn verði ekki mis- notuð, en nýtist samt til framfara. Það krefst samræmds reksturs gagnagrunns, með siðum og tak- mörkunum. Hverjir reka hann er það hagsmunamál sem deilur snúast um. En fagna ber yfirlýsingum um trúnað ög traust, sem sumir læknar telja aðalatriðið. Þorsteinn Hákonarson Óviss framtíð Að mínu mati er sá mikli við- skiptahalli sem við búum núna við hættulegur fyrir þjóðarbúið og kemur niður á iðnaðinum. Ytri aðstæður eru þannig að það má eiginlega segja að við séum með innfluttar vörur á nokkurs konar útsölu ... Þetta háa gengi er stjórnvaldsaðgerð sem segja má að feli í sér tilraun til að slá á þenslu. Hún endurspeglast í vaxta- stiginu. Við getum í sjálfu sér ekki sett okkur upp á móti þessum háu vöxtum að því leyti til að við skilj- um ágætlega tilganginn með þeim. Þessir háu vextir eru hins vegar afar erfiðir fyrirtækjunum." Flaraldur Sumarliöason, fyrrv. form. Samtaka iönaöarins, í Mbl. 26. febrúar. „Meirafíflsaðgerðin“ „Eins og allir reikningsglöggir menn vita skapa fjármálastofnanir og peningahlutafé- lög auðinn ... Svo- leiðis auðmyndun kallar Margeir Pétursson verð- bréfasali „meirafíflsaðgerðina“, sem byggist á því að kaupa hlutabréf á yfirverði, sem reiknað er með að hægt verði að selja enn meira fifli í framtíðinni á enn hærra verði. Að aflokinni sýningu á gleðileiknum „Aðalfundur framkvæmdabanka at- vinnulífsins FBA“ hófust nokkrar umræður um hvemig þeir sem þar stóðu í sviðsljósinu fóm með rullur sínar. Þar fóm nokkrir hálauna- menn og auðkýfingar á kostum. Þeir voru sammála um að stjómunar- störf og bankarekstur á fslandi séu stórlega vanmetin." Oddur Ólafsson blm. í Degi 26. febrúar. Tökum okkur tak „Auðvitað er rétt að nýta nátt- úmauðlindir ís- lands. Það er hins vegar spuming hvort það sé best gert með því að nýta takmarkaðar orkulindir, fjár- magn og fólk til þess að framleiða afurðir sem ekki borgar sig lengur að framleiða í löndum Evrópu ... ís- lendingar þurfa að taka sér tak og horfa langt fram í tímann, a.m.k. 50 ár, til þess að meta þá valkosti sem unnt er aö velja um.“ Ingjaldur Hannibalsson, iönaöarverkfr. og prófessor, í Mbl. 27. febrúar. i?pfO/CrL.F?p? 1=10 c&Erssr VE:L WSfíl l=>é:P? PCIÁLJF? &f=l ÍTETSSUM 'TjséTÐsiOM ET-€>f=7 v-in/i=Æ7 i&enf? ncíj heitþ í»Erm=J ETF? SF=IMT HRNC?' HÆcSrP?f5,f=? t-ar±? íbéru? SETM ETRrr MED L.Ý'€>INirý LJRí3£:í<’, ETF* svö M>eTrr s»e:<s'3(=7 Af steinsteypu Uppákomumar í Þjóð- minjasafninu hafa komið ís- lensku þjóðinni í smávegis uppnám síðustu daga og er það að vonum. Kjallarahöf- undur hefur a.m.k. litið svo á að varsla og umönnun fomminja sé í eðli sínu ró- andi starf. Raunar ber vott um einstakt andlegt þrek að starfsmenn safnsins skuli ekki fyrir löngu hafa glatað ró sinni því aðbúnaður í safnahúsinu hefur lengi verið með endemum, bæði fyrir starfsfólk og gripi safnsins. Kjallara- höfundur minnist þess að tengda- móðir hans starfaði þar sem safn- vörður fyrir nokkrum áratugum og þá þegar var vissara að vera í hlífð- arfótum innanhúss þegar eitthvað rigndi að ráði. Frelsun frá lekum torfbæjum En hugmyndin er að spjalla um ást þjóðarinnar á steinsteypu, ást sem hlýtur að stafa af þvi að stein- steypan frelsaði þjóðina úr alda- langri vist í lekum torfbæjum. Eitt tjáningarform þessarar ástar er að það má helst ekki rifa eða fella stein- hús á íslandi þó þau séu úr sér geng- in og löngu búin að gegna hlutverki sínu. Þetta á sérstaklega við um op- inberar byggingar og skiptir þá engu þó þær séu forljótar og óhæfar til að hýsa starfsemina sem þær voru byggðar fyrir. í stað þess að brjóta þær og byggja nýjar er brotið innan úr þeim og þær innréttaðar að nýju því útveggirnir em heilagir. Þjóðminjasafnið er einn af þessum þunglamalegu ljótu kum- böldum sem þar að auki stendur á einum mestu umferðargatnamótum borgarinnar. Af hverju ekki brjóta hann alveg niður og byggja nýtt þjóðminjasafn þar sem hús gæti not- ið sín, líkt og Þjóðarbókhlaðan sem er eitt fallegasta hús sem byggt hefur verið í Reykjavík á síðari árum? Arni Björnsson læknir Templarahöllin er enn eitt dæmi um ást yfirvalda á gamalli steinsteypu. Eng- inn veit lengur hvers vegna þessu húsi var valinn þessi staður en allir vita að bygg- ing hennar hafði ekki mikil áhrif á áfengisneyslu þjóð- arinnar. Var byggingin Ijót eða falleg? Þetta var bara bygging. En hún var illa staðsett tímaskekkja og um það bil sem hún var tilbúin til niðurbrots var tekið til við að endurnýja hana og nú er hún orðin að arkitektónískum óskapnaði á stað sem einu sinni átti að vera hluti af háborg Reykjavíkur. Aðeins á einum stað.... Leitun mun á ljótari götumynd en Laugaveginum austan Snorrabraut- ar. Þar hefur um árabil verið aðset- ur ýmissa lykilstofnana í velferðar- kerfi þjóðarinnar, s.s. heilbrigðis- ráðuneytis, landlæknis og Trygg- ingastofnunar ríkisins. Nú er nýbúið að innrétta þessa húskumbalda fyrir tugi ef ekki hundruð miUjóna og menn hljóta að spyrja; hvers vegna þurfti að varðveita hinn ljóta svip götunnar með því að láta útveggina standa? Það er hvort eð er lítið ann- að eftir af húsunum. Þannig mætti halda áfram um alla borgina. Aðeins á einum stað er hægt að segja að vel hafi tekist til um endur- nýjun húsa en það er í Lækjargöt- unni, með Bernhöftstorfunni. Morg- unblaðshúsið gamla er eitt versta dæmi um illa staðsetta stórbyggingu en auðvitað má ekki brjóta hana nið- ur. Það er svo mikið af dýrmætri steinsteypu í henni. Nú mætti halda að steinkumbalda- stUlinn væri á undanhaldi en því fer víðs fjarri. Um aUt höfuðborgarsvæðið er ver- ið að reisa ljót fjölbýlishús úr steini, flest þeirra innihalda svokaUaðar þjónustuíbúðir. Sums staðar gerir þetta lítið tU en að drita þessum ljótu turnum tUvUjanakennt andspænis fjöUum sem eru djásn borgarinnar eru skemmdarverk því miðað við ást og virðingu okkar fyrir steinsteypu mun skemmdarverkunum, sem þarna hafa verið unnin á ásjónu borgarinn- ar, sjá stað um ókomnar aldir. Ámi Bjömsson Dæmi um ást á steinsteypu Hvergi í Reykjavík hefur verið hrúgað niður jafnmörgum ljótum steinkumböldum og á Landspítala- lóðinni. Eina húsið á lóðinni sem hugtakið byggingarlist á viö um og vert er að varðveita er gamli Land- spítalinn frá 1930, hitt eru kumbald- ar sem Uestum er búið að breyta inn- an frá mörgum sinnum en þjóna samt ekki tUgangi sínum og svo er K-byggingin sem var byggð tU aUt annarra hluta en hún er nú notuö og verður sennUega aldrei kláruð. „Hvergi í Reykjavík hefur veríð hrúgað niður jafn mörgum Ijótum steinkumböldum og á Landspítalalóðinni. “ 4-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.