Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2000, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 Utlönd Stuttar fréttir i>v Jörg Haider sagði óvænt af sér formannsembættinu: Leikflétta til að verða kanslari Skothvellir og mótmæli við komu Wahids til Austur-Tímor Skothvellir og mótmælaaðgerð- ir truíluðu timamótaheimsókn Abdurrahmans Wahids Indónesíuforseta til Austur-Tímor I morgun. Portúgalskir hermenn í friðar- gæsluliði Sameinuðu þjóðanna skutu tveimur viðvörunarskotum upp í loftið til að róa mannfjöld- ann þegar Wahid ók inn í höfuð- borgina Dili frá flugvellinum. Indónesískir ráðamenn hafa ekki fyrr heimsótt Austur-Tímor eftir að þeir létu af tilkalli til yfir- ráöa þar í kjölfar þjóðaratkvæða- greiðslu um sjálfstæði á síðasta ári. Sjálfstæöissinnar fóru meö öruggan sigur af hólmi og leiddu úrslitin til mikils blóðbaös og vígaferla sveita sem voru hliðholl- ar indónesískum stjórnvöldum. Um þrjú hundruð reiðir mót- mælendur kröfðust þess í Dili að indónesísk stjórnvöld segðu sann- leikann um hvað hefði oröið af baráttumönnum fyrir sjálfstæði Austur-Tímor sem hefðu horfiö á undanfómum 24 árum. Bandaríkin gefa meira fé til fórnarlambanna Bandarísk stjórnvöld hafa ákveðiö að gefa eina milljón doll- ara til viðbótar til Mósambík þar sem flóð hafa valdið gífurlegu tjóni að undanfómu. Peningana á meðal annars að nota til að bjarga fólki sem orðið hefur að leita skjóls uppi í trjákrónum eða á húsþökum. Þá veröa sendir tveir flugvélafarmar af hjálpargögnum til flóðasvæöanna. Flóðin í Mósambík og öðrum ríkjum í sunnanverðri Afríku hafa orðið að minnsta kosti 350 manns að' bana og 650 þúsund hafa misst heimili sin. Hundruð þúsunda manna eru enn i hættu vegna nýrra flóða. Sjúkdómar ógna líka lífi og heilsu fómarlamba flóðanna. Rúmlega eitt hundrað þúsund íbúar í Mósambík biðu þess í morgun að vera bjargaö og hjálp- arstofnanir fóm fram á meiri að- stoð. Rauði Ken gerir Blair enn og aftur lífið leitt Vinstrisinninn Ken Living- stOne hélt áfram að gera Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, líflð leitt í morgun þegar hann neitaði að láta undan þrýstingi æðstu manna og hætta við fram- boð sitt til borgarstjóra í London sem óháður frambjóðandi. Livingstone, sem fjölmiðlar hafa uppnefnt Rauða Ken vegna vinstrisinnaðra skoöana hans, nýtur gífurlegs fylgis meðal al- mennings en ráðandi öfl í Verka- mannaflokki Tonys Blairs vildu ekki sjá hann sem frambjóðanda flokksins. Skoðanakannanir benda til aö Livingstone gæti far- ið með sigur af hólmi'í kosning- unum 4. maí. Hægriöfgasinninn Jörg Haider sagði óvænt af sér embætti for- manns Frelsisflokksins í Austurríki í gær. Vinir hans og óvinir sögðu hins vegar að ákvörðun hans hefði aðeins verið leikflétta gerð til þess að komast á kanslarastólinn síðar. Lýðskrumarinn fimmtugi til- kynnti seint í gærkvöld að hann ætl- aði að láta stjórnartaumana í flokkn- um í hendur Susanne Riess-Passer. Hún er varakanslari í þriggja vikna gamalli stjórn Wolfgangs Schússels. Ekki er ljóst hvort afsögnin léttir þrýstingi af stjórninni. Haider sagöi að með afsögninni vildi hann leggja sitt af mörkum til þess að ríkisstjóm landsins gæti starfað á eðlilegan hátt og hann vildi einnig sýna umheiminum að ráðherrar Frelsisflokksins væru ekki strengjabrúður hans. Evrópu- sambandið hefur sett austurrísku ríkisstjómina í pólitíska einangrun Rússinn Oleg Blotskíj, maðurinn á bak við meinta þýska sjónvarps- mynd frá Tsjetsjeníu, kvaðst í gær ætla að stefna þýsku sjónvarpsstöö- inni N24 og fréttamanni hennar, Frank Höfling. Myndin sýnir rússneska her- menn dragá lík Tsjetsjena með reip- um og vörubil að fjöldagröf. Höfling sagði að Tjsetsjenamir hefðu senni- lega verið bundnir og pyntaðir áður en þeir voru myrtir. Nú hefur komið í ljós að þýski sjónvarpsfréttamaðurinn keypti myndbandið af Blotskíj sem hafði verið á staðnum fyrir rússneska blaðið Izvestíja. Þetta hefur Höfling viðurkennt en hann fullyrti samtímis að hann hefði verið með við töku myndar- innar. Þessu neitar rússneskur starfsbróðir hans. Jörg Haider útilokar ekki aö hann vilji verða kanslari Austurríkis. Þýski sjónvarpsmaöurinn Höfiing hefur viöurkennt aö hafa keypt myndbandsupptöku frá Tsjetsjeníu af rússneskum starfsbróöur sínum. vegna umdeildra skoðana Haiders og ummæla um Hitler og fleiri. Haider ætlar að gegna embætti hér- aðsstjóra í Kárnten áfram. „Ég vil taka það skýrt fram að ég er ekki að hlaupast á brott frá stjómmálum á landsvísu, heldur að- eins að búa til nýja stjörnu i í for- ystu flokksins okkar,“ sagði Haider á fundi með fréttamönnum í gær- kvöld. Þegar Haider var spurður hvort hann vonaðist til að verða einhvern tíma kanslari, sagðist hann ekki úti- loka það. Dagblaðið Die Presse sagði að ákvörðun Haiders væri klókindaleg leikflétta sem gerði honum kleift að firra sig ábyrgð á óvinsælum ákvörðunum ríkisstjórnarinnar, svo sem fyrirhugðum skattahækk- unum, og gera sig kláran fyrir næstu kosningar sem verða haldnar innan fjögurra ára Samkvæmt frásögn Blotskíjs, sem sjálfur er fyrrverandi sjónvarps- maður, sýnir myndin hermenn safna saman tsjetsjenskum fórnar- lömbum sínum úr orrustu og árás á bæina Urus-Martan og Rosjni-Tju. „Jarðarförin“ var pöntuð til þess að vemda líkin og til þess að ættingjar gætu borið kennsl á hina látnu. Höf- uð hinna látnu voru látin standa upp úr moldinni. „Þetta voru menn sem dóu með vopn í hönd,“ sagði Blotskíj á fundi með fréttamönnum i Moskvu. Ritstjóri Izvestíja, Michail Kozjokin, sagði að lögmenn blaðsins myndu aðstoða Blotskíj við máls- höfðunina. Frank Höfling var í gær kallaður til Múnchen þar sem hann á að gera stjóm sjónvarpsfyrirtæk- isins sem á stöðina N24 fyrir mála- vöxtum. Kveöjukoss f Teheran. írönsk kona kyssir eiginmann sinn áöur en hann heldur í pílagrímaferð til Mekka í Sádi-Arabíu. Eftir aö samskipti yfirvalda í íran og Sádi-Arabíu bötnuöu 1997 hefur írönskum pflagrímum fjölgaö úr 60 þúsund í 96 þúsund. Símamynd Reuter Stefnt vegna hryllings- myndar frá Tsjetsjeníu Þúsund bjargað Um 1 þúsund Rússum var bjargað um borð í þyrlu í gær af risaísjaka á vatninu Ladoga. Sex voru taldir hafa látið lífið. Borgarstjórum sleppt Tyrkneskur dómstóll úrskurð- aði í gær að þrír kúrdískir borg- arstjórar skyldu látnir lausir. Handtaka þeirra hafði leitt til mikilla mótmæla bæði i Tyrk- landi og erlendis. Teknir af lífi 38 liðsforingjar, sem höfðu tek- ið þátt í misheppnaðri valda- ránstilraun gegn Saddam Hussein íraks- forseta, hafa verið teknir af lífi. Þetta kom fram í arabíska blaðinu Azzam- an í gær. Greint var frá því að liðsforingjarnir hefðu ætlað að ráða Saddam af dögum á þjóðhátíðardegi íraks 6. janúar síðastliðinn. 5 milljónir reknar Kínversk yfirvöld hafa greint frá því að 5 mifljónum yrði sagt upp störfum á árinu vegna upp- stokkana í ríkisfyrirtækjum sem rekin eru með-tapi. í fyrra var rúmum 5 milljónum sagt upp. Hormónamorð Belgíska lögreglan hefur hand- tekið þekktan belgiskan iðnrek- anda, Alex Vervauteren, vegna aðildar að morði á dýralækni sem skotinn var til bana 1995. Morðið var tengt belgísku hormónamafí- unni sem berst fyrir því að naut- gripum verði gefnir hormónar. Sjónvarpsgláp er hollt Doktor Peter Clough við há- skólann í Hull í Englandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að það sé hollara fyrir marga að horfa á uppáhaldssjónvarpsþátt- inn sinn en að þræla sér út í lík- amsrækt. Sjónvarpsgláp sé betra fyrir veilíðanina leiðist manni líkamsrækt. Pútín sleppti Babitskí Vladimir Pútín, starfandi for- seti Rússlands, sagði í gær að ekki væru næg- ar ástæður til að hafa rúss- neska frétta- manninn And- rei Babitskí í haldi og var honum því sleppt í gær í Moskvu. Fréttir Babitskís, sem starfar fyrir Radio Liberty, af stríðinu Tsjetsjeníu höfðu farið i taugarnar á Rússum. Skiptu þeir á honum og rússneskum herfor- ingja sem var í haldi Tjsetsjena. Babitskí var í haldi i Dagestan eftir að hafa horfið í Tsjetsjeníu. Of stórar gúmmíverjur Stöðluð stærð Evrópusam- bandsins á gúmmíverjum er of stór fyrir helming þeirra Þjóö- verja sem nota slíkar samkvæmt þýskri rannsókn. Frakkar höfðu beðið um stækkun á stöðluðu stærðinni. Kúariða í Danmörku Yfirvöld ýmissa landa hafa til- kynnt að þau ætli að stöðva inn- flutning á nautakjöti í Danmörku vegna kúariðutilfellis á Jótlandi. Sakaðir um samsæri Serbneski ráðherrann Djura Lazic sakaði í gær Bandaríkin og albanska hryðjuverkamenn í Kosovo um að efna til deilna í suðurhluta Serbíu þar sem fjöldi Albana býr. Svæðið er nálægt Kosovo. Schröder varar við Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, varaði í gær á fundi með fréttamönnum kristilega demókrata við aö láta einangr- unarstefnu hægriaflanna ná yfir- höndinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.