Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2000, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2000, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 Viðskipti__________________________________________________________________________________________________pv Þetta helst: Viðskipti á VÞÍ, 338 m.kr. ... Mest með hlutabréf, 288 m.kr. ... Mest viðskipti með Samherja, 118 m.kr. ... Búnaðarbankinn lækkaði um 6% ... TM og OLÍS lækka um 4% ... Hans Petersen hækkaði um 9,2% ... Flugleiðir hækka um 4,2% ... Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,3% og er nú 1776 stig ... Ný samskiptalausn á markað frá OZ.COM Netfyrirtækið OZ.COM hefur sett á markað samskiptalausn sem hlotið hefur nafnið mPresence. í frétt frá OZ.COM kemur fram að um sé að ræða víðtæka þjónusta fyrir netvið- skipti sem fjarskiptafyrirtæki geta boðið notendum sínum. „Segja má að mPresence sé fyrsta skrefið í átt að þráðlausum netviðskiptum en 0Z.C0M er að kynna nýtt hugtak í Mikil hagnað- araukning hjá Hans Peter- sen hf. - gert ráð fyrir áframhaldandi vexti Hagnaður Hans Petersen hf. árið 1999 var 52 milljónir króna og hækk- aði um 38% frá árinu á undan. Hagn- aður af reglulegri starfsemi var 85 milljónir og hækkaði um 124% milli ára. Veltufé frá reksti'i var 135 miiljón- ir en var 79 miiljónir árið áður. Heildarvelta Hans Petersen hf. í fyrra var 1.055 milljónir króna en 971 milljónir króna árið 1998, veltu- aukning er 8,6% miili ára þrátt fyrir að vöru- flokkum hafi verið fækkað með sölu um- boða á árinu 1998. Rekstrar- hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir skatta varð 85,1 milijónir króna sam- anborið við 37,9 milljónir króna árið 1998. Hagnaður ársins af heildarstarf- semi félagsins eftir skatta varð 51,9 milljónir króna sem er svipað og áætl- un gerði ráð fyrir. Arðsemi eigin fjár Hans Petbrsen er 20,16%, en árið 1998 var arðsemin 19,66%. 1 frétt frá Hans Petersen hf. segir að um þriðjungur af söluaukningu fyrir- tækisins á árinu 1999 hafi komið frá stafrænni tækni en tveir þriðju hlutar frá hefðbundinni ljósmyndatækni. Heildsala til endursöluaðila og heild- sala á rekstrarvörum til fyrirtækja jókst um 12% á síðastliðnu ári en smá- salan um 4%, heildsala fyrirtækisins stendur nú fyrir 56% af heildarsölu fýrirtækisins en smásalan fyrir 44%. Árið 1999 var fyrsta heila ár fyrir- tækisins á Verðbréfaþingi íslands en í lok árs 1998 voru hlutabréf félagsins skráð á Verðbréfaþingi íslands í kjöl- far lokaðs hlutafjárútboðs. Skráð gengi í árslok 1999 er kr. 5,40 en var kr. 5,10 í ársbyrjun. Miðað við skráð gengi í árslok er markaðsverðmæti fé- lagsins um 544,4 mihjónir króna og voru hluthafar alls 102 í lok árs 1999. Stjóm félagsins leggur til að hluthöf- um verði greiddur 15% arður af hluta- fé á aðalfundi félagsins. Áætluð sala Hans Petersen hf. árið 2000 er 1.200 milijónir króna og hagn- aður 60 milljónir króna. í áætlun árs- ins er gert ráð fyrir að þréfalda sölu tengda stairænum vöram og þjónustu og má þá gera ráð fyrir að sú sala verði um 15% af heildarsölu fyrirtæk- isins. Samkvæmt þessari rekstraráætlun fyrirtækisins halda umsvifin áfram að aukast en vöxtur veltu milli 1999 og 2000 verður nærri 14%. Hildur Petersen, framkvæmda- stjóri Hans Pet- ersen hf. þráðlausa fiarskiptaheimin- um; „M-business“ eða „Mobile business". mPresence er hannað með samskipti einstaklinga í fiarskiptakerfum í huga og býður m.a. upp á hraðar og öruggar sendingar skila- boða. mPresence byggist á iPulse-tækninni sem þróuð var i samvinnu OZ.COM og Ericsson og sameinar notk- un Netsins, farsímaneta og hefðbundinna símneta. Með mPresence geta fyrirtæki í fiarskipta- og netþjónustu boðið notendum m.a. að spjalla á Netinu, finna aðra not- endur hvar sem er í heiminum, stunda netviðskipti og tengjast bæði landssíma- og farsímakerfum. OZ.COM sér um rekstur kerfisins og þjónustu við það. „mPresence tengir notanda á auð- veldan hátt við seljendur vöru og þjónustu á Intemetinu, lausnin inni- heldur alhliða notendaskrá, einnig samhæfða gjaldfærslu við viðkomandi símfyrirtæki og persónulega þjónustu fyrir notendur. Þessa eig- inleika geta t.d. síma- og farsímafyrirtæki sniðið að þörfum sinna eigin við- skiptavina," segir í frétt frá OZ.COM. Enn fremur er bent á að milljónir manna hafa nú vanist þeim þægindum sem fylgja samskiptum og viðskiptum á Netinu. Meg- inmarkmiðið með mPresence er að flytja þau þægindi yfir á þráðlausa netmarkaðinn. mPresence gerir not- endum einnig kleift að nýta til fulls og stjóma aðgengi sem þeir vilja að aðrir hafi að þeim um hin ýmsu sam- skiptanet. Þetta gerir mPresence með vitrænni stýringu (intelligent rout- ing) um síma- og tölvunetkerfi. mPresence gefur notendum sínum færi á samskiptum með einkatölvum, farsímum, lófatölvum, boðtækjum eða hefðbundnum simum, auk þess að bjóða upp á mismunandi form samskipta, hvort sem um er að ræða texta, tal, myndir eða tölvugögn. OZ.COM hefur átt í nánu samstarfi við sænska fiarskiptafyrirtækið Er- icsson. Þegar fyrirtækin kynntu iPul- se kom í ljós verulegur áhugi fiar- skiptafyrirtækja á að geta boðið heildarlausnir fyrir viðskiptavini sina. Svarið við þessum kröfum er mPresence sem tengir saman þjón- ustu á síma-, farsíma- og netmörkuð- unum, sem raunar eru óðum að renna saman í einn. mPresence er samhæft öllum nýjustu samskipta- stöðlunum. „mPresence mun bæta samkeppn- isstöðu fiarskiptafyrirtækja um allan heim, ekki síst þeirra sem minni eru í sniðum,“ segir Skúli Valberg Ólafs- son, framkvæmdastjóri OZ.COM. „Við erum að bjóða þjónustu sem ger- ir þeim kleift að keppa við stærri fyr- irtæki á þessum markaði og auka tekjur sínar." Skúli Valberg Ólafsson, fram- kvæmdastjóri OZ.COM. Hraðfrystihús Eskifjarðar með 103 milljóna króna hagnað - hagnaður af reglulegri starfsemi 29 milljónir Hraöfrystihús Eskifjaröar hf. Á nýliðnu ári var Hraðfrystihús Eskifiarðar hf. rekið með 102,9 millj- óna króna hagnaði samanborið við 212,2 milljónir króna árið áður. Hagnaður af reglulegri starfsemi var 29 milljónir króna og kemur fram í frétt frá fyrirtækinu að sú niðurstaða sé nokkuð í samræmi við það sem áður hefur verið upp- lýst um rekstur félagsins á árinu. Hagnaður af reglulegri starfsemi árið áður var um 142 miiljónir króna. Meginástæður minni hagnaðar eru þær að veiðar á uppsjávarfisk- um, loðnu og kolmunna gengu mjög illa seinni part árs, auk þess sem af- urðaverð loðnuafurða hefur verið lágt. Rækjuveiðar gengu líka illa á árinu. Bókfært eigið fé félagsins er nú 1.405 m.kr. og hefur aukist um 11% á milii ára. Hlutfall eiginfiár af heildareignum er nú um 27% en var 28,7% árið áður. Heildarfiárfestingar félagsins námu 930 milljónum kr. Settar voru stærri aðalvélar i Hólmaborg og Jón Kjartansson, ásamt nýjum spil- um og ýmsum búnaði fyrir veiðar með flottroll. Lokið var uppbygg- ingu rækjuverksmiðjunnar og hófst vinnsla þar í byrjun maí. Steypt var þró umhverfis lýsistanka, ásamt ýmsum fleiri framkvæmdum við fiskimjölsverksmiðjuna. Veiðar á loðnu hafa gengið mjög vel eftir áramót og er það ekki hvað síst að þakka veiðum eigin skipa í flottroll, en Jón Kjartansson og Hólmaborg fengu tæp 30 þúsund tonn í flottroll áður en veið- ar í nót hófust að nokkru marki. Verð á lýsi og mjöli er þó lágt um þessar mund- ir, sérstaklega á lýsi. Á meðan svo er hefir verið brugðið á það ráð að brenna lýsi í stað svartolíu, en verð á henni er tals- vert hærra en það sem hugsanlega fengist fyrir lýsi. Nokkur óvissa ríkir um verðþró- un þessara afurða á næstunni. Rækjuveiðar á heimamiðum dróg- ust mjög saman sl. ár en virðast heldur vera að glæðast í dag. Verk- smiðjan mun því sem áður byggja töluvert á vinnslu iðnaðarrækju. Þá er verð á bolfiskafurðum hagstætt. Umbreyting á smásölumarkaði handan við hornið - segir Viöskiptastofa Landsbankans Viðskiptastofa Landsbankans tel- ur líklegt að opnun og umbreyting fyrirtækja á smásölumarkaði sé handan við homið. í Markaðsyfir- liti í gær segir að markaðsaðstæður séu hagstæðar og munu fyrirtækin verða kærkomin viðbót við þau fyr- irtæki sem nú eru skráð á Verð- bréfaþinginu og gera fyrir- tækjaflóru Veröbréfaþingins enn fiölbreyttari. Á heildina litið ætlar Viðskipta- stofa Landsbankans að afkoma fyr- irtækja í smásöluverslun hafi verið ágæt á nýliðnu ári. í Markaðsyfirliti segir þó að það veki athygli að þrátt fyrir stórar rekstrareiningar séu mörg félög í smásöluverslun enn lokuð fyrir fiárfestum, t.a.m. í mat- vöru- og byggingavöruverslun. Bent er á að mikil samkepnni hef- ur rikt á smásölumarkaði síðustu misseri og hefur það leitt til aukinn- ar samþjöppunar. Rekstrareiningar hafa verið að stækka en um leið hef- ur aðilum verið að fækka. Samfara uppgangi í efnahagslífinu hefur einkaneysla aukist og velta fyrir- tækja í smásöluverslun aukist að sama skapi. Viðskiptastofa Lands- bankans bendir á að þjóðhagsspá gerir ráð fyrir áframhaldandi aukn- ingu einkaneyslu þó svo aukningin verði nokkuð minni en síðustu 2 ár. „Gera má ráö fyrir áframhaldandi aukningu í byggingavöruverslun, m.a. vegna hraðvaxandi uppbygg- ingar á höfuðborgarsvæðinu og eins mun framboð verslunar aukast tölu- vert þegar Smáralindin kemst í gagnið," segir í Markaðsyfirliti Landsbankans. Hagnaður MP Verðbréfa 30 milljónir Hagnaður MP Verðbréfa hf. á ár- inu 1999 var 29,9 milljónir króna. Hefur þá verið tekið tillit til 14,4 milljóna króna tekjuskatts. Eigið fé félagsins nam 134,4 milljónum í árs- lok samkvæmt efnahagsreikningi. Niðurstöðutala hans var kr. 287,5 milljónir. Eigin- fiárhlutfall fé- lagsins var 33,6% í árslok 1999 en má lægst vera 8%. Efnahagur MP Verðbréfa hf. er því afar traust- ur. Starfsmenn eru nú 10 talsins í níu og hálfu stöðugildi. í frétt frá MP Verðbréf- um segir að góðan árangur fyrir- tækisins beri að skoða í ljósi þess að fiármálamarkaðir voru afar hag- stæðir fyrir félög í greininni á síð- asta ári. Margeir Pétursson er aðal- eigandi félagsins. Hagnaður Héðins hf. lækkar um 64% Héðinn hf. var rekinn með 37 milljóna króna hagnaði á árinu 1999. Árið áður var hagnaður fyrir- tækisins 103 milljónir króna og versnaði afkoman því um 66 millj- ónir króna á milli ára. Helstu ástæður versnandi afkomu eru minnkandi fiárfesting í fiskimjöls- iðnaði ásamt hækkun á innlendum kostnaðarliðum, þar með talið launaþróun ársins. Afkomuviövörun frá Loðnu- vinnslunni Samkvæmt drögum að ársupp- gjöri Loðnuvinnslunnar h/f fyrir árið 1999 sem nú liggur fyrir kemur í ljós að tap ársins er talsvert meira en gert hafði verið ráð fyrir. í af- komuviðvörun frá félaginu segir að tap af reglulegri starfsemi sé þó svipað og búist hafði verið við, en til viðbótar komi sölutap vegna sölu á m/s Hoffelli SU 80 sem selt var í desember 1999. Indverjar kaupa risa-tefyrir- tæki Miklar sviptingar eiga sér nú stað á temarkaði heimsins en ind- verska tefyrirtækið Tata Tea Ltd er í þann mund að festa kaup á einu stærsta tefyrirtæki Bretlands, Tetley Group, fyrir 271 milljón sterlingspund, eða sem jafngildir rúmlega 31 milljarði íslenskra króna. Tata Tea er í eigu stærstu samsteypu iðnfyrirtækja í Indlandi, Tata Enterprises. Yfirtakan á Tetley Group er sú umfangsmesta sem indverskt fyrirtæki hefur ráð- ist í á Vesturlöndum. 7,1% hagvöxtur í Kína Landsframleiðsla í Kína jókst um 6,8% í Kína á ári miðað við síðasta ársfiórðung 1999. í heild var hag- vöxtur á árinu 7,1% en árið á und- an var vöxturinn 7,8%. Verðbólga var aðeins 1,4% árið 1999 en árið 1998 var 1,3% verðhjöðnun. Svona mikill hagvöxtur í Kina jafngildir efnahagslægð því til að standa und- ir nauðsynlegum fiárfestingum vegna mannfiölda þarf hagvöxtur að vera nálægt 11%. Lækkun í Bandaríkjunum dregur Evrópu niður Dow Jones lækkaði mikið á föstudaginn og fór niður fyrir 10.000 stig. Þetta hefur valdið þvi að evrópsk hlutabréf hafa fylgt Dow eftir. Dax-vísitalan í Þýskalandi lækkað um 2% í gær, þrátt fyrir góða afkomu Daimler Chrysler en tekjur félagsins jukust um 19%. FTSE-vísitalan í Englandi lækkaði mikið strax við opnun í gærmorg- imn en náði sér nokkuð á strik þeg- ar líða tók á daginn. Það sama má segja um CAC-vísitöluna í Frakk- landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.