Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2000, Blaðsíða 24
36 ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 TVW (jBfetörtn ^ JSl _________________ ReYniviður á íslandi í kvöld kl. 20.30 halda skógrækt- arfélögin á höfuðborgarsvæðinu opinn fræðslufund í sal Ferðafé- lags íslands, Mörkinni 6. Aðaler- indi kvöldsins flytur Siguröur Blöndal, fyrrver- andi skógrækt- arstjóri. Fjallar hann um trjáteg- undina reynivið en hann hefur viðað að sér afar miklum fróðleik um þessa áhuga- verðu trjátegund. Sigurður mun auk þess að fjalla um reynivið sýna myndir og miðla af sínum mikla fróðleik. Fyrrverandi reykingafólk, sem hefur sótt námskeið á vegum NFLl í Hveragerði, heldur stuðn- ingsfundi kl. 17.30 á þriðjudögum í Menningarmiðstöðinni i Gerðu- bergi. Kvenfrelsis- og jafnréttismál Málefnahópur Samfylkingar- innar í Reykjavík um kvenfrelsis- og jafnréttismál kemur saman í húsnæði Hlaðvarpans við Vestur- götu kl. 20. Efni fundarins eru drög að nýjum jafnréttislögun sem til meðferðar eru í nefndum þings- ins og væntanleg eru til umræðu á vordögum í endurbættri mynd. Samkomur Guðrún ögmundsdóttir þing- kona mætir á fundinn og gerir grein fyrir meginmuni gömlu og nýju laganna, væntanlegri með- ferð málsins og löngu tímabærum umbótum í meðferð jafnréttismála hér á landi. Allir sem áhuga hafa á málefn- inu eru velkomnir á fundinn. Félag aðstandenda alzheimerssjúklinga FAAS heldur félagsfund á dval- arheimilinu Hrafnistu við Laugar- ás i Reykjavík kl. 20.30 í kvöld. Björn Einarsson öldrunarlæknir ílytur erindi um sjúkdóminn lewy body og picks í tengslum við alzheimer. Allir velkomnir. Verðbréfaviðskipti Endurmenntunardeild Félags háskólakvenna er með námskeið 29. febrúar og 7. mars um verð- bréfaviðskipti og fjárfestingar- kosti. Námskeiðiö er haldið i Odda. Stjómandi námskeiðisins er Steinþór Baldursson, sjóðstjóri hjá Fjárvangi. Námskeiðið er opið öllum. Félag eldri borgara í Reykjavík í dag verður skák kl. 13 og al- kort kennt og spilaö kl. 13.30. Þá mun leikhópurinn Snúður og Snælda sýna leikritið Rauðu klemmuna á morgun. Siguröur Blöndal. Örlygur Smári, höfundur sigurlagsins í Söngvakeppni Sjónvarpsins: Spennctndi tími fram undan „Þetta var afskaplega skemmtOeg reynsla, ég átti tvö lög af þeim fimm sem valin voru til flutnings, þannig að ég gerði mér smávonir um sigur, enda fer maður ekki í svona keppni nema til þess að vinna. Ég var samt afskaplega hissa þegar ég fékk að vita að tvö lög eftir mig hefðu náð inn í keppnina," segir Örlygur Smári, höfundur Hvert sem er, en það lag sigraði í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2000 og verður það framlag Islands í Eurovision í Svíþjóð í vor. Örlygur var spurður hvort hann hefði samið lög sín tvö, Hvert sem er og Segðu mér, sérstaklega fyrir þessa keppni: „Alls ekki, ég átti þau í fór- um mínum. Þannig var að ég ákvað ekki fyrr en á síðustu stundu að senda inn lag og þá var enginn tími til að fara að setjast niður og semja svo ég fór í nokkuð stórt lagasafn sem ég á og pikkaði út tvö sem ég taldi passa fyrir tilefnið og bæði komust þau síðan áfram, sem var frábært." Örlygur segir að nú taki tími við sem fari í að gera lagið skothelt eins og hann segir: „Ég fæ góða aðstöðu og tíma til að fínpússa lagið. Þar sem ekki er lengur hljómsveit í Eurovisionkeppn- inni sjálfri þá er lagið fullunn- ið hér heima og tónlistin verður flutt af bandi en söngvarar og bakraddir flytja að sjálfsögu sitt „live“. Ég reikna ekki með að breyta laginu, alla vega er það ekki i myndinni eins og er, heldur aðeins slípa það til, en segja má að ég sé ekki alveg kominn niður á jörðina enn þá svo það er aldrei að vita hvemig lokaút- gáfan verður." Örlygur hefur aldrei áður sent lög í lagakeppni þótt hann sé lengi búinn að vera í músík- inni og semja lög: „Ég hef verið í mörgum hljómsveit- um, enda byrjaði ég snemma, í alls konar skólahljómsveitum og bílskúrssveitum, og hef víða komið við á ferlin- um sem hefur samt ekki verið mjög áberandi hing- að til. Þetta hefur allt ver- ið gert af einskærum áhuga hing- að til. Sú hljómsveit sem ég var í og lang- lífúst var hét Kirsuber og fórum við víða í henni og spiluðum. Þá söng ég i uppfærslunni á Carmen Negra í ís- lensku óperunni en hef lltið gert síðan. Nú er bara að vona að einhver breyting verði þar á. Það er alla vega mjög gott púst að vinna í keppni sem þessari. Örlygur hefur að undanfömu unnið á fast- eignasölu og segir að fyrir utan tónlistina séu íþróttir helsta áhugamál hans. Ör- lygur er í sambúð með Svövu Gunnarsdóttur og eiga þau eina dóttur á öðru - ári sem heitir Malín. -HK Maður dagsins Loönan hefur mikiö aö segja um afkomuna í sjávarútveginum og miklu skiptir hvort loönuveiöin er góö eöa ekki. All- an febrúarmánuö hafa loönuskipin veriö aö veiöum og þótt veiöin hafi fariö rólega af staö þá var um tíma mokveiði og viröist sem þessi loönuvertíö verði allgóö. Á myndinni sést Faxi, skip Faxamjöls, koma til hafnar í Reykjavik eft- ir vel heppnaöan loönutúr. DV-mynd S * Vt X A# 1 Í I w m Íl / -m k A í && . wk H* Hvítt: Gylfi Þórhallsson Svart: Thomas Emst Hvítur á leik Einhver frægasta skák Gylfa Þórhallsonar frá Gausdal 1992. Sænski stór- meistarinn Thomas Emst fékk fékk heldur betur á baukinn 29. Rg8+ Hxg8 30. DÍ7+ Kd6 31. Hdl Hg7 32. Ba6+ Ke5 33. Df2 Dh4 34. g3 Hxc2 35. Hel+ Kd5 36. Bb7+ Kd6 37. Df8+ Kc7 38. gxh4 Hg6 39. h5 Kxb7 40. hxg6. 1-0. Skákþing Akureyrar 2000, febrúar 2000: Guð- mundur Daðason sigraði með 5 vinninga i 7 skákum. í 2.-3. sæti urðu Ólafur Kristjánsson og Jón Björg- vinsson með 4V2VÍnning. Skúli Torfason sigraði í b- flokki með 5'/2 vinning í 7 skákum. Hraðskákmót Ak- ureyrar 2000: Jón Björg- vinsson sigraði með 16 vinninga í 19 skákum. Ann- ar varð Gylfi Þórhallsson með 15*/2 vinning. í 3.-4. sæti urðu Áskell öm Kára- son og Þór Valtýsson meö 15 vinninga. Skák Umsjón: Sævar Bjarnason Aflamark Myndgátan hér aö ofan lýsir hvorugkynsoröi. Víkingur hefur forystuna í deildar- keppninni í 1. deild kvenna FH-Víkingur keppa um deildar- meistaratitilinn Deildakeppninni í handboltan- um fer nú að ljúka og við tekur úrslitakeppnin um íslandsmeist- aratitilinn. Mikil spenna hefur verið hjá konunum í 1. deildinni í vetur og er ekki mikill munur á öllum þeim átta liðum sem keppa munu um titilinn. í síðustu um- ferðinni í kvöld fyrir úrslita- keppnina leika FH og Víkingur og mun þessi leikur skera úr um það hvort liðið verð- ur deildarmeistari. Vikingur stendur mun betur að vígi þar sem liðið þarf aðeins að ná jafn- tefli til að vinna deildina, er með tvö stig á FH sem aftur á móti er með hagstæðara markahlutfall og þar sem FH er á sínum heimavefli í Kaplakrikanum eru líkumar nokkrar á sigri þess. Tveir aðrir leikir í deildinni eru í kvöld. Á Seltjamarnesi leika Grótta KR-Fram, en bæði þessi lið eru ömgg um sæti í úrslitakeppn- inni, og ÍBV-Valur sem einnig munu taka þátt í úrslitakeppn- inni. Fjórði leikurinn er svo ann- að kvöld og munu þá Haukar taka á móti ÍR í Strandgötunni í Hafn- arfirði. Á morgun verður leikin heil umferð í 1. deild karla og eru margir spennandi leikir á dag- skrá. íþróttir Bridge Það skiptir verulegu máli fyrir vestur hvaða útspil hann velur gegn þremur gröndum eftir tiltölulega einfaldar sagnir. Þegar spilið kom fyrir í sveitakeppni í Danmörku fann vestur útspfl sem var ansi dýr- mætt þegar upp var staðið. Þeir sem hafa gaman af því að spreyta sig á sama vandamáli skoði aðeins hönd vesturs og sagnimar áður en lengra er haldið. Norður gjafari og enginn á hættu: * DG9732 * 75 * G743 * D * K1054 V KD43 * K98 * 74 * Á 4» 10862 * - * ÁKG108652 Norður Austur Suður Vestur 2 ♦ pass 3 grönd p/h Tveggja tígla opnun norðurs var multisagnvenja, sýndi veik spil með 6 spil í öðrum hvorum hálitanna. Suður ákvað að taka mikla áhættu þegar hann stökk í þrjú grönd. Sú áhætta hefði vel getað tekist ef vest- ur hefði ekki hitt á rétta útspflið. Vest- ur hugsaði sig um í 5 mínútur áður en hann spilaði út tíguláttunni. Vömin tók þannig 9 fyrstu slagina á rauðu litina (vestur kallaði í hjarta með hjartaþristi) áður en sagnhafi komst að í spilinu. Ef vestur hefði valið að koma út í svörtum lit hefði sagnhafi tekið 9 fyrstu slagina. Hvaða útspil valdir þú, lesandi góður? ísak öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.