Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2000, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 Neytendur Verökönnun á fiski: Ysan hefur hækkað um 25% á einu ári Dagana 22. og 23. febrúar kannaöi Samkeppnisstofnun verð á fiski í 17 fiskbúðum og 12 matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Sambærileg könnun fór fram á sama tíma í fyrra. Sem dæmi um verðbreytingar á einstökum tegundum má nefna að ýsuflök hafa hækkað um 20% á tímabilinu, heil ýsa um 26% og rauðsprettuflök um 22%. Fiskur hef- ur hækkað mikið að undanfömu og má m.a. nefna að ýsuflök hafa að meðaltali hækkað um 44% á síðast- liðnum tveimur árum. Gífurlegur munur Þegar verömunur milli verslana er skoðaður kemur í ljós að hann er í mörgum tilfellum mjög mikill. Stórlúða í sneiðum er ódýmst í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði á 898 krónur kílóið en dýrast í fiskbúð- inni Nethyl 2 á 1398 krónur kílóið. Verðmunurinn er 56%. Heil smálúða er ódýrust í flskbúð- inni Amarbakka 4-6 á 590 krónur kílóið en dýrust í Fiskbúðinni okk- ar og Nóatúni á 998 krónur kílóið. Munurinn er 69%. Smálúðuflök voru ódýrust í Fisk- búð Einars á 890 krónur kílóið en dýrast í Nýkaupi og Nóatúni á 1198 krónur kílóiö. Munurinn er 35%. Rauðsprettan misdýr Saltfiskur, eins og sjávarútvegsráöherrann heldur á, hefur hækkaö um 17% á einu ári. Heil ýsa sem hefur hækkað um 26% á einu ári er ódýrust í fiskbúð- inni Sæbjörgu á 365 krónur kílóið en dýrust í Nóatúni á 498 krónur kílóið. Verðmunurinn er 36%. Fiskhakk úr ýsu er ódýrast i Ný- kaupi á 599 krónur kílóið en dýrast í Fiskbúðinni okkar á 998 krónur kílóið. Verðmunurinn er 67%. Þeir sem era hrifnir af tilbúnum fiskréttum ættu að kaupa ýsu í sósu hjá fiskbúðinni Árbjörgu þar sem hún er ódýrast á 730 krónur. Dýrust er ýsa í sósu í Nýkaupi á 998 krónur. Verðmunurinn er 37%. Útvötnuð saltfiskflök eru ódýrast í fiskbúðinni Skaftahlíð 24 á 650 krónur kílóið en dýrust í Fiskbúð- inni okkar á 995 krónur. Verðmun- urinn er 53%. Þeir sem vilja kaupa rauösprettu í soðið ættu að vanda valið því verðmunur á rauðsprettu milli verslana er gífurlegur. Rauð- sprettuflök eru ódýrust í Nóatúni á 639 krónur kílóið en dýrust í Fisk- búðinni okkar á 1150 krónur. Verð- munurinn er 80%. Það er því ljóst að betra er að kanna verðið vel áður en nokkuð er keypt í soðið. -GLM Verðkönnun á fiski Lægsta verö Hæsta verö Mismunur á hæsta j og lægsta Stórlúöa í sneiöum 898 1398 56% Smálúða heil 590 998 69% Smálúöuflök 890 1198 35% Ýsa, heil, hausuð og slægö 365 498 36% Ýsuflök meö roöi 675 899 33% Rskhakk (Ýsa) 599 998 67% Ýsa i sósu 730 998 37% Saltfiskflök, útvötnuö 650 995 53% Ýsuflök, reykt 639 1150 80% Franskur kjúklingur Þessi franski kjúklingaréttur er sannkallaöur herramannsrétt- ur. Uppskrift 1 msk. ólífuolía 1 niöurskorinn laukur 1 hvítlauksrif, niðursneitt 1/2 bolli beikon 1 kjúklingur 2 msk bráðið smjör 2 sellerístilkar, skornir i femt 8 litlar gulrætur 2 litlir kúrbítar, skomir í bita 8 litlar kartöflur 2 1/2 bolli kjúklingakraftur 2/3 bolli þurrt hvítvín fersk basillauf ferskt rósmarín 1 msk. mjúkt smjör 1 msk. hveiti salt og svartur pipar Aðferö 1) Hitiö ofninn í 200 gráður. Hitið ólífuolíuna á pönnu og steikið laukinn, hvítlaukinn og beikonið í 5-6 mínútur. 2) Penslið kjúklinginn með bráðnu smjöri og kryddið hann vel. Setjið hvítlaukinn, beikonið og laukinn i eldfast mót og kjúklinginn þar ofan á. Raðið öllu grænmetinu þar í kring. Hellið kjúklingakraftinum og Þessi franski kjúklingaréttur er sannkallaöur herramannsréttur. hvítvíninu yfir kjúklinginn. Lát- ið kjúklinginn steikjast í 20 mín- útur og penslið hann þá aftur með smjöri og látið hann steikj- ast í 25-30 mínútur í viðbót. 3) Hrærið saman mjúku smjör- inu og hveitinu og bætið við vatni eftir þörfum. Látið allt malla saman í potti og kryddið eftir smekk. Bætið fersku krydd- jurtunum saman við. Athugið að sósan á að vera mjög þykk. 4) Skerið kjúklinginn í bita og raðið græmetinu á disk með hon- um. Hellið sósunni yfir grænmet- ið. -GLM Harðar inn- heimtuaðgerðir Tæknivals - þrettán ára dreng hótaö lögfræðingi „Forsaga málsins er sú að við for- eldrar Birkis sem er 13 ára gáfum honum og systur hans Sony Playstation-tölvu í jólagjöf sem við keyptum í BT-tölvum. Síðan var ákveðið að kaupa einnig auka- stýripinna og stýri til að hafa þetta sem skemmtilegast. Birkir var meira inni í þessum málum svo hann hringdi sjálfur í BT og Tækni- val og pantaði aukahlutina í póst- kröfu. Hlutirnir komu, viö greiddum póstkröfuna og allir undu glaðir við sitt um jólin,“ segir Þorsteinn Sveinsson, fósturfaðir Birkis Más Ingimarssonar, 13 ára drengs sem fékk óskemmtilegt bréf frá Tækni- vali á dögunum. Birkir fékk svo sent innheimtubréf frá Tæknivali í síðustu viku, stílað persónulega á hann, sem innihélt lokaviövörun þar sem hann honum var tjáð að hann skuldaði Tæknivali 2000 krón- ur og ef hann borgaði ekki innan tíu daga yrði skuldin send til lögfræð- ings. „Auövitað var honum alls ekki sama og okkur finnst þetta full- harkalegar aðgerðir af hálfu Tækni- vals. Staðreyndin var sú að skráð var röng upphæð á póstkröfuna sem við greiddum eða 7980 krónur en rétt upphæð var 9980 krónur. í tölvu Tæknivals var því 2000 króna mis- munur. Sorglegast við þetta allt saman er þó að ekki var haft sam- band við Birki fyrr en með þessu lokaviðvörunarbréfi og við það get- um við foreldrar hans ekki unað því hann er nú aðeins þrettán ára.“ Að sögn Klemensar Amarssonar, fjármálastjóra Tæknivals, er hér um einstakt tilfelli að ræða: „Versl- unarstjórinn hefði auðvitað átt að hafa samband við hann áður en bréfið var sent og fyrst póstkrafan var vitlaus er sökin auðvitað okkar. Við erum nýbúnir að taka í notkun nýtt tölvukerfi og sennilega hefur sá sem gerði þetta ekki haft næga yfir- sýn yfir málið.“ Bætiefni við ýmsar að- stæður Höfuðverkur Þessi vítamín og steinefni hafa reynst áhrifarík gegn höf- uðverk: 100 mg af níasíni þrisvar á dag. 100 mg af B-vítamíni tvisvar á dag. Kalk og magnesíum (rétta hlutfallið er tvöfalt meira af kalki en magnesíum) sem eru hin róandi lyf náttúrunnar. Brjóstsviöi Flest sýrueyðandi efni á markaðnum innihalda ál sem truflar efnaskipti kalks og fos- fórs. Líklega er hollara að taka 5 beinmjölstöflur á dag með mat og drekka vel af vatni í stað þess aö taka sýrueyðandi efni. Gyllinæð Næstinn helmingur fólks yfir fimmtugt þjáist af gyllinæö. Rangt mataræði, hreyfingar- leysi og harðar hægðir eiga sinn þátt í því. Kaffi, kakó, kók og súkkulaði auka óþægindin frekar með því að stuðla að endaþarmskláða. Hrjái gyllin- æð þig er gagnlegt að taka inn eina matskeið af klíði þrisvar á dag, auk 1000 mg af C-vítamíni tvisvar á dag til að græða himnur og þrjú acidophilus- hylki þrisvar á dag. Flugþreyta Þeir sem fljúga mikið á milli landa og tímabelta kannast við þau vandamál sem fylgja rösk- un á dægursveiflu líkamans. Til að hjálpa kerfinu að vinna upp á móti þessari röskun þarftu eftirfarandi vítamín: B-vitamín gegn streitu fyrir og eftir hádegi, (taktu fyrstu töfluna um borð í vélinni). E-vítamín, 400 a.e. tvisvar á dag. Verkir í fótleggjum Auktu kalkneyslu. Reyndu eina húðaða kalk-og magnesíumtöflu með morgun- mat og kvöldmat ásamt húðaðri fjölsteinatöflu. E-vítamín hefur reynst vel við harðsperrum. Al- gengustu skammtar við þeim eru 400-1000 a.e. af E-vitamíni 1-3 sinnum á dag. Tíðahvörf Vegna þeirra áhættu sem fylg- ir estrógenneyslu hefur fjöldi kvenna leitað annarra leiða til að lina óþægindi breytinga- skeiðsins. 400 a.e. af E-vítamini 1-3 sinnum á dag getur dregið úr hitaköstum margra þeirra. 600 mg af B-vítamíni gegn streitu tvisvar sinnum á dag virðist líka hjálpa konum við tíðalok. -GLM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.