Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2000, Blaðsíða 12
12 ÞRIDJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 Skoðun !DV ipurning dagsins Hvernig finnst þér evróvisionlagið? Linda Dagmar Hallfreðsdóttir, 19 ára nemi: Mér líst ekkert sérstaklega vel á þaö og er ekki bjartsýn. Benedikt Einarsson, 18 ára nemi: Ég er ekki búinn aö heyra þaö. Var að koma frá útlöndum. Sigtryggur Helgason, Ijósálfur: Þaö er þolanlegt, ég er raunsær og spái því 16. sæti. Ágúst Sverrir Daníelsson, 17 ára nemi: Mér fannst þaö fínt en stelpan heföi mátt syngja betur. Davíð Ingi Daníelsson, 15 ára nemi: Mér fannst lagiö ágætt en ég tók ekki þátt í aö velja þaö. Ástá Lilja Magnúsdóttir verslunarstjóri: Mér fannst þaö evróvisionvænt, ekki spurning um gott eöa slæmt! Nesbú á Vatnsleysuströnd. Síöastliöin 33 ár hefur öllum hænsnaskít frá búinu veriö sturtaö í sjðinn eöa á opiö svæöi neðan við búiö. Mengun á Ströndinni „Hundaskítur og hrossatað, hvað er nú það?“ sagði meistari Kjarval eitt sinn. Það dettur mér líka í hug er ég hugsa til umhverf- isins við Nesbú á Vatnsleysuströnd, en þar er annað stærsta eggjabú á íslandi. Síðastliðin 33 ár hefur öllum hænsnaskít frá bú- inu verið sturtað í sjóinn eða á opið svæði neðan við búiö, sem stendur i landi jarðarinnar Hlöðversness, sem er fyrrum ríkisjörð. Þama hefur þúsundum tonna af skít verið sturtað þann tíma sem búið hefur starfað. Margra metra þykkir skaflar eru þama og geysistór gryfja með háum görðum umhverfis. Á sumrin kraum- ar í skítnum og mikil gerjun, og rýk- ur úr af hitanum. Síðast í janúar var verið að losa þama skit. Á síðasta ári hefur þó verktaki á Suðurnesjum selt „í dag eru þessar tjarnir ekki til lengur. Búið að fylla þœr af hcensnaskít og móann fyrir ofan, þar sem varpið var. “ vamarliðinu einhvern skít til upp- græðslu á varnarsvæðunum. Þegar ég var að alast upp á Strönd- inni man ég eftir þessu svæði sem Vatnagarðar. Þar voru tjamir þar sem endur syntu með unga sina ásamt öðrum fuglum ýmissa teg- unda. Gaman var að stoppa þarna og virða fyrir sér þetta fagra fuglalíf. í dag eru þessar tjamir ekki til leng- ur. Búið að fylla þær af hænsnaskít og móann fyrir ofan, þar sem varpið var. Þvílik náttúruspjöll og níöings- háttur gegn náttúrunni! Að sjálf- sögðu eiga svona risabú að hafa bún- að af fullkomnustu gerð til geymslu á úrganginum og fjarlægja hann síð- an af svæðinu. Það er mitt álit að þetta bú þoli ekki meiri stækkun á þessum stað, svo nærri íbúabyggð sem er í dag- legu tali nefnd Brunnastaðahverfi, þó svo að byggðar yrðu miklar safn- þrær sem ekki á að gera. Mengun frá loftræstikerfi búsins er of mikil, og hún er mikil, ábyrgðin sem þeir aðilar taka sem leggja blessun sína á og gefa grænt ljós á svona fram- kvæmd. Framsóknarflokkurinn fer með landbúnaðarmál og umhverfismál. Ráðuneyti þessara málaflokka hefði átt að gera úttekt á þessu, því þarna er um risaverksmiðju að ræða. Ráð- herrar þessara mála munu fara frá með skömm er þessu kjörtímabili lýkur, líkt og heilbrigðisráðherra sem hefur staðið sig mjög illa með því að gefa sjúkraskrár fólks sem á þær sjálft. Það er kominn tími til fyrir Framsóknarflokkinn að biðja Guð að hjálpa sér, líkt og séra Sig- valdi í leikritinu forðum. Hann verður ekki þungur, atkvæðakass- inn þeirra í næstu kosningum. Skarphéðinn Einarsson skrifar: Er þetta lif, eða Sigríður Jóhanns Oskarsdóttir skrifar: í Hafnarflrði á heima gamall mað- ur, einstæðingur, 83 ára gamcill. í áraraðir vann hann sem ketil- og plötusmiður við skipasmíðar, erfið- isvinnu sem reyndi bæði á orku huga og handar. Engum blandast hugur um að þessi vinna var fram- kvæmd í þágu þjóðfélagsins. Hann býr í litlu húsi sem hann á og fær mat í hádeginu 5 daga í viku hverri sendan frá sjúkrahúsi, en hina tvo dagana er hann afskiptalaus.Fyrr á ævinni fann hann til brjóskloss í baki, en þá voru engin ráð til hjá læknum, en gamli maðurinn vann „Virðist nú enginn, og allra síst ráðamenn, muna œvi- starf hins einstœða öldungs í þarfa lands og þjóðar. Manns sem m.a. skaut stoðum und- ir möguleika til frœðslu og tœknivœðingar heilbrigðis- kerfisins í landinu. “ samt með aðstoð verkjalyfja sér og sínum til lífsbjargar. Nú hallar undan fæti og elli kerl- hvað? ing segir til sín fyrir alvöru. Brjósklos í hné er komið á það stig að hann getur lítið hreyft sig innan- húss hvað þá farið út fyrir dyr. Þeg- ar leitað er eftir sjúkrahúsplássi er svar þjóðfélagsins að hann verði að bíða um ófyrirsjáanlegan tíma vegna fækkunar sjúkrarúma, en þekking og tækni er fyrir hendi. Virðist nú enginn, og allra síst ráða- menn, muna ævistarf hins einstæða öldungs í þarfa lands og þjóðar. Manns sem m.a. skaut stoðum und- ir möguleika til fræðslu og tækni- væðingar heilbrigðiskerfisins í landinu. - Er þetta annars nokkurt líf, eða hvaö? Dagfari . Breiddargráðan gleymdist Nútima íslendingar hafa glutrað nið- ur hæfileika forfeðranna í glímunni viö harðbýlt land og grimmlynd veður. Það gera hlý híbýli og bílar sem menn telja aö komist hvert sem er og hvenær sem er. Einkum er þó um að kenna stöðugum utanlandsferðum landans og aðallega ferðum á fjarlægar sólar- strendur. Þar hafa íbúar hins norðlæga lands komist í kynni við bilífi og þæg- indi suðrænna manna og halda að þeir geti hegðað sér alveg eins. Auk þess treystir landinn á tækn- ina og aö mönnum sé sagt hvemig sitja skal og standa. Þannig treysta menn í blindni á farsíma alls konar, allt þar til þeir gleymast rétt fyrir ferðalag eða verða straumlausir. Stað- setningartæki fjallamanna þykja ómissandi en því miöur eru allt of fáir með þau þegar á reynir. Þá sanna dæmin að veðurspár segja ekki nema hálfa söguna. Hver vetrarhvellur- inn á fætur öðrum hefur dunið á okkur án þess að veðurstofustjóri og hans menn áttuðu sig á því. Þá eru og mörg dæmi þess að miklum óveðrum hafi verið spáð án þess aö þau kæmu. Allt veldur þetta því að menn eru orðnir ruglaðir í ríminu. Þeir hafa gleymt því, í heitu íbúöunum, upphit- uöu pottunum, sundlaugunum og lesandi sólar- landabæklingana aö hér gerir fantaveöur, storm og stórhríöar. Undanfarin ár hafa landsmenn nefnilega staðið í þeirri meiningu að hér væri fremur veðurblítt yfír vetrartímann. Vetur hafa verið mildir og yf- irleitt snjóléttir. Því hafa flestir van- ist því að komast leiðar sinnar á hvaða smátík sem er. Nú þegar Vet- ur konungur minnir ærlega á sig standa allir og gapa. Þeir hafa gleymt þvi, í heitu íbúðunum, upp- hituðu pottunum, sundlaugunum og lesandi sólarlandabæklingana að hér gerir fantaveður, storm og stór- hríðar. Á ýmsu höfum við stjórn en ekki því hvenær Hekla eða önnur eldfjöll senda okkur túristagos. Auðvitað er hentugra að Hekla gjósi í ágúst en febrúar. Gjósi hún í febrúar, eins og nú, fara menn til þess að horfa á, hvað sem tautar og raular. Sól- brenndir íslendingar, nýkomnir frá Kanarí, skella sér til að skoða. Þeir muna ekki eftir þvi að Hellisheiðin er alvörufjall- vegur og veöravíti getur verið í Þrengslum. Stóru og flnu jepparnir sitja fastir vegna þess að eigend- ur smábílanna eru búnir að gleyma því á hvaða breiddargráðu þeir búa. Þess vegna sátu hundruð bíla í súpunni og bók- staflega í þrengslum. Efcgfati Samúðin öll með þeim Vegna athugasemda Öldu við grein mína um hagvöxt o.fl., sem birtist 16. þ.m. í DV, skal þess getið að með orðunum, „að lítið hafi farið fyrir þeim sem telji sig hafa verið hlunnfarna í lífsgæða- kapphlaupi undanfar- inna ára“ var ætlunin ekki að vega að einum né neinum og allra síst einstæðum foreldrum, öryrkjum og öðrum láglaunahóp- um. Samúð mín er öll með þeim. Þessir hópar eru vart ábyrgir fyrir hinni gegndarlausu aukningu skulda einstaklinga liðinna ára, og því síður er viðskiptahallinn á ábyrgð þeirra. I niðurlagi setningar- innar er vísað til rigs milli laun- þegahópa þar sem einn telur sig yfir annan hafinn og vilji nú rétta hlut sinn. - Hafi skrif mín sært einhvern bið ég hinn sama velvirðingar þvi slíkt var ekki ætlun mín. Þakkir frá Svarta svaninum Rekstraraðli Svarta svansins skrifar: Við á Svaninum viljum koma á framfæri að hánn var afskaplega glaður að sjá greinina sem birtist í blaðinu í DV 22. feb. 2000. Þar fjallar lesandi um hversu steikta ýsan hjá okkur er góð, en heiti maturinn í há- deginu hefur verið hjá okkur i rúmt ár og fengið sérdeilis góðar viðtökur. Margir svangir magar mæta reglu- lega til að metta sig og erum við stolt af komu þeirra aftur og aftur, það segir sitt. Svarti svanurinn skorar á þá sem ekki hafa smakkað matinn hjá okkur að gera sér ferð og smakka. - Svarti svanurinn þakkar fyrir hlý orð i sinn garð. Skálað vlð Kaffi Reykjavík. Svona vantar í gömlu hverfín. Kristjón Kolbeins skrifar: Veitingastöðum verulega misskipt Kjartan Kjartansson hringdi: Maður heyrir af nýjum og nýjum veitingastöðum í miðborg Reykjavík- ur. Þar verður senn allt yfirfullt af þessari starfsemi og má þá búast við að einhverjir þessara staða sjái ekki sólarljósið nema í skamman tíma. Hins vegar vantar sárlega kaffi- og veitingahús í íbúðahverfum borgar- innar, og tek gamla vesturbæinn sem dæmi þar um. Ekkert kaffihús frá Aðalstræti allt vestur að Eiðis- torgi, að undanskildum Kaffivagnin- um, en hann lokar snemma. Það er góður grundvöUur fyrir svona kaffi- stofum eða litlum veitingastöðum í íbúðahverfunum. Ég skora á fram- takssama aö skoða málið. „Slettum“ mikið Þ.G. skrifar: íslendingar eru þekktir að því að „sletta" í máli sínu. Þetta er afar þreytandi á að hlýða. Þeir þyrftu að læra íslenskuna betur og framburð- inn líka. Verst er að þetta málfar er komið í útvarpsstöðvarnar og krakkar hafa tekið sjúkdóminn og munu líklega halda sinum sið þótt þau fuUorðnist. Mörgum finnst fínt að „sletta" en það er algjör mis- skUningur og margir munu sjá eftir þessu síðar þegar þeir þurfa á því að halda að tala fyrir framan margt fólk og verða að athlægi fyrir. DVi Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is. Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattirtil aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.