Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2000, Blaðsíða 13
13 ÞRIDJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 DV Tónlist í auga stormsins Eins og kunnugt er hlaut Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari menningarverölaun DV í tónlist fyrir frumflutninginn á íslandi á orgelkonsert Jóns Leifs á síöasta ári. Því má segja að það hafi verið við hæfi að Bjöm Steinar skyldi leika Jón Leifs á tónleikum i Hallgrimskirkju síðastliðinn sunnudag, nokkrum dögum eftir verðlaunaafhending- una. Ekki þó orgelkonsertinn sjálfan heldur Islenska dansa opus 11 sem Bjöm Steinar umritaði fyrir orgel. Fleira var líka á efnis- skránni, meðal annars Chaconne um stef úr Þorlákstíðum eftir Pál ísólfsson. Tónleikarnir hófust á Tokkötu í F-dúr BWV 540 eftir Bach, sérlega glæsilegu verki sem gerir miklar kröfur til orgelleikarans. Snemma í verkinu er hratt „sóló“ sem leikið er á pedalana með fótunum og var gaman að sjá fætur orgeUeikarans skjótast fram og aft- ur eins og hann væri að dansa steppdans. Ekki varð maður var við eitt einasta feilspor, og það sama má segja um annað í verkinu, allar nótur hreinar þó hendur hafi flogið á milli hljómborðanna í hröðum hlaupum upp og niður tónaskalann. Svona nokkuð er ekki á hvers manns færi og er ljóst að Björn Stein- ar er svo fimur að hann þarf ekkert að hafa fyrir tækninni og getur því einbeitt sér að andlegum hliðum tónlistarinnar og miðlað þeim til áheyrenda. Maður skynjaði festu og jafnvægi mitt í öllum hraðanum, það var eins og að vera í auga stormsins þar sem frið- ur og eining ríktu. Sennilega hefur Bach einmitt viljað að tónlistin væri leikin á þenn- an hátt. Eftir tokkötuna lék Björn Steinar svo- nefnda Schúbler-sálmaforleiki BWV 645-650 eftir Bach, sex aríur úr kantötum sem tón- skáldið umskrifaði fyrir orgel að beiðni vin- ar síns og nemanda J.G. Schúblers. Einnig hér var leikur Björns Steinars upphafinn og fallegur, sumt var e.t.v. hraðar en margir eiga að venjast en aldrei um of. Túlkunin var innileg og fagnandi enda tónlistin jólaleg og hátíðleg og var unaður á að hlýða. Chaconne um stef úr Þorlákstíðum eftir „Björn Steinar er svo fimur að hann þarfekkert að hafa fyrir tækninni og getur því einbeitt sér að andlegum hliðum tón- listarinnar og miðlaö þeim til áheyrenda, “ segir Jónas Sen í umsögn sinni. Á myndinni er Björn Steinar Sólbergsson við hljóðfæríð mikla í Hallgrimskirkju. DV-mynd GVA Pál ísólfsson byrjar á hvöss- um, drakúlalegum tónum, og er stemningin allan tímann fremur hryssingsleg. Margar góðar hugmyndir koma fyrir og hefur Páll unnið ágætlega úr efniviðnum en í heild er tónlistin hvorki mjög frumleg né hnitmiðuð þó Björn Stein- ar hafi leikið hana fallega og með dramatískum tilþrifum. Áhrifameira var Máríuvers eftir Pál sem Haukur Guð- laugsson umritaði fyrir orgel, enda var Páll bestur i sönglög- unum þar sem formuppbygg- ingin er ekki eins flókin og í lengri tónsmíðum. Síðast á efniskránni voru íslenskir dansar eftir Jón Leifs í útsetningu Björns Steinars, svíta úr gömlum rímnastefjum sem er eitt þekktasta verk Jóns. Umritun- in er áhrifamikil, raddsetning- in litrík og möguleikar orgels- ins vel nýttir. Hér og þar kom hraðaval orgelleikarans örlít- ið á óvart en túlkunin var þrátt fyrir það ávallt sannfær- andi. Sem aukalag lék Björn Steinar „Kvölda tekur, sest er sól“ ásamt tilbrigðum sem hann samdi sjálfur. Þau eru öfgafull í meira lagi, dramað stundum gífurlegt en húmor- inn aldrei langt undan. Hér voru víða næg tækifæri fyrir orgelleikarann að sýna listir sínar og notfærði hann sér það ríkulega. Var þetta glæsilegur endir á frábærum tónleikum. Jónas Sen Leiklist Dæmdur til harms og kvalar Hvaða erindi ætli Jobs- bók, tvö þúsund og fimm hundruð ára gömul sorg- arsaga, eigi við nútíma ís- lendinginn, meðvitundar- lítinn af stressi á hraðri siglingu um Netið í leit að góðum verðbréfatækifær- um? Eitthvert erindi ætlar Neskirkja henni úr því lagt er upp með myndar- lega sýningu á efni hennar með einmn besta leikara landsins, undir stjóm okk- ar reyndasta leikstjóra og með frumsaminni tónlist eftir þekkt og viðurkennt tónskáld. Enda tókst sýn- ingin eins og til var ætl- ast: Hún var einstaklega áhrifamikil og glæsileg í einfaldleik sínum, dramat- ísk tónlist Áskels Másson- ar, sem hann lék sjálfur ásamt Douglas Brotchie organista, hæfði vel mögn- uðum biblíutextanum sem Helgi Hálfdanarson þýddi sérstaklega fyrir sýning- una. Flutningur Arnars Jónssonar var fjölbreyttur eftir innihaldi - kíminn, hlutlaus, alvarlegur, átak- anlegur. Módernisk um- gjörð Neskirkju gerði verkið tímalaust og upp- hafið, og þegar kirkju- klukkurnar sjálfar tóku undir texta og tónlist lá við að maður gréti. Saga Jobs er ein hin þekktasta í Gamla testa- mentinu. Hún segir frá Job, réttsýnum og guð- ræknum manni í Úzlandi sem á allt til alls, mikinn auð í skepnum og mönnum og tíu böm. Satan ögrar Guði með því að Job sé svona guðrækinn eingöngu af því hvað Guð hefur verið góður við hann. Guð tekur áskor- uninni, selur Job Satani á vald og leyfir hon- um að gera allt sem honum sýnist við Job - nema drepa hann. Á skömmum tima missir Job allt, allar eigur sínar, öll börnin sín og heilsuna að auki. En hann formælir ekki Guði eins og Satan haiði vonað. Viðbrögð hans eru víðfræg: „Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins." Síðan koma vinir Jobs og hræra í honum, fastir í lögmál- inu um orsök og afleiðingu. Þeir eru fullviss- ir um að hann hafi syndgaö án þess að átta sig á því og vilja að hann iðrist. Hann kann- ast ekki við neitt og spyr - eins og við gerum öU þegar ólukkan dynur yfir - hvers vegna kemur þetta fyrir mig? Og Guð svarar og seg- ir nánast: Af því það er ég sem ræð! Hinn harkalegi en hoUi boðskapur fyrir okkur skynsemistrúarmenn og öryggisfikla er einmitt þessi: Hvað sem við gerum og hvernig sem við reynum að tryggja okkur þá verður aUtaf eitthvað hcmdan okkar valds - lifið og dauðinn, svo stærstu dæmin séu nefnd. Við getum kallað hið ófyrirsjáanlega tUviljun eða lukku - eða Guð - en endanlega ræður það, ekki við, hvað sem tækni og skynsemi líður. Verk þess munum við aldrei skUja, þess vegna eigum við að læra að lifa með því óskiljanlega - eins og Job. Amar Jónsson lék aUcir persónur verksins og hafði sér tU aðstoðar brúðuna Job, svip- sterka og faUega, og eigin rödd af segulbandi með hugsunum Jobs. Auk þess var skuggum brúðunnar og Amars varpað á hinn mikla hvíta altarisvegg kirkjunnar þannig að í raun og veru var Amar fimmfaldur á sviðinu. Þótt það virðist ef tU viU gert í spamaðarskyni að láta einn leikara duga er það auðvitað hið eina rétta. Með því er gefið í skyn að aUar raddim- ar séu eins manns. Það er Job sem harmar missi sinn, það em ólíkar hliðar á persónu hans sem rífast innra með honum í gervi vin- anna - og hann býr líka sjálfur yfir rödd Guðs. Það er loks hún sem orðar þá afdráttarlausu niðurstöðu sem hann kemst að eftir nær óbæri- legar þjáningar sínar: „Ég þekkti þig af af- spum en nú hefúr auga mitt litið þig.“ Silja Aðalsteinsdóttir Nafnlaus hópur sýnlr í Nesklrkju: Job. Leikgerö: Sveinn Einarsson og Arnar Jónsson. Þýbing: Helgi Hálfdanarson. Leikbrúöur: Helga Steffensen. Tón- list: Áskell Másson. Lýsing: Lárus Björnsson. Hljóðmaöur: Þóröur Aöalsteinsson. Leikstjóri: Sveinn Einarsson. ___________Menning Umsjón: Silja Aöaisteinsdóttir Gleðigjafi á Netinu Fögnuður er yfirskriftin á nýjum vef sem Ljósmyndasafn Reykjavíkur, menningardeUd Ríkisútvarpsins og Kvikmyndasafn íslands opna í dag, 29. febrúar, kl. 17.00. Vefurinn er lið- ur í dagskrá Reykjavíkur menningarborgar Evr- ópu árið 2000 og hefur að geyma ljósmyndir, hljóðupptökur og kvikmyndabrot sem sýna fjöl- breyttar fagnaðarstundir íslendinga á 20. öld. Um er að ræða bæði opinberar og persónuleg- ar fagnaðarstundir, þar á meðal svipmyndir frá þjóðhátíðum, sveitaböUum, jólum, öræfum, kon- ungskomu, ættarmótum, þorrablótum, úr kirkjugörðum og sumarbústöðum. Meðal ótal- margra persóna sem við sögu koma eru Jóhann- es Kjarval, Sveinn Bjömsson, Ævar R. Kvaran, Guðrún Á. Simonar, PáU ísólfsson, Vigdís Finn- bogadóttir, Steingrímur Hermannsson, Guðjón Þórðarson og fjaUgöngumenn á tindi Everest. Á vefnum er meðal annars fagnað sumri, sigrum, fegurð, rjómaís, fornleifum, dýrum og þorski. Vefurinn er tUvalinn gleðigjafi í skammdeg- inu og magnað móteitur gegn öUum tegundum svartagaUs. Ríkisútvarpið Rás 1 sendir út sér- staka fagnaðarþætti í tengslum við vefinn á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 9.40. Þá hefur Ljósmyndasafn Reykjavíkur sett upp sýningu á veggspjöldum með völdum fagnaðarmyndum í Reykjavík og víðar um land. Slóð Fagnaðarvefsins er www.ruv.is/gaman - góða skemmtun! Málþing um íslands- klukkuna Um næstu helgi, 4.-5. mars, verður haldið málþing um ís- landsklukkuna eftir HaUdór Laxness í Skál- holtsskóla og hefst það á laugardaginn kl. 13.30. Meðal fýrirlesara þann dag eru Hjalti Hugason prófessor (á mynd), Erlingur Sig- urðarson menntaskólakennari, Gunnar Krist- jánsson prófastur, sr. Heimir Steinsson, Helga Kress prófessor og Þórunn Valdimarsdóttir rit- höfundur en erindi hennar heitir „Islandsklukk- an sem ástarsaga“. Kl. 18.15 flytja Voces Thules verk af nýfundnum skinnhandritum í Skálholts- kirkju. Síðan verður snæddur 17. aldar kvöld- verður og um kvöldið verður kvöldvaka. Dagskrá sunnudags hefst á morguntíðum kl. 9, en kl. 9.30 hefjast fyrirlestrar. Fyrirlesarar þann dag eru Matthías Viðar Sæmundsson dós- ent, Már Jónsson lektor, Guðrún Ása Grímsdótt- ir cand. mag. og Gísli Gunnarsson prófessor. í skólanum verða handrit Halldórs Laxness að íslandsklukkunni til sýnis ásamt myndum af nótnahandritum frá Skálholti. Upplýsingar um verð og pantanir í síma 486 8870 í Skálholts- skóla. Hverjir voru óvinir ís- lendinga? Félag íslenskra fræða boðar til fund- ar í Skólabæ, Suður- götu 26, á miðviku- dagskvöldið kl. 20.30 með Sverri Jakobs- syni sagnfræðingi. Erindi Sverris nefnist „Við og hinir: Sjálfsmynd íslend- inga á miðöldum“ og þar ætlar Sverrir að athuga á hverja íslending- ar litu sem „hina“ á fyrstu öldum tslandsbyggð- ar. Sjálfsmynd tiltekins hóps felst ekki einvörð- ungu í að skilgreina hverjir tilheyra honum (við), heldur einnig í því að slá þvi fóstu hverj- ir tilheyra honum ekki (hinir). Hér veröur rýnt í íslenskar ritheimildir í leit að óvinarímynd ís- lendinga, en jafnframt reynt að skilgreina þá þætti sem skipuðu mönnum í flokk með „hin- um“, m.a. tungu, trúarbrögð og útlit. Sverrir Jakobsson vinnur nú að doktorsrit- gerð um heimsmynd íslendinga 1100-1400. Fund- urinn er öllum opinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.