Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2000, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 5 DV Fréttir Sendibílstjóri í Þrengslunum: Björgunarsveitarmaður hékk á hliðarspeglinum „Rokið þarna var ofboðslegt. Björgunarsveitarmenn sögðust hafa mælt vindhraða upp á 56 metra á sekúndu en það er meira en ég hef heyrt af áður og hvað þá lent í,“ sagði Gunnar Birgisson sendibil- stjóri sem lenti í ofsaveðrinu og þurfti aö yfirgefa bil sinn í Þrengsl- unum aðfaranótt mánudagsins. „Ég lagði upp í Þrengslin upp á von og óvon og ég er ekki frá því að það hafi verið 300 bílar á undan mér og álíka margir á eftir. Ég komst ekki langt þrátt fyrir góðan útbúnað því þarna var allt stopp. Ég er á stórum bíl sem tekur á sig mikinn vind í svona veðri og dansaði hann því á svellinu fyrir bragðið. Ég var því fegnastur þegar hann festist í skafli og þannig yflrgaf ég hann um þrjúleytið um nóttina," sagði Gunn- ar sem á tímabili var að hugsa um að fylla sendibíllinn með snjó til að þyngja hann. Um svipað leyti voru björgunarsveitarmenn að bjarga óléttri konu úr einum bílanna til byggða og hross stóðu ókyrr í hest- aflutningavagni rétt fyrir framan Gunnar og vissu vart hvaðan á þau stóð veðrið. „Rokiö var þvílíkt að einn björg- unarsveitarmannanna þurfti að hanga í hliðarspeglinum hjá mér til Ég var að hugsa um að fylla bílinnaf snjó svo hann fyki ekki, sagði Gunnar Birgisson sendibílstjóri. DV-myndir Teitur að fjúka ekki út i myrkrið. Ég hef Gunnar sem komst til Þorlákshafn- beið þess enn í gær að geta losað bíl aldrei áður séð slíka sjón,“ sagði ar með björgunarsveitarmönnum og sinn. -EIR Heklufarar enduðu í næturkaffi í Þorlákshöfn. Fjöldahjálparstöð í Þorlákshöfn: 300 manns í kaffi - hjarta- og sykursjúkir fengu lyfin sín „Ég held að 300 manns hafi drukk- ið kaffi hjá okkur hér um nóttina og svo þurftum við að útvega og gefa fólki lyf sem það hafði skilið eftir heima. Hér voru hjartasjúklingar, sykursýkisjúklingar og einn floga- veikur. En þetta fór allt vel,“ sagði Bergdís Siguröardóttir, hjúkrunar- fræðingur í Þorlákshöfh, sem setti fjöldahjálparstöð á laggimar í heima- byggð sinni þegar óveðrið skall á í Þrengslunum og hundruð manna tepptust í bílum sínum. „Við erum ijórar hér í bænum sem höfum fariö á námskeið hjá Rauða krossinum í björgunarstörfum og við settum hjálparstöðina á laggimar þegar við sáum í hvað stefndi. Ætli hundrað manns hafl ekki gist í skólanum og annað eins i heimahúsum og þá er fjöldinn varlega áætlaður," sagði Bergdis sem er orðinn flokksstjóri í björgunarmálum eftir námskeiðið hjá Rauða krossinum. Ferðalangamir sem nutu aðstoðar Bergdís Siguröardóttir. og skjóls hjá Bergdísi og öðrum íbú- um Þorlákshafnar vora svo að tinast til síns heima fram eftir degi í gær. Langflestir höfðu lagt upp frá Reykja- vík til að skoða gosið í Heklu sem aldrei sást en enduðu þess í stað í næturkaffl í fjöldahjálparstöðinni í Þorlákshöfn. -EIR Síödegis í gær var hluti gestanna enn hjá presti enda nóg eftir af brauöi og guösoröi sem fylgdi meö. Presturinn í Þorlákshöfn: Sofandi hundar og hótelmorgunverður „Ég býst við að um 20 manns hafi gist hér hjá mér í prestsbústaðnum óveðursnóttina og tveir hundar að auki. Þeir sváfu líka vært,“ sagði séra Baldur Kristjánsson, sóknar- prestur í Þorlákshöfh, sem opnaði heimili sitt fyrir veðurtepptum úr Þrengslunum um helgina. „Menn komu hingað slæptir um tvöleytið um nóttina og fengu að liggja á dýn- um sem hjálparsveitin lagði til. Hér sváfu allir vært og um morguninn var gerður út leiðangur í kaupfélagið til að kaupa vistir. Síðan var slegið upp morgunverði eins og hann gerist bestur á flnum hótelum," sagði séra Baldur sem var ákaflega ánægður með að hafa fengið svo marga góða gesti óvænt á heimili sitt. Síðdegis í gær var hluti gestanna enn hjá presti enda nóg eftir af brauði og guðsorði sem fylgdi með. -EIR Litla kaffistofan á Sandskeiði: 120 í 60 stólum Guömundur Stefánsson i Litlu kaffistofunni. „Hér vora 120 manns þegar mest var en staðurinn tekur að- eins 60 í sæti,“ sagði Guðmundur Stefáns- son, sonur veitinga- mannsins í Litlu kaffl- stofunni á Sandskeiði sem skaut skjólshúsi yflr blauta og hrakta ferðalanga sem lentu í óveðrinu í Þrengslun- um á sunnudaginn. „Fólk beið hér rólegt, tók í spil, var mikið í símanum og pönnukökupannan hafði vart undan," sagði Guðmundur sem var ánægður eftir nóttina og þá sérstaklega með peningakassann sem var vel fullur. Guðmundur bauð upp á kaffi og stóð vaktina ásamt fjölskyldu sinni í hríð- arbylnum sem var þvílíkur að vart sást á milli manna ef tveir fóra út. „Þá vora margar konumar fegnar að komast á salernið hjá mér. Ég hef sjaldan mætt þakklátari augum," sagði Guðmundur í Litlu kaffistof- unni. -EIR Upplysingan í síma: 557 6011 Toyota Land Cruiser 100 Vx, 11/99, sjálfsk., upph., 35“ breyting, leður o.fl., ek. 16 þ. km., dökkblár. Verð 7.250 þús., sk. ód. Grand Cherokee Laredo 4,0 1,1/00, sjálfsk., allt rafdr., nýr bíll, grár. Verð 5.050 þús. stgr., sk. ód. ___________ Grand Cherokee Limited 5,9 1,98, sjálfsk., leður, toppl., álfelgur, CD o.fl., svartur, ek 31 þús. Bílalán 2.500 þús. Verð 4.190 þús., sk. ód. ___________________ _____________I Range Rover, 4,6, Hse, 99, sjálfsk., leður, toppl. og margt fl., grænn. Verð 7.950 þús., sk. ód. Opel Vectra 2,0, CD, STW, 98, sjálfsk., allt rafdr., ABS, spólvörn, ek 30 þ. km, vínr. Bílalán 900 þús. Verð 1.730 þús., sk ód. M Benz C-180 Classic 96, 5 g., ek 44 þ. km, toppl., silfurgrár, toppeintak. Bílalán 1.750 þús. Verð 2.150 þús. S. 557 6011 S. 864 6012

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.