Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000
I>V
Tilvera
Límóna er sítrusávöxtur sem á ættir að rekja til norðausturhluta Indlands og
Norður-Malasíu. Talið er að Arabar haíl flutt límónur ásamt sítrónum frá Ind-
landi til landanna við austanvert Miðjarðarhaf og Afríku í kringum árið 1000.
Límónur eru síðan taldar hafa borist til Evrópu á tímum krossferð-
anna, 1075 til 1272, og enskt heiti ávaxtarins „lime“ er dregið
af arabíska orðinu limah.
Límónutré vaxa á regnskógasvæðum og verða sjald-
an hærri en 5 metrar á hæð. Límónan er græn á lit,
Limonumolar
Harðger
en viðkvæm
smærri og hnöttóttari í laginu en sítróna. Kristófer Kól-
umbus mun hafa haft í farteski sínu límónufræ þegar hann
hélt í aðra ferð sína til Vestur-Indía árið 1493 og eftir það urðu límónutré út-
breidd þar um slóðir, í Flórída og Mexíkó.
Límónur þykja mjög góðar til brúks í marineringum og
sultugerð. Aldinkjötið er mjúkt og safaríkt. Límónur eru
beiskari á bragðið en sítrónur en þær verða sætar þeg-
ar þær eru eldaðar.
-Límónur
Þegar límónur eru keyptar er
best að velja þær skærgrænu úr
og gæta þess að börkurinn sé
óskemmdur. Mjúkir blettir og
hrukkur á berkinum benda til
þess að limónumar séu komnar
af besta skeiði. Það á alls ekki
að kreista þær því börkurinn er
ekki harður i sér heldur velja
þær sem eru þungar í hendi.
Þótt límónur séu í eðli sínu
i harðgerastar sítrasávaxta eru
| v~vbær jafnframt mjög viðkvæmar.
í stofuhita geymast þær ekki
nema í fáeina daga en séu þær
settar í kæli má geyma þær í allt
að þremur vikum.
Áður en limónur eru kreistar
er gott húsráð að setja þær í ör-
bylgjuna í 20 sekúndur við
mesta styrk.
Svalandi
vordrykkur
Hér er hugmynd að svalandi
drykk þar sem limónur eru í að-
alhlutverki. Leysið 50 g af sykri
upp í 150 ml af heitu vatni. Setj-
ið í stóra skál og bætið 300 ml af
o^ommi, 150 af ferskum appel-
sínusafa og síðan safanum úr
þremur limónum. Kælið vel og
berið fram í glösum fylltum af
ísmolum. Fallegt er að skreyta
glösin annað hvort með ferskri
myntu eða limónusneiðum.
Sítrónuterta
- Jk
Fyrir 6
Botn
120 g hveiti
50 g flórsykur
80 g smjör
1 eggjarauða
1-2 msk. salt vatn
ögn salt
Fýlllng
6 eggjarauður
100 g sykur
2 msk. maisenamjöl
1 1/2 dl rjómi
2 dl mjólk
2 msk. smjör
safi og rifinn börkur af 1 sítrónu
safi úr 1/2 sítrónu
Setjið hveiti og flórsykur á borð,
myljið smjörið út í og hnoðið vel sam-
an. Bætið í eggjarauðu og köldu vatni,
hnoðið. Geymið í plastfilmu í kæli í 1
klst. Fletjið út og setjið í smurt bökun-
arform (26 cm). Stingið nokkur göt á
botninn með gafHi. Leggið smjörpapp-
ír á deigið og þekið með hrísgrjónum
þannig að deigið sem nær upp á hlið-
ar formsins leki ekki niður í bakstri.
Setjið í 200° C heitan ofn í 6-8 mínút-
ur. Takið þá smjörpappírinn og grjón-
in ofan af og bakið í 2 mínútur til við-
bótar. Lagið fyllinguna á meðan kak-
an er bökuð.
Fyllingin
Hrærið maisenamjölinu saman við
mjólkina og rjómann, sjóðið. Þeytið
eggjarauður og sykur uns blandan er
ljós og létt. Hellið rjómablandinu var-
lega út í. Setjið í skál og yfir pott með
heitu vatni (gufu). Þeytið rólega uns
kremið þykknar. Bætið þá í smjörinu,
rifna berkinum og sítrónusafanum.
Hellið fyllingmmi á botninn og bakið
í 20-30 mínútur við 180 C.
Hollráð
Þessa tertu má líka bera fram
kalda. Þá er góð hugmynd að strá
sykri ofan á hana og baka undir grilli
þar til sykurinn brúnast, þá kemur
stökkur sykurhjúpur á tertuna.
Einnig má smyrja marengs ofan á og
baka við mikinn hita í nokkrar min-
útur þannig að marengsinn brúnist.
Næringargildi
Límónur eru mjög súrar enda einkum notaðar til að
bragðbæta annan mat. Þær innihalda nokkurt magn af
C-vítamíni og einnig lítils háttar af B-vítamíni sem
kvað vera gott fyrir hormónastarfsemi líkamans. Þá er
að flnna kalíum í limónum.
Kjúklingur Santa Fe
Sumarliði Örn Rúnarsson, matreiðslumeistari á Amigos:
„Við notum limónur töluvert
héma á Amigos enda eiga þær vel
við í mexíkóskum mat. Þær eru sér-
lega góðar í marineringar. Beiskt
bragðið af þeim er mjög skemmti-
legt og þær eru ekki nærri því eins
súrar og sítrónur. Svo verða þær
sætar þegar þær eru eldaðar," segir
Sumarliði Öm Rúnarsson mat-
reiðslumeistari sem hefur starfað
að undanförnu á veitingahúsinu
Amigos við Tryggvagötu. Sumarliði
segir skemmtilegt að elda mexíkósk-
an mat og það hafi komið honum á
óvart hversu einfóld matreiðsla
hans er í raun. Þótt Sumarliði
kunni vel við sig í
Amigos hyggst hann
söðla um í maí-
mánuði og
opna ásamt
bróð-
eldhúsinu á
ur sínum vínbar við Kirkjutorg.
Sumarliði ákvað að gefa lesend-
um DV uppskrift að límónu-
kjúklingi en rétturinn kallast í bók-
um kokksins kjúklingur Santa Fe.
4 kjúklingabringur
2 límónur
2 hvítlauksrif
1 lárviðarlauf
2 tsk. hunang
50 g jalapeno-pipar
komolía
salt og svartur pipar
Takið skinnið af kjúklingabring-
unum og skerið þær þversum í
tvennt. Leggið bringumar í ílát til
að kryddleggja. Hellið olíu
yfir bringurnar, skerið
aðra límónuna í tvennt
og kreistið safann
yfir. Því næst er
pressaður hvitlauk-
ur. lárvið-
Matreiðslumeistarinn
Sumarliöi Örn Rúnarsson hefur
starfaö aö undanförnu á mexíkóska
veitingahúsinu Amigos en þar á und-
an vann hann hjá fööur sínum á
veitingahúsinu Viö Tjörnina.
arlauf (brotið til helminga), hun-
ang og jalapeno-pipar sett sam-
an við kjúklinginn. Látið mar-
inerast í kæli í tvo sólar-
hringa.
Lokið bringunum á heitri
pönnu og setjið þær síðan í
eldfast mót. Kryddið með
salti, pipar og hunangi.
Leggið limónusneiðar ofan á
og bakið í 20 til 25 mínútur
við 170 gráður.
Berið fram með steiktum
banönum, fersku salati,
mexikóskum hrísgrjónum og pin-
tóbaunum.
DVMYNDIR ÞÖK
Límónukjúklingur
Bringurnar eru látnar marinerast í tvo sólarhringa.
100 g af límónum innihalda:
6 kaloríur 0.5 g prótein
0.2 g fitu 0.6 g kolvetni