Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 I>V Tilvera Límóna er sítrusávöxtur sem á ættir að rekja til norðausturhluta Indlands og Norður-Malasíu. Talið er að Arabar haíl flutt límónur ásamt sítrónum frá Ind- landi til landanna við austanvert Miðjarðarhaf og Afríku í kringum árið 1000. Límónur eru síðan taldar hafa borist til Evrópu á tímum krossferð- anna, 1075 til 1272, og enskt heiti ávaxtarins „lime“ er dregið af arabíska orðinu limah. Límónutré vaxa á regnskógasvæðum og verða sjald- an hærri en 5 metrar á hæð. Límónan er græn á lit, Limonumolar Harðger en viðkvæm smærri og hnöttóttari í laginu en sítróna. Kristófer Kól- umbus mun hafa haft í farteski sínu límónufræ þegar hann hélt í aðra ferð sína til Vestur-Indía árið 1493 og eftir það urðu límónutré út- breidd þar um slóðir, í Flórída og Mexíkó. Límónur þykja mjög góðar til brúks í marineringum og sultugerð. Aldinkjötið er mjúkt og safaríkt. Límónur eru beiskari á bragðið en sítrónur en þær verða sætar þeg- ar þær eru eldaðar. -Límónur Þegar límónur eru keyptar er best að velja þær skærgrænu úr og gæta þess að börkurinn sé óskemmdur. Mjúkir blettir og hrukkur á berkinum benda til þess að limónumar séu komnar af besta skeiði. Það á alls ekki að kreista þær því börkurinn er ekki harður i sér heldur velja þær sem eru þungar í hendi. Þótt límónur séu í eðli sínu i harðgerastar sítrasávaxta eru | v~vbær jafnframt mjög viðkvæmar. í stofuhita geymast þær ekki nema í fáeina daga en séu þær settar í kæli má geyma þær í allt að þremur vikum. Áður en limónur eru kreistar er gott húsráð að setja þær í ör- bylgjuna í 20 sekúndur við mesta styrk. Svalandi vordrykkur Hér er hugmynd að svalandi drykk þar sem limónur eru í að- alhlutverki. Leysið 50 g af sykri upp í 150 ml af heitu vatni. Setj- ið í stóra skál og bætið 300 ml af o^ommi, 150 af ferskum appel- sínusafa og síðan safanum úr þremur limónum. Kælið vel og berið fram í glösum fylltum af ísmolum. Fallegt er að skreyta glösin annað hvort með ferskri myntu eða limónusneiðum. Sítrónuterta - Jk Fyrir 6 Botn 120 g hveiti 50 g flórsykur 80 g smjör 1 eggjarauða 1-2 msk. salt vatn ögn salt Fýlllng 6 eggjarauður 100 g sykur 2 msk. maisenamjöl 1 1/2 dl rjómi 2 dl mjólk 2 msk. smjör safi og rifinn börkur af 1 sítrónu safi úr 1/2 sítrónu Setjið hveiti og flórsykur á borð, myljið smjörið út í og hnoðið vel sam- an. Bætið í eggjarauðu og köldu vatni, hnoðið. Geymið í plastfilmu í kæli í 1 klst. Fletjið út og setjið í smurt bökun- arform (26 cm). Stingið nokkur göt á botninn með gafHi. Leggið smjörpapp- ír á deigið og þekið með hrísgrjónum þannig að deigið sem nær upp á hlið- ar formsins leki ekki niður í bakstri. Setjið í 200° C heitan ofn í 6-8 mínút- ur. Takið þá smjörpappírinn og grjón- in ofan af og bakið í 2 mínútur til við- bótar. Lagið fyllinguna á meðan kak- an er bökuð. Fyllingin Hrærið maisenamjölinu saman við mjólkina og rjómann, sjóðið. Þeytið eggjarauður og sykur uns blandan er ljós og létt. Hellið rjómablandinu var- lega út í. Setjið í skál og yfir pott með heitu vatni (gufu). Þeytið rólega uns kremið þykknar. Bætið þá í smjörinu, rifna berkinum og sítrónusafanum. Hellið fyllingmmi á botninn og bakið í 20-30 mínútur við 180 C. Hollráð Þessa tertu má líka bera fram kalda. Þá er góð hugmynd að strá sykri ofan á hana og baka undir grilli þar til sykurinn brúnast, þá kemur stökkur sykurhjúpur á tertuna. Einnig má smyrja marengs ofan á og baka við mikinn hita í nokkrar min- útur þannig að marengsinn brúnist. Næringargildi Límónur eru mjög súrar enda einkum notaðar til að bragðbæta annan mat. Þær innihalda nokkurt magn af C-vítamíni og einnig lítils háttar af B-vítamíni sem kvað vera gott fyrir hormónastarfsemi líkamans. Þá er að flnna kalíum í limónum. Kjúklingur Santa Fe Sumarliði Örn Rúnarsson, matreiðslumeistari á Amigos: „Við notum limónur töluvert héma á Amigos enda eiga þær vel við í mexíkóskum mat. Þær eru sér- lega góðar í marineringar. Beiskt bragðið af þeim er mjög skemmti- legt og þær eru ekki nærri því eins súrar og sítrónur. Svo verða þær sætar þegar þær eru eldaðar," segir Sumarliði Öm Rúnarsson mat- reiðslumeistari sem hefur starfað að undanförnu á veitingahúsinu Amigos við Tryggvagötu. Sumarliði segir skemmtilegt að elda mexíkósk- an mat og það hafi komið honum á óvart hversu einfóld matreiðsla hans er í raun. Þótt Sumarliði kunni vel við sig í Amigos hyggst hann söðla um í maí- mánuði og opna ásamt bróð- eldhúsinu á ur sínum vínbar við Kirkjutorg. Sumarliði ákvað að gefa lesend- um DV uppskrift að límónu- kjúklingi en rétturinn kallast í bók- um kokksins kjúklingur Santa Fe. 4 kjúklingabringur 2 límónur 2 hvítlauksrif 1 lárviðarlauf 2 tsk. hunang 50 g jalapeno-pipar komolía salt og svartur pipar Takið skinnið af kjúklingabring- unum og skerið þær þversum í tvennt. Leggið bringumar í ílát til að kryddleggja. Hellið olíu yfir bringurnar, skerið aðra límónuna í tvennt og kreistið safann yfir. Því næst er pressaður hvitlauk- ur. lárvið- Matreiðslumeistarinn Sumarliöi Örn Rúnarsson hefur starfaö aö undanförnu á mexíkóska veitingahúsinu Amigos en þar á und- an vann hann hjá fööur sínum á veitingahúsinu Viö Tjörnina. arlauf (brotið til helminga), hun- ang og jalapeno-pipar sett sam- an við kjúklinginn. Látið mar- inerast í kæli í tvo sólar- hringa. Lokið bringunum á heitri pönnu og setjið þær síðan í eldfast mót. Kryddið með salti, pipar og hunangi. Leggið limónusneiðar ofan á og bakið í 20 til 25 mínútur við 170 gráður. Berið fram með steiktum banönum, fersku salati, mexikóskum hrísgrjónum og pin- tóbaunum. DVMYNDIR ÞÖK Límónukjúklingur Bringurnar eru látnar marinerast í tvo sólarhringa. 100 g af límónum innihalda: 6 kaloríur 0.5 g prótein 0.2 g fitu 0.6 g kolvetni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.