Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Blaðsíða 11
11 LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 X>V Skoðun Barneign og feitur fiskur „Já, ég verð að sjálfsögðu viðstaddur enda er ég öllu vanur síðan á sjónum,“ sagði væntanlegur faðir kotroskinn við fæðingarlækni sem tilkyrmti hon- um að það væri móður og bami fyrir bestu að gripið yrði til keisaraskurðar. Læknirinn fullvissaði hinn aldur- hnigna fóður um að lítil sem engin áhætta fylgdi umræddri aðgerð sem fólst í að opna móðurina og ná baminu út þá leiðina. Hjónin vom bæði að eig- in mati á endimörkum bameignaald- urs og höfðu þegar skilað frá sér ættar- sprotum sem vom langt umfram þær meðaltalsvístölur sem vísuðu til þess að tæplega eitt og hálft bam sé meðal- afrakstur á hver hjón. Hin hefðbundna íslenska vísitölufjölskylda var á þeim tíma 3,4 einstaklingar en við síðustu talningu á fjölskyldunni reyndist hún innihalda 6 einstaklinga. Fjölskyldu- faðirinn hafði fengið því framgengt með lagni að einum yrði bætt við sem gerði þessa ágætu fjöldskyldu að ríf- lega tvöfaldri visitölu0ölskyidu. „Betra er bam en brók,“ var viðkvæðið með- an hann vann þeirri hugmynd sinni fylgi að enn yrði fjölgað í bamahópn- um. Meðgangan Hann var sannkallaður öfgamaður sem alltaf vildi hafa helmingi meira en aðrir væri þess nokkur kostur. Til þess að hægt væri að uppfylla þessa kröfu lagði hann sitt af mörkum en konan sá „Betra er barn en brók, “ var viðkvœðið meðan hann vann þeirri hug- mynd sinni fylgi að enn yrði fjölgað í barnahópnum. um meðgönguna svo sem gerist í öðr- um vístölufjölskyldum. Eftir að hann hafði náð sínu fram var komið að því að stimpla inn hinn nýjasta meðlim fjölskyldunnar og skáka rækilega hin- um íslenska meðaljóni. Sjálfúr tók hann fúllan þátt í meðgöngukvillum og þeirri áráttu sem gjaman herjar á verðandi mæður. Þegar konan varð á 24. viku vitlaus í harðflsk beit hann í sig sömu áráttu 'og hjónin mauluðu saman verstflrskan steinbít svo lengi sem hin brennandi þörf entist. Þegar hún síðan skipti yfir í súkkulaðihúðað- ar rúsínur fylgdi hann með og varð ólmur í það kjamafæði. Svona liðu vikumar ein af annarri og hinn verð- andi tvöfaldi vísitölufaðir tók af ein- lægni þátt í flestum athöfnum sem fylgja meðgöngu. Taugaveiklun varð nokkur sem olli honum undrun þar sem slíkt hafði ekki hrjáð hann á yngri árum þegar gömlu bömin vom á leið- inni. Þegar flökurleiki gerði vart við sig hjá frúnni þá varð honum líka flök- urt. Hann varð eins meðvirkur og hugsast gat. Feitur fiskur Um tíma hélt hann jafnvel að gömul þjóðsaga hefði tekið sig upp og skollið á honum af fúllum þunga. Það var sag- an um bóndann sem þráði það öllu öðm fremur að eignast bam. Þráin eft- ir erflngja heltók hann svo að hann fékk ekki sofið fyrir þráhyggjunni. Svo var það einn sumardag að álfkona birt- ist og gaf honum eina ósk. „Ég vil bam,“ svaraði bóndinn að bragði. Álf- konan sagði honum þá að fara á til- teknum degi á fyrir fram ákveðinn stað við bæjarlækinn. Þar myndi hann sjá tvo silunga, annan feitan en hinn horaðan. Hann átti að taka báða sil- ungana og fara með þá heim í bæ og matreiða. Síðan skyldi hann gefa konu Reynir Traustason blaðamaður sinni feita silunginn og snæða sjáifur þann horaða. Þegar dagurinn rann upp gekk allt eftir svo sem álfkonan hafði sagt fyrir um. Bóndinn veiddi sil- ungana tvo upp úr bæjarlæknum, hélt með þá heim og brá potti á hlóðir. Þar sem flskurinn var soðinn hafði sá hor- aði skroppið enn meira saman og var lítt fýsOegur. Aftur á móti var feiti sil- ungurinn svo matarlegur að bóndinn stóðst ekki ffeistinguna og át hann en gaf óbyrjunni konu sinni þann horaða. Þetta heföi hann betur látið ógert því getnaðurinn fór fram með tilstilli feita fisksins. Hann varð sjálfúr óffískur og endirinn varð sá að taka varð bamið, sem reyndar var hið efnilegasta, með eins konar keisaraskurði niður um pung hans. Þessi saga varð verðandi fóður umhugsunarefni þar sem hann kastaði upp einn morgun- inn. Hann mundi þó ekki til þess að hafa átt orðastað við álfkonu um fiskmeti. Það eina sem hann mundi var að þau hjónin höfðu sam- eiginlega rif- ið í sig vest- flrskan steinbít og þá var hún þegar orðin áber- andi ófrísk, auk þess að harðflsk- ur begg var jafn i ur. Þessar hugleiðing- ar hans leiddu til þeirrar nið- urstöðu að allt væri með eðlileg- um hætti og konan ófrísk en 1 hann sjálfur einfaldlega með virkur. Keisara- skurður Meðgangan leið viðburða- lítið með þátt- töku beggja allt frá byij- unarreit. Að vísu varð taugaveiklun hans til þess að hann missti í tvígang stjóm á sér og hringdi á sjúkrabíl sem flutti hann og konuna á fæðingardeildina við lágvær mót- mæli hennar. Jafnoft vom verðandi foreldrar sendir heim aftur með þeim formerkjum að bamunginn væri ekki tilbúinn í heiminn. Þar kom svo að konan var kölluð inn á þeim degi sem áætlað hafði verið að fæðingarstundin ætti við. Faðirinn mætti líka og eftir að hún hafði verið skoðuð var ákveðið að barnið kæmi óhefðbundna en al- genga leið í heiminn. Keisaraskurður var ákveðinn og faðirinn aldurhnigni ákvað að láta ekki á neinu bera en axla sína ábyrgð af karlmennsku og fylgja sinni konu til skurðstofu. Stór stund var að nálgast í lífi beggja og hann vildi vera viðstaddur þegar það mark- mið næðist að fjölskyldan yrði tvöföld í skilningi vísitölunnar. Hann íklædd- ist hvítum sloppi og fékk þvottapoka. Hans hlutverk var að lina þrautir konu sinnar með nærvem sinni. Þvottapokann notaði hann til að strjúka yfir enni hennar. Hann var föl- ur og fár en bar sig karlmannlega þar sem hann sá hilla undir lokatakmark- ið. Þar sem byrjað var að skera konu hans fann hann til ógleði en dreifði huganum með því að hugleiða aldurs- muninn á sjálfúm sér og baminu ófædda. Clint og Ellert „Clint Eastwood leikari var sjötugur þegar hann eignaðist sitt yngsta bam og Ellert Eiríksson, bæjarstjóri í Kefla- vík, varð einnig faðir þegar hann var kominn af léttasta skeiði. Þetta er ekki áhyggjuefni þar sem ég er sjálfur nokk- uð yngri en Clint og Ellert," hugsaði hinn verðandi faðir með sér þar sem hann stóð náhvítur við höföalag konu sinnar. Hann horfði á konu sína sem lá opin á skurðarborðinu á meðan lækn- ar og hjúkrunarfólk unnu ömggum höndum að því að ná í enn einn erf- ingja þeirra hjóna i gegnum keisara- skurð. Faðirinn var ýmsu vanur þar sem að fæðingum kom enda vom þeg- ar fjögur böm að komast á legg. Áður hafði hann þó aðeins verið viðstaddur hefðbrmdnar fæðingar þar sem bömin komu þá boðleið sem náttúran ætlaði þeim. Hann herti upp hugann og mundaði þvottapokann en síðan sortn- aði honum fyrir augu og meðvitundin fjaraði út. Hjúkranarliðið þusti til og stumraði yfir manninum sem lá með- vitundarlaus við sjúkrabeð konu sinn- ar. Hann komst til meðvitundar skömmu síðar og æpti upp yfir sig í skelfingu þar sem hann skynjaði að læknir var að stumra yfir honum. „Ég borðaði ekki feita fiskinn." Þegar skikk komast á hugsanir hans og raun- veruleikinn blasti við sá hann konu sína á skurðarborðinu þar sem læknar vom að sauma fyrir keisara- skurðinn. Örlítið stúikubam grét hástöfúm og honum létti óskaplega. Hann kallaði lágum rómi til konu sinnar: „Það er komið nóg af bömum. Næst verður það barnabarn." Ellert Eiríksson, bæjarstjóri í Kefla- vík, varð elnnig faöir þar sem hann var kominn af léttasta skeiöi. Þetta er ekki ekki áhyggjuefni þar sem ég er sjálfur nokkuö yngri, hugsaöi faöir- inn. Búinn að missa æruna „Breski sagn- fræðingurinn David Irving tap- aði málinu gegn bandarískum starfsbróður sín- um, Deborah Lip- stadt, og er um leið búinn að missa æruna eft- ir að breskur dómari sagði hann gyðingahatara, lygara og sögufalsara. Það er ráð- gáta að hann skuli hafa þorað að höfða mál gegn sagnfræðingi fyrir meiðyrði þegar „meiðyrðin" saman- stóðu að mestu leyti af lýsingu á því sem hann hafði fullyrt bæði i ræðu og riti. Bara þetta skref bendir til að dómgreind Irvings, óháð siðferðis- legu mati hans, sé á því stigi sem gerir hann ófæran til faglegs mats á aðferð, afstöðu og framkvæmd bæði í nútíð og fortíð." Úr forystugrein Aftenposten 12. apríl Þrýstið á Mugabe „Einu sinni var Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, frels- ari. Þegar land hans hlaut sjálf- stæði 1980 var hann hylltur sem lýðræðislegt afl í suðurhluta Evrópu. En það er langt síðan. Eins og margar aðrar frelsishetj- ur sem orðið hafa harðstjórar neitar Mugabe að viðurkenna að tíminn hefur hlaupist á brott frá honum. Á undanfórnum árum hefur hann í staðinn breyst í einræðisherra sem er reiðubúinn að ganga yfir lík til þess að sitja áfram á forsetastólnum ífebrúar tapaði Mugabe atkvæða- greiðslu um nýja stjómarskrá sem átti að gera hann að forseta til lífs- tíðar. Síðan hafa skæruliðasveitir hliðhollar stjórninni lagt hald á hundruð búgarða í eigu hvítra. Mugabe sakar ytri öfl um óeirðirn- ar. Fyrir nokkrum dögum sakaði hann „hommana í bresku stjórn- inni“ um að hafa valdið vandamál- unum. Evrópusambandið ætti að fylgja dæmi Bandaríkjanna og frysta aðstoð við Zimbabwe." Úr forystugrein Aftonbladet 8.apríl. Samvinna við norðrið „Fáir leiðtogar í Asíu njóta jafn- mikils siðferðilegs trausts á alþjóða- vettvangi og Kim Dae Jung Kóreu- forseti. Hann var lýðræðissinnaður andófsmaður sem mátti þola margra ára ofsóknir fyrrum herfor- ingjastjórnar Suður-Kóreu. Frá því hann tók við embætti 1998 hefur hann mælt fyrir „sólskinsstefnu" gagnvart kommúnistastjórninni í Norður-Kóreu. Hann heldur því fram að Suður-Kórea og bandamað- ur hennar, Bandarikin, eigi að leit- ast eftir stigbatnandi samskiptum við stjórnina í norðri og beita fyrir sig fjárfestingum, viðskiptum og að- stoð, frekar en að sækjast eftir þvi að bola henni frá eða stuðla að falli hennar.“ Úr forystugrein Washington Post 12. apríl. Ekki injög lýðræðislegt „Ákafi Fujimor- is (Perúforseta) til að ná endurkjöri varð til þess að stjórnvöld heftu frelsi fjölmiðla og leiddi til meintra falsana á meira en einni milljón und- irskrifta manna sem skráðu sig í irdag hafði þetta í for með sér óútskýrðar tafir á taln- ingu atkvæða og grunsamlega auk- inn fjölda atkvæða Fujimoris. Slíkt framferði á ekki heima í lýðræðis- ríki. Fujimori hefur þó gert sitthvað gott fyrir Perú þrátt fyrir vel þekkt- ar tilhneigingar hans til einræðis." Úr forystugrein Dallas Morning News 14. apríl. flokk hans. Á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.