Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 61 ‘ DV Tilvera Lokið Það er Hinrik Ólafsson leikari sem er matgæðingur vikunnar að þessu sinni. Það er nóg við að vera hjá hon- um þessa dagana og virðist hann þeim eiginleika gæddur að geta búið til 25. tímann í sólarhring- inn. Hann er að leikstýra í Bústaða- kirkju, Popppassíu, síðustu dög- um Krists. Uppsetningu með popphljómsveit, stúlknakór (Bú- staðakirkju) og poppsöngvurum sem verður síðan flutt miðviku- daginn 19. apríl kl. 20 og aftur kl. 22. Síðan er hann að gera sjón- varpsþátt um íslenska hestinn í Bandaríkjunum, hann er einnig með námskeið í skólum í Reykja- vík á vegum Reykjavíkur menn- ingarborgar/leiklistarnámskeiða. Ekki nóg með það heldur er hann að líka að leika í kvikmyndinni Villiljósi eftir Huldar Breiðfjörð og sér þess á milli um að skrifa um hesta. „Ég laga oftast mat á mínu heimili, ekki af því að ég sé betri en konan mín heldur einfaldlega af því að ég er fljótari en hún. Síð- an þarf ég minna hráefni en hún. Henni finnst aldrei neitt vera til þegar hún á að laga mat. Þá stekk ég út í búð og færi björg í bú. Hún þarf að gera allt svo vel og vand- lega að hver dl þarf að vera upp á hár nákvæmur og uppskriftimar á reiðum höndum, enda klikkar hún sjaldan þegar hún tekur sig til. Ég fer sjaldan eftir uppskrift- rnn. Ég vil helst bara heyra hvernig viðkomandi gerði þetta svo geri ég mína útfærslu. Þetta er áhættusamara en á móti meira skapandi eldamennska. Ég hef gaman af því að elda og finnst það afslappandi. Stundum laga ég mat mjög hratt án þess að vita hver endanleg útkoma verð- ur. Ég bið svo spenntur eftir við- brögðum smakkaranna, stundum er lukka og stundum ólukka en oftast þó lukka,“ sagði Hinrik. Blaðamanni lék forvitni á að vita hvort hann myndi ekki eftir neinni skemmtilegri sögu i kring- um matargerð sína. „Á mínum fyrstu hjúskaparárum man ég eft- ir einu sérstöku matarboði. Ég átti von á mörgum gestum og lag- aði ofnbakaðan flsk eftir minu höfði og allt gekk vel. Eitthvað KHBÉÍ Humar í hvít- laukssósu með grænmeti Fyrir 6 1 kg skelflettur humar 1/2 meðalstór spergikálshaus 10 meðalstórir sveppir 1/2 meðalstór blaðlaukur 1 paprika, rauð 3 belgbaunir salt og pipar olía til steikingar Hvítlaukssósa 2 dl fisksoð (eða vatn og fiski- kraftur) 2 dl rjómi 100 g rjómaostur 3 hvitlauksgeirar (fínt saxaðir) 1 msk. sítrónusafi 1/2 búnt steinselja 2 súputeningar salt og pipar Meðlætið 6-8 franskbrauðsneiðar, ristaðar smjör Byrjið á að laga sósuna. Skerið grænmetið smátt. Steikið humarinn í olíu á pönnu við snarpan hita, kryddið með salti og pipar. Setjið í eldfast mót. Bætið olíu á pönnuna bráðnaði yfir fiskréttinn - og fiskurinn varö seigur og teygjanlegur Fer sjaldan eftir uppskriftum „Ég vil helst bara heyra hvernig viökomandi gerði þetta, svo geri ég mína út- færslu. Þetta er áhættusamara en á móti meira skapandi eldamennska. “ seinkaði gestunum sem voru jafn- aldrar mínir. Ég ákvað að taka réttinn úr ofninum þar sem hann var tilbúinn og lagði lok ofan á fatið. Síðan komu gestimir og eitthvað var komið óðagot á mig yflr seinkun þeirra. Tók ég þá ofnfasta fatið ásamt lokinu, sem var úr plasti, og setti í ofninn ásamt meðlæti. Síðan fór ég að skrafa við gest- ina. Og eins og gefur að skilja bráðnaði lokið ofan i fiskréttinn ósköp pent og fínt, alla vega tók ég ekki eftir því þegar ég vitjaði fisksins. Ákvað ég þá að setja að- eins meiri ost á réttinn áður en ég bæri hann fram og þá yrði allt og steikið grænmetið meyrt, setjið yfir humarinn. Hellið sósunni yfír og bakið í 200' C heitum ofni í 2-3 mín- útur. Berið fram með ristuðu brauði og smjöri. Hvítlaukssósa Öllu blandað saman í pott og bragðbætt með súputeningi, salti og pipar. Spergill með mousseline-sósu Fyrir 6 1,8 kg ferskur grænn spergill (aspas) Mousseline-sósa 6 eggjarauður 6 msk. vatn 200 g smjör 2 tsk. estragon safi úr 1 sítrónu Nykaup Þarseniferskleikiwi býr Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. klappað og klárt. Mér fannst nú samt eitthvað skrýtin lykt en lét það fram hjá mér fara af þvi ég hef svo gaman af að gera hluti stundum hratt. „Gjöriði svo vel, elskurnar." Eitthvað reyndist fiskurinn seig- ur og teygjanlegur. Alla vega komumst við að því að þetta reyndist vera plastfiskréttur," sagði matgæðingur vikunnar, Hinrik Ólafsson. „En að þessu sinni ætla að hafa reyktan kjúkling, enn eina út- færsluna á þvi hráefni frá fjöl- skyldunni. Mér finnst reyktur kjúklingur miklu betri en kalkúnn og svo er hann ódýrari. 2 dl rjómi cayenne-pipar á hnifsoddi salt Afhýðið spergilinn frá toppnum og niður. Skerið frá neðstu 2 cm af stilkunum. Leggið spergilinn í sjóð- andi saltvatn (má vera salt) í 5-7 mínútur eftir stærð, setjið síðan á volgan disk og hellið sósunni yfir. Fallegt getur verið að sjá spergilinn undir grilli. Sósan Bræðið smjörið í potti og takið siðan af hellunni. Eggjarauðumar eru settar í stálskál ásamt vatni, sítrónusafa og estragon. Þetta er þeytt þannig að myndist létt froða. Smjörinu er bætt í fyrst í dropatali og svo mjórri bunu. Þeytt vel á með- an. Kryddað með cayenne-pipar og salti. Rjóminn er léttþeyttur og blandað saman við. Hollráð Þennan rétt má einnig nota sem forrétt, þá má skera uppskriftina niður um helming. Yfirleitt eru þeir aðeins minni en kalkúnn!" sagði Hinrik. Reyktur kjúklingur Reyktur kjúklingur, 2 1/2 kg - 3 1/2 kg epli 4 gulrætur 3 laukar 1/2 blaðlaukur hunang ítölsk kryddblanda sveskjur Gammel dansk. hvítlaukur. Skerið það sem að ofan er talið í bita og fyllið kjúklinginn, helst 1/2 sólarhring áður en steikt er. Gammel dansk, eitt eða tvö staup, helli ég inn í kúklinginn og gefur hann mikið bragð, þessu mega menn sleppa ef þeir eru „þorstaheftir", orðatiltæki Flosa Ólafssonar um þá sem eru famir á snúruna. Hvítlauksmagninu mega menn ráða, mér fmnst gott að hafa mikið. Gott er að smyrja hunangi utan á kjúklinginn. Sagt er að 40 mín. á 1 kg sé nægjanlegt við ca 180' hita. Setjið kjullann í eldfast fat með eða án loks, hellið reglulega yfir hann soðinu sem kemur frá kjöt- inu. Með þessu er hægt að hafa hrís- grjón eða bakaðar kartöflur eða sætar kartöflur og grænmetissal- at. Ég mæli með víni frá Rijoga. Sósa gerð úr soðinu, með ijóma ef menn vilja. Eftirlæti hestamannsíns Auðvelt og gott og engin tak- mörk með bragð, skreytingu og stærð. Makkarónukökur á botninum, 15-20 kökur eftir smekk og stærð skálar. Rjómablanda: 60 g flórsykur 2 eggjarauður 3 dl rjómi 200 g rjómasúkkulaði með hnet- um Ávextir eftir smekk. Myljið makkarónukökumar í botninn, hellið örlitlu af líkjör yfir eða ávaxtasafa. Þeytið saman rauður og flór- sykur, blandið saman við þeyttan rjómann og saxað súkkulaðið, setjið yfir makkarónukökumar, brjótið marengsinn niður og . stingið honum í rjómann, skerið ávexti niður og raðið yfir. Hitið ijómann að suðu og hellið yfir saxað súkkulaðið, hellið yfir rétt- inn og setjið hann í kæli í 3 tíma. „Ég ætla að lokum að skora á Erlu Kristófersdóttur sem er al- ger snillingur í matargerð," sagði Hinrik að lokum. Nýjar vörur Handofin rúmteppi, tveir púSar fylgja. Ekta síðir pelsar. SíSir leSurfrakkar. Handunnin húsgögn. ÁrshótíSar- og fermingardress. Handunnar gjafavörur. Kristall - matta rósin, 20% afsl. Satínrúmföf Sigurstjarnan laugard. 11-15 í bláu húsi við Fákafen. ViSskiptanetíS SífTlÍ 588 4545. IUS D'ORANGE PARIS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.