Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Blaðsíða 21
21 LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000_________________ 1>V_____________________________Helgarblað „Fólki líst náttúrlega oft á tíðum ekkert allt of vel á að þurfa að sofa með grímu en þetta kemst upp í vana og menn hœtta að kippa sér upp við þennan búnað. “ Aðspurður um hvort ekki stafi hávaði af tækinu segir hann hávað- ann í lágmarki, hljóðið sé eins og í lítilli ryksugu, en nýrri útgáfur af búnaðinum séu þó hljóðlátari en þær eldri. Þegar talið berst að því hvort makar þeirra sem nota tækið kvarti ekki undan hávaða segir hann tækið hafa mælst vel fyrir í alla staði, enda þyki mökum jafnan betra að hlusta á hljóðin í tækinu en hrotumar í bólfélaganum. Fræðsla í boði í samtali við Þórarin Gíslason lækni kemur fram að byrjað var að nota tæki af þessum toga árið 1987 og má því finna einstaklinga sem hafa sofið með slönguna á fjórtánda ár. Hann segir viðbrögð fólks við tækinu misjöfn, enda mikið sjokk fyrir marga sem kvarta vegna þreytu að fá þann úrskurð að þeir þurfi að sofa með öndunarvél. Bryndís St. Halldórsdóttir hjúkr- unarfræðingur tekur í sama streng en hún vinnur við að kenna fólki með kæfisvefn á umræddan útbún- að. „Fólki er boðið að koma með sínum nánustu þar sem því er boð- in fræðsla um notkun búnaðarins. Þá sefur sjúklingurinn eina nótt á spítala þar sem við mælum og ákvörðum hæfilegan þrýsting á tækinu. Að því loknu fer fólk heim með búnaðinn og kemur síðan aftur eftir mánuð og sefur aðra nótt til að við getum gengið úr skugga um að ailt sé eðlilegt. Þar að auki erum við í símasambandi við sjúklinga þannig að ef eitthvað kemur upp á þá geta þeir alltaf hringt í okkur,“ segir Bryndís. Hallur Guðmundsson prentsmiður „Vandamálið hjá mér var að ég komst aldrei lengra en á 1. og 2. stig í svefninum á meðan eðlilegt er að menn komist á 3. og 4. stig sem flokkast undir djúpsvefn," segir Hallur Guðmundsson sem þjáist af kæfisvefni en hann kveðst hafa ver- ið vansvefta og átt við svefntruflan- ir að stríða í 8 eða 9 ár áður en hann leitaði loks ráða og fékk bót meina sinna. Dottaðl við stýrið og tölvuskjáinn „Foreldrar mínir höfðu lengið kvartað undan hrotunum i mér og sömuleiðis vinirnir sem gátu varla sofið nálægt mér í útilegum. Þetta var lika farið að koma niður á sjálf- um mér og vinnunni. Ég átti það til að sofna við tölvuskjáinn á vinnu- tíma og í fyrrasumar dottaði ég und- ir stýri og var mesta mildi að ég skyldi ekki hafa lent í slysi,“ segir Hallur en hann þakkar kvörtunum konu sinnar og vinnuveitanda að hann ákvað loks að leita sér læknis- aðstoðar. Hallur segir sérfræðinginn hafa skoðað ofan í öndunarveginn á sér og í kjölfarið hafi hann verið send- ur upp á Vífilsstaði í frekari rann- sókn þar sem hann var látinn sofa í tvær nætur. „Þeir bundu belti um mig miðjan, settu skynjara við nefið og aðrar slöngur og mæidu hér og þar.“ Niðurstaða rannsóknanna varð sú að Hallur þyrfti að sofa með loft- blásturstæki og frá þvi í desember síðastliðnum hefur hann notað bún- aðinn og hefur árangurinn ekki lát- ið á sér standa. „Ég er alveg nýr og breyttur mað- ur og sem dæmi um það hafði kon- an mín á orði þegar ég kom af spít- alanum eftir tveggja nátta rannsókn að ég væri unglegri en ég átti að mér að vera. Ég er hættur aö sofna yfir sjónvarpsdagskránni á kvöldin - nema hún sé enn þá leiðinlegri en venjulega - og ég hef meira úthald en áður.“ -KGP Atti erfitt með svefn í nokkur ár Hallur haföi lítiö sofiö i 8 eöa 9 ér þegar hann lét loks slag standa og dreif sig í meöferö viö kæfisvefni. Ora-sarJínur. Tvœr nýjar og spennanJi hragcltegunJir. Tahtu eftir nýju umhúáunum! Fi ióðl 'iarsioaur ' 1 £' ur najmu Óvenjuhátt kalkhlutfall í ORA-sardínum kemur beinunum til góéa! Vissir þú að í 100 g af sardínum úr dós væru yfir 400 mg af kalki, sem er helmingurinn af ráðlögðum dagskammti fullorðinna?* Þetta mikla kalk ásamt próteinum, omega-3 fitusýrum og vítamínum gera sardínur að áhugaverðum og æskilegum kosti fyrir unga sem aldna. Ora-sardínur fást í vatni, salsasósu, tómatsósu eða olíu Ora-sardínur eru lostæti með góðu brauði og harðsoðnu eggi, í eggjaköku, hvers kyns pastarétti, salöt og sem liður í góðum morgunverði eða kvöldsnarli. Niðursuðuaðferðin gerir notkun rotvarnarefna óþarfa. • Samkvæmt upplýsingum frá Manneldisráði íslands er ráðlagður dagskammtur af kalki, fyrir 19 ára og eldri, 800 mg. Fyrir unglinga, vanfærar konur og konur með böm á brjósti er ráðlagður dagskammtur 1200 mg. Talaðu út með Telson Þeir sem skrá sig í Frímínútur - ódýr milliiandasímtöl Íslandssíma - eiga nú kost á þráðlausu gæðasímtæki á tilboði. Verð: 3.980 Þyngd símtóls: 150 gr. Litur: Svartur Búnaður: • Endurval á síðasta símanúmeri • 10 númera skammvalsminni • Langdrægni innanhúss < 300 m • Langdrægni utanhúss < 600 m • R-hnappur f. stafræna þjónustu • Ending rafhl. í biðstöðu 30 klst. • Ending rafhl. í notkun > 4 klst. • Hægt að nota fleiri símtól • (slenskur leiðarvísir • Kallkerfi milli tækis og móðurstöðvar Telson símtæki a v> ai Skráðu þig í Frímínútur í síma 594 4001 eða á friminutur.is og fáðu símann sendan heim með íslandspósti - engin útborgun, burðargjald innifalið. Tilboðið gildirtil 15. maí. Þeir sem þegar eru skráðir í Frímínútur geta pantað eða fengið nánari upplýsingar í síma 594 4001. Fáðu pakkann heim að dyrum... með Póstinum Frímínútur - þegar hringt er út!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.