Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Blaðsíða 33
33
LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000___________________________
I>V _________________________________________________________ Helgarblað
Það er engm
leið að hætta
- getur verið að fólk verði háð notkun varasalva og breytist í áburðarfíkla?
Getur veriö aö fólk veröi háö notkun varasalva?
Á Netinu er hægt aö finna heimasíöu samtaka fólks sem skilgreinir sig sem varasalvafíkla og nýtir aöferöir AA-sam-
takanna til aö vinna bug á fikn sinni.
Þaö kann að hljóma einkennilega
en svo virðist sem fjöldi fólks, sérstak-
lega í Bandaríkjunum, standi í þeirri
trú að það sé alvarlega háð notkun
varasalva og þurfi og vilji leita sér að-
stoðar til að losna úr klóm fíknarinn-
ar.
Á hinum alræmda Veraldarvef er
að fmna heimasíðu samtaka sem kalla
sig Lip Balm Anonymous sem eru
sjálfshjálparsamtök þeirra sem hafa
lent í klóm áburðarflknar. Þar er
hægt að lesa margt um einkenni flkn-
arinnar, innihald varasalva, hugsan-
legt samsæri framleiðenda varasalva,
sem er mjög líklegt að setji eitthvert
dularfullt vanabinandi efni í salvann,
og siðast en ekki síst eru þar tugþús-
undir vitnisburða frá fólki sem telur
sig eiga um sárt að binda.
Ertu fikill?
Þar er einnig að flnna spurninga-
lista sem hver getur svarað fyrir sig
til að komast að þvi hvort hann eða
hún muni vera haldin áburðarfíkn.
Dæmi um spumingar á listanum eru:
Notar þú oft meiri varasalva en þú
ætlaðir?
Finnurðu til sektarkenndar eftir
notkun varasalva?
Kemstu í vímu af tilhugsuninni um
að þú sért að fara að nota varasalva?
Notarðu meiri varasalva þegar þú
ert undir miklu álagi?
Hefur notkun á varasalva áhrif á
orðspor þitt?
Hefur þú notað varasalva án þess
að muna eftir því?
Hefur þú stolið varasalva?
Ef þú svarar einhverri af spuming-
unum játandi ertu sennilega háður
varasalva og þá geflir þú skoðað 12
spora kerfi til þess að venja sig af
notkun salvans.
Meðal átakanlegra vitnisburða frá
fórnarlömbum má lesa frásagnir fólks
sem telur sig nota varasalva í svefni,
smyr á varir sér allt að 108 sinnum á
dag og fólki sem geymir túpu af vara-
salva í öllum yfirhöfnum sínum, að
baðsloppnum meðtöldum. Sumir segj-
ast fara i felur með notkun sína á
varasalva og kjósa að smyrja varir
sínar i laumi, fjarri öðmm. Fólk seg-
ist hafa orðið fyrir aðkasti á vinnu-
stöðum vegna óhóflegrar notkunar og
jafnvel þurft að skipta um vinnu. Fólk
lýsir því hvemig það hefur gert
hveija árangurslausu tilraunina eftir
aðra til þess að losna úr klóm varasal-
vans en jafnan flúið á náðir hans á ný
eftir erfiða og taugastrekkjandi daga
sem það eyddi að mestu í að hugsa um
varasalva.
Ekki er alit sem sýnist
Sjálfsagt er einhverja lesendur far-
ið að gruna að hér sé ekki allt með
felldu og því sjálfsagt að upplýsa að
heimasíða varasalvafíklanna er ekki
raunveruleg í þeim skilningi að eng-
in slík samtök eru til. Hitt er stað-
reynd að síðan er til og var sett upp
af manni sem heitir Kevin C., er sér-
fræðingur í almannatengslum og býr
í Kalifomíu. Hann notaði allar skil-
greiningar og aðferðafræði sem AA-
samtökin byggja á við að lýsa fíkn-
inni í varasalva og skipti aðeins á
orðunum varasalvi og áfengi.
Það sem er sérkennilegt við þetta
allt saman er að Kevin berast að
jafnaði 30 þúsund bréf á ári frá fólki
sem telur sig vera haldið flkn í vara-
salva og hann giskar á að um 75%
þeirra séu rituð í fullri alvöru og ein-
lægni.
Bandariska veftímaritið Salon
gerði úttekt á þessu máli og spurði
meðal annars húðsjúkdómasérfræð-
inga um meinta flkn í salvann. Fyr-
ir svörum varð Charles Zugerman,
sem starfar við Northwestern-há-
skólann í Chicago, og hann fullviss-
aði lesendur Salon um að þetta ætti
sér enga stoð í raunveruleikanum.
Hann bætti þvi reyndar við aö hann
hefði svarað bréflega rúmlega 200
fyrirspurnum um þetta efni frá
áhyggjufuUum snyrtifræðingum sem
væru að leita upplýsinga fyrir við-
skiptavini.
Ef menn vUja skemmta sér frekar
á kostnað þeirra sem eru haldnir
þráhyggju um að varasalvi sé vana-
bindandi á einhvern hátt þá er vef-
slóðin: http://www.kevdo.com/lip-
balm/addict.html. Einnig mætti slá
orð eins og lip balm eða Lip Balm
addict t.d. inn í nýjustu Google leit-
arvélina á Netinu og sjá aUt sem
flæðir inn af alheimsströndum Nets-
ins.
Jarðvegsþjöppur
Allar stærðir,
bensín eða dísil.
Einnig „hopparar"
Sími 568 1044
Tilboð á
hjúkrunarúrum
JEMIS
Ódýr vinnuúr fyrir
hjúkrunarfræðinga,
sjúkraliða og
aðra sem þurfa
ódýr og gangvirk úr.
Tilboðsverð
2990.
l.fe Álfabaf Mjóddii Axel Eiríksson cka 16 ^ Aöalstræti 22 1 nni ísafiröi 1
Sími 587 0706 Simi 456 3023
íb!i Filll'd f/ nnifi'juf'jj'jr
Silfurkristalskrossinn
Kr: 8.850.-
Gullkross með kristal
Kr: 5.950.-
Framtíðareign.
Komið og sannfærist.
(M
RISTALL
Kringlunni - Faxafeni
3 MACH16
Ný tækni i RCA (Pre-out) útgangi
sem tryggir minnsta suð sem
völ er á.
4 Octaver
Hljóðbreytir sem aðskilur bassan.
Pioneer er tyrsti biltækja-
framleiðandinn sem notar þessa
tækni sem notuð er af hljóðfæra-
1 Mosfet 45
Stærsti Mosfet útgangs-
magnari sem völ er á í dag
4x45W. Kostír Mosfet eru
línulegri og minni bjögun en
áður hefur þekkst.
Aðeins vönduðust
hljómflutningstæki nota
MOSFET.
Pioneer hefur einkarétt i 1 ár.
2 MARCX
Nýjasta kynslóð
útvarpsmóttöku, mun næmari
en áður hefur þekkst.
framleiðendum.
EEQ
Tónjafnari sem gefur betri
hljóðmöguleika, á einfaldan
hátt.
5 forstilltar tónstillingar.
DEH 2000 4x45 W magnari • RDS • Stafrænt útvarp • FM MW LW • 24 stöðva
■ ‘ .....................nhlið • t
minni • BSM • Laudness • Laus framh
■ Aðskilin bassi/diskant
sem skapa Pioneer
afdráttarlausa
RCA útgangur • Klukka • Þjófavörn
27.900
g Þegar hLjowtaekL skipta waLt
B00