Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2000, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2000, Síða 20
20 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________PV Fjölmenni í Skálafelli: Líf og fjör til fjalla - einn besti dagur vetrarins Brettin vinsæl Þaö mátti sjá marga renna sér á snjóbrettum í Skálafelli á sunnudag. Vinirnir Adam Örn og Jakob voru þar á meöal. Heygarðshornið Kóngur í ríki sínu Haukur Þorsteinsson, staðarhald- ari í Skálafelli, hafði ástæðu til að brosa á sunnudaginn enda var dag- urinn með eindæmum góður til skíðaiðkunar, færi gott og sól í heiði. Hið sama verður ekki sagt um veturinn sem nú er senn á enda: „Þetta er búið að vera erfitt í vetur. Snjórinn hefur aldrei verið betri en veðrið hefur farið illa með okkur. Það hefur ekki ein einasta helgi ver- ið góð nema landsmótshelgin í lok mars.“ Haukur var engu að síður bjart- sýnn á framtíðina: „Skálafell er að verða stærsta svæðið í innkomu. Það sem helst hrjáir okkur er aö- stöðuleysið sem er rosalegt. Við erum með þennan sumarbústað hérna sem nægir engan veginn. Um leið og komin verður upp fullkomin aðstaða förum við fram úr Bláfjöll- um.“ Aðspurður sagði Haukur aö Skrýtið Gaman að enska þriðjudeildarliðið Stoke skyldi vinna Framrúðuskjöld- inn, bikarkeppni neðrideildarliða í Englandi - á Wembley. Aðalmálið virtist vera að þetta skyldi vera á Wembley. Þessu mætti ef til viil likja við það aö sigra í keppni héraðssam- bandanna á Norðurlandi og vinna Amaro-bikarinn - en það sem öllum þátttakendum fyndist þó mest til um hefði verið að fá að leika á Laugar- dalsvellinum. Annars er svo sem óþarfi að gera of lítið úr þessum sigri. Guðjón Þórðarson virðist kunna vel til verka - en þarf að gera alveg svona mikið veður út af þessu? Iþróttakálf- ur Morgunblaðsins undirlagður síð- asta þriöjudag, rétt eins og um stór- tíðindi í íslensku íþróttalífi væri að ræða, eða þetta væri jafnvel sigur ís- lendinga. Meðal annars var sérstök frétt um að Peter Shilton hefði hrósað Guðjóni. Hvað átti þessi gamli mark- maður að segja: átti hann að hall- mæla Guðjóni eftir sigurinn? Og hvað ætla þeir á Mogganum að gera ef svo kynni að fara að Stoke sigraði í einhverju af hinum nafn- kunnari fótboltamótum þama úti? Gæti slíkur viðburður jafnvel orð- ið til þess að hið ómögulega gerðist: að Mogginn kæmi út á mánudegi? Skrýtið: Það er alltaf verið að segja frá íþróttaiðkun Is- lendinga í fjarlægum löndum. Þannig líður naumast sá dag- ur að ekki sé greint frá því að einhver lið séu að fylgjast með Eiði Smára og um hina minni spámenn er stanslaus frétta- flutningur. Búin er til heil frétt um það að þessi eða hinn hafi spilað allan leikinn með sínu liði eða komið inn á ein- hvern tímann - eða jafnvel alls ekki komið inn á - sem sagt verið að spila fótbolta með sínu liði sem er ámóta fféttnæmt og ef Siggi pípari fer til Svíþjóðar að starfa við sitt fag og fær vinnu í Skövde. Skyldu blöð í gömlu Júgóslavíu eins undirlögð af frétta- flutningi af gengi manna þaðan hér á landi í fótboltanum? Skyldi Oleg Titov, leikmaður Fram, vera tíöur gestur á íþróttasíðum blaða f Moskvu? Varð allt vitlaust í rúss- neskum fjölmiðlum þegar Boris Bjarka tókst að koma Eyjamönnum í undanúrslit í handbolta? íþróttimar virðast vera siðasta vígi minnimáttarkenndarinnar ís- lensku. Þar má sleppa fram af sér beislinu i taumlausri sjálfsupphafn- ingu hins smáa. — — - # DV-MYND HARI Haukur Þorsteinsson staðarhaldari Haukur var ánægöur meö stemninguna í Skálafelli á pálmasunnudag. veriö hefði á döfinni að bæta að- stöðuna í 10 ár en það hefði alltaf dregist enda væri um pólitíska ákvörðun að ræða. -EÖJ Guðmundur Andri Thorsson skrifar í Helgarblaö DV. Markaregn er óvenjulega skýrt dæmi um þátt sem höfðar til algjörs jaðarhóps, áhugamanna um þýska knattspyrnu sem eru senni- lega nokkru færri en áhugamenn um þýsk stjómmál eða þýskar bók- menntir eða þýska téknómúsík. Skrýtið: Markaregn í sjónvarpinu er alltaf endurtekið. Miklu nær væri að endurtaka frekar þáttinn í Ríkissjónvarpinu sem er skemmtilegur, Smack the Pony. Markaregn er óvenju skýrt dæmi um þátt sem höfðar til algjörs jaðarhóps; áhuga- manna um þýska knattspymu sem eru sennilega nokkru færri en áhugamenn mn þýsk stjómmál eða þýskar bók- menntir eða þýska teknómús- ik. Nú eru íþróttir reyndar held- ur skemmtilegt sjónvarpsefni - í hófi. Helst aö erfitt sé að lifa sig inn í þá skemmtun sem fólk virðist hafa af þessu endalausa bílamóti, For- múlu eitt kappakstrinum, sem í fljótu bragði virðist vera ámóta blæ- brigðarík skemmtun og að horfa á mýs í búri hlaupa í hringhjólinu sínu. 1 kappakstrinum sést ekki sá þáttur sem mikilvægastur er þegar horft er á íþróttir: sjálft fólkið sem etur kappi saman. Þannig er dramat- ískt að fylgjast með snókereinvígi, jafnvel þótt það silist áfram, og það er meira að segja hægt að dotta yfir golfmóti sé maður alveg sérstaklega dáðlaus þann daginn. En að fylgjast með bílum að blússa með fretum hring eftir hring er satt að segja al- veg sjúklegt. Þetta er til marks um óeðlilega mikinn áhuga íslendinga á bílum, þessum frumstæða farkosti sem hlýtur aö fara að heyra sögmini til, enda varla nokkuð breyst síðan í byrjun 20. aldar. Fyrir nokkrum mánuðum komu fram hugmyndir á RÚV um að stofna sérstaka íþróttarás. Þetta var snar- lega skotið í kaf; öllum bar saman um að þetta væri afleit hugmynd, jafnt andstæðingum íþrótta sem and- stæðingum RÚV. Það var synd því með þessu móti yrði iþróttunum ein- faldlega mokað burt úr dagskránni og sjónvarpsáhorfendur þyrftu ekki einu sinni að vita af íþróttum frekar en þeir vildu. Og íþróttafréttamenn- imir gætu þá sýnt Markaregn eins oft og þeir vildu án þess að það færi í taugamar á þeim sem greiða af- notagjöldin og halda enn í þá tálsýn að í sjónvarpinu sé hugsanlega eitt- hvað handa þeim að horfa á. Það viðraði vel til skíðaiðkunar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins á pálmasunnudag. í Skálafelli var glampandi sól og hæg norðanátt og færið með besta móti. Aðsóknin var í samræmi við það og giskaði Hauk- ur Þorsteinsson staðarhaldari á að hátt í þrjú þúsund manns legðu leið sína í Skálafell á degi sem þessum. Fram undan er páskahelgin en hún er að jafnaði mesti annatími ársins á skíðasvæðum landsmanna. Mikið var um að foreldrar tækju bömin með sér í Skálafell á sunnudaginn enda sagði fólk að svæðið væri eink- ar barnvænt, leikvöllur til staðar sem og skíðakennsla og stutt í Eilla þjónustu. Þrjú röndótt „Það vom KR-ingar sem byggðu upp skíðasvæðið á Skálafelli á sínum tíma og eru enn með aðstöðu þar þó að Reykjavíkurborg hafi tekið við rekstrinum," sagði Heimir Sigurðs- son, formaöur Skíðadeildar KR. Með- al annars sér íþróttafélagið um skíða- kennslu fyrir börn undir 12 ára aldri. Á sunnudag voru að vísu flestir leyndust í hópnum en sjálf hefur hún ákveðið að hætta keppni: „Það er komið nóg og svo er ágætt að hætta á toppnum." Theódóru til halds og trausts var Davíð Ásgeirsson sem kennir börnunum brettafimi. Hvergi bangnir Þó að hefðbundin skíði séu enn vinsæl hafa snjóbretti sótt mjög í sig veðrið á undanfomum árum, ekki síst meðal barna og unglinga. Vinimir Adam Öm Óskarsson og Jakob Lárusson, 11 ára, voru einmitt mættir í Skálafell hvor með sitt brettið undir hendinni. Þeir sögðu að það væri bæði skemmti- legra og léttara að renna sér á brett- um en skíðum. Þeir voru ekki vit- und hræddir um að detta og slasa sig og töldu sig því ekkert hafa við hjálm að gera. „Það er helst að mað- ur handleggsbrjóti sig,“ sagði Adam Örn og að þeim orðum mæltum voru þeir roknir upp í brekkumar. kennararnir staddir á Andrésar And- ar-leikunum á Akureyri og hljóp Theódóra Mathiesen því í skarðið. Theódóra er í hópi fremstu skíða- kvenna landsins og vann meðal ann- ars íslandsmeistaratitil í svigi kvenna í fyrra. Var hún ekki frá því að upprennandi íslandsmeistarar — Theódóra, Heimir og Davíö Skíöadeild KR sá um uppbyggingu skíöasvæöisins í Skálafelli og enn eru KR-ingar áberandi á staönum. Haukur Þorsteinsson staðarhaldari:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.