Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2000, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2000, Side 26
26_________ Helgarblað FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 DV Skussarnir sjö - einstaklingar sem hafa átt þátt í að móta heiminn með heimskupörum sínum Andróníus Ducas, árið 1071: Fall býsanska ríkisins og upphaf krossferðanna Án þess að hafa í raun ætlað sér það varð Andróníus þessi faðir Tyrk- lands í núverandi mynd en hann átti einnig sök á því að krossferðimar voru famar 1096-1271 til að ná Land- inu helga úr höndum múhammeðstrú- armanna. Þessi býsanski hershöfðingi sem vildi einungis drepa keisara sinn reyndist nefnilega of vandfýsinn til að fremja ódæðið einn og óstuddur. Þess í stað beið hann þar til herinn lenti í bardaga við tyrkneska hirðingja og skipaði þá her sínum að hörfa um leið og hann skildi keisarann eftir í klóm óvinarins. Andróníus hershöfðingi mun hins vegar hafa vanmetið her sinn því hann dreifðist um allar jarð- ir þegar hann hörfaði undan óvinin- um og skildi Anatólíu - helminginn af hinu býsanska ríki - í höndum Tyrkja. Tyrkjar voru ekki lengur hirðingjar eftir það og Anatólía heitir í dag Tyrkland. Sigur múslima kom ennfremur krossferðunum alræmdu af stað á meðan Tyrkir eyddu því sem eftir var af þessu sögufræga riki. Jung-Lo, keisari í Kína, árið 1415: Stöðnun kínverska ríkisins Árið sem Kína batt enda á framþró- un ríkisins. Jung-Lo hafði allt sem keisari gat óskað sér. Hann ríkti yfir sterkasta, gjöfulasta, tæknivæddasta og fjölmennasta ríki heims. Á meðan enski flotinn sigldi varla lengra en til Portúgals voru Kínverjar að kanna vesturströnd Afríku. Jung-Lo á hins vegar að hafa metið hina ótrúlegu yf- irburði ríkisins sem svo að það væri enginn tilgangur i frekari framþróun - ríkið væri fullkomið nú þegar þar sem önnur lönd heimsins hefðu ekk- ert fram að færa sem aukið gæti vel- megun i Kína. í kjölfarið leysti keisar- inn upp kínverska flotann, dró úr verslun og viðskiptum og hvatti landa sína til að læra heldur um kínverska siði og venjur. Þessi stefna Jung-Lo og stöðnun ríkisins varði í 6 aldir. Ferdinand af Aragon, árið 1483: Spænski rannsóknarrétturinn Ferdinand af Aragon vildi verða ríkur í hvelli. í anda Machiavellis kom hinn slægi og fégráðugi kóngur á spænska rannsóknarréttinum til að féfletta efnameiri þegna ríkisins sem gerðust sekir um hjúskaparbrot og runnu peningarnir beint til krúnunn- ar. Rannsóknarrétturinn sætti sig hins vegar ekki við að afla eingöngu skotsilfurs fyrir kónginn eyðslusama og setti þess í stað markmiðið hærra og hugðist bjarga Spáni úr klóm guð- leysis af hvaða tagi sem væri. Þegar þar var komið sögu og bálkestir og pyntingatól voru orðin daglegt brauð var ljóst að Ferdinand réð ekki lengur ferðinni. Honum var sjálfum stungið inn og þurfti í kjölfarið að fara að af- arkostum yfirmanns rannsóknarrétt- arins sem staðfestu aukin völd þess síðarnefnda. Á meðan Evrópa naut ávaxta endurreisnarinnar bjó Spánn því við ægisvald rannsóknarréttarins. Leó páfi tíundi, árið 1517: Aflátsbréf og siðaskiptin Leó páfi hafði betri smekk en hyggjuvit. Þessi fagurkeri heimtaði að Péturskirkjan í Róm yrði endurgerð frá grunni sem honum fannst ekkert meira en miðaldagripahús. En þó páfi væri ríkur átti hann engan veginn næga fjármuní fyrir útgjöldunum svo hann ákvað að hleypa af stokkunum allsherjarútsölu á aflátsbréfum fyrir hina syndugu. Þessi prangsala fór svo fyrir brjóstið á Marteini Lúther að hann hvatti til siðaskipta innan kirkj- unnar. Á meðan á þessu stóð bjó Leó um sig i Róm og hafði meiri áhuga á teikningum Rafaels en mótmælum Lúthers. Hann hafði engan áhuga á guðfræði og sá ekki fyrir neinar svipt- ingar innan kirkjunnar. Leó svaraði «*!jBí

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.