Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2000, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2000, Side 33
FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 I>v 33 Helgarblað Fæðingardagur foringjans - Adolf Hitler fæddist þennan dag fyrir 111 árum Fáir menn höfðu eins mikil áhrif á gang sögimnar á 20. öld eins og Adolf Hitler sem leiddi Þýskaland út í seinni heimsstyrjöldina og bar ábyrgð á einhverjum hræðilegustu glæpum seinni tíma. í dag, 20. apríl, er fæðing- ardagur þessa manns sem eitt sinn naut takmarkalítillar hylli þjóðar sinnar en fáir vilja kannast við í dag. Adolf Hitler Maðurinn sem með réttu hefði átt að heita Schicklgruber en var skráð- ur Hitler vegna ritvillu í manntalinu. Adolf litli fæddist klukkan 18.30 að kvöldi 20. apríl árið 1889 í smáþorpinu Braunau am Inn í Austurríki. í ljósi þess hve hann lagði mikla áherslu á kynhreinan uppruna síðar á ævinni er það kaldhæðnislegt að hans eigin föðurætt er mjög óljós og Adolf litli vissi aldrei hver afi hans var. Ef til vill gyðingur Faðir Adolfs, hét Alois og var óskil- getinn sonur María Önnu Schicklgru- ber og óþekkts föður. Það eru einkum tveir möguleikar hvað varðar faðemi hans. Annars vegar að hann hafl ver- ið sonur fátæks verkamanns sem hét Johann Georg Hiedler, en sumir telja að Frankenberger nokkur hafi verið valdur að þungun Maríu Önnu. Frankenberger var einkasonur efn- aðra gyðingahjóna sem María var eldabuska hjá um tíma. Alois. faðir Hitlers litla, gekk jafn- an undir nafninu Alois Schicklgruber og flutti ungur að árum til Vínarborg- ar til að komast áfram í lífinu. Hann var fyrst skósmíðanemi en komst síð- an að hjá tollayfirvöldum og starfaði alla ævi sem tollvörður. Vegna þeirr- ar velgengni ákvað hann, 39 ára að aldri, að breyta eftirnafni sínu í Hiedler að áeggjan frænda síns. Hiedler misritaðist síðan á manntals- skrifstofunni og varð að Hitler. Eftirlæti mömmu Alois giftist árið 1885 Klöru Pölzl, barnabarni Hiedler frænda síns, og settist að Fischlheim rétt við Linz í Austurríki. Það var fyrsta hjónaband hennar en þriðja atrenna hans og átti hann fyrir tvö börn af fyrra hjóna- bandi. Þegar Adolf litli fæddist var hann fjórða barn móður sinnar en það fyrsta sem lifði. Hin höfðu dáið í æsku og vegna ótta við að eins færi fyrir þessu, bar hún Adolf litla á höndum sér og dekraði hann og kallaði hann gælunafninu Adi. Það má segja að líf Adolfs litla hafi tekið stakkaskiptum árið 1985. Þá naut hann engan veginn lengur óskiptrar athygli og aðdáunar móður sinnar því hann settist á skólabekk í fyrsta sinn þar sem ríkti strangur agi og faðir hans fór á eftirlaun og beitti börnin því meiri aga og harðýðgi en áður. í skóla hjá munkum Um þetta leyti flutti fjölskyldan til smábæjarins Lambach þar sem Adolf gekk í klausturskóla hjá Benedikts- munkum. í klaustrinu voru haka- krossar höggnir í veggina og höfðu verið þar frá 16. öld. Adolf litli þótti ágætur nemandi, söng í kór klausturs- ins og dreymdi um að verða prestur. Hann lenti þó í útistöðum í skólanum og var refsað fyrir reykingar aðeins níu ára gömlum. Uppáhaldsleikir Adolfs litla voru indíánaleikir og landnemaleikir. Sög- ur sem gerðust í villta vestrinu nutu mikilla vinsælda í Evrópu um þessar mundir og Hitler litli lá yflr slíkum hetjusögum sem oftast lýstu því hvernig hetjur landnemanna brutu undir sig skrælingja og villimenn af miklu hugrekki og hörku. Sérstaklega hélt Hitler upp á sögur eftir þýska bamabókahöfundinn Karl May sem skrifaði um 70 bækur um hetjuna Old Shatterhand. Hitler las þær til fullorð- insára og hvatti foringja í her þriðja rikisins til að hafa þær við höndina á vígstöðvunum. Litli teiknarinn Adolf Hitler litla gekk nokkuð vel í skóla, fékk ágætar einkunnir og þótti vera ágætur teiknari, sérstaklega við að teikna húsamyndir. Hann hafði gott sjónminni og gat teiknað nákvæmar myndir af húsum eftir minni. Hann fékk þó ekki að fara í lista- skóla eins og hann dreymdi um held- ur sendi faðir hans hann í tækniskóla í Linz þar sem honum gekk illa i námi og var strítt. Á mótunarárum gelgjuskeiðsins var Hitler í uppreisn gegn föður sín- um, ákafur stuðningsmaður þýskrar þjóðernisstefnu sem þá var að rísa gegn austurríska keisaradæminu og sögukennari hans í skólanum, Leo- pold Pötsch, hreif huga hans með lýs- ingum sínum á hetjum Þýskalands Adolf litli þótti ágœtur nemandi, söng í kór klaustursins og dreymdi um að verða prestur. Hann lenti þó í útistöðum í skól- anum og var refsað fyr eins og Bismarck kanslara og Friðriki mikla. Skömmu fyrir fermingu sá Hitler litli í fyrsta sinn óperu eftir Richard Wagner sem hreif hann mjög og sannfærði hann um forystuhlut- verk þýskrar menningar. Á glapstigum í draumaheimi Hitler missti föður sinn 13 ára og árin þar á eftir fór nám hans að mestu í hundana. Hann var ódæll og erfiður nemandi. Hann fermdist í dómkirkjunni i Linz í maí 1904 og árið eftir drakk hann sig í fyrsta sinn fullan með félögum sínum þá 16 ára. Hann vaknaði illa tO reika í vegar- kanti og smakkaði aldrei áfengi aft- ur. Hann lauk aldrei lokaprófi úr gagnfræðaskóla en lifði í drauma- heimi og teiknaði hús. Næstu ár á eftir flæktist hann um Linz, nennti ekki að vinna en 18 ára gamall komst hann yfir föðurarf sinn og lét skrá sig í Listaakademíuna í Vín. Hann féll á inntökuprófi i listaskólanum en fékk þá umsögn og hann gæti teikn- að hús en ekki fólk. Það var ekki ætlunin að rekja ævi- sögu Adolfs Hitler eða Adi í þessari grein. Á fyrstu 15 árum ævinnar varð hann fyrir áhrifum sem mótuðu alla ævi hans. Hann var altekinn of- urtrú á hæfileika sína og flest sem hann tók sér fyrir hendur um dagana mótaðist af því. -PÁÁ Býrðu í Kaupmannohöfn? Ertu á leiðinni ??? www.islendingafelagid.dk Hjólagröfur HYunoni Lítið notaðar hjólagröfur tilsölu iS\ 12 og 16,4 tonn —960 síður á ári— fróðleikur og skemmtun semlifirmánuðumog árumsaman

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.