Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2000, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000 Fréttir I>V Litla-Hraunsmenn fengu tæpar 1,7 milljónir millifærðar af reikningi Búnaðarbankans: Fangar í fjársvikum - beiðnir um millifærslur áttu sér stað með símtölum þar sem leynikóði var gefinn upp Tveir fangar sem sátu í afplánun á Litla-Hrauni í september hafa í tveimur dómsmálum veriö ákærðir fyrir að hafa svikið út hátt í 1,7 milljónir króna af bankareikningi manns í Búnaðarbankanum í Mos- fellsbæ. 1 máli annars mannanna, sem flutt var fyrir dómi í gær, kom fram hjá bæði sækjanda og verjanda að starfsmenn Búnaðarbankans gerðu mistök með því að heimila millifærslur inn á reikninga fang- anna. Ljóst er á hinn bóginn að ein- hver komst yfir leynikóða reikn- ingseigandans sem geflnn var upp þegar hringt var í Búnaðarbankann frá Litla-Hrauni og óskað eftir að fjárhæðir yrðu millifærðar á reikn- inga í öðrum bönkum. Mennirnir hafa verið ákærðir hvor í sínu lagi en fyrir brot sem áttu sér stað sama morguninn - þann 1. september síðastliðinn. Annar fanganna er ákærður fyrir að hafa svikið út 920 þúsund krónur af reikningi ákveðins reikningseig- anda í Búnaðarbankanum í Mos- fellsbæ. Sambýliskona hans er einnig ákærð í því máli sem hlut- deildaraðili. Hinn fanginn, sem kom fyrir dóm í gær, er ákærður fyrir að hafa millifært heimildarlaust 760 þúsund krónur af reikningi sama manns. Nokkrum klukkustundum eftir að peningarnir voru millifærð- ir tók umboðsmaður fangans út 620 þúsund krónur af reikningi hans. Fyrir dóminum í gær kom fram að að morgni 1. september hringdi karlmaður í Búnaðarbankann, gaf upp leyninúmer reikningseigand- ans, sem er þaö sama og fjórir síð- ustu tölustafirnir í kennitölu eig- andans, og lét millifæra framan- greindar tvær upphæðir inn á reikninga fanganna í öðrum bönk- um. Fanginn sem kom fyrir dóm í gær var í læknismeðferð á Landspítalan- um að morgni 1. september þegar hringingin kom frá Litla-Hrauni til Búnaðarbankans í Mosfellsbæ. Veij- andi hans lagði því áherslu á að ekkert lægi fyrir í málinu um sekt skjólstæðings hans hvað það varð- aði hver það er sem hringdi inn. Töluðu málflytjendur í því sam- bandi um „huldumann" sem ekki hefur komið fram. Hvorugur sakborninganna í saka- málimum tveimur viðurkennir að hafa svikið umræddar fjárhæðir út úr bankanum í Mosfellsbæ. Sá sem er ákærður fyrir hærri upphæðina viðurkenndi hins vegar hjá lögreglu en neitaði á síöari stigum málsins, t.a.m. við þingfestingu. -Ótt Hrópandi ranglæti í nýlegri skýrslu Ráðagjafarstofú heim- ilanna kemur fram að það skiptir verulegu máli hvort fólk þiggur vaxtabætur eða húsa- leigubætur. Dæmi er tekið þessu til stuðn- ings og hefur Jó- hanna Sigurðardóttir vakið athygli á þessu á heimasíðu sinni. „Hve lengi er hægt að líða svona hrópandi ranglæti?" spyr Jóhanna í pistli sínum. Ólögleg sameining? Samkeppnisyflrvöld eru nú að kanna hvort sameining íslandsbanka og FBA stangist á við samkeppnislög. Guð- mundur Sigurðsson hjá Samkeppnis- stofnun sagði í samtali við RÚV að könnun sem þessi væri eðlileg þegar svo stórar stofnanir sameinist og bætti við að niðurstaða í málinu muni einnig koma sameiningu ríkisbankanna, Landsbanka og Búnaðarbanka við. íslenskum skóm dreift um Bandaríkin þver og endilöng: Vigdís amma: Dásamlegt „Þetta er það fallegasta sem hefur komið fyrir mig,“ sagði Vigdis Finn- bogadóttir fyrrum forseti íslands sem varð amma 21. mars síðastliðinn þegar Ástríður dóttir hennar ól stúlkubarn í Kaupmannahöfn. „Bamið er falleg stúlka sem verður skírð í sumar þegar við komum öll heim,“ sagði Vigdis er DV ræddi við hana á heimili dóttur sinnar í Kaupmannahöfn í morgun. Ástríður var þá nýfarin út að ganga með bamið í danskt vorloftið. Faðir bamsins er Eggert Elmar Þór- arinsson, unnusti Ástríðar, sem starf- að hefur við smíðar ytra að undan- förnu en hyggur á nám: „Hann er mik- ill öðlingur,“ segir Vigdís um væntan- legan tengdason sinn. Sjálf hefur Ástríður starfað í snyrtivömverslun- inni Face á Strikinu í Kaupmannahöfn en er nú í bameignarfríi. „Bamið er dásamleg aldamótagjöf," sagði Vigdís Finnbogadóttir í morgun. -EIR Glannaakstur DV AKUREYRl Sautján ára ökumaður bifreiðar sem ekið var glannaakstri niður Oddeyrargötu á Akureyri í gær- kvöld missti stjórn á henni þegar hann kom að Hólabraut. Bifreið unga ökumannsins fór þar upp á gangstétt og inn á bifreiða- stæði við verslun ÁTVR. Þar hafn- aði bifreiöin á tveimur kyrrstæðum bifreiðum og skemmdi þær talsvert. Bifreið unga mannsins var hins veg- ar mun meira skemmd og flutt á brott með kranabifreið. Lögreglan segir ástæðu þessa áreksturs hrein- an og kláran glannaskap -gk Amma og barniö Vigdís Finnbogadóttir meö dótturdóttur sína i fanginu i Kaupmanahöfn í gær. Gæti orðið gullkista - segir framkvæmdastjórinn sem enn er ekki orðinn milljónamæringur „Þetta gæti orðið gullkista," sagði Óskar Axel Óskarsson, fram- kvæmdastjóri skógerðarinnar X18, sem í gær kynnti nýjan samning við bandaríska aðila sem tryggja fyrir- tæki Óskars dreiflngu og sölu á rúmlega milljón pörum af skóm vestanhafs. „Þessi samningur þýðir að innkaupsverð til okkar frá fram- leiðendum úti í heimi lækkar um 12-22 prósent," sagði Óskar. X18 skómir eru framleiddir í Taívan, Vietnam og Kína - en era samt ís- lenskir. Langalangalangafl X18 er tveggja ára gamalt fyrir- tæki í eigu Óskars Axels og Adolfs bróður hans en langalangalangafi þeirra var Lárus G. Lúðvíksson, skókaupmaöur í Bankastræti, sem var eini skókaupmaðurinn i Reykja- vík á sinni tíð auk Hvannbergs- bræðra. Aörir eigendur að X18 eru Pétur Björnsson, eigandi fiskupp- boðsfyrirtækisins Iceberg Limited í Hull, og Magnús Guðmundsson sem er framkvæmdastjóri fyrirtækis Péturs í Hull. Að auki á Nýsköpun- arsjóður 30 prósent í X18. Ekkl skósmiður „Ég er ekki skósmiður en hann- aði mína fyrstu skó tvítugur að aldri fyrir skóverksmiðjuna Iðunni á Akureyri. Þar hannaði ég svokall- aða Puffins-skó sem urði feikivin- sælir en framleiðslan lagðist af þeg- ar Iðunn hætti starfsemi fyrir norð- an. Nú er það X18 sem skiptir máli,“ sagði Óskar Axel sem ásamt félög- um sínum hefur náð því að koma skóm sínum í 1100 verslanir í Bret- landi og 69 verslanir í Hong Kong, Gullskórinn Óskar Axel Óskarsson ætlar aö leggja undir sig heiminn - meö islenskum skóm. svo dæmi séu tekin. „Ég sé X18 fyr- ir mér sem sterkt vörumerki í fram- tíðinni, hvort sem það verður í skóm, fatnaöi, ilmvötnum eða ein- hverju öðru. Núna erum við í skón- um en stefnum jafnframt á aðra vöruflokka undir heitinu X18. Ég held að ekkert annað íslenskt vöru- merki hafi náð þangað sem við erum komnir í dag með X18,“ sagöi Óskar Axel sem er sonur Axels Ó. Lárussonar sem rekið hefur skóbúð í Vestmannaeyjum um áratugaskeið og gerir enn. Fordinn dugar Óskar Axel er 39 ára, kvæntur, þriggja barna faöir og búsettur í Mosfellsbæ: „Nei, ég er ekki orðinn milljónamæringur á þessu, hvað svo sem verður. Ég ek um á Ford Mondeo og held því líklega áfram um ókomna framtíð," sagði Óskar Axel sem ætlar aö staðfesta samn- inginn um milljónaskósöluna í Los Angeles seinna í vor - að viðstödd- um forseta íslands. -EIR Cesaria vinsælust Miðasala hófst á Listahátíð í Reykja- vík í gær og gekk hún geysilega vel. Fyrir hádegi var uppselt á tónleika Cesariu Evora, berfættu ömmunnar frá Grænhöfðaeyjum með seiðandi röddina, og einnig seldist vel inn á tón- leika Azizu Mustafa Zadeh frá Aserbaídsjan. Bijóta lög Að mati félagsmálaráðuneytisins hafa borgaryfirvöld í Reykjavík brotið sveitarstjómarlög í 2 ár með því að birta ekki efnahagsreikninga sína eins og skylt er samkvæmt lögum frá árinu 1998. Sjálfstæðismenn segja að með þessu séu borgaryfirvöld að hylma yfir slæma skuldastöðu sína. Bylgjan greindi frá. Umhverfisviðurkenning Umhverfisráðuneytið veitti kvik- myndagerðamönnun- um Magnúsi Magn- ússyni og Valdimar Leifssyni viðurkenn- ingu á Degi umhverf- isins við hátíðlega at- höfh í húsnæði Vatnsveitunnar í gær. Viðurkenning- una hlutu þeir fyrir vandaða umfjöllun um umhverfismál. Þá hlaut fýrirtækið Borgarplast viðurkenningu fyrir um- hverfisstefhu sína. Stúdentaráö kærir Stúdentaráð HÍ hefur kært úrskurð háskólaráðs frá því í byrjun apríl til áfrýjunamefndar í kærumálum há- skólanema. Málið snýst um nemanda sem tók þátt í samkeppnisprófum í hjúkrunarfræði. Innra vægi eins prófs- ins var breytt eftir að það var lagt fyr- ir. Fyrir breytingamar var nemandinn meðal þeirra sem komist hefðu áfram en eftir breytingarnar komst hann ekki áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem Stúdentaráð kærir til áfrýjunamefnd- ar í kærumálum háskólanema. Kvínni lokað Háhymingurinn Keikó hefur tekið svo miklum íramfor- um að undanfómu i Klettsvíkinni að kvínni, sem hann dvaldi í fyrstu mánuð- ina, hefur nú verið lokað, enda var hann hættur að leita þangað af sjálfsdáðum. Dagur greindi frá. Sættir um hugbúnað Við skoðun á hugbúnaðarmálum Neytendasamtakanna kom í ljós að ekki vom til staðar tilskilin leyfi fyrir hugbúnaði sem notaður var á skrif- stofu samtakanna. Sættir náðust um hugbúnaðarmálin milli Neytendasam- takanna og Business Soflware Alliance (BSA) og gerðu þau með sér samning um málið. -hdm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.