Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2000, Blaðsíða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000
J>V
Fréttir
Vegagerð ríkisins, Norðurlandi vestra:
120 milljónir spar-
ast á tilboðum
DV, AKUREYRI:______________________
Fjögur tilboð í verk sem vinna á
fyrir Vegagerð ríkisins á Norður-
landi vestra og vinna hefst við á ár-
inu eru meira en 120 milljónum
krónum lægri en Vegagerðin reikn-
aði með að þurfa að greiða fyrir
þau, samkvæmt kostnaðaráætlun-
um.
Einhverra hluta vegna eru kostn-
aðaráætlanir hins vegar hafðar
hærri en raunhæft má telja.
„Við getum ekki verið ánægðir
með þessar niðurstöður," sagði Ein-
ar Gislason hjá Vegagerðinni á
Norðurlandi vestra þegar DV ræddi
þessi mál við hann. Einar bætti við
að Vegagerðin „reiknaði með“ að
lægstu tilboð sem bærust væru að
jafnaði ekki nema 70-80% af kostn-
aðaráætlun þannig að segja mætti
að dæmið hafi gengið nokkuð upp
að þessu sinni.
Framkvæmdir við Þverárfjalls-
veg sem hefjast í ár og á að ljúka
árið 2003 eru langstærsta verkið í
vegagerð á Norðurlandi vestra á
næstu árum, en vegurinn verður
heilsársvegur og styttir leiðina frá
Blönduósi til Sauðárkróks úr 74 í 45
km. Kostnaðaráætlun gerði ráð fyr-
ir að verkið kostaði 297,3 milljónir
króna en lægsta tilboð af 10 sem
bárust var frá Suðurverki hf. í
Reykjavík og var upp á 184,8 millj-
ónir eða ekki nema 62,2% af áætlun.
Þarna munaði því 112 milljónum á
áætlun og lægsta tilboði.
Önnur verk sem vinna hefst við í
sumar eru Siglufjarðarvegur um
Grafará en þar á að leggja nýtt ræsi
í Grafará, sunnan Hofsóss.
Fyrir er einbreið steypt brú sem
verður brotin niður. Fjörður sf. á
Sauðárkróki bauð 14,5 milljónir í
verkið eða rúmum 5 milljónum und-
ir áætlun.
Viðhald á vegarklæðningum í ár
og á næsta ári var boðið út. Þaö
samsvarar um 95 km af vegi og er
um að ræða 580 þúsund rúmmetra.
Borgarverk ehf., Borgarnesi, bauð
27 milljónir eða 5,4 undir áætlun. Þá
var boöin út landgræðsla sem vinna
á í ár og á næsta ári og er um að
ræða nýsáningu og áburðardreif-
ingu á námu- og vegsvæði. GH-verk-
takar í Reykjavík buðu 2 milljónir
sem var tæplega 300 þúsund yfir
áætlun. -gk
Þykkvibær:
Hundruö hektara
svört eftir sinubruna
DV, SUÐURLANDI:___________________
A skírdag misstu bændur sinueld
úr böndunum í Safamýri ofan
Þykkvabæjar. Þeir höfðu fengið
leyfi til að brenna sinu á afmörkuðu
svæði en þegar eldurinn var kom-
inn af stað réðst ekki neitt við hann
svo hann æddi um stór svæði og
eirði engu.
Á tímabili óttuðust menn um
rannsóknarstöð ofan Þykkvabæjar
sem Japanir reistu fyrir nokkrum
árum til að rannsaka norðurljósin.
Henni tókst að bjarga. Fjöldi
slökkviliðsmanna barðist við eldinn
og að lokum hafðist að ráða niður-
lögum hans.
Þá voru brunnin hundruö hekt-
ara af mýrlendi. í þurrviðrinu sem
hefur verið sunnanlands síðustu
viku er jörð orðin skráþurr og mjög
vandfarið með eld á sinusvæðum.
Þá eru komnir til landsins flestir
farfuglar og margir þeirra farnir að
huga að vorverkunum þegar við
heimkomuna.
Þá er einnig umdeilt hversu mik-
ið gagn er að því að brenna sinu,
sérstaklega ef jörð er orðin skrá-
þurr því þá er hætta á að rætur
grassins brenni líka og eftir það get-
ur gróður átt erfitt uppdráttar í
mörg ár. -NH
BIFREIÐASTILLINGAR
NIC0LAI
fyrir íslenskar aðstueður.
Glerborgargler er framleitt undir
gæðaeítiiiiti Rarmsóknastofriunar
byggingariðnaðarins.
Dalshrauni 5 220 Hafinarfirði Sími 565 0000
- japönsk rannsóknarstöð í hættu
OV-MYNDIR NH
Sinubruni á Suöurlandf
ÞaO dró fyrir sólu neöan viö Vetleifsholt á skírdag þegar reykurinn af sinubrunanum steig til himins.
Bæjarstjórn Akraness:
Styður flutning Rarik
- og bendir á nýjar og hæfari Landmælingar íslands á Akranesi
DV, AKRANESI:_____________________
Bæjarstjóm Akraness samþykkti
á 900. fundi sínum ályktun þar sem
studdur er flutningur á höfuðstöðv-
um Rafmagnsveitna rfkisins til Ak-
ureyrar og skorað á yfirvöld að sjá
til þess að málið fái framgang,
flutningur á RARIK gæti verið mik-
ilvægur liður í eflingu landsbyggð-
arinnar.
Bendir bæjarstjórn Akraness í
því tilefni á flutning Landmælinga
íslands sem dæmi um vel heppnað-
an flutning ríkisfyrirtækis frá
Reykjavík út á land.
í greinargerð er bent á að fjöl-
margir höfðu efasemdir uppi um að
flutningur á ríkisstofhun út á land
myndi heppnast þegar ákveðið var
að Landmælingar færu á Akranes.
„Niðurstaða flutninganna hefur
reynst stofnuninni afar jákvæð,
starfsemi og allur aðbúnaður hefur
eflst og stofnunin þar af leiðandi
betur fær um að sinna verkefnum
sínum en áður og jafnframt hæfari
til að takast á við ný verkefni.
Flutningur Landmælinga íslands
sýnir því að ekkert er því til fyrir-
stöðu að stofnanir séu fluttar út á
landsbyggðina," segir bæjarstjóm
Akraness.
-DVÓ
Stóruskógar:
Sumarbústaða-
fólk í slökkvi-
starfi
Minnstu munaði að illa færi er
kviknaði í sinu um kvöldmatarleyt-
ið á páskadag við sumarbústaða-
landið Stóruskóga í Borgarfirði.
Böm höfðu verið að leika sér með
eld og misstu stjóm á honum í
þurru grasinu.
Um 50 manns sem voru í sumar-
bústöðum nálægt eldinum hjálpuð-
ust að við að berjast við hann og sáu
til þess að hann fór ekki í skóginn.
Slökkviliðin í Varmalandi og Borg-
arnesi komu svo á staðinn og
slökktu eldinn. -SMK
Vestur-Húnavatnssýsla:
Glóð leyndist
í ösku
Klæðning á sumarbústað
skemmdist á mánudag þegar kvikn-
aði í út frá ösku.
Eigandi bústaðarins hafði tæmt
ösku úr kamínu út undir vegg á bú-
staðnum á mánudagsmorgun og
taldi að askan væri kulnuð. Eigand-
inn var rétt nýfarinn úr bústaðnum
þegar eldurinn kviknaði.
Vegfarendur sáu logana og tókst
þeim að slökkva eldinn með snjó
áður en slökkviliðið á Hvammstanga
kom á staðinn. Litlar skemmdir
urðu á bústaðnum. -SMK
Sauðárkrókur:
Þrennt tekið
með eiturlyf
Lögreglan á Sauðárkróki handtók
þrjú ungmenni sl. miðvikudags-
kvöld í sambandi við eiturlyf.
Mennimir tveir og stúlkan eru öll
um tvítugt og fundust 10 til 12 e-töfl-
ur og 10 grömm af marijúana á
þeim. Eiturlyfin átti annar
maðurinn.
Fólkið var yfirheyrt og er málið
talið upplýst. -SMK
DV-MYND DANÍEL ÓLAFSSON
Efnilegur rafvlrki
SiguröurAri Ómarsson eroröinn
rafvirki og lauk sveinsprófinu
meö mikilli prýöi.
Viðurkenning
fýrir stýringar
DV, AKRANESI:
Sveinsprófi í rafvirkjun lauk fyr-
ir stuttu. Sigurður Ari Ómarsson
frá Akranesi, sem lauk námi í raf-
virkjun af verknámsbraut rafiðna
frá Fjölbrautaskóla Vesturlands,
var einn þeirra sem þreyttu sveins-
próf að þessu sinni.
Sigurður Ari stóð sig með mikilli
prýði og fékk hann viðurkenningu
fyrir frábæran árangur í stýringum.
Þetta er í annað skiptið á innan við
ári sem nemandi frá FVA fær viður-
kenningu fyrir góðan árangur á
sveinsprófi í rafvirkjun. Sigurður
Ari vinnur hjá Norðuráli á Grund-
artanga. -DVÓ