Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2000, Blaðsíða 16
nra
16
MIÐVIKUDAGUR 26. APRIL 2000
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000
33
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun hf.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf.
Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Saklaus drengur
Hatrömm átök um Elian Gonzalez, ungan saklaus-
an dreng frá Kúbu, minna á að enn er glóð í haturs-
eldi sem logaði glatt á tímum kalda stríðsins milli
Fidels Castros, einræðisherra á Kúbu, og landflótta
Kúbverja í Bandaríkjunum.
Elian er bitbein í pólitískum hráskinnsleik þar
sem velferð hans hefur verið sett til hliðar. Á síðustu
mánuðum hefur þessi sex ára gamli drengur þurft að
ganga í gegnum meiri erfiðleika og hremmingar en
flestir þurfa á lífsleiðinni. í nóvember síðastliðnum
var Elian bjargað ásamt tveimur öðrum undan
ströndum Flórída eftir flótta frá Kúbu, en móðir
hans og fóstri fórust á flóttanum. Ættingjar Elians á
Miami tóku hann að sér og neituðu að láta hann af
hendi. Eðlileg og sanngjörn krafa föður Elians um að
fá drenginn var höfð að engu.
Kúbverskir flóttamenn og afkomendur þeirra eru
fjölmennir í Bandaríkjunum og mynda sterkan póli-
tískan þrýstihóp, ekki síst á Flórída þar sem
Kúbverjar eru flestir. Flórída er eitt fjölmennasta
ríki Bandaríkjanna og skiptir þess vegna miklu máli
í forsetakosningum í nóvember næstkomandi.
Einmitt þess vegna áttu bandarísk stjórnvöld erfitt
með að ná áttum í máli Elians og fylgja alþjóðlegum
lögum. Bæði bandarísk og alþjóðleg lög eru skýr -
Elian á heima hjá föður sínum.
A1 Gore, forsetaframbjóðandi demókrata og núver-
andi varaforseti, missti kjarkinn og lagðist á sveif
með andstæðingum Castros. Með því vildi hann ná
hylli kjósenda á Flórída af kúbverskum ættum. A1
Gore hefur ekki orðið maður að meiri með fram-
göngu sinni í máli Elians - grundvallaratriði í lögum
og rétti voru látin víkja til hliðar fyrir pólitískum
stundarhagsmunum. Bandarískir kjósendur hjóta að
velta því fyrir sér hvort þeir vilja slíkan hann í
valdamesta embætti heims þegar þeir velja sér
næsta forseta síðar á árinu.
Spumingin um það hvort Elian Gonzalez eigi að fá
að njóta samvista við föður sinn snýst ekki um
stjórnarfar á Kúbu - jafn ógeðfellt og það er - held-
ur um rétt föður og barns. Þó tekið sé undir gagn-
rýni kúbverskra innflytjenda í Bandaríkjunum á
Fidel Castro og harðstjórn hans er með engum hætti
hægt að réttlæta framgöngu þeirra í máli þessa
ógæfusama drengs.
í vandræðagangi sínum beittu bandarísk stjórn-
völd ofbeldi til að ná Elian úr höndum hinnar
bandarísku „fósturfjölskyldu“. Sú aðgerð mun án
efa skilja eftir djúp sár á sál sex ára drengs sem hef-
ur ekkert til sakar unnið annað en að hafa misst
móður sína.
Vonandi draga bandarísk stjórnvöld og almenn-
ingur réttan lærdóm af máli Elians Gonzalez. Von-
andi markar deilan þáttaskil í samskiptum Banda-
ríkjanna og Kúbu, en til þess að svo verði þurfa
bandarískir stjórnmálamenn að hafa meiri kjark en
A1 Gore. Það er mikilvægt að samskipti Bandaríkj-
anna og Kúbu komist í eðlilegt horf nú þegar hillir
undir að Fidel Castro segi sitt síðasta orð. Með því
gætu Bandaríkjamenn og þar með kúbverskir flótta-
menn haft jákvæð áhrif á þróun mála á eyju sem í
liðlega fjörutíu ár hefur verið imdir harðstjórn.
Óli Björn Kárason
I>V
Skoðun
300 risamöstur í uppsiglingu
Tvær 400 kílóvolta há-
spennulínur af stærstu gerð
sem tengja eiga raforkuver í
Fljótsdal við álverksmiðju á
Reyðarfirði eru nú í mati
vegna umhverfisáhrifa.
Skilafrestur á athugasemd-
um til Skipulagsstofnunar
rennur út 10. maí næstkom-
andi og hafa allir rétt á að
senda þangað skriflegar at-
hugasemdir við þessa mann-
virkjagerð.
Staðhæfingar sem fram
koma í frummatsskýrslu
Landsvirkjunar og sem endurómað
hafa í fjölmiðlum eru með miklum
ólíkindum. í samandregnum niður-
stöðum skýrslunnar stendur: „Við mat
á umhverfisáhrifum kemur fram að
línumar hafa í heildina lítil áhrif á
náttúru og umhverfl svæðisins." Þetta
leyflr fyrirtækið sér að fullyrða þegar
um er að ræða framkvæmd sem „í
heildina" er það umfangsmesta sem
um getur á Austurlandi til þessa og
gjörbreyta mun svipmóti margra
byggðarlaga, auk vegslóða og efnis-
tökustaða. I stað þess að draga upp
raunsanna mynd af þessum fram-
kvæmdum og áhrifum þeirra, er með
Hjörleifur
Guttormsson
fyrrverandi
alþingismaður
ofangreindri staðhæfingu
reynt að stinga menn svefh-
þomi þannig að fólk hafl
ekki fyrir því að kynna sér
hvað er á seyði.
Yfir 300 risamöstur í
uppsiglingu
Til að bera uppi raflínu-
strengina umrædda leið er
talið að reisa þurfl ailt að 340
stálgrindarmöstur sem
munu verða 20-37 metrar á
hæð og með 25 metra langri
þverslá auk staga. Með svona
gálgum ætlar Landsvirkjun að þvera
Fljótsdal, Skriðdal og botn Reyðar-
fjarðar fyrir utan fjalldali og heiðar
sem þar era á milli. Þær raflínur sem
menn kannast við eystra era hrein
vasaútgáfa í samanburði við þá turna
sem hér eru í uppsiglingu. Gangi þetta
eftir verða viðkomandi sveitir dæmd-
ar til að gengisfelia umhverfíð með
þessum hervirkjum. í gyllingu Lands-
virkjunar kallast þetta hins vegar „lít-
il áhrif á náttúru og umhverfi"!
Fátt eiga íslendingar dýrmætara en
umhverfi þar sem landslagið heldur
svipmóti sínu þrátt fyrir margháttuð
mannvirki. Okkur þykir tilflnnanlegt
„Þœr raflínur sem menn kannast við eystra eru hrein vasa-
útgáfa í samanburði við þá tuma sem hér eru í uppsiglingu.
Gangi þetta eftir verða viðkomandi sveitir dœmdar til að
gengisfella umhverfið með þessum hervirkjum. “
þegar upp rísa turnar við fiskimjöls-
verksmiðjur og svartir súrheysgeymar
við bændabýli. En hvað er það hjá því
sem nú er í vændum á Austurlandi og
fylla mun þar fegurstu dali og fjarðar-
botna.
Þau ómældu verðmæti sem búa í
óspilltu útsýni hverfa og koma ekki
aftur í fyrirsjáanlegri framtíð. Um leið
og gálgamir rísa missa viðkomandi
landsvæði og ferðamannaleiðir mikið
af aðdráttarafli sínu. Ætlum við að
láta þetta gerast athugsemdalaust fyr-
ir augum okkar?
Er enginn millivegur til?
Fólk spyr eðlilega hvort það þurfi að
velja á milli þess sem kallað er stöðn-
við gagnrýni
Það er gott og þarft frumkvæði hjá
Karli biskupi að gangast fyrir því að
fé sé safnað á íslandi til að kaupa úr
þrælahaldi indversk börn. í tengsl-
um við það hefur í fjölmiðlum verið
minnt á hörmulega stöðu mannrétt-
indamála á Indlandi. Sú staða tengist
öðru fremur réttleysi stéttleysingja
svonefndra, sem eru í reynd dæmdir
til grimmrar eymdar. Ýmsir greina-
höfundar hafa meira að segja stung-
ið upp á þvi að íslendingar slíti öll-
um viðskiptum við „þrælaríkið" Ind-
land.
Hvers vegna?
En þá má spyrja: Hvers vegna
vakna menn allt í einu núna tfl um-
tals um skelfilega stööu stéttleys-
ingja á Indlandi? Þeir hafa alltaf ver-
ið til - án þess að íslendingar og aðr-
ir Vestlendingar hafl gert sér sér-
staka rellu út af þeim. Menn hafa lát-
ið sér nægja að geta þess að fátækt sé
„... eru ekki allir búnir að gleyma því, að í
miðri Indlandsumrœðunni á dögunum kom fram að í
sjálfum Bandaríkjunum bœtast um 50 þúsundir
kvenna og bama úr fátœkum löndum á ári í hóp sem
verður að kalla þrœla?“
Með og á móti
Ég kann að brenna sinu
geipfleg víða á Indlandi, en þá í
þeim tóni að svo hafl alltaf verið
og muni verða.
Hvers vegna hefur indverskt
þjóðfélag komist hjá harðri gagn-
rýni á það ástand að drjúgur
hluti þjóðarinnar er fæddur til
hálfgerðs og algjörs þrælahalds?
Á grundvelli þeirrar sálnaflakks-
kenningar Hindúa sem segir, að
hlutskipti manna í lífinu fari eft-
ir frammistöðu þeirra í fyrra lífi.
Kenningar sem segja beinlínis:
þeir fátæku og réttlausu hafa til
síns hlutskiptis unnið.
Og þeir ríku og voldugu vitanlega
líka: þeir uppskera laun fyrir
dyggðugt líf á fyrri tilveruskeiðum.
Við þessari spurningu eru nokkur
svör. Menn hafa lengi haft mikla trú
á indverskri hugleiðslutækni sem
ráða kynni bót á vestrænni tauga-
veiklun - og því einblínt á jógameist-
ara en látið sig alla aðra Indverja
litlu varða. í annan stað hefur ind-
versku samfélagi verið hlíft af póli-
tískum ástæðum: Á dögum kalda
stríðsins tókust Sovétmenn og Vest-
urlönd mjög á um stuðning Indlands,
allir höfðu beinan hag af því að
styggja ekki Indverja með ónotatali
um stéttleysingja. í þriðja lagi er það
útbreidd hegðun á Vesturlöndum, að
um leið og minnst er á trú, þá haldi
öfl gagnrýni kjafti. Menn fylgja
þeirri hugsunarlausu hjátrú að öll
trú sé betri en vantrú - og ryðja þá
burt úr huga sér öllu sem þeir ættu
að vita um grimmdarverk sem fram-
in voru í nafni trúar í sögunnar rás.
Margt er svo líkt
í fjórða lagi er skemmra á milli
vestrænna og indverskra viðhorfa til
Arni Bergmann
ríthöfundur
fátækra og útskúfaðra
en menn kannski
kæra sig um að ræða
nánar. Það er ekki
barasta tengt hindúa-
hugmyndum um
sálnaflakk að menn
sannfæri sjálfa sig um
að hlutskipti fátækra
manna sé þeim sjálf-
um að kenna. Munur-
inn er sá, að hindúa-
trú rekur sekt afls-
lausra tfl fyrra lífs ein-
staklinganna - en á Vesturlöndum
verður það viðhorf æ sterkara, að
sök fátækra verði til nú og hér.
Þeir sem hrekjast hálfir eða aflir
út úr samfélaginu, þeir hafa tekiö
rangar ákvarðanir á markaðstorgi
lífsins, ekki sýnt frumkvæði og fram-
sýni - og eiga þeir það við sjálfa sig
hvernig fyrir þeim fór. En þeir sem
fara með eignir og peninga bæði í
indversku og vestrænu samfélagi
era allir sannfærðir um að það sé
vilji guðanna og æðra réttlætis.
Hvort sem guðimir heita „Ósýnileg
hönd markaðarins" eða bera forn
sanskrítamöfn.
Hinn neysluglaði meðaljón kærir
sig ekki um fréttir af þrælahaldi.
Hvorki frá Indlandi né úr öðrum stöð-
um. Eða eru ekki allir búnir að
gleyma því, að í miðri Indlandsum-
ræðunni á dögunum kom fram að í
sjálfum Bandaríkjunum bætast um 50
þúsundir kvenna og bama úr fátæk-
um löndum á ári í hóp sem verður að
kalla þræla? Og yfirvöld segjast ekk-
ert geta gert og enginn ætlar aö
kaupa þetta fólk út: 50 þúsundir á ári,
háif miljón manna á næstu tíu árum.
Ámi Bergmann
ÍIPPSI
FWIffK
Sinubruni
Leifar úreltra búskaparhátta
j „Að brenna
sinu er eins og að
| fara með skotvopn
- það eru ekki all-
ir sem kunna að
höndla það. Sinu á að brenna
meðan frost er enn í jörðu, í
mars - apríl, og þá af kunn-
áttumönnum. Til þess að geta
brennt sinu af einhverju viti
þarf að þekkja aðstæður
feiknavel og vita hvers eðlis
sinubruninn er. Ég er svo
heppinn að ég var sjö sumur í sveit í
Breiðaijarðareyjum þar sem mér var
Hrafn
Gunnlaugsson
kvikmynda-
gerðarmaöur
kennt hvernig á að brenna
sinu almennilega. Það er til
dæmis stórskaðlegt að
brenna sinu þar sem lyng er
til staðar. Mér finnst aftur á
móti góð hugmynd að brenna
sinu á umferðareyjum í borg-
inni þar sem hún færir fólki
vorbpðana fyrr en ella í stað
þess að láta flokka af ungling-
um ráðast á fífla og sóleyjar
með offorsi á sumrin þannig
að eftir verður brúnleitur
svörður sem er til mikillar óprýði í
borgarlandinu."
tÝlP&ri >»Að brenna
| sinu eru leifar
gamalla og úr-
r eltra búskapar-
hátta. Sinubruni
veldur skaða á gróðri og
vistkerfl, útrýmir örverum,
skordýrum og fjölærum jurt-
um svo sem lyngi, víði og
birki.
Rótakerfið rýmar og land-
ið verður viðkvæmara gagn-
vart átroðningi en það var
fyrir. Búsvæði fugla eyðileggjast.
Þá veldur sinubruni mikilli
Sigurður G.
Tómasson
Skógræktarráöi
Reykjavíkur
mengun, hefur valdið slys-
um og beinu fjártjóni eins og
dæmi undanfarinna daga og
vikna sanna.
Það er óskiljanlegt hvern-
ig menn sem eiga aflt sitt
undir landinu reyna að
halda lífl í þeirri gömlu bá-
bilju að sinubruni sé til
góðs. Það er löngu tímabært
að banna sinubruna með
öflu.“
-HG
Nú er runninn upp tími sinubrunanna og hefur þetta vor ekki verið nein undantekning í þeim efnum fremur en önnur. Misjafnar skoðanir eru uppi
um sinubrunana og afleiðingar þeirra.
f
un og þessara ógæfulegu mannvirkja.
Vissulega er það risaálverið upp á 480
þúsund tonn sem kaflar á raflínur af
þeirri ógnarstærð sem hér um ræðir
með 400 kílóvolta spennu. Verksmiðj-
an sú er þó enn ekki staðreynd og þótt
hún rísi verður endanleg stærð henn-
ar óráðin um langa hríð. Helmingi
minni verksmiðja getur gengið fyrir
helmingi lægri spennu og ekki er til-
tökumál að leggja viðkomandi línur í
jörð, að minnsta kosti á völdum köfl-
um. Nú renna 66 og 132 kflóvolta raf-
línur í jörð eins og ekkert sé, líkt og
lesa má um í gögnum Landsvirkjunar.
Auðvitað á stóriðjan, ef hún kemur
á annað borð, að kosta þvi tfl sem þarf
svo að unnt sé að verada umhverfið
fyrir slíkum hervirkjum. Af hverju í
ósköpunum eigum við að fóma frum-
gæðum í umhverfi okkar tfl að lækka
raforkuverðið til stóriðjunnar svo að
eigendur álverksmiðju fái meira í sinn
hlut?
Þeir sem vflja kynna sér nánar álit
mitt á frummatsskýrslu Landsvirkjun-
ar geta farið inn á netsíðu mína
http://www.eldhom.is/hjorleifur.
Kjósum okkur aðra sumargjöf en
þessa.
Hjörleifur Guttormsson
Evrópa, já takk!
„Það era fjölmargir
kostir við aðfld, m.a.
áhrif við ákvarðana-
töku, niðurfelling
tolla, mikil lækkim
matarverðs, betri að-
koma að menntun,
meiri stöðugleiki og
lægri vextir með evrunni og betri
starfsskflyrði fyrir íslensk fyrirtæki.
Nú er skynsamlegt að helja umræðu
um samningsmarkmið, fá sem mesta
samstöðu um þau, sækja svo um og
bera samninginn að loknum aðfldar-
viðræðum undir þjóðaratkvæði."
Ágúst Einarsson alþingismaöur segir á
vefsíðu sinni aö þrettán Evrópulönd
bíöi eftir aöild aö Evrópusambandinu
sem skipað er 15 þjóöum.
Engin leið að skilja
„Það hefur ekki ver-
ið sérlega skemmtilegt
á undanfórnum mán-
uðum og misserum að
viðurkenna fyrir þeim
sem sótt hafa eftir ráð-
um um hlutabréfafjár-
festingar að ég hrein-
lega skilji ekki verðlagningu á mörg-
um bréfum. Ég hef ekki með nokkrum
hætti áttað mig á hvernig mörg fyrir-
tæki, og þá fyrst og fremst intemetfyr-
irtæki og líftæknifyrirtæki, eru verð-
lögð.“
Óli Bjöm Kárason, ritstjóri DV,
t laugardagspistli
Skelfilegar afleiðingar
hlutabréfakaupa
„Það virðist sem margir tjárfestar
hafi í byrjun nóvember litið svo á að
allar hættur á verðhruni hafi verið úr
veginum. Hrakspárnar höfðu ekki
ræst. Verð margra hlutabréfa, sem al-
mennt flokkast undir áhættusama fjár-
festingu, fór jafnt og þétt að hækka.
Þegar fréttir fóru að berast um aðila
sem höfðu hagnast auðveldlega á slik-
um fiárfestingum vildu fleiri og fleiri
taka þátt í verðsveiflunni upp á við.
Margir fóru að taka lán til þess og af-
leiðingarnar hafa í sumum tilfellum
verið skelfilegar."
Már Wolfgang Mixa hjá SPH Fyrirtæki
og flárfestum í Mbl. á skírdag
Hærra, hærra ...
„Hins vegar er ljóst
að Samfylkingin hlýt-
ur að stefna mun
hærra á næstu misser-
um. Markmið hins
nýja flokks hlýtur að
vera að að bjóða upp á
sterkan valkost á móti
Sjálfstæðisflokknum, en til þess þarf
fylgið að fara yfir 30 prósent."
Elías Snæland Jónsson, ritstjóri Dags,
í leiöara
í? V ’
Varhugavert
námskeiðshald
Ég las viðtal við Kol-
brúnu Björnsdóttur grasa-
lækni í Nýju Lífi fyrir
nokkru um námskeið í
mannrækt sem hún sat.
Þetta viðtal hafði mikil
áhrif á mig þar sem hún
lýsti raunum sínum og and-
legu áfalli sem hún hafði
orðið fyrir sem gerði hana
óvinnufæra og varð til þess
að hún þurfti að leita sér
lækninga eftir þessa skelfi-
legu reynslu.
Brýtur niöur fólk - til
aö byggja upp!
Hún gaf ekki upp nafn mannsins í
viðtalinu en sagði að hann væri
Bandaríkjamaður. Það fyrsta sem
skaut upp í huga mér var kynningar-
fundur sem ég sótti fyrir um þremur
árum. Þar var líka bandarískur mað-
ur, ég held ég geti fullyrt að hann
hafi kynnt sig sem sálfræðing sem ég
stórefa að geti staðist. Þessi maður
sagði okkur að hann væri að byggja
upp fólk með tækni sem hefði hjálp-
að mörgum í sínu heimalandi. Nú
væri hann kominn til að leyfa okkur
íslendingum að njóta þess. Til sönn-
unar voru þarna nokkrar konur sem
staðfestu orð bjargvættarins með
brosi sínu og augnaráði.
Þegar þessi mæti maður fór að
skýra betur út á hvað þetta nám-
skeið gekk þá fór að fara um mig
hrollur. Hann gaf okkur hinum gott
sýnishorn með því að biðja sessu-
naut minn að standa upp og byrjaði
að niðurlægja hann fyrir framan
okkur hin sem sátum í hring til að
gera þetta ennþá nánara með
orkunni sem við höfðum upp á að
bjóða. Sessunautur minn, sem vissi
ekki hvað var að gerast, barðist
hetjulega við þennan mann, enda
var hún ekki komin til að láta niður-
lægja sig.
Það sem ég sá þennan mann gera
var að brjóta fólk niður með loforði
um að byggja það aftur upp, sem sagt
stórhættulegur maður.
Eitt veit ég og það er að viðkvæmt
og brotið fólk þarf á öðru að halda en
svona niðurbroti. Ég hef heyrt fólk
segja „fólk kemur sjálfviljugt og
verður að bera ábyrgð á sjálfu sér“.
En ég spyr á móti, hvað með ábyrgð
námskeiðshaldarans sem þiggur fé
fyrir hörmulegar afleiðingar eins og
Kolbrún lýsir og örugglega fleiri
Helga Óladóttir
hafa lent í? Það hefur sýnt
sig að við erum ginkeypt
fyrir alls konar námskeið-
um en varúðar er þörf, ekki
síst þegar námskeiðshaldar-
inn hefur engin réttindi né
sálfræðikunnáttu.
Nafn sem aldrei
gleymist
Kolbrún segir í Dagblað-
inu að þessi ákveðni maður
kynni sig undir fleiru en
einu nafni og þegar ég sá nafnið
Navin fylltist ég samkennd og sorg,
eins og á kynningarfundinum. Þessu
nafni gleymi ég aldrei. Ég man svo
vel eftir ungri konu sem stóð upp á
fundinum og sagði frá reynslu sinni
hjá þessum manni sem átti að vera
jákvætt fyrir okkur hin. Hún lýsti
því að henni hefði liðið mjög illa í
nokkra mánuði á eftir þangað tfl
hún ákvað að fara aftur. Þá fór henni
að líða betur, að hennar sögn. Og
hún horfði með lotningu á hr. Navin
sem brosti til baka. Þetta sagði mér
að hann hefði ekki náð að byggja
hana upp frá fyrra námskeiði. Svo
eina leiðin sem hún sá var að fara
aftur til að reyna að ná heilsu.
Önnur uppákoma ennþá hræði-
legri varð þarna og þar kom líka
kona við sögu. Navin stóð fyrir fram-
an hana, gerði eitthvað og sagði sem
ég skildi ekki. Nema allt í einu varð
hún stjórnlaus og byrjaði að öskra
og láta öllum illum látum og hr.
Navin reyndi að sefa hana. Þá byrj-
aði þessi óstjómlegi grátur og hún
virtist ekki vera í þessum heimi. Það
fyrsta sem mér datt í hug var að
þetta hefði verið sett á svið.
Þetta er ekki sjátfsrækt eins og ég
þekki hana og ég hvet fólk til að
kynna sér hvort um viðurkennt fag-
fólk er að ræða áður en það tekur
ákvörðun um að fara á námskeið
sem varðar sálarlíf þess. Yfirvöld
eiga hiklaust að vera á varðbergi
gagnvart mönnum sem þessum.
Helga Óladóttir
,Það sem ég sá þennan mann gera var að brjóta fólk niður
með loforði um að byggja það aftur upp, sem sagt stór-
hœttulegur maður. “ Myndin er alls óskyld greininni.