Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2000, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2000, Blaðsíða 32
frooper ISU2U 159 hestöfl Sjálfskiptur FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MIÐVIKUDAGUR 26. APRIL 2000 Reykjavík: Ungur drengur mikið slasaöur - félagarnir í áfallahjálp Ekið var yfir 16 ára ungling á bíla- stæði við Sólheima 23 í austurborginni um klukkan hálftíu í gærkvöldi. Drengurinn slasaðist mikið á höfði og var lagður inn á gjörgæsludeild. Hann er þó ekki talinn í lífshættu. Hópur unglinga var samankominn á bílastæðinu en sá sem slasaðist sat á vélarhlifmni á bíl kunningja síns. 17 ára gamall ökumaður bílsins ók af stað og svo illa vildi til að drengurinn féll af vélarhlífmni, lenti undir bílnum og dróst með honum. Lyfta þurfti bílnum ofan af hinum slasaða og mættu lögreglan í Reykja- vík, tækjabíll slökkviliðsins og sjúkra- bílar á svæðið. Hinn slasaði var fluttur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi þar sem hann var lagður inn á gjör- gæsludeild. Ökumaðurinn og farþegi, sem var í bílnum, voru einnig fluttir á slysadeild- ina sem og átta aðrir unglingar sem urðu vitni að atburðinum. Mikið upp- nám varð á slysstaðnum og 10 ungling- ar fengu áfallahjálp á slysadeild. -SMK Sólskinsmet Sólskinsmet féll i Reykjavík í morg- un, 26. apríl árið 2000. Þetta gerðist að öllum líkindum þegar klukkan var 22 mínútur gengin í átta, en eftir er að yf- irfara útreikninga. Samkvæmt upplýsingum frá Veður- stofú íslands er gamla sólarmetið í apr- íl frá því árið 1924, en þá skein sól í 224 klukkustundir og 42 mínútur. Þegar sólskin hætti að mælast í gær var sól búin að skína í 224 klukkustundir og 20 minútur. Þess ber þó að geta að sól- skinsmæling Veðurstofu miðast ekki við sólarupprás og sólarlag, heldur þegar sól er farin að brenna nokkru ofan við sjóndeildarhring. Samfelldur sólskinskafli i Reykjavík að undan- fömu mun líka vera met, en sól hefur skinið nær látlaust í 12 daga, frá 13. aprO. -HKr. FRÍTTÍ GEGNUM RIMLANA! Ekiö yflr dreng Sextán ára drengur liggur mikiö siasaöur á sjúkrahúsi eftir aö ekiö varyfir hann í gærkvöldi. Slysiö varö í Sólheimum. Búið að draga í Orra-lottói ársins: Sæði fyrir 3.5 milljónir Búið er að draga í Orra-lottóinu svonefnda, þ.e. nöfn 10 umsækjenda úr 31 manns hópi um sæðistolla úr hinum fræga stóðhesti, Orra frá Þúfu. Drátturinn fór fram sl. mánu- dag og var það sýslufulltrúinn á Hvolsvelli sem sá um hann, að við- stöddum tveimur stjómarmönnum úr Orrafélaginu. Hver tollur kostar 350 þúsund krónur svo þama fékk Orrafélagið, þ.e. eigendur hestsins, aukatekjur upp á 3,5 milljónir króna. Orri frá Þúfu er í sameign nokkurra einstaklinga. Sá háttur hef- ur verið hafður á að tíu tollar hafa verið boðnir almenningi tO kaups. Þeir vom þegar keyptir tO tveggja ára af þremenningunum Gunnari Amar- syni, Sigurði Sæmundssyni og Brynj- Dýr dropi Búiö er aö draga út nöfn þeirra tíu eirr stakiinga sem fá hryssur sínar sæddar meö sæöi úr hinum fræga stóðhesti, Orra frá Þúfu. ari Vilmundarsyni. Að þessu sinni var ákveðið að bjóða tíu tolla tO við- bótar sem hver kostar 350 þúsund krónur. Færri fengu en vOdu því að sögn Indriða Ólafssonar, eins af stjómarmönnum Orrafélagsins, barst 31 gOd umsókn. Því varð að gripa til þess ráðs að draga úr umsóknunum. Indriði sagði að nöfn umsækjenda hefðu verið sett í Oát sem sýslufuU- trúinn hefði síðan dregið úr. Indriði kvaðst ekki vOja gefa upp nöfn þeirra er dregnir vora út. Þeim yrði tUkynnt um það bréflega. Þó mætti segja að engin umsókn hefði verið utan Suðvesturlands. Flestir hefðu verið á Reykjavíkursvæðinu, Hafnarflrði og suður með sjó. Þá höfðu tveir umsækjendur fyrir aust- an fjaU haft heppnina með sér. Indriði sagði að þeim sem keyptu toU yrði tryggð fylfuU hryssa. Þannig mættu menn koma með sömu hryss- una tvisvar tU sæðingar en siðan nýja ef ekki gengi. -JSS Flugvirkjar bökkuðu Rimlafolald Litli Apríl í hesthúsinu í Garöabæ í gær. Foreldrarnir standa stoltir hjá. Graðhestur í stuði í Garðabæ: Fyljaði hryssu í gegnum rimla Flugvirkjar hjá Flugfélagi íslands samþykktu með 19 atkvæðum gegn þremur í gærkvöld nýgerðan kjara- samning, einn seðiU var auður. Flugvirkjar FÍ feUdu á dögunum samning sem þá hafði verið gerður og viðræður hófúst því að nýju. Flug- virkjar hjá Flugfélagi íslands, sem DV ræddi við í morgun, sögðu nýja samn- inginn nákvæmlega eins og þann sem þeir feUdu á dögunum, nema í honum væra ákvæði um vinnutUhögun sem þeir vUdu ekki ræða nánar. -gk - folaldið fæddist öllum að óvörum á páskadagsmorgun Átta vetra hryssa, í hesthúsabyggð Andvara 1 Garðabæ, kastaði folaldi eigendum sínum að óvörum snemma á páskadagsmorgun. Grunur féU strax á graðhest í næstu stíu og haUast menn helst að þvi að hryssan hafi verið fylj- uð á mUli rimla sem aðskOja stíur hrossanna. „Hryssan heitir Tanía og var heldur belgmikO þegar hún kom í hús nú snemma í vor. En ekki hvarflaði að okkur að hún væri fylfúU," sagði Sess- elja Sveinbjömsdóttir, eigandi hryssunnar. „Svo á páskadagsmorgun var aUt í einu komið einstaklega fal- legt folald í húsið; nánast eftirmynd fóður síns í næstu stíu.“ Faðirinn heitir TíguU, flögurra vetra graðhestur undan Stormi sem er Biskupssonur frá Hólum. Stormur þótti afburðafaUegur þegar hann var seldur tU Ítalíu fýrir nokkrum árum en þar er hann nú í eigu ítalsks bar- óns. „Við erum á því að Tanía og TíguU hafi átt innUega shmd saman í maí í fyrra þegar enginn sá tO. Hvort það gerðist í gegnum rimlana eða hvort TíguU slapp yfir tO hryssunnar vitum við ekki. Mestu skiptir að aUir era ánægðir, ekki síst graðhesturinn sjálf- ur sem var viðstaddur fæðinguna eins og tíðkast hjá feðrum í dag,“ sagði Sessefia Sveinbjömsdóttir sem gefið hefur folaldinu nafnið AprO með tUvís- un tO fæðingarmánaðar þess. -EIR brother P-touch 9200PC Prentaðu merkimiða beint úr tölvunni Samhæft Windows 95, 98 og NT 4.0 360 dpi prentun 1 til 27 mm letur Strikamerki Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Vaffang: www.if.is/rafport______ Ævintýri líkast 'íftmar’x-nn Boróapantanir: 5621934 * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.