Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2000, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2000, Blaðsíða 26
42 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000 Tilvera I>V Bíómolar Djass *SÍ3Jt Nótnasafniö stækkar Fiskinet Ekki skjólmikill klæönaöur en hentar vafalaust ágætlega á sólar- ströndu. Raunar var þessi fatnaö- ur kynntur í flokki undirfata og heiö- urinn á tískuhús Jolidon í Rúmeníu. Geisladlskar fá nýtt hlutverk Hönnuöir Jolidons tískuhússins brugöu á leik í lok sýningar sinnar á sumarfatnaöi þessa árs. Hér klæö- ist fyrirsætan kjól sem settur er saman úr geisladiskum og ijóst aö notagildi þeirra er meira en margur heldur. Þaö má semsagt nota leiöin- lega diska í fatasaum. Tískuvikur eru um garð gengnar í flestum hátískuborgum heims en þar sýndu tískuhönnuðir bæði tísku sumarsins auk þess að leggja línuna fyrir næsta haust. Rúmenar eru óðum að skrifa sig inn í tísku- heiminn og á dögunum voru haldnir Tískudagar í borg- inni Búkarest. Fremstu hönnuðir landsins komu saman og kynntu sum- artískuna. Af myndun- um að ráða má gera ráð fyrir að hönnuð- irnir geri flestir ráð fyrir sól og sumaryl því fyrirsæturnar eru með létt- klæddasta móti. Þunnt og fínlegt Gagnsæ efni hafa veriö mjög í tísku síöustu misseri og rúmenskir hönnuöir greini- lega meö á nótunum í þeim efnum. Fyrirsætan klæöist hér gagnsæjum topp og nærbuxum í öörum lit. Arrikuparti Hönnunarstúdentar fengu aö vera meö á tískudögunum og hér má sjá hönnun sem þeir kjósa aö kalla „afrískt partí.“ Fatnaöurinn er tví- skiptur og efnisáferöin minnir helst á þykkt reipi sem saumaö hefur ver- iö úr. Frumleg myndi einhver kalla þessi föt. Spariundirfotin Sokkaböndin eru klassísk og hér má sjá dálítið sérstaka útfærslu á þeim. Þessi undirföt koma frá hinu virta tískuhúsi Jolidon í Rúmeníu. íslenskar kjarnakonur í Englaborg Bryndís Svavarsdóttir og Rut Hólmarsdóttir voru meöal 23 þúsunda sem hlupu í LA-maraþoninu 5. mars sl. Grenjandi rigning var í borginnni á meöan á hlaupinu stóö en okkar konur blésu auövitaö á hana og stóöu sig eins og hetjur. Bryndís hefur tekiö þátt í maraþonhlaupum víða um heim en þetta var fyrsta maraþonhlaup Rutar. Ársæll Másson skrifar gagnrýni um tónlist. glæsilega „Hjartarætur" og „In Memoriam", ásamt fleiri gullmol- um, þá átti Jóel Pálsson stórgóða kafla í „Flugi 622“ og „Illum tung- um“ og „Þungir þankar“ raungerð- ust í glæsilegum og blúsuðum gítar- leik Eðvarðs Lárussonar. Einnig áttu Birkir Freyr Matthíasson, Gunnar Hrafnsson, Stefán S. Stef- ánsson og Samúel Samúelsson allir ágæta spretti. Það eina sem ég vil þó finna að flutningi hljómsveitarinn- ar var að það vantaði svolítið upp á „dýnamíkkina" - hljómsveitin á að geta sveiflað sér á milli þess að spila sterkt og ofurveikt og einnig á að vera greinilegt þegar styrkur á að aukast smám saman. Þetta er ein- faldlega eitt af því sem stórsveit hef- ur fram yfír minni hljómsveitir. En það er fáránlegt að nöldra yfír einum bestu tónleikum sem ég hef sótt í vetur og auk þess er sérlega ánægjulegt að í nótnasafnið hafa bæst ellefu alíslensk djasslög, útsett á snilldarlegan hátt. Ársæll Másson Daniel Nolgárd er sænskur tón- listarmaður sem í heimalandi sínu er framarlega í flokki þeirra sem út- setja fyrir stórsveitir og stjórna þeim. Hann hefur útsett ellefu lög eftir Sigurð Flosason og voru þau flutt af Stórsveit Reykjavíkur undir stjóm Nolgárds í Kaffileikhúsinu miðvikudagskvöldið fyrir páska. Þetta var frumflutningur á sex af lögunum, hin fimm höfðu áður ver- ið flutt af Daniel og Stórsveit Reykjavikur í september 1998, á Hótel Sögu. Útsetningar Daniels eru vandaðar og hugmyndaríkar, raddsetningar fjölbreyttar og hljómsveitin notuð til fulls og af kunnáttu, og lög Sig- urðar sóma sér yfirleitt ágætlega í þessum nýja búningi. Ekki skaðaði heldur að Stórsveit Reykjavíkur var upp á sitt allra besta á þessum tón- leikum. Þess ber að geta að öll mögnun var í lágmarki, engir hljóð- nemar voru notaðir og hefði sveitin því mátt kallast „unplugged" að sið poppara. En það kom ekki að sök, hljómsveitin hljómaði einstaklega vel og það virtist vera nóg að sólist- ar færu fram fyrir hljómsveitina eða stæðu upp, þá heyrðist ágætlega til þeirra. Og hljóðstyrkurinn var Stórsveit Reykjavíkur á æfíngu, Sigurður Rosason standandi. „Ég hef aldrei heyrt jafnmikiö af sérlega athygiisveröum og áheyrilegum sóló- um og spunaköflum hjá hljómsveitinni. “ vissulega nægur en Grjótaþorpsbú- ar eru ýmsu vanir, eins og formað- ur þeirra hefur oft bent á, og munu varla hafa kippt sér upp við hávað- ann, enda ekki áliðið kvölds. Ég hafði á tilfinningunni að Stór- sveitin væri óvenjulega afslöppuð á þessum tónleikum. Eitt af því sem ýtti undir þessa tilfinningu var að ég hef aldrei heyrt jafnmikið af sér- lega athyglisverðum og áheyrileg- um sólóum og spunaköflum hjá hljómsveitinni. Fyrir utan höfund laganna, Sigurð Flosason, sem flutti ísraelar hneyksla í söngvakeppni ísraelskir þátttakendur i Evrópusöngvakeppninni hneyksla á ný. Strákarnir í hljómsveitinni Ping Pong kyssast og stelpurnar fara að dæmi þeirra. Textinn við lag þeirra þykir svo hneykslanlegur að eiginlega ætti hann að vera bannaður börnum. Textinn fiallar meðal annars um fremur leiðinlegt líf stúlku sem hleypa má fiöri í, með gúrku. ísraelar hafa á undanförnum árum oft komið á óvart í Evrópusöngvakeppninni. Fyrir tveimur árum var sigurlagið ísraelskt, lagiö Diva. Það var flutt af söngkonunni Dönu International sem var karl er hafði gengist undir kynskiptaaðgerð. En þó ísraelar vekji athygli í þetta sinn er ekki víst að það nægi þeim til sigurs. Victoria vill fljúga ókeypis Kryddpían Victoria Beckham týndi farangrinum sínum þegar hún flaug heim til Englands frá Mi- ami í Flórída í Bandaríkjunum um páskana. Breska flugfélag- ið British Airwa- ys er reiðubúið að greiða Kryddpíunni um lenskra króna í söngkonan, sem 13 milljónir ís- skaðabætur. En veit ekki aura sinna tal, vill fá ókeypis flugmiða á fyrsta farrými fyrir sig og eigin- manninn, knattspymukappann David Beckham, það sem eftir er ævinnar. Það voru bresku slúður- blöðin sem greindu frá þessu. Tískudagar í Búkarest: Léttklæddar í sumar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.