Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2000, Blaðsíða 13
13 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000 ■Aðalfundur ■ Rauðakrossdeildar Garöabæjar verður haldinn miðvikudaginn 3. maí 2000 kl. 20 í húsnæði deildarinnar að Garðaflöt 16. Dagskrá: • Venjuleg aðalfundarstörf. Stjómin Kraftakarl Michael Sidonio frá Ástralíu reynir að lyfta 160 kílóa steini í kraftakarlakeppni í Sydney. Viðskipti með konur í Evrópu: Arðvænlegri en með fíkniefni Viðskipti með konur, sem neydd- ar eru til vændis, eru orðin mjög arðvænleg i Evrópusambandslönd- unum. Evrópskir glæpamenn telja nú kvenkyns kynlífsþræla betri verslunarvöru en flkniefni. Þetta er mat alþjóðlegra sérfræðinga, að því er kemur fram í danska blaðinu In- formation. í frétt blaðsins segir að skipulagðir glæpahringir, sem áður hafi einbeitt sér að smygli og sölu á fíkniefnum, séu nú famir að stunda viðskipti á kynlífsmarkaðnum. „Þetta er orðiö risastórt vanda- mál. Viðskipti með konur eru nú mjög arðvænleg að mati glæpa- mannanna þar sem nær engin áhætta fylgir þeim. Auk þess er hagnaðurinn af þeim meiri en af sölu fikniefna," segir Villy Brúg- geman hjá evrópsku lögreglusam- tökunum Europol. Sérfræðingur Interpols á þessu sviði, Jan Austad, segir að viðskiptin með kynlífs- þræla tengist náið öðmm grófum glæpum. Til dæmis sé skipt á kon- um og fíkniefhum. Samkvæmt mati Europols skipu- leggja glæpahópar í Rússlandi og Albaníu yfír 60 prósent vændisins í Vestur-Evrópu. Samkvæmt alþjóð- legum tölum voru 175 þúsund kon- ur frá Mið- og Austur-Evrópu og fyrrverandi Sovétríkjimum fluttar til á kynlífsmarkaði á Vesturlönd- um árið 1997. Samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna kemur um hálf mUljón kvenna frá fyrmefnd- um löndum til Evrópusambands- landanna á hverju ári. DV Utlönd Forsfjóri flugfél- ags Júgóslavíu myrtur í Belgrad Zivorad Zika Petrovic, forstjóri Flugfélags Júgóslavíu og vinur ijölskyldu Slobodans Milosevics Júgóslavíuforseta, var skotinn til bana í miðborg Belgrad í gær af óþekktum árásarmönnum. Sjónvarpsstöðin Studio-B í Belgrad hafði það eftir sjónarvotti að tveir menn hefðu skotið Petr- ovic þegar hann var á leið út úr húsi í miðborginni. Óháða frétta- stofan Beta sagði að forstjórinn hefði verið að koma frá heimili foreldra sinna. Petrovic var félagi í stjómmálaflokki Miru Markovic, eiginkonu Slobodans Milosevics. Skaut á sex ungmenni í dýragarði í Washington: 16 ára piltur ákærður fyrir aðild að skotárás Lögreglan í Washington hand- tók í gær 16 ára pilt í tengslum við skotárás í dýragarðinum þar í borg þar sem sex böm særðust. Lögregluvarðstjóri sagði að pilt- urinn hefði verið handtekinn á heimili sínu í norðausturhluta borgarinnar eftir að leit að árás- armanninum hafði staðið yfir í sólahring. Hefur pilturinn þegar verið ákærður fyrir glæpinn. Bill Clinton, forseti Banda- ríkjanna, hefur fordæmt árásina opinberlega og hefur Channing Phillips, talsmaður ríkissak- sóknara, sagt að drengurinn, Antoine Jones, verði ákærður á sömu forsendum og fullorðinn. Árásin átti sér stað á mánu- dag síöastliðinn og slasaðist eitt fórnarlambanna alvarlega þegar það fékk skot í höfuðið á meðan hin sex hlutu minniháttar meiðsli. Ef fórnarlambið, 11 ára gam- all drengur, sem fékk skot í höf- uðið lifir árásina ekki af er Skotárás í Washlngton Lögreglan hefur girt svæöiö af á meöan rannsókn fer fram. ljóst að ákæran verður þeim mun alvarlegri. Talsmaður lögreglunnar gat ekki sagt til um hvort vopnið hefði fundist en árásin er talin tengjast ríg milli unglinga- klíkna. Atvikið átti sér stað við há- tíðarhöld svartra Bandaríkja- manna í dýragarðinum. Lögreglan gekk hreint til verks og bauð hveijum þeim sem bent gæti á árásarmanninn og sem jafnframt myndi leiða til handtöku hans 25.000 banda- ríkjadali. Lögreglan hefur enn ekki gefið uppi hver fær verð- launin. Sjónvarpsstöð greindi frá því að lögreglan hefði brotið sér leið í gegnum hurðina á heimili hins ákærða og fundið hann þar sem hann faldi sig í kjallara heimilis síns. Að sögn ömmu árásarmannsins hafði hann hafst þar við frá því árásin var gerð. BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR BORGARTÚN 3-105 REYKJAVÍK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um deiliskipulag og breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík Háskóli íslands, austursvæði í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi austursvæðis Háskóla íslands. Um er að ræða nýja afmörkun reits H á austursvæði Háskóla íslands og breytingu á byggingarreit. Engjateigur 7, skipulag á lóð (samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á skipulagi lóðar nr. 7 við Engjateig, þar sem reisa á skrifstofu- og þjónustuhús. Kjalarnes/Klébergsskóli, deiliskipulag í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að deiliskipulagi lóðar Klébergsskóla á Kjalarnesi. Bíldshöfði 20, skipulag á lóð í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á skipulagi lóðar nr. 20 við Bíldshöfða m.a. með byggingu bílgeymslu á austurhluta lóðarinnar. Tillögurnar liggja frammi í sal Borgarskipulags- og Byggingarfulltrúa, Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10:00 - 16:00 frá 3. maí til 31. maí 2000. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags eigi síðar en 14. júní 2000. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar innan tilskilins frests, teljast samþykkir. — Kynntar verða nýjustu rannsóknirí landbúnaði, nyjungarri,velum;og tækjum,3lifiðjí:sveitinni;o.fl. Umsjón efnis: Arndís Þorgeirsdóttir, sími 550 5823. Umsjón auglýsinga: Selma Rut Magnúsdóttir, sími 550 5720, netfang: srm@ff.is Athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er föstudagurinn 28. apríl. Netfang auglýsingad. auglysingar@ff.is Bréfsími: 550 5727 - .■#

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.