Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2000, Blaðsíða 24
40 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000 Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 90 ára__________________________ Egill Einarsson, Hraunbæ 103, Reykjavík. 80 ára__________________________ Stefán Sigurdórsson, Hæöargaröi 29, Reykjavík. ?5 ára__________________________ Ásgeir Ólason, ■ Torfnesi Hlíf 1, ísafirði. Dóra Þóröardóttir, Grimarsstööum, Borgarnesi. Halldóra Skúladóttir, Hjallabraut 5, Hafnarfiröi. Oddur C.S. Thorarensen, Klapparstíg 3, Reykjavík. Siguröur Briem Jónsson, Ásgarösvegi 1, Húsavík. Valgeröur Bjarnadóttir, Hólabraut 11, Keflavík. 70 ára__________________________ Anton Helgi Jónsson, Mosabaröi 10, Hafnarfirði. Áslaug Jónsdóttir, Svalbaröi 7, Höfn. Guömundur Þóröarson, Baröaströnd 31, Seltjarnarnesi. Þórdís Kristinsdóttir, Eiösvallagötu 8, Akureyri. 60 ára__________________________ Stig Arne Vadentoft, Bræöraborgarstig 43, Reykjavík. 50 ára__________________________ Guðmundur Guðmundsson, Neðri-Lá, Grundarfiröi. Harpa Guömundsdóttir, Neðstutröö 4, Kópavogi. Jóhannes G. Pétursson, Árbraut 11, Blönduósi. Jóhannes Gíslason, Rauðalæk 11, Reykjavík. Siguröur Sigurösson, Skipholti 3, Reykjavík. Sveinn M. Sveinsson, Spóarima 9, Selfossi. Sævar Guömundsson, Lundarbrekku 4, Kópavogi. Sölvi Söivason, Frostafold 20, Reykjavík. 40 ára__________________________ Elísabet Kristín Guömundsdóttir, Skíöabraut 17, Dalvík. Elísabet Una Jónsdóttir, Miötúni 31, ísafiröi. Guömundur Reynir Jósteinsson, Suöurgötu 6, Sandgeröi. Gunnar Smári Benediktsson, Tjarnarlöndum 19, Egilsstöðum. Jakob Magnússon, Skriöustekk 31, Reykjavík. Jóhanna Lára Guöjónsdóttir, Laufrima 16, Reykjavík. Sigrún Sigríöur Svavarsdóttir, Hjallabraut 11, Hafnarfirði. Smári Sveinsson, Jakaseli 24, Reykjavík. Sveinn Ævarsson, Þingási 43, Reykjavík. Öm Bjarnason, Krókamýri 32, Garðabæ. Leióréttin: Dóttir Árna nam fjölmiölafræói Þegar við sögðum frá 60 ára afmæli Árna Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Heilsustofnunar NLFt i Hveragerði, 14. april sl„ urðu þau mistök við leiðréttingu á texta að sagt var að Árni hefði numið fjölmiðlafræði í Bandaríkjunum Það var dóttir hans, Sigríður Ásta, sem nam þau fræði. Ámi fékk hins vegar ungur að árum tækifæri til aö kynnast blaðamennsku í Bandaríkjunum Þetta leiðréttist hér með. Jarðarfarir Kristín Sigurbjörnsdóttir, Suöurgötu 8, Keflavík, verður jarösungin frá Fossvogs- kapellu í dag, miövikudag, kl. 13.30. Haraldur Sigurgeirsson, Spítalavegi 15, Akureyri, veröur jarösunginn frá Akureyr- arkirkju í dag, miövikudag, kl. 13.30. Jóna Sigrún Sveinsdóttir, Lindarsíðu 2, Akureyri, sem andaðist á heimili sinu sunnudaginn 16. april siöastliðinn, verð- ur borin til grafar í dag, miövikudag, kl. 10.30. Ufrval — gott í hægindastólinn DV Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri Það er mikið um að vera í Þjóð- leikhúsinu í ár enda á leikhúsið hálfrar aldar afmæli. Veislan hófst á sumardaginn fyrsta með hátíðar- uppfærslu á leikriti Shakespeares, Draumi á Jónsmessunótt. Þjóðleik- hússtjóri er Stefán Baldursson. Starfsferill Stefán fæddist á Hjalteyri við Eyjafjörð og ólst þar upp og í Reykjavík en í Kópavogi frá sex ára aldri. Hann varð stúdent frá MR 1964, lauk prófi í forspjallsvísindum við HÍ 1965 og kandídatsprófi í leik- hús- og kvikmyndafræðum frá Stokkhólmsháskóla 1971. Stefán var fréttamaöur á frétta- stofu RÚV og fréttaritari RÚV í Stokkhólmi samhliöa háskólanámi 1967-71, i fullu starfi þar 1971-72, fréttamaður hjá sænska sjónvarp- inu 1971 og jafnframt fréttaritari út- varpsins í Stokkhólmi 1967-1971, leiklistarfulltrúi á leiklistardeild RÚV 1972-74, leikstjóri og leikhús- ritari við Þjóðleikhúsið 1974-80 og leikhússtjóri LR 1983-1987. Stefán hefur verið leikstjóri hjá Þjóðleikhúsinu, LR, LA, Nemenda- leikhúsinu, Alþýðuleikhúsinu og viðar. Hann hefur leikstýrt um sex- tíu sýningum, bæði hérlendis og er- lendis, og yflr sextíu verkefnum fyr- ir útvarp og sjónvarp. Stefán var í stjórn íslendingafé- lagsins í Stokkhólmi 1965-68 og for- maður 1967-68, í stjórn Félags leik- stjóra á íslandi 1976-80, fulltrúi ís- lands í norrænu Vasa-leiklistar- nefndinni 1974—77, í skólanefnd Leiklistarskóla íslands 1980-87, í fulltrúaráði Leiklistarsambands ís- lands 1980-87, fulltrúaráði leiklistar- ráðs 1980-87 og varaformaður 1987-89 og í framkvæmdastjórn listahátíðar 1984-86. Fjölskylda Stefán kvæntist 11.8. 1972 Þór- unni Sigurðardóttur, f. 29.9. 1944, leikritahöfundi og leikstjóra. Hún er dóttir Sigurðar Ólasonar hrl. og ríkislögmanns, sem lést 1988, og konu hans, Unnar Kolbeinsdóttur kennara. Böm Stefáns og Þórunnar eru Baldur, f. 2.4. 1971, og Unnur Ösp, f. 6.4. 1976. Systkini Stefáns eru Þorgeir, f. 17.7. 1952, útsölustjóri hjá ÁTVR, og Vignir, f. 26.9. 1956, trésmiður í Kópavogi. Foreldrar Stefáns eru Baldur Stef- ánsson, f. 21.8.1910, fyrrv. verkstjóri hjá ÁTVR, og kona hans, Margrét Stefánsdóttir, f. 18.8.1917, húsmóðir. Ætt Baldur er sonur Stefáns, kaup- manns á Fáskrúðsfirði, Jakobsson- ar, b. á Brimnesi, Péturssonar, bróð- ur Margrétar, ömmu Lárusar Páls- sonar leikstjóra. Móðir Jakobs var Margrét, systir Þórarins, afa Gunn- ars Gunnarssonar skálds. Margrét var dóttir Hálfdánar, b. á Oddsstöð- um á Sléttu, bróður Stefáns, langafa Einars Benediktssonar skálds. Hálf- dán var sonur Einars Ámasonar, prests á Sauðanesi, og konu hans, Margrétar Lárusdóttur, systur Jór- unnar, ömmu Jónasar Hallgríms- sonar skálds. Móðir Stefáns Jakobs- sonar var Ólöf Stefánsdóttir, prests á Kolfreyjustað, Jónssonar, prests á Krýnastöðum, bróður Helgu, ömmu Stephans G. Stephanssonar. Móðir Baldurs var Þorgerður Sig- urðardóttir, b. á Bakka í Borgar- firði, bróður Þórhöllu, langömmu Halldórs Ásgrímsssonar. Margrét er dóttir Stefáns, b. í Hallfríðarstaðakoti, Sigurjónssonar, bróður Áma, foður Gunnars, lekt- ors KHÍ. Móðir Stefáns var Sigríð- ur, systir Guðmundar, afa Braga Melax kennara og Hauks Melax pró- fessors. Sigríður var dóttir Jóns, b. á Laugalandi, Einarssonar, b. á Laugalandi, Ólafssonar, bróður Bergþóru, langömmu Elíasar, afa Kristínar Jóhannesdóttur kvik- myndagerðarmanns. Móðir Margrétar var Ella, systir Ásu, móður Atla blaðamanns og Braga Steinarssonar sakóknara. Bróðir Ellu var Baldvin, faðir Yngva, sundhallarstjóra í Hafnar- firði. Ella var dóttir Sigurðar, b. og sjómanns á Hjalteyri, Sigurðssonar, og konu hans, Margrétar Sigurðar- dóttur. Grímur Gíslason er Grímur formaður Fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í V estmannaeyj um. Grímur hefur ritað flölda greina í blöð og tímarit og tekið viðtöl sem birst hafa í blöð- um, tímaritum og bók. vélstjóri Grímur Gíslason vélstjóri, Hraun- túni 1 í Vestmannaeyjum, er fertug- ur í dag. Starfsferill Grímur er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum. Hann stundaði nám í Bamaskóla Vestmannaeyja og lauk landsprófi frá Gagnfræða- skólanum á Selfossi árið 1976 og 4. stigi í Vélskólanum í Reykjavík ár- ið 1980. Grimur hóf störf sem háseti og síðar vélstjóri á Herjólfi og síðan sem vélstóri á Klakk VE. Hann var kennari við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum í tvö ár en starf- aði síðan sem blaðamaður á viku- blaðinu Fréttum í Vestmannaeyjum um árabil. Grímur var fram- kvæmdastjóri sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum um hríð. Hann hefur starfað sem vélstjóri á Herj- ólfi undanfarin ár en starfar nú tímabundið sem eftirlitsmaður með smíði á nýju flskiskipi fyrir Huginn ehf. í Talcahuano í Chile. Grímur var í nokkur ár fréttarit- ari DV í Vestmannaeyjum og hefur verið fréttaritari Morgunblaðsins í Vestmannaeyjum síðan 1988. Er hann ennfremur formaður Okkar manna, félags fréttaritara Morgun- blaðsins. Grímur hefur verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins í Eyjum. Hann sat meðal annars í stjórn Eyverja, félags ungra sjálfstæðismanna, og var um árabil varabæjarfulltrúi sjálfstæðisflokksins í Eyjum. Hefur hann setið í mörgum nefndum, m.a. hafnarstjóm og veitustjórn. Einnig hefur hann setið í stjórn Herjólfs hf. frá 1991 og verið formaður stjómar Herjólfs frá 1992. Um þessar mundir Fjölskylda Grímur kvæntist 14.4. 1990 Bryn- dísi Önnu Guðmundsdóttur, f. 26.5. 1961, skrifstofumanni. Foreldrar hennar eru Guðmundur Ingi Guð- mundsson, skipstóri og útgerðar- maður Hugins VE 55, og Kristín Páisdóttir húsmóðir. Börn Gríms og Bryndísar eru Kristín Inga, f. 13.12. 1978, hjúkmn- arfræðinemi; Ema Ósk, f. 18.6.1984, nemi; Gísli, 14. 02.1992; Huginn Sær, f. 15.9. 1998. Systir Grims: Erla Ólafía Gísladóttir, f. 21.5. 1955, skrifstofu- maöur, búsett á Sel- fossi. Foreldrar Gríms eru Gisli Grimsson, f. 16.1. 1931, vél- stjóri í Vestmannaeyjum, og k.h., Bjamey Sigurlín Erlendsdóttir, 20.2. 1932, verslunarmaður í Vest- mannaeyjum. Tilkvnning varðandi afmælis- daginn Grímur verður á leið til Chile á afmælisdaginn en hann fagnaði áfanganum í Akóges í Vestmanna- eyjum síðastliðinn laugardag. Merkir Islendingar Sigurður Pétursson, sýslumaður og skáld, var fæddur 26. apríl 1759. Hans fað- ir var Pétur sýslumaður Þorsteinsson á Ketilsstöðum á Völlum í Norður-Múla- sýslu. Hans móðir var Þórunn Guð- mundsdóttir, prests á Kolfreyjustað, Pálssonar. Sigurður var stúdent frá Hróarskelduskóla 1779, tók lögfræði- próf frá Kaupmannahafnarháskóla 1788 með „karakteri laudabili" (þ.e.a.s. 1. einkunn). Fékk þar eftir Kjósarsýslu, hverri hann af sér sagði 1801; „sökum óhreysti, en fékk algjör- lega lausn frá embættinu í náð 1803.“ Það er talið upphaf heilsubrests Sigurðar að með öðrum var hann að buröast með skatthol milli húsa í Kaupmannahöfn en svo Sigurður Pétursson ólánlega vildi til að húsgagnið féll á fót hon- um, hlaust af þessu mein er þjáöi hann alla ævi. Eftir afsögn sína frá sýslu- mannsembætti bjó Sigurður á Lamba- stöðum á Seltjarnamesi og siðast í Reykjavík, embættislaus, ókvæntur og bamlaus. Sigurður Pétursson er kunnastur sem brautryðjandi í ís- lenskri leikritun en hann samdi í anda Holbergs skopádeilumar Hrólf og Narfa. Bæði leikritin voru fyrst sýnd af piltum í Hólavallaskóla laust fyrir 1800. í bundnu máli er hans mesta verk Stellurímur. Sigurður lést 6. aprU 1827. Andlát Rósa Sólveig Daníelsdóttir Young lést á heimili sínu I Las Cruses laugardaginn 15. apríl sl. Jaröarförin fórfram fimmtu- daginn 20. april sl. Sigurlaug Björg Pétursdóttir, Obdams Allé 7, Kaupmannahöfn, lést á Amager hospitalet þriðjudaginn 18. april síöast- liðinn. Steingrímur St. Th. Sigurðsson listmál- ari lést í Bolungarvík föstudaginn 21. apríl sl. XJrval — gott í hægindastólinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.