Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2000, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000
!OV
Fréttir
Innbrotiö í tölvukerfi Iðnskólans í Reykjavík:
Skólameistari vill
lögreglurannsókn
Settur skólameistari Iðnskólans
í Reykjavík, Ágúst B. Karlsson,
hefur farið fram á lögreglurann-
sókn vegna innbrota í tölvukerfi
skólans. „Ég sendi beiðni um rann-
sókn af því að kennarar óskuðu
eftir því. En að því er mér skilst
þarf að vera um skemmdir eða
fjárhagslegt tjón að ræða til að lög-
reglan grípi inn í málið,“ sagði
hann.
Það var í síðasta mánuði sem
brotist var tvívegis inn í kerfið.
Engar stórfelldar skemmdir voru
unnar á því en það varð þó sein-
virkara eftir seinna innbrotið.
Bæði innbrotin áttu sér stað sömu
helgina.
Innbrotin uppgötvuðust með
þeim hætti að árvökulir notendur
tóku eftir því að átt hafði verið við
heimasíðu Iðnskólans. Búið var að
lönskólinn í Reykjavík.
setja nýja liti inn á forsiðu hennar. beint inn á nektarmyndir úr tíma-
Þegar smellt var á þá fór notandi ritinu Playboy. í seinna skiptið
sem brotist var inn var m.a. átt við
skrár sem stýra netsambandi skól-
ans út á við og innan kerfisins. Eft-
ir þessar aðgerðir varö kerfið mikl-
um mun hægvirkara en það hafði
verið áður. Auk þess sem menn
innan skólans urðu varir við
breytingar á tölvukerfinu barst
skólanum bréf frá tölvufyrirtæki
sem benti á að ekki væri allt með
felldu með kerfið.
Ágúst sagði við DV að yfirvöld
skólans heföu ekki kallað til lög-
reglu þegar uppvíst varð um inn-
brotin. „Við fórum strax í að láta
laga þetta, enda töldum við að
þetta gætu allt eins verið einhverj-
ir nemendur að leika sér. En nú á
að vera búið að verja tölvukerfið
fyrir óboðnum gestum eins og
kostur er.“
-JSS
Kirkjubæjarklaustur:
Staöar-
prýði
er horfin
DV, KIRKJUBÆJARKLAUSTRI:
í hvassviðri á Kirkjubæjar-
klaustri á dögunum rifnaði 60 ára
gamall reyniviður upp með rótum.
Reyniviðurinn stóð við prestssetrið
og var mikil staðarprýði enda króna
þess óvenjufalleg. Það er ótrúlegt að
sjá hið aldna tré liggjandi á hliðinni
eftir veðrahaminn. í næsta garði
brotnaði toppurinn af mjög háu
grenitré. Einnig brotnuðu rúður í
nokkrum bílum. Svona mikið rok er
óvenjulegt á Klaustri. -EAV
Upp meö rótum
Veörahamurinn var meö eindæmum, og sjáum viö hér sorglegt dæmi um skemmdir.
ÉlPlitlp
Vorviðgerð í fjörunni
Eftir iangan og erfiöan vetur er aö mörgu að huga viö viögeröir og lagfæring-
ar. Þessir ungu og efnilegu drengir brugöu sér niöur í fjöru og tóku til viö aö
lagfæra og betrumbæta stífluna sína sem eitthvað haföi skolast
til yfir veturinn.
Dvalar- og hjúkrunarheimili víða í vanda:
Höfði innan
ramma
DV, AKRANESI:_______________
Dvalar- og hjúkrunarheim-
ilum er ætlað að reka sig sam-
kvæmt þeim lögum sem Al-
þingi setur um mále&ii aldr-
aðra, en þar kemur skýrt fram
hvert þjónustustig þeirra eigi
að vera. Langflest þessara
heimila vilja hafa þessi lög að
leiðarljósi, en til þess að svo
megi verða þurfa daggjöld þau
sem þeim eru ákvörðuð að vera raun-
hæf.
Samkvæmt upplýsingum Ásmundar
Ólafssonar, framkvæmdastjóra Dvalar-
heimilisins Höfða á Akranesi,
var rekstur heimilisins vel
innan ramma fjárhagsáætl-
unar fyrir árið 1999. Helsta
breyting er að hjúkrunardag-
gjöld eru nú í fyrsta sinn
ákvörðuð í samræmi við
greiðslukerfið RAI sem bygg-
ist á þyngdarstuðlum og hef-
ur heimilunum verið skipt i
sjö greiðsluflokka. RAI-kerfmu
(Raunverulegur aðbúnaður íbúa) er
ætlað að bæta hæfni starfsmanna til að
veita íbúum öldrunarstofnana gæða-
þjónustu. -DVÓ
Asmundur
Ólafsson
Steingrímur látinn
Steingrímur St. Th. Sigurðsson
listmálari andaðist á fóstudaginn
langa í Bolungarvík. Steingrímur
hélt myndlistarsýningu þar í bæ og
var staddur innan um vini og sýn-
ingargesti þegar kallið kom undir
kvöld þennan dag. Steingrímur varð
74 ára gamall og vantaði viku á að
ná 75 ára aldri. Steingrímur starfaði
fyrr á árum við blaðamennsku, ekki
síst á dagblaðinu Vísi, en gaf auk
þess út og ritstýrði um árabil tíma-
ritinu Líf og list. Hann hóf listmál-
araferil sinn 1966.
Útfór Steingríms
St. Th. Sigurðs-
sonar verður gerð
frá Kristskirkju í
Landakoti laugar-
daginn 29. apríl
og hefst kl. 14.
Þann dag hefði
listamaðurinn
orðið 75 ára.
-JBP
Steingrimur Sig-
urösson, listmál-
ari og
blaðamaöur.
Sandkorn
Umsjön Gyifi Kristjánsson
netfang: sandkorn@ff.ls
Voru þetta löggur...?
Lögreglan hafði afskipti af kvik-
myndaleikstjóranum
Hrafni Gunnlaugs-
syni á dögunum þeg-
ar hann brenndi sinu
i gríð og erg við óðal
sitt í Laugarnesi. Sag-
an segir að einkenn-
: isklæddir lögreglu-
menn hafi komið í
tvígang til Hrafns og
gert athugasemdir við framferði hans
en hann verið frekar snúinn við þá
og lítið viljað við þá ræða. Loks
ákvað varðstjóri að fara sjálfur á
vettvang. Hann hitti Hrafn og tjáði
honum að hann hefði sent lögreglu-
menn til hans í tvígang til að fá
hann til að hætta sinubrunanum. Þá
á Hrafn að hafa horft undrandi á
varðstjórann og sagt: „Voru þetta
löggur? Ég hélt að þetta væru ung-
lingar í grímubúningi að gera at.“
Vilja ekki Guðmund
Það vakti nokkra
þegar handknatt-
leiksdeild Hauka
réð Viggó Sigurðs-
son til að þjálfa
meistaraflokkslið
karla næsta vetur í
stað Guðmundar
Karlssonar. Hauk-
unum gekk á þess-
um tíma ekki allt
of vel í deildinni en voru þó aldrei
langt frá toppnum. Nú á 2. dag páska
urðu þeir svo íslandsmeistarar undir
stjóm Guðmundar. Er það skoðun
mjög margra að Guðmundur sé bú-
inn aö kreista allt út úr því liði sem
hann hefur haft í höndunum í vetur
og meiri árangri verði ekki náð með
óbreytt lið. Samt eru margir Hauka-
menn sem hafa viljað Guðmund í
burtu og vilja enn þrátt fyrir titilinn.
Einhver hvíslaði því að sandkornsrit-
ara að ástæðan kynni að vera sú að
Guðmundur sé FH-ingur.
Naumt skammtað...
i vera að bera í bakka-
fullan lækinn að
minnast hér á nýtt
einkasalerni Sólveig-
ar Pétursdóttur í
dómsmálaráðuneyt-
i inu en það er sagt
hafa kostað litlar 5
j milljónir króna. Á
: fundi á Akureyri um
áfengis- og vimuefna-
vandann um svipað leyti og „salem-
ismálið" kom upp tilkynnti umrædd-
ur ráðherra að verja ætti 500 þúsund
krónum í starf forvarnafulltrúa á Ak-
ureyri og klöppuðu einhverjir fyrir
ráðherra af þessu tilefni. Ekki vom
þó allir hrifnir af framlaginu til for-
vamanna miðað við salemiskostnað-
inn í ráðuneytinu og sagði einn fund-
armanna á Akureyri að heldur þætti
sér nú naumt skammtað miðað við
iburðinn á einkasalemi ráðherrans,
en ráðherra réði auðvitað forgangs-
röðinni.
Þegi þú drengur
Hreggviður Hermannsson,
bóndi í Langholti í
Árnessýslu, hætti
við að gera atlögu
að formannsstóln-
um í veiðifélagi
sýslunnar þar sem
netabóndinn
Gaukur Jönrnds-
son situr sem fast-
ast ásamt jámönn-
um sínum sem vilja veiða allan fisk
á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár í net
sín. Netin fara niður viku síðar en
venjulega og menn gera sér vonir
um að takast muni að kaupa veiði-
réttinn af flestum netabændanna.
Netabændurnir nefna jafnan mun
lægri tölur um veiði sína en aðrir
telja réttar. Selfyssingur einn hitti
bónda á fórnum vegi og spurði
hvemig veiðst hefði um morguninn,
en þetta var í fyrra þegar vatnið var
nærri hvítt vegna hlaupsins í Haga-
vatni. Drengstauli sem var með
bónda svaraði að bragði að þeir
hefðu fengið 77 laxa. „Þegi þú dreng-
ur, þeir voru bara 17,“ hvæsti þá
bóndi reiður að drengnum.
Það kann at