Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2000, Blaðsíða 12
12
Útlönd
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000
DV
Elian Gonsalez loks í örmum föður síns:
Meirihluti Bandaríkjamanna
fylgjandi brottnámi Elians
öldungadeildarþingmenn repú-
blikana fordæmdu brottnám Eli-
an Gonzales af heimili fjarskyldra
ættingja sinna í Little Havana á
Miami síöastliöinn laugardag.
Þykir þeim einkum ónauðsynlegu
ofbeldi hafa verið beitt þegar sér-
sveitir, gráar fyrir járnum, fóru í
dagrenningu inn á heimili ætt-
ingjanna og höföu Elian á brott
með sér.
Hyggjast þeir nú fara fram á op-
inbera rannsókn á því af hverju
Elian var numinn á brott. með
þessum harkalegu aðferðum.
Skoðanakannanir hafa hins
vegar sýnt aö meirihluti Banda-
ríkjamanna er hlynntur því að
Elian hafi verið numinn á brott
frá ættingjum sínum og er nú
loks í höndum föður síns. Elian,
ásamt föður sínum, stjúpmóður
og bróður, hafa nú verið flutt frá
Andrews-herflugstöðinni þar sem
þau hafa dvalið síðastliðna daga
og dvelja þau nú á býli við Wye-
I faðmi fjolskyldunnar
Elian dvelur nú á þessu sveitabýli í Maryland ásamt fööur sínum.
ána í Maryland, á sama stað og
friðarviðræður milli ísraela og
Palestínumanna fóru fram 1998.
Ættingjar Elians í Bandaríkj-
unum, sem hafa ítrekað reynt að
setja sig í samband við drenginn
eftir að hann var numinn á brott,
hafa ekki fengið að hitta hann en
þess er vandlega gætt að enginn
komist í návígi við staðinn sem
hann dvelur nú.
Víða í Litlu Havana hafa útlæg-
ir Kúbverjar lagt niður vinnu og
mótmælt aðgerðum yfirvalda og
framgöngu í þessari viðkvæmu
forræðisdeilu.
Kúbversk yfirvöld hafa aftur á
móti lofað aðgerðirnar og segja
björgunina hvorki hafa verið of
ofbeldisfulla né hafi drenginn sak-
að á nokkurn hátt.
Janet Reno, dómsmálaráðherra
Bandaríkjanna, hefur varist allri
gagnrýni og segist standa við þá
sannfæringu sina að aðgerðirnar
hafi verið réttmætar.
Bóndi syrgður
Ekkja Davids Stevens ásamt
börnum sinum.
Zimbabwe:
Stjórnarandstæð-
ingar myrtir
Tveir stjórnarandstæöingar til
viðbótar voru myrtir í Zimbabwe í
gær samtímis því sem hátt í þúsund
manns tóku þátt í minningarathöfn
um David Stevens, hvítan bónda
sem landtökumenn myrtu 15. apríl
síðastliðinn. Leiðtogi stjómar-
andstöðunnar í Zimbabwe, Morgan
Tsvangirai, vill að umheimurinn
setji viðskiptabann á Zimbabwe
verði kosningar ekki haldnar á
fyrirhuguðum tíma.
Augusto Plnochet
Fyrrverandi einræöisherra Chile.
Dómstóll í Chile:
Fjallar um friö-
helgi Pinochets
Áfrýjunardómstóll í Chile mun í
þessari viku taka ákvörðun um
hvort svipta eigi Augusto Pinochet,
fyrrverandi einræðisherra Chile,
friðhelgi. Hefur dómstóllinn til um-
fjöllunar yfir eitt þúsund síður með
ásökunum á hendur Pinochet um
margs konar mannréttindabrot.
Hlnna látnu minnst
Þessi úkraínska stúlka kveikti á kerti fyrr í morgun í bænum Slavútikh í Úkraínu til aö minnast slökkviliösmannanna
sem iétust er þeir reyndu aö slökkva eldana í Tjsernóbíl kjarnorkuverinu fyrir 14 árum. Minningarathöfnin hófst á
mánudaginn er nokkrir tugir aöstandenda komu saman til aö minnast þeiira sem létust.
Mannræningjar krefjast
um 180 milljóna króna
Byssumennimir, sem rændu 21
manni frá ferðamannaeyjunni Sipa-
dan nálægt Bomeo á sunnudaginn,
krefjast um 180 milljóna íslenskra
króna í lausnargjald. Frændi eins
filippseysku gíslanna greindi frá
þessu í morgun. Embættismenn á
Filippseyjum segjast ekki kannast
við neina kröfu um lausnargjald frá
mannræningjunum. Meðal gíslanna
eru 10 erlendir ferðamenn.
Embættismenn í Malasfu og á Fil-
ippseyjum hafa sagt að þeir séu
ekki vissir um hverjir mannræn-
ingjamir séu eða hvað þeir vilji.
Vangaveltur eru um að mannræn-
ingjarnir tengist skæmliðasamtök-
unum Abu Sayyaf sem berjast fyrir
sjálfstæðu ríki í suðurhluta Filipps-
eyja.
Heryfirvöld á Filippseyjum kváð-
Feröamannaparadís
Á strönd Sipadan þaöan sem
feröamönnum var rænt.
ust í morgun vera að kanna fréttir
leyniþjónustunnar um að mann-
ræningjarnir héldu til í strandbæn-
um Talipao. Herinn undirbýr nú að-
gerðir til að bjarga gíslunum.
Tveimur konum á Sipadan tókst
að komast hjá því að verða teknar í
gíslingu með því að tala við mann-
ræningjana á filippseyskri mál-
lýsku. Önnur kvennanna kvaðst
hafa verið við vinnu sína í eldhús-
inu þegar einn byssumannanna sex
beindi byssu sinni að henni og
heimtaði af henni úr og gullkeðju.
Konan sagðist hafa svarað mann-
ræningjanum á mállýsku hans og
þá hefði henni verið þyrmt. Banda-
rískum hjónum tókst einnig að
sleppa. Þau neituðu að synda út í
báta mannræningjanna og flúðu inn
í skóg.
Bróðirinn varaður við
Harðlínudómari
við fjölmiðladóm-
stól írans hefur var-
ið bróður Mo-
hammads Khatamis
forseta við vegna
innihalds umbóta-
sinnaðs dagblaðs
hans. Harðlínu-
menn hafa þegar bannaö útgáfu 13
dagblaða og tímarita í íran.
Hættuleg jarðgöng
Þriðjungur jarðganga Evrópu er í
lélegu eða mjög lélegu ástandi að
mati alþjóðlegu ferðamannasamtak-
anna IAT og umferðarsamtakanna
IAF.
Ákærðir fyrir diskóbruna
Fjórir piltar af írönskum upp-
runa verða í dag ákærðir fyrir að
hafa kveikt í diskóteki í Gautaborg
1998. Fjöldi ungmenna lét lífið 1
eldsvoðanum.
Leitað að varaforseta
George Bush, forsetaefni
repúblikana og ríkisstjóri Texas í
Bandaríkjunum, tilkynnti í gær að
Richard Cheney, fyrrverandi vam-
armálaráðherra, myndi stjóma leit-
inni að varaforsetaefni hans.
Shell sektað
Olíufélagið Shell hefur samþykkt
að greiða um 140 milljóna króna
sekt fyrir að kaupa olíu frá rúss-
nesku flutningaskipi sem flutti ólög-
lega hráolíu frá írak.
Ný stjórn á Ítalíu
Giuliano Amato
tilkynnti forseta
Ítalíu, Carlo
Azeglio Ciampi, í
gær að hann væri
fær um að mynda
58. stjóm Ítalíu frá
seinni heimsstyrj-
öldinni. Utanríkis-
ráðherra verður Lamberto Dini.
Vincenzo Visco verður fjármálaráð-
herra.
Dómari fékk æðiskast
Dómari í Kentucky í Bandaríkj-
unum varð æfur er hann komst að
því að kviðdómendur höföu ákveðið
hvort sakborningur væri sekur um
morð eða manndráp með því að
kasta upp peningi.
Nýr forsætisráðherra
Borgarstjórinn í
Riga, Andris
Berzins, var i gær
útnefndur nýr for-
sætisráðherra
Lettlands. Andris
Skele sagði af sér
forsætisráðherra-
embættinu fyrr í
þessum mánuði.
Engill bjargaði íbúunum
Nokkrir búar í Parsons í Kansas
í Bandaríkjunum segjast geta sann-
að með mynd að guðleg vera hafi
bjargað húsum þeirra í fellibyl í síð-
ustu viku. Um 200 byggingar
skemmdust í veðurhamnum.
Vopn tekin af Albönum
Friðargæslumenn NATO hand-
tóku á mánudaginn átta Albana í
Kosovo. Jafnframt var hald lagt á
sprengjur, riffla og skotfæri.