Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2000, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000 Fréttir DV Einkafyrirtæki með lægsta tilboðið í rekstur Tetra fjarskiptakerfis: Opinberir aðilar í fjarskiptastríð Fjarskiptastríð er nú haílð um uppsetningu og rekstur stafræns fjarskiptakerfis hér á landi. Á síðasta ári fór fram útboð á vegum Ríkiskaupa á uppsetningu og rekstri Tetra-fjarskiptakerfis á suðvesturhomi íslands sem kallað er ístaf, íslenskt stafrænt fjar- skiptakerfi. Var I útboði gert ráð fyrir að notendur yrðu lögregla, slökkvilið sjúkralið og Neyðarlin- an. Gert er ráð fyrir að sendingar fari fram á sérstakri öryggistíöni NATO sem einungis er úthlutað til hers, lögreglu, slökkviðliðs og sjúkraflutninga auk almennra varnar- og björgunarsveita. Stafrænt fjarskiptakerfi Tetra er nýr staðall fyrir fjar- skiptakerfi. Þetta er stafrænt kerfi sem vinnur ekki ólíkt GSM-kerf- inu en er ætlað að leysa af hólmi gömlu talstöðvarkerfm og á að vera mun öruggara. Tetra-kerfin búa þó yfir ýmsum möguleikum sem talstöðvakerfin hafa umfram GSM-kerfin. Víða um heim er unn- ið af fullum krafti við undirbúning á uppsetningu Tetra-fjarskipta- kerfa. íslendingar ætla þar greini- lega ekki að verða eftirbátar ann- arra. Tveir aðilar komnir af stað í framhaldi af opnun tilboða 17. ágúst 1999 var samið um að kaupa þessa þjónustu af Irju ehf. Annar tilboðsgjcifi, TNet ehf., sem er að mestu í eigu opinberra aðila, mun samkvæmt upplýsingum blaðsins hins vegar þegar vera í startholun- um með uppsetningu annars slíks kerfls, án þess að fyrir liggi heim- ild Póst- og fjarskiptastofnunar. Þrír aðilar buðu í verkið, Irja ehf., TNet ehf. og Tal hf., en tilboð voru opnuð 17. ágúst 1999. Beöið var um tvenns konar tilboð, ann- ars vegar miðað við 96% dreifingu og hins vegar 90% dreifingu. Miö- að var við samning til 10 ára með 1000 notendum á vegum ríkisins. Lægstu tilboðin komu frá Irju en þau hljóðuðu upp á 40 milljóna króna kostnað á ári vegna 96% dreifingar og 36 millj- ónir króna vegna 90% dreifingar og var því síðar- nefnda tekið. Tilboð TNet ehf. hljóðaði upp á rúmar 72,2 milljónir króna á ári í hvorn lið fyrir sig og Tal ehf. var með tilboð upp á 117,4 milljónir króna vegna 96% dreifingar og rúmar 112,3 milljónir króna vegna 90% dreifingar. Fleiri vilja aögang Upphaflega mun ætlunin hafa verið að fleiri ríkisfyr- irtæki tengdust þessu út- Friðrik Sophus- son er forstjóri Landsvirkjunar Laridsvirkjun ákvaö að bjóöa sjálfí uppsetningu Tetra-kerfis í gegn- um fyrirtækiö TNet sem stofnaö var í fyrrasumar. boði, þ.m.t. Landsvirkjun. í framhaldi málsins gerð- ist það hins vegar að Landsvirkjun ákvað að bjóða sjálf í uppsetningu Tetra-kerfis í gegnum fyr- irtækið TNet sem stofnað var i fyrrasumar og Landsvirkjun er eigandi að ásamt Landssíma ís- lands og Tölvumyndum sem aftur er i meirihluta- eigu Burðaráss og Friö- riks Sigurðssonar. Sam- kvæmt lögum um Lands- virkjun er fyrirtækinu hins vegar óheimilt að taka þátt í starfsemi á fjarskiptasviði. Eina fyrirtækið sem enn hefur rekstrarleyfi vegna Tetra-fjar- skiptabúnaðar er Irja ehf. Það hef- ur eitt fyrirtækja fengið leyfi til að nota áðurnefnt öryggistíðnisvið. Slagurinn nú stendur því m.a. um að TNet reynir nú i krafti sterkrar stöðu bakhjarla sinna að fá sam- þykki Póst- og fjarskiptastofnunar um notkun sama tíðnissviðs ásamt Línu-Neti sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Samkvæmt heimild- um DV telja þeir sem starfa á ör- yggissviði hér á landi hins vegar aldeilis fráleitt að fleiri en einum aðila sé hleypt inn á þessa NATO- tíðni. Slíkt muni kalla á óteljandi samskiptavandamál. -HKr. Dorrit Moussaieff á skíðum með forsetanum: Eins og hvítur engill ‘C4°12) á 4° ‘, m Forseti íslands og Dorrit Moussaieff blönduðu sér í hóp skíðafólks í Bláfjöllum á laugardag- inn fyrir páska og vöktu gifurlega athygli: „Þau komu þama saman í jeppa og Dorrit var eins og hvítur engill þegar hún sté út í sólskinið," sagði sjónarvottur sem fylgdist með for- setanum og vinkonu hans gera sig klár fyrir brekkurnar í Bláfjöllum. „Hún var í skjannahvítum skíða- galla frá toppi til táar og með mjög dökk gleraugu. Sjálfur var forsetinn ákaflega glæsilegur í sínum galla þó ekki væri hann jafnáberandi og vin- konan en hann stjanaði við hana eins og ástfanginn unglingur," sagði sjónvarvotturinn sem gerði hlé á eigin skiðaiðkunum til að fylgjast með forsetanum og Dorrit i brekk- unum: „Forsetinn bar sig fagmann- lega að í brekkunum og augljóst að hann hefur stigið á skíði áður enda uppalinn vestur á fjörðum. Dorrit virtist hins vegar ekki vera jafn- vön.“ -EIR SoLif a.-uisnr ijg % Sólariag í kvöld Sólarupprás á morgun Síödegisflóö Árdegisflóö á morgun Skýriuánr á vsóurtaknuni - að sögn sjónarvotta DV-MYND VK Kropiö fyrir Dorrit Forseti íslands krýpur viö fætur Dorrit Moussaieff / Bláfjöllum um páska- helgina og festir skíöabindingar hennar. Vfe.ð/fð, A nuvjvuu Súld eða rigning í kvöld Hæg breytileg átt og léttskýjaö víðast hvar. SA 8-13 m/s og þykknar upp vestanlands í dag, en 10-15 og súld eða rigning með köflum í kvöld og nótt. Hæg suölæg átt austan til, vægt frost og lengst af léttskýjað. Hlýnandi veöur, hiti 1 til 6 stig síödegis, mildast vestan til. ^ *--.ViNOÁTT '''\viNDSTYRKUR í nnrtruin á sekúwfu 1 f>°, Hin •10° NFROST & HÐÐSKlRT o UÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ m Q RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA 9 ’ ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Skólameistari IR: Ágúst sækir um Ágúst B. Karlsson, starfandi skóla- meistari Iðnskólans í Reykjavík, er einn þeirra sem sækja um stöðu skólameistara. Ingvar Ásmundsson gegndi henni um árabil sem kunnugt er en lét nýlega af störfum sakir veik- inda. Ekki er vitað hversu margir sóttu um þar sem umsóknarfrestur um starfið rann út í gær. Ágúst hefur verið aðstoðarskólameistari skólans. „Ég var búinn að sækja um ársleyfi og var farinn að búa mig undir það. Ég ætlaði að dvelja í Danmörku næsta skólaár þar sem ég hugðist mennta mig frekar,“ sagði Ágúst við DV. „En svo fóru menn fram á það við mig að ég sækti um og ákvað að verða við því.“ -JSS Arekstur á laugardag Engin slys uröu á fóiki þegar tveir bílar lentu saman á gatnamótum Háaleitisbrautar og Safamýrar á laugardag. Annar bíllinn haföi fariö yfir á rauöu Ijósi og olli þaö árekstr- inum. Fjartægja þurfti báöa bílana meö krana. Alfreð Þorsteinsson: Furðulegur málatilbúnaður „Mér fmnst þetta furðulegur mála- tilbúnaður á eldgömlu máli sem gekk sinn vanagang i gegnum Innkaupa- stofnun á sínum tíma og þótti ekkert athugavert við, hvorki af okkar hálfu né sjálfstæð- ismanna," segir Alfreð Þorsteins- son, stjórnarfor- maður Innkaupa- stofnunar Reykja- víkurborgar og borgarfulltrúi R- lista, um fullyrð- ingar Júlíusar Vífils Ingvarsson- ar í DV í gær. Þar lét Júlíus að því liggja að ýmsu væri ósvarað af borg- aryfirvöldum varðandi sölu á Pípu- gerð Reykjavíkur til BM Vallár, af hálfu BM Vallár lægju fyrir ásakanir um undirboð á hellum og viðskipta- þvinganir. „Þetta er mjög furðulegur málatibúnaður á því sem er ekkert mál,“ segir Alfreð. -hdm Alfreö Þorsteinsson. Hálkublettir víða á fjallvegum Góö færð er á öllum helstu þjóðvegum landsins í dag. Þó er eitthvað um hálkubletti víða á fjallvegum á Vestfjöröum, Noröaustur- og Austurlandi. Sunnanátt á morgun Á morgun er gert ráð fýrir sunnanstrekkingi og súld eða rigningu vestan til á landinu. Austan til má búast viö mun hægari sunnanátt og skýjuðu með köflum. Hiti verður á bilini 1-6 stig. Vindun 5—8 m/ií Hití 3° til 7° Gert er ráö fyrlr suöaustanátt 5-8 m/s. Smáskúrlr allra syðst og vestast en annars yflrleltt léttskýjað. Hltl 3 tll 7 stlg yflr daglnn. Vindur: 3—6 m/s Hiii 2° iii 8° Hæg A- eða NA-átt. Dálítil rlgnlng eöa súld á austanveröu landlnu en nokkuö bjart veður vestanlands. Hltl 2 tll 8 stlg, hlýjast suövestan tll. WWWW Virnlur: 2—7 1»/:. Hiti 3°tit 7” ■ib\s \ Gert er ráö fyrlr fremur hægum suölægum áttum og votvlörl, elnkum sunnan tll. Milt veröur I veðri. ; :i7rv. rj;ff ^ jg ^ rý.: AKUREYRI léttskýjað -5 BERGSTAÐIR léttskýjað -4 B0LUNGARVÍK skýjað 0 EGILSSTAÐIR -7 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö -2 KEFLAVÍK hálfskýjaö -3 RAUFARHÖFN skýjað -9 REYKJAVÍK léttskýjaö —3 STÓRHÖFÐI hálfskýjaö i BERGEN skýjaö 6 HELSINKI léttskýjað 6 KAUPMANNAHÖFN þokuruöningur 10 OSLÓ skýjað 8 STOKKHÓLMUR 8 ÞÓRSHÖFN alskýjaö 1 ÞRÁNDHEIMUR slydduél 4 ALGARVE léttskýjaö 10 AMSTERDAM léttskýjaö 13 BARCELONA skýjaö 12 BERLÍN skýjaö 11 CHICAGO hálfskýjaö 7 DUBLIN súld 8 HALIFAX alskýjaö 0 FRANKFURT léttskýjað 11 HAMBORG skýjaö 9 JAN MAYEN léttskýjað -5 LONDON rigning 10 LÚXEMBORG heiöskírt 13 MALLORCA hálfskýjaö 10 MONTREAL léttskýjaö 2 NARSSARSSUAQ rigning 2 NEW YORK skýjaö 8 ORLANDO heiðskírt 17 PARÍS skýjað 13 VÍN léttskýjað 13 WASHINGTON skýjaö 7 WINNIPEG heiöskírt 11 ■TiÝ.aHHJÝrHi.’Hi'Ti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.