Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2000, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000 9 Fréttir Sinubruni í Skorradal: Fjórir hektarar rækt- arlands brunnu - 16 útköll á einni viku Sinubruni olli töluveröu tjóni á gróöri á skógræktaijörðinni Fitjum í Skorradal. Slökkvilið Borgarfjarðar og Dala fékk tilkynningu um eldinn klukkan 17.45 á sunnudag og var allt tiltækt lið kallað út. Slökkvistarf tók um tvo tíma og höfðu að minnsta kosti fjórir hektarar ræktarlands orðið eldinum að bráð þegar yflr lauk. Ómar Jónsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Borgarfirði, sagði að sennilega hefði verið kveikt í en ann- ars væru upptök eldsins í rannsókn. Að sögn Ómars hefur verið óvenju- mikið um útköll vegna sinubruna í hér- aðinu upp á síðkastið en á einni viku hefur lögreglan fengið 16 tiikynningar. Sem betur fer hefur ekki enn orðið neitt tjón á húsum eða öðrum mannvirkjum. Aftur á mðti má gera ráð fyrir talsverð- um skemmdum á trjám og kjarrlendi en hversu miklar þær verða kemur ekki almennilega í ljós fyrr en gróður fer að springa út i vor. Ómar sagði að í sumum tilfellum hefðu landeigendur haft leyfi fyrir að kveikja í sinu en oftar en ekki hefði eld- urinn farið úr böndunum og því þurft að kalla til slökkviliðið. Einnig sagði hann að talsvert væri um að óviðkom- andi fóik kveikti í og styngi síðan af. Hafa þau mál ekki enn verið upplýst utan eitt sem kom upp í sumarbústaða- landi í Skorradal á páskadag þar sem böm höfðu verið að fikta með eld. EÖJ Bent er sérstaklega á með skilti við innganginn, að taka lyftuna. Endurbætur á lyftunum í Tollinum: Forstjóri Hitaveitu Suðurnesja: Mótmælir eignaupptöku DV, GRINDAVÍK: Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðumesja, gagnrýndi á aðalfúndi fyr- irtækisins á dögunum harðlega ne&d þá sem fjaiiar um stofnun fyrirtækisins Landsnet sem rætt er um að verði dreif- ingaraðili og ætti þá allar háspennlínur landsins. Nefndin leggur meðal annars til að línur Hitaveitunnar, Hamranes-Fitjar- Svartsengi, verði gerðar upptækar. Hann sagði það fráleitt að tillögur nefndarinnar gætu átt við rök að sfyðj- ast. Júlíus gagnrýndi enn fremur aðrar tiilögur nefhdarinnar og taldi óeðlilegt hvað hún væri höll undir Landsvirkjun og gætti vel hagsmuna þess fyrirtækis og landsbyggðarinnar. Það stafaði af skipan nefndarinnar sem stjóm Hita- veitu Suðumesja hefði gagnrýnt á sín- um tíma. Aðaifundurinn leiddi í ljós góða rekstrarafkomu. Ómar Jónsson, stjóm- arformaður Hitaveitu Suðumesja, greindi frá því að á síðasta ári var raf- orkuframleiðslan þrefólduð með orku- veri 5, en þar er virkjað 30 megavatta gufuafl og er raforkuframleiðslan nú 150 gígavattstundir. Þá var lokið við Gjána, sem er undir Eldborgarhúsinu, og er þar hægt að kynna fólki jarðfræði- DV-MYND ÞORSTEINN G. KRISTJÁNSSON Forstjórinn gagnrýndi á aðalfundi fyrirtækisins harðiega nefnd þá sem fjall- ar um stofnun fyrirtækisins Landsnet. fyrirbæri eins og jarðskjálfta og eldgos. í skýrslu Alberts Albertssonar, að- stoðarforstjóra HS, kom fram að erfið- lega gengur að fá samþykktar rann- sóknir sem Orkustofmm hefur gert fyr- ir HS. Málið tefst mjög í umhverfisráðu- neytinu sem er iilskiljanlegt því Orku- stofnun er umsagnaraðili fyrir ráðu- neytið. Rannsóknir þessar varða orku- nýtingu á Rosmhvalanesi og Trölla- dyngjusvæði. Á fundinum var orkumálaráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, og kynnti hún helstu áherslur ráðuneytisins í virkj- anamálum og nýtingu auðlinda. Dr. Guðfinna Bjamadóttir, rektor Háskól- ans í Reykjavík, héit líflegt og fróðlegt erindi um nauðsyn nýsköpunar í rekstri fyrirtækja og hafði á orði að Hitaveita Suðumesja væri í þesus tilliti til fyrirmyndar um flest. -ÞGK Sumir fara húsendanna á milli - til að þurfa ekki að ganga upp á 5. hæð Nú standa yfir endurbætur á Tollhúsinu i Reykjavík. Hafist var handa í austurendanum þar sem Tollstjóraembættið er til húsa. Meöal þess sem unnið er að endur- bótum á eru lyfturnar í húsinu. Á 5. hæðinni austan megin eru toll- stjóri, afgreiðsla tollskjala, gjalda- deild, gjaldkerar, upplýsingafull- trúar og tollaendurskoðun. Fjöldi fólks þarf því að leggja leið sína upp á efstu hæð hússins á degi hverjum. Ekki láta þó allir hafa sig i langa göngutúra upp ótal tröppur þótt lyftumar séu ekki í gangi. Það er nefnilega hægt að taka lyftumar í austurendanum upp og ganga síðan í gegnum hús- ið. Harla margir munu nýta sér þennan möguleika sem raunar er bent sérstaklega á með skilti við innganginn. í austurenda hússins, á fjórðu hæð, er lögfræðideild tollsins. Þeir sem eiga erindi þangað þurfa að hlaupa upp stigana. Þó er einn og einn útsjónarsamur sem tekur lyftuna upp austanmegin, hleypur í gegnum húsið og svo niður um eina hæð, að sögn starfsfólks i toll- inum sem DV ræddi við. Búa til gróðurmold úr heimilissorpinu Coldwater Seafood hlýtur gæðaverðlaun McDonald’s í Bretlandi: Mikil viðurkenning fýr- ir íslensk fyrirtæki DV, AKUREYRI: DV, AKRANESI:________________________ A Akranesi er verkefnið „Ræktaðu garðinn þinn“ að hefjast sem er átak í heimajarðgerð. Verkefnið miðar að því að árið 2005 muni 500 heimili á Akranesi jarðgera lifrænt sorp. Akra- neskaupstaður mun kaupa 100 jarð- gerðartanka á ári næstu 5 árin og af- henda íbúum gegn 2000 króna mót- framlagi. Þetta er stærsta verkefni sinnar tegundar sem ráðist hefur ver- ið í á landinu og er liður í að minnka sorpmagn til urðunar. Lífrænt sorp er um 35% af því sorpi sem fellur frá hverju heimili. Með heimajarðgerð má því lækka kostnað af sorpmálum auk þess sem verðmæt afurð, molta, myndast og sparar garðeigendum moldar- og áburðarkaup. Á degi umhverfisins, þriðjudag 25. apríl, verður skrifað undir samning milii Akraneskaupstaðar og Vist- manna um kaup þess fyrmefnda á 100 jarðgerðatönkum. Undirritunin fer fram kl. 10 í bæjarþingsal Akranes- kaupstaðar að Stillholti 16-18. -DVÓ Coldwater Seafood í Bretlandi, dótturfélag Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna þar, hlaut fyrir skemmstu gæðaverðlaun hins heimsþekkta fyrirtækis McDon- alds. Útgeröarfélag Akureyringa, Haraldur Böðvarsson og Síldar- vinnslan Neskaupstað hafa sér- framleitt afurðir fyrir McDonalds og eru gæðaverðlaunin jafnframt tileinkuð þeim sem lykilframleið- endum Coldwater Seafood UK. McDonaldís (UK) rekur nú yfir 1000 veitingastaði í Bretlandi og hefur sala á fiskafurðum aukist mjög hin síðari ár. Verðlaunin eru veitt þeim framleiðanda sem nær mestum árangri i auknum vöru- gæðum og á það við um alla vöru- flokka sem McDonald’s (UK) kaup- ir, allt frá plastglösum og salti til fisk- og kjötafurða. Coldwater Seafood UK hlaut verðlaunin fyrir árið 1999, ásamt lykilframleiðend- um sínum þremur, sem fyrr segir. Coldwater Seafood UK rekur tvær fiskréttaverksmiðjur í Grims- by þar sem framleiddar eru full- unnar afurðir fyrir veitingahúsa- markað og smásölukeðjur. Meðal helstu viðskiptavina eru McDonal- dis, Asda og Marks & Spencer. „Forsendan fyrir þessum ár- angri er einstök vöruvöndun fram- leiðenda okkar á íslandi. Framleið- endur á breska markaðnum þurfa að mæta mjög hörðum kröfum frá neytendum, smásölukeðjum og stórfyrirtækjum á borð við McDon- alds. Það hafa þau þrjú fyrirtæki sem framleiða McDonaldís vörum- ar fyrir okkur, þ.e. ÚA, HB og Síld- arvinnslan, gert með miklum sóma,“ segir Helgi Anton Eiríks- son, innkaupastjóri Coldwater Seafood UK. gk Kæliskápur • RG 2255 • Kælir183ltr. 1 • Frystir 63 Itr. Sjálfvirk afþýðing í kæli • Orkunýtni C Mál hxbxd: 152x55x60 Það voru hinir blóðheitu italir sem hönnuðu Indesit kaeliskápana enda veitir þeim oft ekki af því að kæla sig aðeins niður. En Indesit er ekki fyrir alla, nei, nei blessaður vertu. Indesit er bara fyrir þá sem vilja töff hiuti í eldhúsið og kjósa að borga sem minnst fyrir þá. inDesu Sími 530 2800 www.ormsson.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.