Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2000, Blaðsíða 8
8 Viðskipti Umsjón: Viðskiptablaðið X18 gerir sölusamning fyrir 7,3 milljarða í Bandaríkjunum - langstærsti sölusamningur sem fyrirtækiö hefur gert íslenska skófyrirtækið X18, The fashion group, hefur gert sölusamn- ing að upphæð eitt hundrað milljón- ir Bandaríkjadala, eða 7,3 milljarða islenskra króna, við bandaríska dreifingarfyrirtækið New York Transit. Samningurinn gildir til tíu ára, er stighækkandi og verður hann formlega staðfestur að við- stöddum forseta Islands, Ólafi Ragn- ari Grímssyni, í opinberri heim- sókn hans til Los Angeles þann 5. maí næstkomandi. Þetta er langstærsti sölusamning- ur sem X18 hefur gert. Hann tryggir fyrirtækinu miklar og stöðugar tekj- ur áratug fram í tímann, bestu við- skiptakjör við verksmiðjur sínar i Austurlöndum og trausta og viða- mikla markaðssetningu á X18 í Bandaríkjunum og Kanada. New York Transit er rótgróið fyrirtæki, velti 80 milljónum Bandaríkjadala á síðasta ári og mun það dreifa X18 í fjölda skó- og tískuverslana og helstu verslanakeðjum Bandaríkj- anna, s.s. Macy’s, Bloomingdales og Nordstrom. Alls þýðir samningur- inn að á Bandaríkjamarkaði verða seld á aðra milljón skópara, merkt X18 Reykjavík. X18-skór eru nú þegar seldir í 34 löndum í 5 heimsálfum, meðal ann- ars í 1100 verslunum í Bretlandi, 70 verslunum í Hong Kong og 40 í Dan- mörku. Á síðasta ári var sala fyrir- tækisins hátt á annað hundrað milljónir og áætluð sala á þessu ári nemur 430 milljónum. X18 hannar yfir fjörutíu gerðir af skóm, lætur framleiða þá í Kína, dreifir þeim um allan heim og er þegar orðið leiðandi í skótískunni. Hjá X18 á ís- landi starfa fjórtán manns við hönn- un, markaðssetningu og skipulag dreifmgar en tugir umboðsmanna mynda sölu- og dreifmgarnet X18 um allan heim. Gert er ráð fyrir að stöðugildum X18 í Reykjavík muni fjölga í 40 á næstu þremur árum. Nýsköpunarsjóður atvinnulifsins keypti nýverið hlutafé fyrir sjötíu og fimm milljónir í íslenska skófyr- irtækinu X18 eftir að hafa gert áreiðanleikakönnun og allsherjarút- tekt á fyrirtækinu og framtíð þess. Á sama tíma hefur sala á X18-skóm á alþjóðavettvangi aukist gífurlega, eða sem nemur 416%, á fyrsta fjórð- ungi ársins 2000 miðað við sama tíma í fyrra. X18, The fashion group, var stofnað af skófyrirtækinu Sport- vörum og Útgerðarfélaginu Sögu ehf. í febrúar 1998 og er því rúmlega tveggja ára. Aðstandendur eru, auk Nýsköpunarsjóðs, Pétur Björnsson, Magnús Guðmundsson og bræðurn- ir Adolf og Óskar Axel Óskarsson, sem einnig er framkvæmdastjóri. Coldwater Seafood UK: Hlýtur gæðaverð- laun McDonald s Coldwater Seafood (UK) Ltd., dótturfélag Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna í Bretlandi, hlaut fyrir skemmstu gæða- verðlaun hins heimsþekkta fyrir- tækis McDonald’s. Útgerðarfélag Akureyringa, Haraldur Böðvarsson og Síldarvinnslan í Neskaupstað hafa sérframleitt afurðir fyrir McDonald’s og eru gæðaverðlaunin jafnframt tileinkuð þeim sem lyk- ilframleiðendum Coldwater Seafood UK. íshaf hf.: Skráður af VÞÍ Stjóm Verðbréfaþings íslands hefur samþykkt beiðni Hlutabréfa- sjóðsins íshafs hf. um afskráningu hlutabréfasjóðsins af Verðbréfa- þingi. Stjóm Hlutabréfasjóðsins ís- hafs hf. hefur nú ákveðið að gera hluthöfum i sjóðnum tilboð um að kaupa hlut þeirra í félaginu á geng- inu 1,21 gegn staðgreiðslu. Renault ogVolvo: Sameina vörubif- reiðaframleiðslu Bílaframleiðendurnir Renault og Volvo hafa náð samkomulagi um að sameina framleiöslu sína á ílutn- ingabifreiðum. Samkomulagið felur í sér að Volvo yfirtekur RVI/Mack- flutningabifreiðadeild Renault sem í staðinn eignast 15% hlut í Volvo. Renault mun síðan auka hlut sinn í Volvo upp í 20% með kaupum á bréfum á markaði. Fyrir skömmu tilkynntu lánardrottnar Samsung Motor að þeir hefðu samþykkt til- boð Renault um kaup á 70,1% hluta- fjár í Samsung Motor fyrir 560 millj- ónir dollara. Einkatölvur í heiminum: Sala eykst um 15% Heildar- sala á einka- tölvum um heim allan jókst um 15% á fyrsta ársfjórðungi 2000 en alls voru seldar 29,98 milljón einkatölvur á tímabil- inu. Vöxturinn er einkum að þakka mikilli söluaukningu í A-Asíu. Compaq hefur mesta markaðshlut- deild, eða 12,5%, en Hewlett- Packard jók söluna mest á tímabil- inu, um 59,9%, upp í 2,39 milljón tölvur. Bakkavör á Veröbréfaþing í næsta mánuði - hlutafjárútboð fyrirtækisins hafið Ágúst Guömundsson og Lýöur Guömunds- son. Bakkavör Group hf. verður skráð á Verðbréfaþing Islands í næsta mánuði en í gær hófst hlutafjárútboð félags- ins. Þar verður boðið út nýtt hlutafé, að nafnvirði 50 milljónir króna, ásamt 55 milljóna króna hlut sem er í eigu Kaupþings hf. Samtals nemur fjárhæð útboðsins því 105 milljónum króna eða sem samsvarar 21% af heildar- hlutafé. Útboð félagsins verður með tvenns konar hætti; annars vegar verða seldar 55 milljónir króna með tilboðsfyrirkomulagi en hins vegar 50 milljónir með áskriftarfyrirkomulagi. Útboðsgengið hefur verið ákveðið 5,5 og sé tekið mið af því er markaðsvirði Bakkavarar 2.747 milljónir króna. Til- boðshlutinn stendur yfir til 28. apríl en áskriftartímabilinu lýkur þann 27. apríl. Áskriftin fer fram á Internetinu og geta þátttakendur einungis skráö sig fyrir hlutabréfum á heimasíðu Kaupþings. Bakkavör hf. var stofnuð af bræðr- unum Lýð og Ágústi Guðmundsson- um fyrir 14 árum en í dag er ársvelta fyrirtækisins um þrír milljarðar króna og það hefur byggt upp starf- semi í fimm löndum Evrópu, utan Is- lands. Bakkavör skilgreinir sig sem alþjóðlegt fyrirtæki i fram- leiðslu, sölu og dreifmgu á kæld- um sjávarafurðum. Hagnaöur mikilvægari en vöxtur Bakkavör hefur sett sér það markmið að vaxa um 20-30% á næstu árum. Ágúst Guðmunds- son, stjómarformaður Bakkavar- ar, leggur megináherslu á að þrátt fyrir aukinn vöxt sé það fyrst og fremst markmið stjórn- enda að fyrirtækið skili arðsemi. Þannig segir hann það skýlausa stefnu Bakkavarar að greiða hlut- höfum arð ár hvert. „Vöxtur er ekki meginmálið í rekstrinum og stærðin þarf ekki að vera for- senda þess að fyrirtækið hagnist. Stækkun á ekki rétt á sér nema hún leiði til meiri hagnaðar.” Ákvörðun um útboðsgengi Bakkavar- ar var tekin af stjórnendum fyrirtæk- isins í samráði við Kaupþing. Það tók mið af afkomu félagsins á síðasta ári, rekstraráætlun þessa árs, vaxtar- möguleika þess í framtíðinni og þeirri langtímaarðsemi sem talin var raun- hæf. Þá segir Ágúst að tekið hafl ver- ið tillit til þeirra aðstæðna sem em á hlutabréfamarkaði og verðmæti þeirra fyrirtækja sem þar era. „Við teljum að gengið sé hagstætt sé tekið mið af stöðu og framtíðarsýn fyrir- tækisins," segir Ágúst en hann gerir sér vonir um að 2.000-3.000 aðilar muni taka þátt í útboði félagsins. Hluthafar Bakkavarar Group hf. Bakkabræður (Ágúst og Lýður Guðmundssynir) 34,7% Grandi hf. 31,3% Kaupþing hf. 17,0% Mills D.A. 8,5% Kaupthing Bank Luxembourg S.A. 6,4% EFA hf. 0,7% Hávöxtunarfélagið sj. 1 0,6% Aukin atvinnuþátttaka og lengri vinnutími - 83,9% af vinnufæru fólki eru á vinnumarkaði Vinnumarkaöur: / því mikta góöæri sem ríkt hefur hérlendis undanfarin ár leita sifeiit fieiri út á vinnumarkaðinn. Hlutfall þeirra sem vinna vex sífellt og vinnutími þeirra eykst jafn- framt samkvæmt könnun Hagstofunnar. I vinnumarkaðskönnun Hag- stofunnar kemur fram að 1 apr- U 2000 voru um 157.300 starf- andi á íslenskum vinnumark- aði sem er um 6.200 fleiri en í apríl 1999. Þeim fjölgaði í ald- urshópnum 16-54 ára en fjöldi starfandi í elsta aldurshópnum stóð í stað. Jafnframt því voru vinnustundir fleiri í viðmiðun- arvikunni en árið áður, um 44,2 klst., samanborið við 43,4 klst. i apríl 1999 og 43,6 klst. í nóvem- ber 1999. Atvinnuþátttaka mældist 83,9% í apríl 2000 sem er aukning um 1,3 prósentustig frá því i apríl 1999. Atvinnuleysi 1,9% Samkvæmt könnuninni vora 1,9% vinnuaflsins án atvinnu um miðjan apríl. Þetta jafngUdir því að um 3.100 einstaklingar hafi verið at- vinnulausir. I sams konar könnun í apríl 1999 var atvinnuleysið 2,2%, eða um 3.400 manns. I nóvember 1999 mældist atvinnuleysið 1,8%, eða um 2.900 manns. I apríl 2000 var atvinnuleysi 2,8% hjá konum en 1,1% hjá körlum. At- vinnuleysið var mest meðal yngstu aldurshópanna, eins og komið hefur fram i fyrri könnunum Hagstofunnar, eða 4,1% meðal 16-24 ára. Samanburður á atvinnuleysi og skráðu atvinnuleysi I könnuninni voru þátttakendur, yngri en 70 ára, spurðir hvort þeir væru skráðir atvinnuiausir hjá opin- berri vinnumiðlun. Samkvæmt því voru 2.900 á atvinnuleysisskrá um miðjan apríl. Um helmingur þeirra var atvinnulaus í skilningi vinnumarkaðskönnunarinnar, þ.e. án vinnu og tilbúinn að taka vinnu strax væri hún í boði. Aðrir gegndu einhverju starfi í viðmiðunarvikunni (1.200) eða voru ekki tilbúnir að ráða sig í vinnu strax (300) en það jafngildir því að vera utan vinnumarkaðar. Könnunin fór fram dagana 10.-18. apríl 2000 og tók til stöðu á vinnumarkaði 1.-14. apríl. Aldursmörk þátttakenda og spurningar í könnuninni miðast við sambærilegar kann- anir sem gerðar eru innan Evr- ópska efnahagssvæðisins (EES). Svara var aflað með simtölum. Skekkjumörk á nið- urstöðum um atvinnuleysi eru ± 0,8%. Heildarúrtakið var 4.470 manns á aldrinum 16-74 ára sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá. Þegar frá eru taldir þeir sem voru látnir eða búsett- ir erlendis reyndist nettóúrtakið vera 4.329 einstaklingar. Þátttaka var mjög góð. Alls fengust nothæf svör frá 3.697 einstaklingum sem jafngildir 85,4% endanlegri svörun. MIDVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000 I>V Þetta heist HEILDARVIÐSKIPTI 691 m.kr. - Hlutabréf 144 m.kr. - Bankavíxlar 431 m.kr. MEST VIÐSKIPTI 0Opin kerfi 30,1 m.kr. 0Össur 27,3 m.kr. © Landsbanki fslands 20,8 m.kr. MESTA HÆKKUN O Skýrr 6,55% ©Marel 4,94% 0 Tryggingamiöstööin 2,88% MESTA LÆKKUN ©Hans Petersen 4,76% 0 Opin kerfi 4,00% 0FBA 3,30% ÚRVALSVÍSITALAN 1743,38 stig - Breyting O 0,71% Rólegt á VÞI Afar rólegt var á íslenska fjármála- markaðinum í gær. Lítil viðskipti voru miðað við hvernig verið hefur síðustu mánuði. I gær var hins vegar endanlega staðfest að hlutabréf Kögunar hf. verði skráð á Aðallista Verðbréfa- þings íslands. Það mun gerast á morg- un en skráð hlutafé er 90 milljónir króna að nafnverði. I gær var gengi Kögunar á Opna tilboðsmarkaðnum 48 sem þýðir að markaðsverð félags- ins er 4.320 milljónir króna. Tilgangur félagins samkvæmt 3. gr. í samþykkt- um þess er „að annast gerð og viðhald á hugbúnaði fyrir ratsjár- og varnar- kerfi hvers konar. MESTU VffiSKIPTI © FBA O íslandsbanki © Landsbanki Q Össur Q Opin kerfi síöastliöna 30 daga 1.102.778 1.097.785 947.678 940.872 383.655 O Stálsmiðjan 45 % o Delta hf. 38 % Q Ehfélag Alþ.bankans 33 % Q ísl. Fjársjóðurinn 14 % 0 íslenskir aðalverktakar 11 % 'smtmmm «íWMdw 0 Krossanes 26 % 0 Marel 18 % 0 fsl. járnblendifélagið 13 % 0 Nýherji 13 % 0 Opin kerfi 12 % Stærsta hlutafjárútboð sögunnar I gær hófst stærsta hlutfjárútboð (e. IPO) sögunnar þegar AT&T Wireless var boðið út. Mikil spenna ríkti í gær á mörkuðum vestanhafs vegna út- boðsins, m.a. í ljósi mikilla sveiílna og lækkana á hlutabréfaverði undanfar- ið. I gær skiluðu átta af þeim 30 fyr- irtækjum sem mynda Dow Jones-vísi- töluna afkomu. Hlutabréfaverð i gær tók nokkurt mið af aíkomu þessara fé- laga. Bdow jones 10844.05 o 1.58% : ULInikkei 19158.74 o 1.05% : Bf;-is&p 1434.54 o 0.50% MBInaspaq 3643.88 o 1.69% gSÍFTSE 6241.20 o 0.91% i 1DAX 7157.95 o 0.81% ■ | BcAC 40 6234.51 o 1.10% | 26.4.2000 kl. 9.15 KAUP SALA BEpoHar 74,790 75,170 SE?Pund 117,920 118,520 l+_ Kan. dollar 50,910 51,220 S Sloönsk kr. 9,2380 9,2890 Norsk kr 8,4360 8,4830 E5sænsk kr. 8,4070 8,4530 HHfí. mark 11,5533 11,6228 UÍFra. franki 10,4722 10,5351 | ÍBelg. franki 1,7029 1,7131 EI Sviss. franki 43,6800 43,9200 QhoII. gyllini 31,1715 31,3589 ^Þýskt mark 35,1222 35,3332 Uít. líra 0,03548 0,03569 Ciý" Aust. sch. 4,9921 5,0221 :í Port. escudo 0,3426 0,3447 LJSpá. peseti 0,4129 0,4153 1 * |jap. yen 0,70660 0,71090 | lírskt pund 87,222 87,746 SDR 99,29000 99,88000 | Hecu 68,6930 69,1058 !

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.