Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2000, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2000, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2000 I>V Fréttir Eimskip segir sjómannaverkall grafalvarlegt og íhugar viðbrögð: Nota leiguskip „Hópur manna stöðvar siglingar allra skipa sem félagsmenn Sjó- mannafélags Reykjavíkur starfa á. Þetta er mjög alvarleg staða,“ sagði Þórður Sverrisson, framkvæmda- stjóri flutningasviðs Eimskips um yfirstandandi verkfall farmanna á kaupskipum. Hann sagði að Eim- skipafélagsskipin væru nú að stöövast hvert af öðru. Alvarlegast væri þó hve verkfallið hefði mikil áhrif á útflutningsgreinarnar, s.s. fiskafurðir og iðnaðarvörur, svo og stóðiðju eins og ísal. „Það er afar sjaldgæft í Evrópu að flutningastarfsemi sé lömuð með þessum hætti,“ sagði Þórður. „Við erum að flytja vörur milli Ameríku og Evrópulanda með viðkomu hér heima. Við erum að flytja vörur milli hafna í Evrópu, þjóna Færeyj- um, og þama erum við að hætta okkar viðskiptasamböndum." Aöspurður hvort áætlunum skipa Eimskips hefði verið breytt til að 11 t , .. , ji-j-Amúbs- STAPAFELL 1 Kaupskipaflotinn stöðvast Kaupskipin stöövast nú hvert af öðru. Stapafell og Kyndill eru meöal þeirra sem nú liggja bundin viö bryggju vegna verkfallsins. nýta ferðimar betur áður en þau stöðvuðust í verkfalli sagði Þórður að mun meira hefði verið lestað af frystigámum til landsins til að geta tekið á móti því mikla magni af fiski sem verið væri að landa þessa dagana. Eimskip er nú með þrjú leiguskip í rekstri. Þau koma hingað til lands á næstunni. Eitt þeirra kemur frá Hollandi og Bretlandi, annað siglir til Norðurlanda og hið þriðja kemur frá Bandaríkjunum eftir u.þ.b. hálf- an mánuð. Þessi skip eru leigð með áhöfnum sem eru erlendar í öllum tilvikunum. Skipin eru leigð til nokkurra mánaða í senn. Sam- kvæmt heimildum DV er því haldið opnu að láta skipin halda áfram siglingum þótt verkfall standi enn, enda heyri áhafnir þeirra ekki að neinu leyti undir Sjómannafélag Reykjavíkur sem á í kjaradeilu við skipafélögin. -JSS „Við erum búnir að gera okkur klára í langt verkfall en framhaldið verður að koma í ljós,“ sagði Jónas Garðarsson, formaður Sjómanncifé- lags Reykjavíkur. Verkfall undir- manna á farskipum skall á í gær eft- ir að slitnaö hafði upp úr kjaravið- ræðum síðla á sunnudagskvöld. Næsti sáttafundur hefur verið boð- aður næstkomandi fimmtudag. Fimm skip hafa þegar stöðvast vegna verkfallsins, Bakkafoss, Lagar- foss, Mánafoss, Kyndill og Stapa- fell. Selfoss, Brúar- foss og Amarfell Jónas koma í dag eða á Garöarsson. morgun og munu þá stöðvast. Jónas sagði að aðallega bæri á milli í launa- og tryggingamálum. Eitthvað hefði þokast í samninga- viðræðunum en það væri ekkert áþreifanlegt. „Það ber allt of mikið á milli enn þá,“ sagði hann. „Kröfugerð Sjó- mannafélagsins gerir ráð fyrir tæp- lega 30 prósenta launahækkun. Ég veit ekki hvemig Samtök atvinnu- veganna finna út að við séum að fara fram á 70.000 króna hækkun. Byrjunarlaun háseta eru 78.000 krónur. Við emm með tvo starfsald- ursflokka sem hvor um sig hækkar um S prósent. Við erum að fara fram á að lægstu laun hækki í 100.000 krónur, þannig að starfsaldurs- hækkanir fari upp í 110.000 krónur." Jónas sagðist reikna með að ein- hverjar þreifingar yrðu í gangi hjá samningsaðilum fram að næsta samningafundi. Spurður um verkfallsbrot kvaðst Jónas ekki hafa heyrt af neinum slikum. Undanþága hefði verið veitt til uppskipunar og lestunar úr Hvítanesi á Homafirði. Það kæmi síðan til Hafnarfjarðar þar sem það myndi stöðvast. Ekki væm fleiri undanþágur uppi á borðinu eins og málin stæðu nú. -JSS DV-MYND S Áslaugu Óladóttur fylgt til grafar Útför Áslaugar Óladóttur, sem myrt var í Keflavík 15. apríl sl., fór fram frá Ytri-Njarövíkurkirkju á iaugardag aö viö- stöddum fjölmennum hópi syrgjenda. Kirkjan rúmaöi ekki alla þá sem komu til aö kveöja Áslaugu hinsta sinni og stóöuþví margir utan dyra á meðan á athöfninni stóö. Klárir í langt verkfall - segir formaður Sjómannafélags Reykjavíkur Sérfræðingur Gallup vegna óánægju með fjölmiðlakönnun um sjónvarpsáhorf: Þetta er ekki besta mælingin Óánægja er hjá Islenska útvarps- félagsinu með þá aðferð sem beitt er í fjölmiðlakönnun Gallup á mæl- ingu á sjónvarpsáhorfí og telja stjómendur félagsins áhorf á frétta- tíma Stöðvar 2, sem hefst klukkan 18.55, vera vanmetið. í fjölmiðla- könnuninni er áhorf mælt í 15 mín- útna bilum en þátttakendur í könn- uninni skrá aðeins hjá sér þá stöð sem þeir horfa mest á innan hvers tímabils. Þá er óánægja með að í könnun- inni var ein spuming varðandi tíðni notkunar á netmiðlum gölluð en hún samt sem áður notuð. „Okkur er uppálagt að mæla sjón- varpsdagskrána í kortersbilum. Þetta hefur verið tiltölulega einfalt en Stöð 2 breytti dagskránni mikið og það veldur vandræðum," segir Hafsteinn Már Einarsson sem stýrði könnun- inn af hálfu Gallup. „En þetta þarf að taka upp á vettvangi samstarfshóps- ins. Það er alveg ljóst að það er ekki besta mælingin að hafa þetta í kortersbilum þegar dagskráin er á skjön við þessi kortersbil og væri ákjósanlegra að hafa bilin styttri, jafnvel fimm mínútur," segir hann og viðurkennir að hugsanlega hafi áhorf frétta Stöðvar 2 verið vanmetið þó ekki sé hægt að fullyrða slíkt. „En hvað netmiðlana varðar var einfaldlega prentvilla í spuminga- listanum. Það var ein spurning sem var með sjö valkostum en aðeins sex svarmöguleikar tfl að merkja í. En valmöguleikinn fyrir þá sem aldrei nota netmiðlana var alveg skýrt afmarkaður og við settum þá bara allt hitt saman til þess aö sjá þó einhverjar línur út úr könnun- inni,“ segir Hafsteinn en þannig var greint á milli þeirra sem einhvem tíma notuðu tiltekinn netmiðil og þeirra sem aldrei notuðu viðkom- andi miðil. Ætlunin var hins vegar að mæla tíðni notkunar. Ólafur Ingi Ólafsson, formaður Samtaka íslenskra auglýsingastofa (SÍA), segir fjölmiðlakönnunina þurfa að vera í sífelldri þróun eftir því sem aðstæður breytist. „Könnunin er gerð fyrir sam- starfshóp SÍA og helstu fjölmiðla og það er hópur fulltrúa allra þessara aðila sem stendur að framkvæmd- inni. Það er afar opið lýðræði í þeim hópi og liggur við að það nægi að það sé einn á móti hlutunum til þess að þeir séu ekki samþykktir. En það er langmikilvægast við þess- ar kannanir að menn séu sáttir við framkvæmd þeirra því það er ekki hægt að sveifla framkvæmdinni eft- ir niöurstöðunum hverju sinni,“ segir Ólafur. -GAR Frestur rennur út í dag Framlengdur frestur til að skila inn kjörseðlum vegna formanns- kosninga í Samfylk- ingunni rennur út í dag. Um 9500 manns eru á kjör- skrá en um 3000 svarseðlar hafa borist. Vilja stöðva uppskipun Hugmyndir eru uppi um að grip- ið verði tO aðgerða gegn farskipum sem mönnuð eru útlendingum. Þau sigla áfram í verkfallinu en sjó- menn vOja stöðva uppskipun úr þeim og hafa leitað aðstoðar hafnar- verkamanna. RÚV greindi frá. Komi böndum á þenslu Grétar Þorsteinsson, forseti Al- þýðusambands íslands, fjallaði um alþjóðavæðingu og samtakamátt verkalýðshreyfingarinnar í ræðu sinni á útifundi verkalýðsfélaganna á Ingólfstorgi í Reykjavík í gær. Megininntakið var þó um núver- andi samningalotu og sagði Grétar m.a. að stjómvöld yrðu að koma böndum á þenslu, tryggja kaupmátt launa og auka. Veiðitíminn byrjaður Fjölmenni var við EOiðavatn strax klukkan sjö í gærmorgun. Bú- ist var við því að aUs myndu um eða yfir 200 manns renna fyrir fisk þar í gær þegar veiðitíminn hófst. Ingólfur I hlekkjum Ryðguð járnkeðja sem vafiö hafði verið utan um stytt- una af Ingólfi Am- arsyni vakti athygli vegfarenda á Am- arhóli í gær. Ekki er vitað hvað uppá- tækið átti að þýða eða hverjir stóðu að því. Framkvæmdir hefjast á ný Framkvæmdir við Reykjanes- braut, miUi Breiðholtsbrautar og Fífuhvammsvegar, hefjast á ný í dag. Um 20 þúsund bílar fara um veginn á sólarhring. ísland út úr kortinu Endurskoðun á samningi íslands og Bandaríkjanna um varnarmál frá 1996 og öryggismál heimsins voru helstu mál á dag- skrá þegar HaUdór Ásgrimsson utanrík- isráðherra átti einkafund með Madeleine Albright, utanrikisráðherra Bandarikjanna, i gær. í skýrslu sem Albright kynnti eftir fundinn kemur fram að ísland og mestöU Evrópa er aukaatriði í öryggismálum landsins. Markið nálgast Haraldur Öm Ólafsson norður- pólsfari gekk rúma 15 kUómetra í gær. Hann hefur nú gengið 588 kOó- metra og á 183 km ófama. Góð kolmunnaveiði Góð kolmunnaveiði hefur verið að undanförnu í færeysku lögsögunni. Mörg skip em á leið tU heimahafnar með fullfermi, þ. á m. Sunnubergið sem er á leið tO Vopnaíjarðar með 1300 tonna afla. Fjölmörg skip eru að kolmunna- veiðum á þessum slóðum. RÚV greindi frá. -KGP/aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.