Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2000, Qupperneq 13
ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2000
13
Utlönd
Ingvar
Helgason hf.
Sævarhöfða 2 - Sími 525 8000 - Beinn sími 525 8070
Fax: 587 9577- www.ih.is - Véladeild - E-mail: veladeild@ih.is
Vissir þú að við eigum mikið úrval
notaðra búvéla?
Mikil verðlækkun.
Hafið samband við sölumenn okkar sem fyrst.
Clinton gerir grín að sjálfum sér:
Klippir út pappírsmyndir
og horfir á þvottavélina
Bandarískir íjölmiölamenn ausa
nú lofl myndband með Bill Clinton
Bandaríkjaforseta þar sem hann
lýsir síðustu mánuðunum í Hvíta
húsinu í Washington á gamansam-
an hátt. Myndbandið sýndi Banda-
ríkjaforseti við árlegan hátíðar-
kvöldverð fyrir fréttaritara, stjóm-
málamenn og ýmsa aðra fræga gesti
í Hvíta húsinu um helgina.
Ámyndbandinu er gert grín að
því hversu erfítt forsetinn, sem elsk-
ar sviðsljósið, á með að missa af
allri athyglinni og afsala sér þeim
völdum sem í starfi hans felast.
Sýnt er hvernig hann reynir að hafa
ofan af fyrir sér á meðan eiginkona
hans, HUlary, er önnum kafm í eig-
in kosningabaráttu í New York og
dóttirin, Chelsea, er við háskóla-
nám.
Til þess að drepast ekki úr leið-
indum á meðan hann er einn í
Hvita húsinu klippir forsetinn út
pappírsmyndir og horfir á þvotta-
Gleymdi nestinu
Clinton hleypur á eftir Hillary með
nestið sem hún gleymdi.
vélina vinna. Hann er sýndur
hlaupa á eftir límósínu Hillary með
nestið sem hún gleymdi. Og þegar
A1 Gore varaforseti biður Clinton
um að gera eitthvað í umhverfis-
málum fer hann út og slær grasið og
klippir runnana. Það var grínistinn
Mark Katz sem hjálpaði Clinton að
semja handritið.
Samkvæmt nýjum skoðanakönn-
unum eru Bandaríkjamenn nú leið-
ir yfir því að Clinton skuli vera að
yfirgefa Hvíta húsið. Fyrir ári voru
Bandarikjamenn hundleiðir á for-
setanum.
Bretland:
Leyniþjónustan
njósnar um allan
tölvupóst
Breska leyniþjónustan MI5 er að
koma sér upp kerfi sem á að fylgjast
með öllum tölvupósti sem sendur er
innanlands í Bretlandi og til og frá
landinu. Njósnamiðstöðin á að vera
komin í gagnið eftir um það bil ár,
að því er fullyrt er í breska blaðinu
Sunday Times. Bæði MI5 og breska
lögreglan þurfa formlegt leyfi inn-
anríkisráðuneytisins áður en þær
geta lesið tölvupóst einstaklinga og
samtaka. Neytendasamtökin í Bret-
landi og fleiri samtök hafa áhyggjur
af áætluninni.
Notaðar búvélar
á kostakjörum
Góð dýna
Fíladrottnlngin
Boonma Komkham, sem er 31 árs, er hér vigtuð í keppninni um
Fíladrottninguna í Taílandi. Komkham reyndist vera 162,5 kíló. Sú sem þótti
sýna best þokka fílsins bar sigur úr býtum. Mun sigurvegarinn berjast fyrir
málstað fílsins í Taílandi.
Samningamaður ísraela:
Trúir á myndun
palestínsks ríkis
Aðalsamningamaður ísraela,
Oded Eran, lýsti þvi yfir í gær að
lokaniðurstaða friðarviðræðnanna
við Palestínumenn, sem nú fara
fram, yrði myndun palestínsks rik-
is. Yfirlýsingin kom ísraelskum
ráðamönnum á óvart. Þeir gerðu lít-
ið úr ummælum Erans en útilokuðu
ekki að.palestinskt ríki yrði stofnað.
„Forsætisráðherrann hefur beðið
hann um að tjá sig ekki um mál sem
ágreiningur ríkir um,“ sagði ísra-
elskur embættismaður í gær sem
ekki vildi láta nafns síns getið.
Palestínumenn fögnuðu í gær yf-
irlýsingu samningamannsins.
Stefnt er að því að friðarviðræðum
ísraela og Palestínumanna verði
lokiö þann 13. september næstkom-
andi.
Sprinqdi
'princfdijna
SNÚANLEG
erÍA L átfceróla.
FJOÐRUN
pdammaclýr,
pia
TVÖFQLD FJÖÐR
Góður nætursvefn er grundvallaratriði - og til að ná honum þarf góða
dýnu! Norsku Jensen dýnurnar hafa verið framleiddar í yfir 50 ár. Þær eru
með mismunandi fjaðrakjarna - og af hverri gerð er hægt að velja
mismunandi stífleika.
Mán. - Fös. 10:00 -18:00 • Laugard. 11:00 -16:00 * Sunnud. 13:00 -16:00
™ ' HÚSGÖGN
SíÖumúla 30 -Sími 568 6822
- œvintýri likust
W